Morgunblaðið - 18.04.1990, Síða 42

Morgunblaðið - 18.04.1990, Síða 42
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1990 42 Minning: Sturla Pétursson frá Hvammi íDölum Fæddur 18. september 1945 Dáinn 7. apríl 1990 Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því, sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Heilagur Franz frá Assisi) Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt - þessi fyrstu orð æðruleys- isbænarinnar, bænar sem Sturlu var svo dýrmæt og hugleikin, fór ég með aftur og aftur er ég heyrði þessa harmafregn að ástfólginn bróðir minn væri allur. Svo ótrú- legt. Kallaður frá okkur á besta tíma lífs síns. Elsku Sturla - fallinn frá í einni andrá á tignarlega fjallinu Esju, sem hann gekk á oftast í viku hverri, á fjallinu sem hann þekkti svo mætavel — eins vel og veginn heim. Hann sem var með svo vönum ferðafélaga, báðir aðgætnir. Engan hafði grunað að þetta yrði leiðin hans heim — til föðurins, til eilífs lífs. En þegar rennur saman þoka og snjór er ekki nokkur leið að segja til um hvar jörð endar og himinn byijar. Minningarnar streyma fram. í Hvammi í Dölum lékum við systkin- in okkur og störfuðum samrýnd og glöð, ég, hann og Ragnhildur. Strax sem ungum dreng var dugnaði, árvekni og eljusemi hans viðbrugðið — hvort sem heldur var við hey- skap, kúarekstur, kartöflu- eða beijatínslu. Hann var þá þegar trúr í því smæsta. Ég minnist aldrei sundurlyndis í leik okkar í Hvammi. Samheldni og jákvæðni okkar í garð hvors annars var svo sjálf- sögð, að annað hvarflaði ekki að okkur — hvort sem við vorum í tófuleik í gömlum tófubúrum niðri á túni; í hvömmunum í ævintýra- leik; uppi á fjalli í „Mjallhvít og dvergarnir sjö“ eða á heimleið úr Laugaskóla. Þá sungum við hástöf- um svo undir tók í fjöllunum. Okk- ur leiddist ekki eina mínútu. í Hvammi áttum við yndislegan tíma og ólumst upp við mikið ástríki móður okkar og föður, sem voru einstaklega hlý og góð hvort við annað. Þar var mjög gestkvæmt öll árin 1944-1956 og ríkti mikil gleði í ranni. Vegna skyndilegs frá- falls föður okkar fluttum við frá Hvammi árið 1957, þannig að Odd- ur yngstur systkinanna þá rúmlega eins árs, naut því miður ekki þess- ara leikja með okkur. Á Laugamesveginum í Reykjavík hélt móðir okkar ótrúlega styrkri hendi utan um systkinahópinn. Hann gekk í Laugamesskóla og eftir því sem einn skólabróðir hans sagði, þá hirti hann öll bókaverð- launin að vori eftir 2. bekk gagn- fræðaskólans. Hann var mjög greindur, glettinn og rökfimur. Það var ekki á færi aukvisa að þræta við hann, hvort sem er heldur hann hafði rétt eða rangt fyrir sér. Hann kvað þá einfaldlega í kútinn. í Menntaskólanum í Reykjavík átti hann margar ánægjustundir. Þá var mikið spilað á spil heima eftir skóla og síðan vorum við æði iðin við að spyija hvort annað út úr í þaula. Síðan átti hann í mörg ár við ramman sjúkdóm að etja, sem hann vann algjörlega bug á. Hann vann sigur yfír sjálfí sínu, sem ruddi braut fýrir æðri og göfugri sigra, því aðeins sá sem agar sig er í sann- leika fijáls — sbr. „Leið mig götu boða þinna, því að af henni hef ég yndi. Beyg hjarta mitt að reglum þínum. (Sálm. 119, 35,36.) Hann ávann sér nýjan lífsstíl — fór að stunda markvisst sund, hlaup og fjallgöngur. Það var sem aftur- hvarf til bemskuáranna. Á Hvanna- dalshnjúki á Öræfajökli hittir hann fyrst unnustu sína, Birgit Sehov, iðjuþjálfa, sem hann síðan stofnaði fallegt heimili með. Þau áttu fjall- göngurnar sem sameiginlegt áhugamál og líf þeirra saman var fallegt ferðalag. Þau gengu m.a. á Eyjafjallajökul og nú nýlega á Snæ- fellsjökul. Með honum leyndist af- bragðs ljósmyndari og var svo gam- an að skoða með þeim undurfagrar myndir af náttúm íslands. Uppá- haldsstaður þeirra var Skógá — sérstaklega fossarnir upp með og á bak við Skógafoss. Síðustu árin lagði hann alla stund á að auðsýna í trú sinni dyggð, í dyggðinni þekkinp, í þekkingunni sjálfsöpn, í sjálfsöguninni þolgæði, í þolgæðinu guðrækni, í guðræktinni bróðurelsku og í bróðurelskunni kærleika. (H Pét. 1, 5-7) Þessi bróðurelska beindist að okkur öllum í fjölskyldunni og gaf okkur óneitanlega gleði og verður okkur til eftirbreytni. Hafi minn elskulegi bróðir þökk fyrir allt og allt. Elsku Birgit, mamma, Pétur, Laufey Lind og Oddur, Guð gefí ykkur styrk í sorg ykkar. Auður Ég er hvorki fyrst né síðust til að spyija! Af hveiju hann eða hún era tekin frá okkur? Hver ræður þessu? Jú, ef að við trúum þá er það skapari himins og jarðar. Víst læknar tíminn sár, en svo djúp geta þau verið að lengi svíði. Og nú þegar ég kveð yndislegan og góðan vin og mág, sem svo snögglega er kippt á burt, þá spyr ég ennþá einu sinni, af hveiju? Hann sem var svo góður vinur, traustur og tryggur. Megi Guð gefa ykkur styrk í sorginni elsku Birgit, Unnur, Pétur, Laufey og Oddur litli. Eg fell að fótum þínum og faðma lífsins tré með innri augum mínum ég undur mikil sé. Þú stýrir vorsins veldi og vemdar hvetja rós. Frá þínum ástareldi fá allir heimar Ijós. (D. Stefánsson frá Fagraskógi.) Ásta Ég þakka fyrir tímann sem við áttum saman, öll þau skipti sem við fóram upp á Esjuna, uppáhalds- fjallið okkar. Við minnumst allra fjallanna, ég minnist sérstaklega Herðubreiðar, Kristínartinda, Heklu og Hlöðufells. Meðal minninganna eru líka Hvannadalshnjúkur og Eyjafjalla- jökull. Minnisverðust er þó síðasta ferðin okkar upp á Snæfellsjökul um miðja nótt. Mér fannst ísland mjög fallegt, en þú kenndir mér að elska það. Það er mjög erfítt að kveðja, sérstaklega þegar ég minnist alls þess sem við áttum eftir að gera saman. Kær kveðja. Birgit Sturli minn, Sturli minn! Ó, -hve ótímabært! Hvílík sorg! En svona gerast tíðindin, án fyrirvara. Þeir einir hrasa í fjöllum er þangað sækja. Þótt lífið sé, að vísu, einn samfelldur áhættuþáttur, þá eru okkur þó gefnir ákveðnir valkostir. Við getum siglt milli skers og báru, en einnig látið sjóða á keipum. I dimmri þoku á klakaklæddum Ker- hólakambi, er lífínu ögrað. Auðvitað vissi hann þetta. En var það ekki einmítt hluti tilgangsins? Að tefla á tæpasta vaðið. Upplifa spennuna, sigurviss, en einnig tilbúinn að tapa, jafnvel sjálfum sér? Við ræddum aldrei sérstaklega dauðann og tilgang lífsins, þegar vináttubönd unglinga- og mennta- skólaáranna héldu okkur þétt sam- an, svo til daglega. Umræðurnar vora ekki djúpristar vandamálaskil- greiningar, eins og nú virðast í tísku. Hins vegar mótuðum við lífsviðhorf hver annars, á okkar hátt. Þetta gerðum við án fyrirhafn- ar, vegna traustsins, sem einkenndi vináttuna. Við félagarnir þekktum hver annan inn í innstu skúmaskot persónuleikans og nutum þess að vera, svo ólíkir, með svipuð áhuga- mál. Við sóttum í félagsskap hans, vegna leiftrandi greindar þeirrar hlýju persónu, sem hann hafði að geyma og gaf okkur af. Hann veitti okkur af músíkáhuga sínum, skák- inni og bridsinu. Hins vegar var sjálfur húmorinn það daglega elds- neyti, sem við brenndum óspart, til að kynda undir vináttunni. Á þann hátt, m.a., braðluðum við með lífsorkuna. Það er þægileg nost- algía, að skoða vináttu okkar í bak- speglinum. Leiðir skildu fljótlega að loknu stúdentsprófi. Síðan þá höfum við hitzt með löngum millibil- um, eins og af slysni, á ferðum okkar eftir óreglulegum sporbaug- um tilverunnar. Við fréttum af hon- um hrasandi í öðram fjallshlíðum lífsbrautarinnar og fundum til með honum og hans ástvinum. Hann sótti loks á brattann og komst á heilbrigt spor. Á þessum tímum fann ég, hve áralöng vinátta ungl- ingsáranna gat skilið eftir sig djúp- ar og seigar tilfínningarætur, án þess þó, að manni fyndist sjálfsagt eða nauðsynlegt, að taka upp þráð- inn aftur. Þó var maður aldrei viss. . . Nú er Sturli minn hættur að vera til. Ég hef svo sem litlu við þá stað- reynd að bæta. Það verða engir þræðir teknir upp aftur, úr þessu. Hann getur ekki endurtekið setn- inguna: „Augnablik, sagði Halli.“ Það er komið varanlegt augnablik hjá honum. Slíkt ástand er vanda- laust, í sjálfu sér. Það eram við hin, sem eram í vanda núna. Það, sem hann gaf okkur Gunna Rafni og mér, lifír þó áfram, á meðan okkar uppskriftir hanga saman. Við skulum reyna að koma okkar hlutdeild af honum áfram á færibandinu. Við skulum varðveita nánd hans í minningu vináttu okkar á hlýjasta stað hugarþelsins, en við munum þó aldrei fara á Kerhóla- kamb í þoku, til að nálgast hann betur. Veri vinur minn sæll. Gunni Ingi Sturla Pétursson var duglegur og ötull útivistar- og fjallgöngu- maður og átti til þess búnað af vönduðustu gerð. Esjuna þekkti hann næstum eins og sjálfan sig og hafði kannað flestar uppgöngu- leiðir að sögn einnar starfssystur hans úr Húsasmiðjunni. Þetta sagði hún við mig um leið og hún lýsti djúpri sorg og undrun yfir því að Sturla hefði hrapað fyrir björg í Esjunni á laugardaginn fyrir síðasta pálmasunnudag og látist. Sturla fæddist í Hvammi í Hvammssveit 18. september 1945. Hann var sonur hjónanna séra Pét- urs Oddssonar prófasts í Hvammi og konu hans, Unnar Guðjónsdótt- ur. Séra Pétur var sonur Odds Guð- mundssonar verslúnarmanns í Bol- ungarvík og fyrri konu hans Jós- efínu Bjamadóttur frá Ármúla. Móðir Sturlu, Unnur Guðjónsdóttir var frá Tóaseli í Skriðdal, dóttir Guðjóns Jónssonar bónda þar og konu hans Jónínu Sigurbjargar Eiríksdóttur. Segja má að ættir Sturlu hafi legið bæði í vestur og austur. Árið 1944 fluttu foreldrar Sturlu frá Djúpavogi að Hvammi í Hvammssveit en þar hafði séra Pétur þá verið kosinn sóknarprest- ur. Aðkoman í Hvammi var ekki glæsileg fyrir ung prestshjón. Húsakostur lélegur, túnið þýft og lítið og engar girðingar uppistand- andi eða túngarðar. Á jörðinni höfðu um áraraðir búið leiguliðar prestinum óviðkomandi. Vegna ættartengsla við prest- frúna í Hvammi frú Ragnhildi konu séra Ásgeirs Ásgeirssonar, en hún var móðursystir séra Péturs, þá hafði hann dvalið í Hvammi á sumr- in eftir að móðir hans dó. Hann hafði þá snemma ákveðið að gerast prestur í Hvammi og endurreisa þar við fomt höfuðból. Til staðfestingar þeirri ákvörðun, hafði hann sem drengur, stolist út í kirkju ásamt frændkonu sinni Ragnhildi dóttur prestshjónanna, klætt sig í skrúða prestsins, skrúða sem náði honum niður á hæla. Þannig höfðu þau frændsystkinin laumast til að láta taka mynd af sér fyrir framan altar- ið. Nú hafði draumur hans ræst. Prestshjónin tóku við jörðinni og hófu þar búskap. Það var ólýsanlega fögur athöfn í kirkjunni í Hvammi 16. júní 1944, þegar séra Ásgeir Ásgeirsson kvaddi eftir 39 ára farsæla þjón- ustu við söfnuðinn og séra Pétur heilsaði sóknarbörnunum og þeir þjónuðu báðir fyrir altarinu. Þennan hátíðisdag var glampandi sól og var það táknrænt fyrir þá sól og hlýju sem ungu prestshjónin bára með sér inn til sóknarbarna sinna í Hvammssveitinni. I Hvammi voru mörg verkefni sem biðu ungu prestshjónanna. Að austan komu þau með Auði dóttur sína, sem þá var á öðra ári. í Hvammi fæddist Sturla sem nú er kvaddur hinstu kveðju og systkini hans, Ragnhildur og Oddur. Faðir Sturlu lést af hörmulegum slysför- um 1956, en þá hafði hann þjónað Hvammsprestakalli í 12 ár, elskað- ur og virtur af öllum sóknarbörnum sínum. Eftir að Sturla óx úr grasi, not- aði hann krafta sína óspart til að- stoðar foreldram sínum. Það vakti aðdáun kirkjugesta hve börnin í Hvammi voru alúðleg og blíð í aug- um, hvort sem þeim var mætt við móttökuna á hlaðinu, í kirkjunni eða inni í stofunum þar sem móðir þeirra bar fram með mikilli reisn kirkjukaffí eftir hveija messu. Með barnslegri gleði fylgdist Sturla með framkvæmdum föður síns og varð snemma vinnuvanur. Eins og fyrr er sagt var Sturla aðeins 11 ára gamall þegar hann missti föður sinn. Fljótlega upp úr því fluttist fjölskyldan frá Hvammi til Reykjavíkur og mikið verkefni beið þá Unnar móður hans að ala börnin upp og mennta þau. Til að létta undir með móður sinni fór Sturla nokkur sumur sem vikapiltur til hjónanna að Ketilsstöðum í Hvammssveit. Það vekur furðu mína að nokkrum dögum áður en hið hörmulega slys átti sér stað með Sturlu, var ég í heimsókn hjá hjónunum frá Ketilsstöðum, sem nú era komin á efri ár, hversu tíðrætt þeim varð um Sturlu. Á langri búskapartíð kváðust þau hafa haft marga góða og duglega drengi en enginn hefði verið eins vinnuvanur og skarpskyggn eins og Sturla Pétursson. Lestrarhraði hans hefði verið með afbrigðum og framsagnarandi hans slíkur, að ef honum hefði verið lánuð bók, hefði hann getað eftir örskamman tíma endursagt hana. Ungur að árum réð Sturla sig hjá Skógrækt ríkisins og vann þar ákvæðisvinnu við gróðursetningu tijáplantna. Aðferðin að því vanda- sama verki hafði hann lært hjá föð- ur sínum í hlíðinni fyrir ofan Hvamm, en þar söfnuðust saman á vorin áhugamenn um skógrækt úr skógræktarfélagi Dalasýsíu, undir forastu föður hans, og plöntuðu þúsundum tijáa sem mörg hafa lif- að af vetrargaddinn og skýla nú fjallshlíðinni. Fyrrverandi húsbændur Sturlu, hjónin frá Ketilsstöðum, töldu að Sturla hefði of ungur keppt við fullvaxna menn í vinnuafköstum og náð þar sama árangri og fullvaxinn væri en fyrir utan hið daglega starf hefði hann verið of ungur til þess að fylgja þeim eftir, sem hefði á tímabili skaðað líf hans. Sturla Pétursson stundaði nám bæði í menntaskóla og háskóla, en lífsþráður hans lá á þann veg að hann þurfti snemma að fara að vinna fyrir lífsbjörginni sem varð til þess að hefta hann á annars þráðum vegi. Síðastliðin ár vann Sturla við skrifstofustörf hjá Húsasmiðjunni. Þar naut hann trausts og virðingar bæði eigenda og starfsfólks. Fyrir fáum vikum mætti ég hon- um í Húsasmiðjunni, ég fann að hann hafði sama hlýja og bjarta yfirbragðið eins og hann hafði þeg- ar hann var drengur vestur í Döl- um. Reynsla áranna hafði engu breytt í hans alúðlega viðmóti. Hann kvaðst una sínum hag vel, væri í sambúð og ætti þijú efnileg börn, tvo drengi og eina stúlku. Öll Hvammssókn grét af harmi þegar faðir Sturlu, séra Pétur, féll frá og Unnur móðir hans flutti burtu úr sókninni með börn þeirra, Auði, Sturlu, Ragnhildi og Odd, svo dáð og mikils metin var íjölskyldan hjá fólkinu í sveitinni. Nú er hið sviplega fráfall Sturlu Péturssonar harmað af öllum sem þekktu hann og móður hans Unni Guðjónsdóttur og öllum öðram ástvinum hans og vinum sendar hlýjar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning Sturlu Pét- urssonar. Jensína Halldórsdóttir Sturla var sonur hjónanna sr. Péturs T.J. Oddssonar prests og prófasts í Hvammi, Dalasýslu f. 6. september 1912, d. 4. nóvember 1956 og Unnar Guðjónsdóttur er þar bjuggu miklu framfara- og rausnarbúi í prestskapartíð Péturs heitins. Á þessu forna landnáms- og höf- uðbóli í fögram og veðursælum Skeggjadalnum fæddist Sturla og átti sín bernskuspor ásamt systkin- um sínum, Auði f. 16.7.1943, Ragn- hildi f. 25.6.1947 og Oddi Guðjóni f. 7.4.1956. Á heimilinu var einnig afi þeirra systkina, Guðjón Jónsson frá Tóarseli í Breiðdal og uppeldis- sonur hans, sá er ritar þessar línur dvaldi þar einnig nokkur björt ungl- ingsár og þannig þekkti ég Sturlu frá fæðingu og fylgdist með honum alast upp í glöðum hópi við leiki og störf á þessu fjölmenna og gest- kvæma stórbýli. Þegar Sturla var 11 ára kemur stóra höggið á þetta heimili, faðir hans ferst í hörmulegu bflslysi og móðir hans verður að bregða búi og flytja til Reykjavíkur með börn- in. Það hafa verið þung spor og ekki síst fyrir ómótaðan ungling. Sturla var afbragðs námsmaður og lauk stúdentsprófi með prýði og vissi ég að hann var sérstaklega næmur á erlend mál. Þetta voru erfið ár og vann hann mikið með námi. Þá unnum við oft saman við húsbyggingar og skyld störf og var hann strax sem ungl- ingur sérlega verklaginn og dugleg- ur og nánast sama hvaða verkefni honum var fengið, allt leysti hann vel af hendi jafnframt því að vera hvers manns hugljúfí á vinnustað. Það eru bjartar minningar frá þess- um dögum. . Svo líða mörg ár í harðri lífsbar- áttu. í stórum bæ eins og Reykjavík — vinir hittast af tilviljun á margra ára fresti, rétt gefa sér tima til að kasta kveðju hvor á annan, eru að verða of seinir að fara þetta, gera annað, sjáumst seinna — bless. Þessi ár veit ég lítið um úr ævi Sturlu annað en að hann hefur unnið ýmis störf við verslun, sjó- mennsku og fleira. Atburðarásin tekur oft völdin í lífi manna, fer sínu fram hvað sem menn vilja eða gera. Það er hægt . að týna sjálfum sér í baráttu við

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.