Morgunblaðið - 18.04.1990, Side 52

Morgunblaðið - 18.04.1990, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRIL 1990 // j-lctnn -pínnur uindLctnct- cxJcir&i. er þaÁ noicfcuh/ pat>bi ? " > Með morgiiiikaffinu Nú senda krakkarnir í skól- anum okkur heim með ein- kunnabók. Aður sáum við um þá hluti, væna mín. HÖGNI HREKKVtSI Götur Reykjavíkurborg- ar opin sár eftir naglana Ótrúlega margir hafa tröllatrú á nagladekkjum og einhveija ímynd- aða öryggistilfinningu þegar þau beija malbikið. Sannleikurinn er sá að nagladekk eru ekki nauðsynleg. Það vita allir þeir sem ekki nota þau, heldur snjóhjólbarða, þeir kom- ast allra sinna ferða innanbæjar og utanbæjar er hægt að nota snjó- keðjur, ef þörf krefur. Þetta er í raun hryggileg staðreynd þar sem ca. 70-80% allra ökumanna nota nagladekk og kosta þar með samfé- lagið sennilega hundruð milljóna ár hvert. Einkenni þessara bílstjóra, sbr. þau mörgu bréf sem birst hafa í blöðunum frá þeim að undan- förnu, er að þeir vilja ekki viður- kenna þann skaða sem þeir valda. Saltið fer heldur ekki vel með göturnar samfara nagladekkjum en eitt sér hefur saltið lítil skaðleg áhrif. Nú er svo komið, eina ferðina enn, að götur Reykjavíkur eru orðn- ar opin sár eftir nagla, eftir að hafa verið teknar í gegn sl. sumar og fram á haust. Þær fjárhæðir sem fóru í þann kostnað hefði verið hægt að nota til þarfra fram- kvæmda, t.d. til þess að byggja Mismunun í afimælis- riti Vigdísar forseta? Til Velvakanda. Leyfist mér að gera fyrirspurn? Er ekki íslensku þjóðarheildinni sýnd lítilsvirðing við tilkomu for- setaafmælisbókarinnar Yrkju, með því að gefa ekki fleirum en nokkrum útvöldum tækifæri til þess að skrifa meira en rétt nafnið sitt í bókina og með því gerast um leið áskrif- andi? Hefði ekki verið smekklegra að hveiju nafni fylgdu örfá heiila- óskaorð í stað þess að viðhafa klíku- skap? Svona aðfarir eru særandi. Þeim sem um bókina sjá hefði verið í lófa lagið að gæta þess að kveðju- orðin væru frambærileg og hvorki bók eða forseta tiþvansa, eða betur sagt vanheiðurs. Ég held að flestir heilbrigðir íslendingar geti með sóma samið fáein orð í heiilaóskast- íl. Mér finnst eins og sé verið að skilja sauði frá ímynduðum höfrum. Bókin hefði í alla staði orðið persón- ulegri, ef að uppbyggingu hennar hefði verið öðruvísi staðið. En nú er komið sem komið er. Nafn mitt mun ekki standa í bókinni, en ég óska bæði forseta okkar og þjóðinni allra heilla. Einar Eiríksson Niðurlægjandi biðraðir Ágæti Velvakandi: Orlofsnefndir verkalýðsfélaganna vinna örugg- lega mjög gott starf fyrir sína fé- laga, en þessi leið sem farin hefur verið til að selja miða í orlofsferðir til útlanda er alveg fráleit. Hún útilokar svo marga og mér fínnst líka hálf niðurlægjandi fyrir fólk að þurfa að standa í biðröð klukku- stundum saman. Er alls ekki hægt að leyfa fólki að sækja um þetta eins og sumarbústaðina? Ég held að það sé lang besta aðferðin frá sjónarhóli okkar félagsmannanna. Ég vinn á stórum vinnustað og hér ríkir almenn óánægja með þetta eins og það hefur verið. -B.S.R.B. - félagi. göngubrýr eða göngugöng við mikl- ar umferðaræðar. Þá myndi ein og ein persóna, margar hveijar á besta aldri.og ekkert að flýta sér, ekki geta stöðvað þunga umferð á aðal- brautum höfuðborgarinnar og þar með gert að engu hina „grænu bylgju“ umferðarljósanna. Af þessu leiðir svo að umferðin verður miklu hæggengari en annars hefði orðið og Ijölmargir bílstjórar tauga- spenntir, reynandi hættulegan framúrakstur. Nagladekk eru all- staðar bönnuð í heiminum (nema með takmörkum á Norðurlöndum). Vegna framangreinds spyija nú margir hvort ekki eigi að banna nagladekk á íslandi. Þeirri spurn- ingu er beint til viðkomandi yfir- valda. Lesandi Emille er týndur Kötturinn Emille er týndur síð- an 5. apríl er hann sást síðast heima við. Um er að ræða árs- gamlan gráan fress sem hefur þá áráttu að gerast laumufar- þegi með bílum án tillits til hvert förinni er heitið, hann gæti því verið niðurkominn hvar sem er. Ef einhver hefur orðið kattarins var þá vinsam- legast hafið samband í síma 24178. Fundarlaunum er heitið. Víkverji skrifar IVelvakanda hefur undanfarið verið birt ósk til bréfritara um að skrifa bréf undir fullu nafni og jafnframt hefur verið frá því skýrt, að ekki verði birtar nafnlausar árás- ir og gagnrýni á nafngreinda ein- staklinga. Víkveiji vill taka undir og árétta þessa ósk eða áminningu. Honum fínnst sjálfum, að nafnlaus bréf í blöðum hafi verulega misst gildi sitt við alla símaþættina í útvarps- stöðvunum. Þá er ljóst að með ígrunduðum bréfum undir fullu nafni um bitastæð málefni er unnt að hafa mun meiri áhrif heldur en með nafnlausum skætingi í garð nafngreindra einstaklinga. Mark- mið bréfritara hlýtur að vera að láta eitthvað gott af sér leiða en ekki að gera árás úr launsátri á aðra einstaklinga. Vissulega kann nafnleysi að eiga rétt á sér en þeg- ar vel er að gáð eru þau tilvik ekki mörg. Er Víkveiji viss um að dálk- ar Velvakanda batna við hinar hertu reglur. Þeir sem vilja ráðast á aðra í skjóli nafnleyndar í lesenda- dálkum dagblaðanna gera það ekki aðeins úr launsátri heldur einnig á ábyrgð annarra, það er ritstjóra vfðkomandí ‘blaðsf Jóhann Hjálmarsson, blaðafull- trúi Posts og síma, hefur ritað Víkveija eftirfarandi bréf: „Víkveiji víkur í dálki sínum (4. apríl sl. og aftur 11. apríl sl.) að því með hvaða hætti honum berist erlend dagblöð í pósti frá útlöndum og getur þess að oft berist honum mörg tölublöð í einu. Undir það skal tekið að þetta er lítt viðunandi. Því miður hefur það verið svo undanfarinn vetur að póst- ur frá útlöndum hefur oft borist með verri skilum en eðlilegt getur talist. Áskrifendur erlendra dagblaða verða að búa við það að fá í einu allt upp í viku skammt af dagblöð- um. Helstu ástæður þessa ófremdar- ástands eru að áætlanir flugfélaga standast ekki, útgefnum áætlunum er breytt og ekki alltaf hirt um að koma upptýsingum til réttra aðila. Stundum eru ferðir felldar niður fyrirvaralaust. Flutningsgeta flug- véla er oft ónóg, ekki síst þegar vinna þarf upp það sem lengi hefur safnast fyrir. Einnig má að einhveiju leyti kenna um ómarkvissri afgreiðslu pósts um borð í flugvélar sem vissu- le'ga' feV aflfeiðing fyrrnefnds ástands. Erlendar póststjórnir eru óvanar því að útgefnar áætlanir vor og haust haldist ekki óbreyttar gild- istímabilið. Reglubundnar póstgæðaathug- anir staðfesta það sem hér hefur verið lýst, en póstþjónustan fær svo skammirnar.“ xxx Yíkveiji hefur engu við þessa skilmerkilegu útskýringu að bæta. Hún staðfestir að gagnrýni hans er réttmæt og þá grunsemd, að flugfélögin okkar eigi hér veru- legan hlut að máli. Blaðið sem Vík- verji telur að berist honum alltof stopult er póstlagt í Amsterdam og allur gangur hefur verið að flugi þangað síðustu vikur og jafnvel mánuði eins og allir þekkja; flugfé- lög án flugvéla eiga oft erfitt með að rækja þá þjónustu, sem þau bjóða. Við skulum vona, að póstur- inn sé ekki látinn liggja eftir „þeg- ar vinna þarf upp það sem lengi hefur safnast fyrir“ hjá flugfélög- unum. Hljóta að vera ströng viður- lög við því að bregðast samnings- skyldu sinni við opinbera aðila með iþeim. haitti—:--------------------'

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.