Morgunblaðið - 18.04.1990, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 18.04.1990, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRIL 1990 45 mestur. Mættu páskarnir gefa ykk- ur von og styrk til þessa að mæta þessum hörmulegu aðstæðum og ást Guðs mýkja beiskju ykkar og harm. Ólafiir Jóhannsson Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa, hörmunga og rauna frí; við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sói. Unun og eilíf sæla er þín hjá iambsins stól. (Hallgrímur Pétursson) Við syrgjum og söknum góðrar vinkonu; vinkonu sem var svo traust og hlý, svo sönn og góð. Við sökn- um brossins, „fréttanna", umhyggj- unnar ... við söknum Ágú. En við eigum minningar og við eigum þá fullvissu að henni líði vel núna. Hún átti lifandi trú og það gefur okkur styrk á þessari sorgar- stundu að vita að sá sem sigraði dauðann hefur tekið hana í sinn faðm. Elsku Búi, Haukur, Birgir og Arnar, elsku Stína og Börge, eisku Johanna, Sigurður, Kristján og Erla. Við minnumst Ágú og ykkar í bænum okkar og biðjum góðan Guð að vera með ykkur öllum og styrkja nú og í framtíðinni. Ingibjörg, Raggý, Laufey, Maja, Ragnhildur og Alda. Kveðja frá stjórn KFUK í Reykjavík í dag er kvödd hinstu kveðju Ágústa Helga Sigurðardóttir, lög- fræðingur. Með þessum línum vill stjórn KFUK í Reykjavík minnast hennar örfáum orðum. KFUK-konumar kynntust Ágústu á sama hátt og hún kynnt- ist félaginu, þ.e. í gegnum foreldra hennar, þau Sigurð Pálsson og Jó- hönnu Möller. Yngra fólkið kynntist henni einnig í gegnum störf föður hennar fyrir Kristileg skólasamtök þar sem heimili þeirra stóð okkur opið. Þegar Ágústa eltist tók hún þátt í ýmsu starfi innan KFUK og Kristilegra skólasamtaka, söng í æskulýðskór og tók þátt í fundum og samkomum. Hún giftist góðum manni, Búa Kristjánssyni, og áttu þau saman þtjá syni. Ágústa Helga gekk í aðaldeild KFUK og sótti þar fundi og gladdi það eldri konurnar að hafa hana með í hópnum. í mars 1984 þegar Ágústa var aðeins 23 ára var hún beðin um að gefa kost á sér í stjórn KFUK og á aðalfundi var hún kos- in inn í stjórnina. Þar starfaði hún næstu þijú árin. í stjórninni hafði hún með höndum störf ritara og leysti þau vel af hendi eins og ann- að sem hún tók að sér. Síðustu störf hennar fyrir KUFK vom einnig rit- arastörf þar sem hún í lok mars sl. var ritari á aðalfundi félagsins. Þegar hún hætti stjórnarstörfum sneri hún sér að því að ljúka námi í lögfræði. Því námi lauk hún og hóf síðan störf í fjármáiaráðuneyt- inu. KFUK biður Guð að hugga og styrkja Búa og drengina og aðra þá er syrgja þessa góðu stúlku. Fyrir hönd KFUK í Reykjavík, Mállríður Finnbogadóttir. Blómastofa friðfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öli kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tiiefni. Gjafavörur. t Eiginmaður minn, bróðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, GUNNAR JÓNSSON frá Breiðabólsstað, Reykholtsdal, til heimilis f Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag miðvikudaginn 18. apríl kl. 13.30. Sigríður J. Valdimarsdóttir, Unnur Jónsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Brynjólfur Einarsson, Steinunn Geirsdóttir, Valdimar Eínarsson, Fanný Erlingsdóttir og barnabörn. t Innilegt þakklæti fyrir samúO og hluttekningu vegna fráfalls sonar míns, - ÁSTÞÓRS ÆGIS GÍSLASONAR. Anna Jónsdóttir. t Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, HULDA SIGURÐARDÓTTIR, Borgarvegi 10, Ytri-Njarðvfk, lést 8. apríl, útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Guðbrandur Sörensson, Sigurður Guðbrandsson, Elfn Pálsdóttir, Jón Guðbrandsson, Vigdfs Guðbrandsdóttir, Benedikt Hreinsson og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarþel við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU JÓAKIMSDÓTTUR, Háaleitisbraut 105. Ingimar Halldórsson, Aðalbjörn Halldórsson, Marianna Bjarnadóttir, Halldór Halldórsson, Bára Friðleifsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. SkráoiBgar og fyrirspersir u veríhréf og grauMpplýslB|»r Mörgfremstu íslensku fvrirtækin eigaeitt sameiginlegt. Verðbrefakerfi frá VKS! Þú ættir ef til vill að athuga þetta nánar. VKS hefur mikla reynslu í gerð tölvukerfa til þess að annast verð- bréf. Meðal fyrirtækja sem nota verðbréfakerfi frá VKS eru Seðlabanki íslands, Landsbréf, Verðbréfamark- aður Islandsbanka, Verðbréfaþing íslands, Iðnþróunarsjóður og Iðn- lánasjóður. Verðbréfakerfið Vísir er eitt þessara kerfa. Það er t.d. notað hjá lífeyris- sjóðum, fiskvinnslufyrirtækjum, iðn- fyrirtækjum, bæjarfélögum og endur- skoðunarskrifstofum. Vísir er öflugt hjálpartæki. Auðvelt er að reikna afborganir, eftirstöðvar skuldabréfa, afborganir næsta árs og útbúa greiðsluáætlanir og fylgiskjöl fyrir bókhald svo eitthvað sé nefnt. Verðbréfakerfið Vísir er mjög sveigjanlegt. Það ræður t.d. við hluta- greiðslur og getur útbúið yfirlit yfir skekkjur sem verða þegar afborganir eru greiddar. Verðbréfakerfið Vísir ræður við margs konar fjárskuldbindingar. Má þar nefna jafngreiðslulán (annuitets- lán), kaupleigusamninga, Visa- og Euro-raðgreiðslur, víxla, óverðtryggð, vísitölu- og gengistryggð skuldabréf og fjárskuldbindingar með breytilega vexti, Libor vexti, gjalddagagengi og greiðsludagsgengi. 1 ihUíktífí 1) A uðvelt erað nota kerfið. Þvífylgir skýrt valmyndakerfi ogmöguleiki á vinnslu ígluggaumhvetfi. Einsogsést á myndinni erunntað afla fiölbreyttra uþþlýsinga með kerfinu. 2) Margs konar verðbréfmá setja inn íkerfið. Hér sést kauþsamningur með óreglulegum afborgunum. 3) Skuldabréfmá flokka á marga vegu. Þessa flokkun býr notandinn til eftirsínum þörfum. '•m li Viiiiin liiir !i ' k %4l* VKS er hugbúnaðarfyrirtæki sem þekkir þariTr tölvunotenda. Upp- setning, notendahandbókogkennsla eru því innifalin í verði Vísis, þar sem þessir þættir eru nauðsynlegur hluti af hugbúnaðinum. Auk þess bjóðum við þjónustusamninga og aðstoð við gangsetningu og rekstur kerfisins ef þurfa þykir. VERK- OG KERFISFRÆÐISTQFAN HF BÍLDSHÖFÐA 14, 112 REYKJAVÍK. Sími; (91) 68 75 00, Iþlefax: (91) 67 47 57 -fc*-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.