Morgunblaðið - 18.04.1990, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1990
31
Áætlun Sæfara
GENGIÐ hefur verið frá áætl-
un Eyjafjarðarferjunnar Sæ-
fara á tímabilinu frá 1. júní til
30 september á þessu ári.
Á mánudögum og föstudögum
fer ferjan frá Hrísey kl. 7.30 að
morgni og kemur til Dalvíkur
kl. 8.00. Frá Dalvík fer hún kl.
9.30 og kemur til Hríseyjar kl.
10.00, þaðan fer hún hálfri
stundu síðar til Grímseyjar og
kemur þangað kl. 13.30. Frá
Grímsey fer feijan kl. 16.30 til
Dalvíkur og er komutími þangað
kl. 20.00. Feijan fer frá Dalvík
kl. 20.30 og til Hríseyjar kemur
hún kl. 21.00.
Á fimmtudögum fer ferjan frá
Hrísey kl. 12.00 til Akureyrar
og kemur þangað kl. 14.00. Frá
Akureyri er farið kl. 17.00 og
komið til Hríseyjar kl. 19.00.
Á þriðjudögum og miðviku-
dögum verður feijan laus til ann-
arra nota, hægt verður að leigja
hana til vöruflutninga, útsýnis-
siglinga fyrir hópa eða til ráð-
stefnuhalds.
Fram til 1. júní verður vænt-
anlega farið einu sinni í viku til
Grímseyjar, á föstudögum, en
að öðru leyti verður hún í sigling-
um eftir þörfum hveiju sinni.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Sæfari, nýja feijan sem annast mun siglingar á Eyjafirði, kom til lieimahafnar í Hrísey á laugar-
dag. Tekið var á móti skipinu með viðhöfii og því gefið nafn.
Sæfara, nýrri Evjafjarðar-
feiju, tekið með viðhöfii
Ferjan sigldi síðan til Grímseyjar og þar var efiit til kaffisamsætis í félagsheimilinu í tilefiii ferjukom-
unnar.
SÆFARI, nýja Eyjafiarðarferj-
an, kom til heimahafiiar í Hrísey
á laugardag og þá var einnig
siglt út í Grímsey. íbúar eyjanna
gerðu sér glaðan dag í tilefni
ferjukomunnar og var öllum
boðið að skoða skipið og þiggja
veitingar. I Hrísey voru við-
staddir þingmcnn kjördæmisins,
tveir ráðherrar og sveitarstjórn-
armenn við EyjaQörð auk heima-
manna. Sæfari sigldi til
Grímseyjar þar sem tekið var á
móti honum með viðhöfii og
kvenfélagskonur í eynni buðu
upp á kræsingar í félagsheimil-
inu.
„Það er ævinlega viðburður þeg-
ar nýtt skip kempc til heimahafn-
ar,“ sagði Guðjón Bjömsson sveit-
arstjóri í Hrísey í ávarpi sem hann
flutti þegar feijan lagðist að
bryggju í Hrísey. Hann sagði mik-
inn hátíðarblæ hafa verið yfir
Hríseyingum þegar feijan Sævar
kom árið 1979, og að feijukoman
nú yrði Grímseyingum eflaust jafn-
mikið gleðiefni. Guðjón sagði að
márgir hefðu lagst á sveifína varð-
andi feijukaupin og þakkaði stuðn-
inginn. Hann sagði það ábyrgð að
hafa á hendi rekstur og það væri
einlæg ósk þeirra sem unnið hefðu
að málinu að vel mundi takast til
um rekstur feijunnar.
Séra Hulda Hrönn Helgadóttir
sóknarprestur í Hrísey gaf feijunni
nafnið Sæfari. Gestum var boðið
að skpða skipið og þiggja veiting-
ar. Ávörp fluttu þeir Guðjón
Bjömsson sveitarstjóri og
Steingrímur J. Sigfússon sam-
gönguráðherra. Að þessu loknu var
siglt út í Grímsey og sigldu bátar
heimamanna á móti feijunni og
þeyttu flautur. Þorlákur Sigurðs-
son oddviti í Grímsey flutti ávarp
við komuna út í eyju og kvenfélags-
konur buðu til kaffidrykkju í fé-
lagsheimilinu þar sem borð svign-
uðu undan krásunum.
„Þessi fetja mun bæta stórlega
úr, bæði hvað varðar þungaflutn-
inga og einnig farþegaflutninga,
því oft kom fyrir að gamla feijan,
Sævar, var oflilaðin, öðru vísi varð
ekki ráðið við farþegaflutningana,“
sagði Guðjón Björnsson í Hrísey.
„Þetta er góður áfangi og við
lítum björtum augum fram á við
með stórbættum samgöngum á sjó,
sérstaklega yfir vetrarmánuðina.
Strandferðaskip hafa á stundum
ekki komist hér að vegna veðurs
og þau hafa stranga áætlun og því
ekki tíma til að bíða betra veðurs.
Þannig; að ég held að menn hér séu
ánægðir og ekki annað að heyra
en fólki hafí líkað skipið ljómandi
vel,“ sagði Þorlákur Sigurðsson
oddviti í Grímsey.
I áhöfn Sæfara eru íjórir menn,
Örlygur Ingólfsson skipstjóri, en
hann var um árabil skipstjóri á flóa-
bátnum Drangi, Stefán Steinþórs
Jakobssen, stýrimaður, Karl Sölvi
Guðmundsson yfirvélstjóri og Alm-
ar Björnsson matsveinn.
Maður féll
afhestbaki
Ytri-Tjömum.
MAÐUR féll af hestbaki sunnan
við bæinn Stokkahlaðir i Hrafna-
gilshreppi á föstudaginn langa,
en þar var hann á ferð ásamt
fleiri hestamönnnum.
Hann var fyrst fluttur á Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri og það-
an var farið með hann á sjúkrahús
í Reykjavík, en hann mun hafa hlot-
ið alvarlegan höfuðáverka.
Maðurinn var að fara á bak þeg-
ar hesturinn rauk skyndilega áf
stað og náði maðurinn ekki að kom-
ast í hnakkinn. Hesturinn lenti uppi
á háum snjóruðningi og maðurinn
steyptist í götuna með fyrrgreind-
um afleiðingum. Benjamín
Tónlistarskólinn:
Fiðlutónleikar
Ásta Oskarsdóttir, 18 ára fiðlu-
nemandi við Tónlistarskólann á
Akureyri, heldur sína fyrstu ein-
leikstónleika á sal skólans sumar-
daginn fyrsta kl. 20.30.
Meðleikari Ástu er Kristinn Orn
Kristinsson. Á efnisskránni er són-
ata eftir Corelli, „La Follia“, sónata
í e-moll eftir Mozart, Rondo
Capriccioso eftir Saint Saéns og
sónata í A-dúr eftir César Franck.
Allt áhugafólk er velkomið og að-
gangur er ókeypis.
Fjöllistasýn-
ing' Olundar
ÓLUND efnir til Qöllistasýningar
í Samkomuhúsinu á Akureyri
annað kvöld, 19. apríl. Sýning
þessi ber nafnið „Krossfesting
Ólundar" og hefst hún kl. 20.30.
Ólund er félag sem staðið hefur
fyrir margskonar starfsemi, bóka-
útgáfu, tónleikum, leiksýningum og
ýmsu fleiru, en þessi sýning er sú
viðamesta sem félagið hefur staðið
fyrir. Á dagskránni eru 22 atriði,
tónlist, ritlist, leiklist og framkoma.
Fjölmargar hljómsveitir koma fram,
höfundar lesa upp úr verkum sínum
og sýndir verða nýjir leikþættir.
Kvennalistinn
opnar skrifstofu
Kvennalistinn á Akureyri opn-
ar kosningaskrifstofu sína form-
lega á morgun, sumardaginn
fyrsta, en skrifstofan er við
Brekkugötu 1.
í tilefni opnunar kosningaskrif-
stofunnar verður opið hús hjá
Kvennalistanum frá kl. 13-16 á
sumardaginn fyrsta. Framboðslist-
inn verður kynntur sem og stefnu-
skrá flokksins fyrir bæjarstjórnar-
kosningarnar í vor.
(Úr frcttatilkynning-u.)
Andrésar andar-
leikar settir í kvöld
ANDRÉSAR andar-leikarnir verða settir í
íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld, en þetta
er í 15. sinn sem leikarnir eru haldnir. Jafn-
framt eru þetta fjölmennustu leikarnir til
þessa, en alls eru 742 börn yngri en 12 ára
skráð til keppninnar.
Dagskráin hefst með skrúðgöngu frá Lund-
arskóla og að íþróttahöll kl. 20.30 og er áætl-
að að koma að höllinni laust fyrir kl. 21, en
þá flytur séra Pétur Þórarinsson andakt. Jón Arnþórsson fulltrúi Skipa-
deildar SÍS flytur ávarp, en Jensína Magnúsdóttir setur mótið form-
lega. Mótseldurinn verður kveiktur kl. 21.30 og að því búnu verður
flugeldasýning við íþróttahöllina.
Framkvæmdasljóraskipti hjá Krossanesi:
Geir sagt upp og Ingi ráðinn
INGI Björnsson hefúr verið ráðinn framkvæmdastjóri Krossanes-
verksmiðjunnar og tekur hann við starfinu 1. ágúst næstkom-
andi. Ingi heíúr verið fjármálastjóri hjá Alafossi hf. um skeið.
Geir Zoega fi'amkvæmdastjóra verksmiðjunnar var sagt upp og
hefur hann þegar látið af störfum. Páll Sigurðsson vélaverkfræð-
ingur hefur verið ráðinn til að hafa umsjón með uppbyggingu
verksmiðjunnar eftir eldsvoðann sem varð á gamlársdag. Frá þess-
um málurn var gengið á stjórnarfundi sem haldinn var í gær.
„Það voru teknar djarfar upp og gera á henni gagngerar
ákvarðanir á þeim tíma sem ég endurbætur. í kjölfarið komu tvö
stjórnaði verksmiðjunng það var slæm loðnuár þannig að staðan
- ákveðið-að-Lyggja. -veiksmiðjuna-----va,iislæm^eu.a.uk.þess_fóru.xleilui'..
illa með fyrirtækið, það má segja
að afar lítill starfsfriður hafi verið
í verksmiðjunni," sagði Geir Zoéga
fyriverandi framkvæmdastjóri
Krossaness. „Ég óska verksmiðj-
unni alls hins besta í framtíðinni
•og vona að hún fá nægt hráefni
og nægan starfsfrið, það er það
sem hún þarf.“ Geir sagðist munu
snúa sér að verkfræðistörfum í
framtíðinni og hyggst hann opna
..dgiu.A£rkíræðisMu.á_Akurfiyri--