Morgunblaðið - 18.04.1990, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 18.04.1990, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1990 + flurgminMaltÍí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Stórhætta í áburðar- verksmiðj unni Bruninn í Áburöarverksmiöjunni Þingmenn Reykjavíkur og borgarstjórn skora á ríkisstjórnina að hætta rekstri Áburðarverksmiðju ríkisins eins fljótt og auðið verður. Áskoranir þessar svo og íbúa- samtaka Grafarvogs koma í kjölfar brunans í verksmiðjunni á páskadag. Ráðherrarnir Halldór Ásgrímsson, Jóhanna Sigurðar- dóttir og Steingrímur Sigfússon eru ekki sömu skoðunar og framkvæmdasljóri Stétt arsambands bænda, segir bændur vilja halda áburðarframleiðslu í landinu. Hér fara á eftir viðtöl við þessa aðila. Flest bendir til, að það hafi aðeins verið fyrir Guðs mildi, að ekki varð alvarlegt mengunarslys í Áburðarverk- smiðju ríkisins í Gufunesi síðdegis á páskadag. Munaði minnstu að eldur yrði laus, þeg- ar verið var að flytja ammoníak úr skipi í kúlu verksmiðjunnar. Fyrir snarræði tókst að kæfa eldinn áður en gripið var til stór- tækra ráðstafana á vegum al- mannavarna. Eiga allir þeir sem brugðust rétt við á þessari miklu hættustundu þakkir skildar. Að sögn sérfróðra manna hafði enginn reiknað með því að atburður eins og þessi gæti gerst og stofnað lífi manna í hættu. Ur því að hann varð bein- ir almenningur nú gagnrýnni augum að þessari verksmiðju en áður og hefur meiri efasemdir en ella um fullyrðingar þess efn- is, að af henni stafi ekki stór- hætta. Hvað sem öðru líður er mikilvægt að útiloka slíkan ótta eða kvíða og það verður ekki gert betur en með því að loka áburðarverksmiðjunni á þessum stað, hvort heldur hún verður reist annars staðar eða fram- leiðslu áburðar hætt í landinu. Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík, kynnti í gær borgar- fulltrúum og þingmönnum Reykjavíkur eftirfarandi tillögu: „Borgarstjórn Reykjavíkur krefst þess að ríkisstjórnin taki nú þegar ákvörðun um að leggja eins fljótt og auðið er niður rekstur Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi.“ Var tillaga þessi síðan samþykkt samhljóða í borgarráði í gær. Það þarf sterk rök frá eiganda verksmiðj- unnar, ríkinu, ef það ætlar að sannfæra Reykvíkinga og aðra sem í nágrenni þessarar verk- smiðju búa.um að ekki beri að fara að þessari tillögu. Því mið- ur virtist fulltrúi ríkisstjórnar- innar í þessu máli, Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráð- herra hafa annan skilning á þessu máli en borgarfulltrúar og þingmenn Reykjavíkur og sá hann ástæðu til að hefja umræð- ur um gildistíma lóðasamnings við Reykjavíkurborg máli sínu til stuðnings. Er sá samningur hið mikilvægasta sem ráðherr- anum kemur til hugar eftir að aðeins munaði nokkrum mínút- um að mesta hættuástand skap- aðist á þéttbýlasta stað landsins? í greinargerð með tillögu borgarstjóra segir meðal annars: „Það óhapji er varð á páskadag hefur gefið'möhfi!ím gleggri og skýrari mynd af þeirri vá, sem þarna er, og jafnframt að það álit, sem borgaryfirvöld létu í ljós fyrir rúmum tveimur árum, að skynsamlegast væri að loka verksmiðjunni, hefur átt rétt á sér. Óhapp það, sem varð sl. sunnudag, er kviknaði í á þaki ammoníakskúlu verksmiðjunn- ar, var áður óþekkt sem áhættu- þáttur. Þótt viðbrögð allra ör- yggisaðila hafi verið markviss og borið tilætlaðan árangur, er ljóst að þetta óhapp kom mönn- um í opna skjöldu." Ríkisstjórnin getur ekki látið sjónarmið landbúnaðarráðherra ráða ferðinni í þessu máli en því miður virðist Halldór Ásgríms- son, starfandi forsætisráðherra, vera sömu skoðunar. Stjórnin verður að taka víðsýnni afstöðu, sem byggist á umhyggju fyrir lífi og öryggi borgaranna. Hún verður að sjá um að þessi ríkis- eign sé ekki þögull ógnvaldur við dyr höfuðborgarinnar, gagn- vart honum á ekki að taka hina minnstu áhættu. Almanna- varnir > Ohappið í áburðarverksmiðj- unni hefur dregið athyglina að gildi almannavarna. Til þeirra er stofnað til að brugðist sé við með skipulegum hætti á stund- um sem þessari. Þeir sem í ná- grenni verksmiðjunnar búa kvarta undan því, að ekki skyldi hafa verið sagt frá því strax í Ríkisútvarpinu, hjálpartæki Al- mannavarna ríkisins á slíkum stundum, hvað var að gerast í verksmiðjunni. Að sinna slíkum tilkynningum með skipulegum hætti er ekki síður- mikilvægt, þótt takist að afstýra stórhættu. Eyða þarf óvissu og angist á svipstundu. Almannavarnir ríkisins ættu að nota athyglina nú til þess að minna almenning á, að brott- flutningur þúsunda manna er ekki endilega skynsamlegasta ráðstöfunin þegar vá er fyrir hendi. jlíkir fjöldaflutningar geta í sj Jfu sér veríð stórhættu- legir. Einnig ættu rétt yfirvöld að huga að því, að í þeim lönd- um, þar sem best er staðið að almannavörnum eiga allir íbúar að vita hvar þeir geta gengið að gasgrímum, ef eitur spillir •- andrúmslofUr—------— Vil ekki freista gæfiinnar tvisvar - segir Davíð Odds- soíi borgarsíjóri. „ÉG TEL að það hafí verið mikil gæfa að ekki fór verr á páskadag °g ég fyrir mitt leyti vil ekki freista gæfunnar í þessum efnum tvisvar. Mér finnst vera það mikið í húfí,“ sagði Davíð Oddsson borg- arstjóri í samtali við Morgunblaðið í gær, að afloknum fundi borgar- ráðs Reykjavíkur. Þar var sam- þykkt samhljóða tillaga hans um að borgarstjórnin gerði þá kröfu til ríkisstjórnarinnar að hún legði af rekstur Áburðarverksmiðjunn- ar. Davíð segir að Almannavarna- nefnd Reykjavíkur hafi samþykkt á fundi að kvöldi páskadags, að ammoníak verði ekki flutt til Áburðarverksmiðjunnar. Davíð segir að fyrir tveimur árum, þegar miklar umræður stóðu um framtíð verksmiðjunnar, hafi honum verið sagt að atburður sem þessi gæti ekki gerst. Hann var spurður hvort fremur væri þá hægt að treysta á hinn nýja tank, sem á að leysa af hólmi þann sem kviknaði í. „Þegar það var ljóst að ríkisstjórnin vildi þá . ekki leggja niður þessa verksmiðju, fannst okkur auðvitað miklu betra að nýr tankur væri gerður, heldur en að hann væri ekki gerður. Jafn- framt treystum við upplýsingum um það, að óhætt væri að nota gamla tankinn áfram, miðað við hálfa nýt- ingu og aukið öryggi. Ég tel að það hafi verið mikil gæfa að ekki fór verr á páskadag og ég fyrir mitt leyti vil ekki freista gæfunnar í þessum efnum tvisvar. Mér finnst vera það mikið í húfi,“ sagði Davíð. Hann segir sína afstöðu koma skýrt fram í tillögunni sem borgarráð samþykkti. „Ég hef tekið saman úr- klippur frá umræðum fyrir tveimur árum, þegar hvað mestar umræður voru um þetta og ég var með sams konar skoðun á málinu þá. En við þær aðstæður heyrðist reyndar ekk- ert í þeim þingmönnum sem allt í einu hafa sig í frammi núna,“ sagði Davíð. Hann sagði að á fundi borgar- stjórnarfulltrúa með þingmönnum Reykvíkinga í gærmorgun hafi menn í meginatriðum verið sammála um viðbrögð. „Þó varð ég ekki var við annað en að félagsmálaráðherra vilji fara sér hægt í að loka verksmiðj- unni.“ Davíð var spurður um þátt Al- mannavarna í viðbrögðum. „Það er í rauninni ákvörðunarefni fyrir Al- mannavarnir ríkisins og það hefur verið upplýst að það munaði aðeins örfáum mínútum að allar aðgerðir Almannavarna við slíka vá færu í gang. Menn verða að athuga það, að slíkt eiga menn ekki að hafa í flimtingum, því slíkar aðgerðir Al- mannavarna skapa auðvitað veruleg- an ótta í sjálfu sér og geta jafnvel haft slys í för með sér, þannig að menn eiga ekki að gera það að óþörfu og það var mikil mildi að tókst að ná valdi á málinu svona fljótt. Ég tel að slökkviliðið og lögreglan hafi staðið sig afskaplega vel í með- ferð þessa máls og eigi þakkir skild- ar fyrir. Ég tel reyndar líka að Al- mannavarnir ríkisins hafi brugðist alveg rétt við. Það eina sem hægt er að kvarta undan og gagnrýna Almannavarnir ríkisins fyrir er að láta ekki vita með tilkynningu í út- varpi eftir að hættan var liðin hjá, vegna þess að margir íbúar í Grafar- vogi höfðu jú séð slökkvibifreiðar og ---lögreglubifreiðar.á.slaúnuirLog-ui'ðii. uggandi. Því hefði verið nauðsyn- legt, fyrr heldur en í sjö-fréttunum, að láta fjölmiðlana vita þegar í stað að hættan væri um garð gengin. . Síðan komu Almannavarnir Reykjavíkur saman, seinna um kvöldið, til þess að fara yfir atburð- ina og taka ákvörðun um það, hvort verði flutt meira ammoníak til þess- arar verksmiðju og það varð niður- staða þeirrar nefndar að gera það ekki. Nefndir eins og almannavarnir sveitarfélaganna eru ekki nefndir sem eru á fullri vakt, ef svo má segja, heldur eru það slökkvilið og lögregla sem eiga að koma þar inn í. Hins vegar eiga nefndirnar að koma saman svo fljótt sem auðið er. Ég var sjálfur ásamt borgarverk- fræðingi kominn upp í Áburðarverk- smiðju um hálfáttaleytið, að kynna mér aðstæður þar, og síðan var nefndin komin á fund með forráða- mönnum stöðvarinnai’ um níuleytið. Ég tel að þarna hafi verið mjög snöggt við brugðist." Davíð var spurður hvort hægt væri að segja fyrir um framvindu mála, hvort líta megi svo á að verk- smiðjan sé þegar komin úr leik. „Það er auðvitað að verulegu leyti mál ríkisins sem er eigandi verksmiðjunn- ar. Ég tel hins vegar að það sé ekki verjandi, gegn áliti borgarstjómar- innar og þungu almenningsáliti, að taka þessa áhættu sem þarna er verið að taka.“ — Hefur borgarstjórn vald til að loka verksmiðjunni? „Borgarstjórn getur ekki látið loka verksmiðjunni. Borgarstjórn getur látið álit sitt í ljós. Valdið er hjá ríkinu og hjá þeim eftirlitsstofnunum sem veita slíkri verksmiðju starfs- leyfi," sagði Davíð Oddsson. Ekki rök fyrir lokun - segir Halldór Ás- grímsson starfandi forsætisráðherra HALLDOR Ásgrímsson, forsætis- ráðherra í fjarveru Steingríms Hermannssonar, segir engin þau rök hafa komið fram sem réttlæti lokun Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Ríkisstjórnin ijallaði um atburðinn í Áburðarverksmiðj- unni á páskadag, þegar eldur kom upp í ammoníaksgeymi verksmiðj- unnar. Halldór sagði i samtali við Morgunblaðið í gær að hann teldi ekkert hafa komið fram sem rétt- lætti breytingu á stefhu þeirri sem stjórnvöld mörkuðu í ársbyrjun 1988 hvað varðar framtíðarrekst- ur Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. „Það varð mikil umræða um þetta mál í ríkisstjórn í ársbytjun 1988. Þá var rætt um það hvernig ætti að bregðast við þeim vanda sem lá fyrir í Áburðarverksmiðjunni. í fyrsta lagi kom til tals að flytja verksmiðjuna, sem var talið að væri nánast ákvörð- un um að leggja þennan rekstur nið- ur, þar sem of kostnaðarsamt yrði að byggja nýja verksmiðju á öðrum stað og afskrifa þá sem fyrir var,“ sagði Halldór. Ráðherra sagði að þá hefði niður- staðan orðið sú að byggja mætti nýjan tank, þar sem gætt yrði ströng- ustu öryggiskrafna sem tíðkuðust um svipaða starfsemi annars staðar í heiminum. „Þarna starfa 150 manns og verksmiðjan stendur undir sér. Fyrir tveimur árum þóttu ekki vera rök fyrir því að leggja slíka starfsemi niður, enda væri hægt að uppfylla viðunandi öryggiskröfur," sagði Halldór. Hanr. sagði að þessi niðurstaða þá hefði m.a. orðið til þess að Reykjavíkurborg hefði gert áfram á þessu svæði og hefði síðan skipulagt landið umhverfis, væntan- lega vegna þess að borgin hefði talið að með smíði nýs tanks yrði öryggis- kröfum fullnægt. „Nú er það svo að smíði þessa tanks hefur því miður tekið lengri tíma en upphaflega var gert ráð fyr- ir og m.a. þess vegna átti þessi at- burður á páskadag sér stað. Ríkis- stjórnin hefur ekki fengið neinar nýjar upplýsingar um málið en mun væntanlega fá þær á næstunni, eftir að rannsókn hefur farið fram. Að mínu mati er ekki ástæða til þess að breyta um þá stefnu sem mörkuð var í upphafi árs 1988, fyrr en frek- ari upplýsingar liggja fyrir,“ sagði ráðherra. Halldór var spurður hver afstaða ríkisstjórnarinnar væri til þess með hvaða hætti bilið yrði brúað, þar til smíði nýja ammoníakstanksins er lokið: „Hættan stafar af þessum tanki sem leki kom að á sunnudag og hann er nú búið að taka úr notk- un. Mér vitanlega stafar ekki hætta af annarri starfsemi. Á grundvelli þeirra upplýsinga sýnist mér sem rétt ákvörðun hafi verið tekin, að hætta að nota þennan hættulega tank,“ sagði Halldór Ásgrímsson. Vilja áburðar- framleiðslu í landinu - segir Hákon Sig- urgrímsson fram- kvæmdasljóri Stétt- arsambands bænda „ÉG HYGG að bændur hafi tvö meginsjónarmið varðandi áburð- arverksmiðjuna," sagði Hákon Sigurgrímsson framkvæmda- stjóri Stéttarsambands bænda, þegar Morgunblaðið leitaði álits hans á afstöðu bændasam- takanna til þess hvort hagsmunir bænda varðandi áburð og flutn- ingur Áburðarverksmiðju vegna hættu fyrir nágrenni hennar gætu ekki farið saman. „Annars vegar eigi áburðarframleiðsla að vera í landinu af öryggisástæðum og hins vegar þurfi áburðurinn að fást á sama verði og greitt væri fyrir innflutning. Ef inn- flutningur hæfist á áburði yrði hann að vera frjáls." Hákon segir það persónulegt álit sitt að tryggja verði öryggi í verk- smiðjunni fyrst og fremst. „Ef flutningur verksmiðjunnar reynist óhjákvæmilegur þarf að gefa nokk- urn umþóttunartíma. Áfram gera bændur þá kröfu að áburðarverð sé sambærilegt hér á landi og er- lendis. Menn hafa lengi efast um að svo sé, enda rekstrarskilyrði Áburðarverksmiðjunnar erfið og lánsfé eingöngu erlent. En verk- smiðjan er ríkiseign og stjórn henn- ar kosin af Alþingi, þannig að flutn- ingurinn yrði eingöngu mál stjórn- valda. Bændur myndu að sjálfsögðu mótmæla hækkun áburðarverðs vegna flutnings ákaflega eindreg- ið.“ Hákon segir bændur telja hættu- legt að vera upp á aðrar þjóðir komin um áburð. Mikilvægt sé'að hann sé framleiddur í landinu, ekki aðeins fyrir landbúnaðinn heldur einnig landgræðslu sem þurfi gífur- Iegt magn af áburði. „En ef svo færi að áburður yrði fluttur inn, myndi það vera skýlaus krafa bænda að sá mnflutningur væri 1'áð fyrir rekstri verksmiðjunnar frjáls en ekki á hendi einslaðila. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRIL 1990 29 » 17.47 Varðmaður í Aburðarverksmiðjunni verður eldsins var og gerir slökkviliði þegar viðvart. 17.51 Fyrstu bílar Slökkviliðsins koma á vettvang. 17.54-17.55 Eldurinn slökktur. Gamli ammoníaks 17.58 Lögregla tilkynnir Almannavörnum um eldinn. 18.07 Aðgerðir samkvæmt almannavarnaskipulagi hafnar. 18.12 Hættuástandi aflvst. | ^ Áburðar-geymsla / \ / Köfnunar- \ / efnisgeymir Vetnis- / geymir Saltpéturssýrugeymir við saltpéturssyruverksmiðju Blöndunar- og ammóníum- nítrits-verksmiðja 18.45 Slökkvilið fer frá verksmiðjunni Hamrah verfi Artúnshöfði og Ártúnsholt Miðað við hæsta leyfilegt ammoníaksmagn geymisins (500 tonn) og þær aðstæöur, sem ríktu, er óhappiö á páskadag varð, hefði eiturefnið dreifst eins og sjá má að ofan en aldrei lengri vegalengd en 2,7 km og hefði skýið verið um 6-800 m breitt. 10 hnúta vindur var og hefði gasið því verið á 300 m/mín ferð. Til allrar hamingju voru aðeins 90 tonn í geyminum. Hefðu þau öll lekiö úr honum hefðu þau samt aldrei náð tii íbúðabyggðar, þar sem ammoníak rís fremur hratt upp, Morgunblaðið/AM&KG Fara verður vandlega yfirbreyttar forsendur - segir Steingrímur Sigfósson landbún- aðarráðherra STEINGRÍMUR Sigfússon, land- búnaðarráðherra, en undir hann heyrir Áburðarverksmiðjan, segir að fara verði vandlega yfir það hvaða forsendur hafi breyst frá því ríkisstjórn Þorsteins Pálsson- ar tók þá samhljóða ákvörðun efl- ir ítarlega athugun að byggja nýj- an geymi við verksmiðjuna og verja til þess verulegu fé. Nýi geymirinn muni mæta ýtrustu ör- yggiskröfum á öllum sviðum. Þær séu mjög strangar og sennilega strangari en þekkist í nágranna- löndunum. Steingrímur sagði að það ætti að varast að skapa meiri óróleika en ástæða væri til, gamli geymirinn verði ekki notaður meir og því muni ekki stafa hætta af honum framar. Ef útkoman verði sú að þrátt fyrir þennan nýja geymi og aðrar ráðstaf- anir, sé þama meiri áhætta en menn séu tilbúnir til að taka, þurfi að ákveða hver næstu skrefin séu, hvort þessi framleiðsla verði lögð af í íandinu eða hvort ráðist verði í að færa verksmiðjuna með tilheyrandi kostnaði. Þá vakni einnig spurningin hveijir beri kostnaðinn. Áburðarverksmiðjan hafi starfs- leyfi, leigusamning frá borginni til 30 ára og hafi að öliu leyti uppfyllt þær kröfur sem tit' hennar liafi verið gerðar. Hverju væri borgin tilbúin til að kosta til í þessu sambandi, ef hún geri kröfu um að verksmiðjan hverfi á braut? „Ég mun að sjálf- sögðu ekki skorast undan því að ræða við borgaryfirvöld um þessi mál og tel eðlilegt að það gerist í framhaldi af þessu,“ sagði Steingrímur. Hann sagði að mikil eftirsjá væri að þessari framleiðslu í landinu, ef það yrði niðurstaðan. Hagkvæmni iiennar hefði verið könnuð nýlega og ljóst að verksmiðjan væri samkeppn- isfær um verð við innfiuttan áburð. Hún sparaði gjaldeyri, skapaði vinnu, keypti ýmsa þjónustu og mikla raf- orku. Velta væri á annan milljarð. Það væri ekki um það að deila að verksmiðjan væri þjóðhagslega hag- kvæm. Steingrímur sagði að það vöknuðu margar fleiri spurningar í þessu sam- bandi. Það hefðu verið teknar pólit- ískar ákvarðanir varðandi skipulagn- ingu íbúðarbyggðar miklu nær verk- smiðjunni en áður var. Hún hefði ekkert fært sig til heldur hefði byggðin verið að nálgast hana, nú síðast með Grafarvogshverfunum. í annan stað hefði leigusamningur verksmiðjunnar nýverið verið end- urnýjaður, það væri gert ráð fyrir henni í aðalskipulagi Reykjavíkur og m.a.s. hefði verið skipulagður at- vinnurekstur upp að ióð hennari meðal annars með þeim rökum að nægilega vel væri fyrir öryggismál- um séð. Steingrímur sagði að það væri al- veg ljóst að ef væri verið að finna þessum rekstri stað í dag, þá vildu menn sjá hann lengra í burtu. En það gilti það sama um Reykjavíkur- flugvöll, menn myndu ekki byggja hann inn í borginni nú, og einnig eldsneytisinnflutning á höfuðborgar- svæðinu. Væri ekki eðlilegra að landa eldsneyti þannig að ekki þyrfti að aka því um endilanga borgina til ad koma því á áfangastað. „Þetta er bara einn af mörgum hlutum sem við sitjum uppi með. Ég held við verðum að skoða þessi mál yfirvegað á grundvelli fyririiggjandi staðreynda og ekki láta augnabliks tilfinningahita hafa áhrif á okkur. Ég ski! vel að mönnum hafi brugðið í brún við þessar fréttir. Þær voru alvarlegar og það er engin ástæða til að draga dul á það. Menn verða líka að varast að skapa meiri óró- leika en ástæða er til. Við þurfum að bíða niðurstöðu rannsóknarinnar og fara síðan yfir efnisþætti máls- ins,“ sagði Steingrímur ennfremur. Erfitt að standa gegn kröfu um lokunn - segirGuðrún Helgadóttir forseti sameinaðs þings GUÐRÚN Helgadóttir hefur ákveðið, að bera fram tillögu á Alþingi um að rekstri Áburðar- verksmiðju ríkisins í Gufunesi verði þegar í stað hætt. Jafnframt er farið fram á að kannað verði hvort hagkvæmt sé að reka verk- smiðjuna áfram og þá annars siað- ar á landinu. „Ég held að þeir ráðherrar sem eru á móti tillögunni eigi eftir að gera þetta mál upp við sig,“ sagði Guðrún, um viðbrögð þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra, Steingríms Sigfússonar _ landbúnað- arráðherra og Halldórs Ásgrímsson- ar sjávai'úfvegsráðhen'a, er gegnir störfum forsætisráðherra í íjarveru hans, en þau telja enga ástæðu til að leggja verksmiðjuna niður. „Ég held að það verði erfitt að standa gegn þeirri kröfu Reykvíkinga að loka þessari verksmiðju," sagði Guð- rún. „Það er ljóst að engin trygging er fyrir að þarna verði ekki óhapp. Maður hefur orðið var við mikil við- brögð meðal almennings í Reykjavík. Fólk er felmtri slegið yfir þessu þeg- ar rennur upp fyrir því við hvað það býr. Þetta er ekkert annað en tíma- sprengja. Það hafa legið fyrir skýrsl- ur um hættuna frá verksmiðjunni. Ég minni á að það féll heili borgar- stjórnarmeirihluti vegna þess að leit- að var að byggingarsvæði annars staðar vegna aðvörunar frá slökkvi- liðstjóranum í Reykjavík um að það væri hættulegt að hafa byggð við verksmiðjuna." Samþykkt borgarráðs tekin í fljót- færni - segirJóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra JÓHANNA Sigurðardóttir félags- málaráðherra telur samþykkt borgarráðs að krefjast þess að ríkisstjórnin taki nú þegar ákvörð- un um að Áburðarverksmiðjan verði lögð niður, liafi verið tekin í fljótfærni miðað við þær upplýs- ingar sem fyrir liggja. Þegar hafi verið tekin ákvörðun um að hætta m með hafí borgarlúlltrúum og þing- mönnum gefist tækifæri til að kynna sé frekar þær upplýsingar, sem fram hafa komið, meðal ann- ars nýjar upplýsingar, er komu fram í gær. „Það eru allir sammála um að tryggja beri öryggi borgarbúa en það kostar mikið að byggja nýja verk- smiðju eða leggja hana niður og það væri forvitnilegt að vita hversu mik- ið borgaryfirvöld eru tilbúin til að leggja fram ef sú ákvörðun verður tekin,“ sagði Jóhanna. Sagði hún að augljóslega væri pólitískur titringur í kringum ákvörðun borgarráðs. Kanna þyrfti betur þjóðhagsleg áhrif verksmiðjunnar auk þess sem ekki mætti gleyma að við hana starfa um 150 manns. Á Norðurlöndum væru til dæmi um margfalt stærri geyma en þann sem verið er að reisa í Áburð- arverksmiðjunni, sem staðsettir væru nálægt byggð. „Það hefði ekki kostað neitt að bíða með þessa ákvörðun í nokkra daga,“ sagði Jóhanna. „En ég vil ekki útiloka að niðurstaðan verði sú að verksmiðjunni verði lokað. Ég vil einungis að menn noti það ráðrúm, sem er til að skoða málið enn frek- ar,“ sagði Jóhanna. „Ég lagði til í janúar 1988 í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar, eftir að skýrslan um áhættu af rekstri Áburðarverksmiðj- unnar kom út, að fyrsti valkostur yrði að loka verksmiðjunni. Sá val- kostur fékk ekki undirtektir. Ég úti- lokaði hann ekki þá frekar en nú. Ég mun leggja til í ríkisstjórninni að haft verði samráð um þá niður- stöðu sem verður við borgaryfirvöld, þar sem allir þættir og valkostir í málinu verði skoðaðir en ekki að gripið verði hér og nú til skyndi- ákvörðunar um lokun verksmiðjunn- ar.“ Ríkisstjórnin mun fjalla um Áburðarverksmiðjuna á næsta fundi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.