Morgunblaðið - 18.04.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.04.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRIL 1990 43 öfl sem mannlegur kraftur ræður ekki við, en það koma oftast góðir kaflar á milli og þá er lag að jafna metin og ná stjórn á lífí sínu á ný. Seinni árin hittumst við Sturla nokkrum sinnum í Húsasmiðjunni á vinnustað hans er ég var í erinda- gjörðum vegna atvinnu minnar. Það var sá Sturla sem ég þekkti frá unglingsárum hans, sáttur við sjálf- an sig og tilveruna og gaf sér að- eins tíma til að ræða við gamlan samferðamann. Sturla var góður sundmaður og stundaði það alla ævi. Síðustu árin fór hann svo að leggja stund á fjall- göngur og útivist og varði miklu af sínum frístundum í þá afslöppun og ánægju sem það veitir að ferð- ast fótgangandi um fjöll og óbyggð- ir, orðinn þaulvanur fjallamaður og þar steig hann sitt síðasta spor, og örlögin voru ráðin. Megi góðar minningar um íjöl- hæfan mann, sem háði harða lífsbaráttu og sigraði, milda sorgina af þessu snögga áfalli á eftirlifandi móður, sambýliskonu og börnin hans þrjú, Pétur, Laufeyju Lind og Odd. Ég kveð Sturlu. Þökk fyrir allt. Oskar Jónsson Bekkjarbróðir okkar úr Mennta- skólanum í Reykjavík, Sturla Pét- ursson, féll frá með sviplegum hætti 7. apríl síðastliðinn og verður til moldar borinn í dag. Þar er enn höggvið skarð í fá- mennan hóp okkar, sem kom saman á vonglöðum degi í júní fyrir 25 árum til að setja upp hvítu kollana. Hann er sá þriðji úr rösklega tutt- ugu manna hóp sem safnast til feðr- anna. Okkur er því ekki hlátur í bijósti í dag. Við syrgjum góðan félaga og vin. Eins og gerist gjarnan á mennta- skólaárum mynduðust mjög náin tengsl milli bekkjarfélaga í zetu- bekknum, tengsl sem aldrei hafa rofnað þótt samverustundir yrðu stijálar með árunum. Þar hristumst við saman í námi en ekki síst í gáska og leik sem æskumönnum er eiginlegur. í þessum hópi var Sturla hrókur alls fagnaðar. Hann var þekktur fyrir græskulausa kímni sína og glaðværð. I fáum orðum sagt: Hann var drengur góð- ur. Undir hinu glaða yfirborði mátti þó skynja viðkvæma og dula lund. Faðir hans, séra Pétur T. Oddsson prófastur í Hvammi í Dölum, fórst í slysi er Sturla var aðeins á ellefta ári og mun föðurmissirinn hafa orð- ið honum þungbær og fylgt honum lengi. Sturla Pétursson var greindur í besta lagi, eins og hann mun eiga kyn til, og afburðanámsmaður í skóla. Á stúdentsprófi var hann einn af þeim efstu í bekknum. í sjötta bekk stofnuðum við fé- lagsskap með okkur sem við kölluð- um Suttunga og á samkomum hans ríkti sannkallaður menntaskóla- andi. Þar var Sturla potturinn og pannan. Hann var ritari Suttunga til að byrja með og kom þá vel í ljós hversu vel ritfær hann var. Hann skrifaði fundargerðir í gam- ansömum stíl sem lesnar voru upp á næsta fundi. Þær voru eins og lítil listaverk eða smásögur. Þegar aðrir tóku við ritarastarfinu héldu þeir uppi hefðinni sem Sturla hafði skapað. Nú í vor munum við halda há- tíðlegt 25 ára stúdentsafmæli. Hörmulegt og sviplegt fráfall okkar góða félaga, Sturlu Péturssonar, mun varpa skugga á þau hátíða- höld. En hann mun lifa áfram í hjörtum okkar. Við vottum sambýliskonu hans, börnum, móður og systkinum okkar innilegustu samúð. Suttungar Hvað er hel? Öllum líkn, sem lifa vel, engill, sem til lífsins leiðir, ljósmóðir, sem hvílu breiðir. Sólarbros, er birta él, heitir hel. (Matthías Jochumsson) Sturla mætti þeim „engli sem til lífsins leiðir" í fjallgöngu á Esj- unni. Leiðin milli lífs og dauða er oft ekki nema eitt andartak, Sturla steig fram af bjargi og það er trú mín að það spor hafi leitt hann inn í betri og fegurri heim. Söknuðurinn eftir hann er því sárari sem þessi leið var styttri og ófyrirsjánlegri og lífið og hamingjan virtust blasa við honum með meiri fyrirheitum en nokkru sinni fyrr. Sturla fæddist í Hvammi í Döl- um, næstelstur fjögurra barna þeirra sr. Péturs Tyrfings Oddsson- ar prófasts í Hvammi í Dölum og Unnar Guðjónsdóttur. Systkini hans eru Auður kennari, Ragnhild- ur húsmóðir og Oddur G. kaupmað- ur. Hinn fagri og sögufrægi staður Hvammur í Dölum setti sterkan svip á hina viðkvæmu og dulu lund Sturlu. Hann lifði sig inn í hið fagra og blíða umhverfi staðarins og segja má að hann hafi gengið með Hvamminn í hjarta sér allt sitt líf. Á seinustu árum sínum, eftir að hann fór að leggja sérstaka rækt við andlegan þroska sinn, leitaði hann á vit náttúrunnar á sama hátt og aðrir leita í kirkju. Samband Sturlu við móður sína var mjög náið, og sem drengur sýndi hann henni sérstaka blíðu og umhyggju. Móðir hans á margar slíkar minningar um hann og nú lýsa þær upp sorg hennar. M.a, minnist hún þess að þegar prest- fundur Vesturlands var haldinn í Hvammi þá hljóp Sturla upp í hlíð til að tína aðalbláber fyrir mömmu sína svo hún gæti gefið gestunum, sem voru milli tuttugu og þijátíu, aðalbláber og rjóma. Það var alla tíð áberandi í fari Sturlu hversu ljúft honum var að verða öðrum að liði. Réttlætiskennd var annar sterkur þáttur í fari hans og hann var mjög orðvar maður. Þegar Sturla var ellefu ára gam- all var hinni áhyggjulausu barn- æsku hans lokið. Sorgin barði að dyrum. Séra Pétur, faðir Sturlu, lést í bílslysi aðeins fjörutíu og fjög- urra ára gamall, jafngamall Sturlu þegar hann lést. Sturla var þá á viðkvæmasta aldri og hann byrgði sorg sína innra með sér. Síðan var ekkert hið sama í lífi hans, og þegar hann var tólf ára fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur, burt úr Dölunum sem voru honum svo kærir. Sturla var efnilegur námsmaður, hann lauk stúdentsprófi frá stærð- fræðideiid MR árið 1965, en kaus að halda ekki áfram námi. Eftir það vann Sturla ýmis störf bæði á sjó og landi, en seinustu árin var hann starfsmaður Húsa- smiðjunnar í Reykjavík. Öll sín störf vann Sturla af vandvirkni og áreið- anleik og var til þess tekið hvað allt lék í höndunum á honum. Fyrsta kona Sturlu var Rannveig Hjaltadóttir. Þau skildu. Sonur þeirra er Pétur, átján ára gamall, nemandi í Flensborgarskóla. Eftir það hóf Sturla sambúð með Sigrúnu Jóhannsdóttur en þau slitu samvistir. Þriðja sambýliskona Sturlu var Steinunn Arnórsdóttir. Þau áttu tvö börn, þau Laufeyju Lind, ellefu ára, og Odd, tíu ára. Þau slitu samvistir. Fyrir ári kynntist Sturla ungri danskri konu, Birgit Schov, sem starfar hér á landi sem iðjuþjálfi. Samband þeirra var sterkt og inni- legt. Birgit deildi með Sturlu helsta hugðarefni hans, samvistum við hreina og óspillta náttúru. Sturla starfaði mikið í AA-sam- tökunum síðustu fimm árin. Þá hófst nýtt æviskeið í lífi hans sem einkenndist af leit hans að andleg- um þroska og fegurð. Dýrkun hans á náttúrunni, gönguferðir og skíða- ferðir ásamt hugmyndafræði AA- samtakanna, voru þau andlegu verðmæti sem vísuðu Sturlu veginn þessi seinustu ár. Sturla sóttist ekki eftir ytri gæðum né veraldlegum hlutum, heldur einkenndi hann lítil- læti og auðmýkt gagnvart tilver- unni. Sú leið til andlegs þroska sem Sturla fylgdi seinustu árin ásamt ástinni og hamingjunni sem hann fann seinasta árið í lífi sínu voru aðeins brú yfir í annan heim, - eilífa lífið þar sem Sturla er nú, og þar sem hann án efa finnur alla þá fegurð og hamingju sem hann leitaði að í þessu lífi. Eilíft líf, - ver oss huggun, vörn og hlíf, líf í oss svo ávallt eygjum æðra lífið, þó að deyjum. Hvað er allt, þá endar kíf? Eilíft líf. (Matthías Jochumsson) Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir t Faðir okkar tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL SCHEVING, Vestmannaeyjum, lést í Hraunbúðum á páskadagsmorgun 15. apríl. Þorvaldur Halldórsson, Margrét Scheving, Sigurgeir Scheving, Helga Rósa Scheving, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, og afi, ÞÓRARINN ANDREWSSON kennari, Miðvangi 37, Hafnarfirði, andaðist í Borgarspítalanum 15. apríl. Hulda Hjálmarsdóttir, Dagbjört Þórarinsdóttir, Andrew Þorvaldsson, Helga S. Þórarinsdóttir, Snorri Páll Snorrason, Andrés Þórarinsson, Margrét E. Harðardóttir, Kristín Þórarinsdóttir og barnabörn. t Ástkær sambýlismaður minn, faðir, sonur og bróðir, STURLA PÉTURSSON, Ránargötu 42, Reykjavfk, sem lést 7. apríl sl., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 18. apríl kl. 13.30. Birgit Schov, Unnur Guðjónsdóttir, Auður Pétursdóttir, Ragnhildur Pétursdóttir, Oddur Pétursson, Pétur Sturluson, Laufey Lind Sturludóttir, Oddur Sturluson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ANDRÉS KRISTJÁNSSON fyrrv. ritstjóri, Digranesvegi 107, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 20. apríl kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á landgræðslu eða líknarfélög. Þorgerður Kolbeinsdóttir, Guðrún Helga Andrésdóttir, Gunnar Emilsson, Heiðveig Andrésdóttir, Pétur Guðmundsson, Kristján Andrésson, Rósa Marinósdóttir, Kolbeinn Andrésson, Snjólaug Arnardóttir, Hallveig Andrésdóttir og barnabörn. ★ Macrobiotiskt fæði (fullt fæði) ★ Líkamsæfingar, yoga og Do-ln (sjálfsnudd) ★ Hugkyrrð og slökun ★ Erlendan matreiðslu- meistara ★ Fræðslu og uppskriftir úr Macrobiotik ★ Vatnslita- málun ★ Sund ★ Kvöldvökur ★ Rúmgóð 2ja manna herbergi ★ Bátsferð um eyjarnar ★ Nudd ★ Reiki o.fl. Nánari upplýsingar hjá Gunnlaugu í síma 35060 á milli kl. 9.00- 10.00 á morgnana, alla virka daga. Sigrún Ó. Olsen, Þórir Barðdal. * iíiuaiiO BJÓÐUM ÚRVALS ÚTSÆÐI - GULLAUGA, RAUÐAR ÍSLENSKAR, PREMIER, BINTJE OG HELGA ÁBURÐ, KALK, YFIRBREIÐSLUR OG ÖLL VERKFÆRI SEM TIL ÞARF REYNSLA - RÁÐGJÖF - ÞJÓNUSTA SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA SMIÐJUVEGI 5. 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 43211 6iv uJJÉisd i ié« imi'iléta jíhví (<l liðuJaöiq go .ans/l luðöl uJauiol -aoL aíutii unoil mvl go Jivæsinii sasbki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.