Morgunblaðið - 18.04.1990, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 18.04.1990, Qupperneq 56
MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Bílainnflutningiirimi: 1572 bílar - fluttir inn ALLS voru 1.572 bílar fluttir inn tii landsins fyrstu þrjá mánuði ársins, og þar af voru 653 bílar fluttir inn í marsmánuði. Af nýj- um fólksbílum var mest flutt inn af Mitsubishi fyrstu þrjá mánuði ársins, eða alls 255 bílar, sem er um 21% af markaðnum. Af nýjum fólksbílum var næst- mest flutt inn af Toyota, eða 194 bílar, og þá voru fluttir inn 113 Subarubílar og 112 Ladabílar. Alls voru luttir voru inn 1.197 nýir fóiks- bílar fyrstu þijá mánuðina, þar af 505 í mars, 145 nýir vörubílar, þar af 51 í mars, og 138 nýir sendi- bílar, þar af 58 í marsmánuði. Dómsmálaráðherra: Hæstirett- ur fai Lands- bókasafiiið OLI Þ. Guðbjartsson dómsmála- ráðherra segist aðspurður telja hús Landsbókasafhsins ákjósan- legustu lausnina á húsnæðismál- um Hæstaréttar. Hann gerir ráð fyrir að ræða þau mál við dóm- ara réttarins í næstu viku. Til- laga Ola um kaup á Utvegs- bankahúsinu við Lækjartorg fyr- ir héraðsdómstólana í Reykjavík bíður afgreiðslu í ríkisstjórn, meðan kannað er hvort lækka megi kostnað við breytingar á liúsinu. Hæstiréttur er nú til húsa við Lindargötu. Lengi hefur verið rætt um þörf á því að flytja dómstólinn - í rýmra húsnæði. Hugmyndin um Landsbókasafnshúsið er ekki ný, en Óli Þ. Guðbjartsson hefur tekið henni betur en ýmsir aðrir ráðherr- ar. Óli segir að af öðrum hugmynd- um um nýtingu safnahússins, eftir að Landsbókasafnið flytji í Þjóðar- bókhlöðu, megi nefna að þar verði áfram einhverskonar 'bókasafn og jafnvel að húsið verði tekið undir móttökur ríkisstjórnarinnar. Dómhús fyrir héraðsdómstólana í Reykjavík á að standa tilbúið eft- ir tvö ár. Aðrir möguleikar en Út- vegsbankahúsið sem ræddir hafa verið eru að byggja hús við Lista- braut og að breyta húsnæði ríkisins við Borgartún 7. Morgunblaðið/Júlíus Ölvaður maður stal kranabíl, ók um bæinn og olli stórtjóni Ölvaður maður skemmdi þrjú hús og hátt á annan tug bíla í ökuferð á stolnum 8 tonna kranabíl um klukkan hálftíu í gær- kvöldi. Maðurinn stal bílnum, sem var númerslaus og notaður sem vinnuvél, á athafnasvæði Stálsmiðjunnar við Mýrargötu, og ók vítt og breitt um Vestur- og Miðbæinn. Maðurinn skeytti ekki um umferðarreglur og ók á móti umferð og gegn ein- stefnu þegar hann vildi það við hafa. För mannsins stöðvaðist á Frakkastíg þar sem hann missti vald á hemlalausum kranabílnum, sem rakst á fjölda kyrrstæðra bíla, braut niður ljósastaur og hafnaði á húsvegg. Lögreglan segir það mildi að engan sakaði. Eignatjón varð mikið. Sjá frásögn á bls. 4. Áburðarverksmiðja ríkisins í Gufunesi: Borgarráð krefet þess að rekstrinum verði hætt - félagsmálaráðherra segist ekki munu leggja til í ríkis- stjórn að gripið verði til skyndiákvörðunar um lokun BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Davíðs Odds- sonar borgarsljóra um að krefjast þess í kjölfar brunans í verksmiðj- unni um páskana, að ríkisstjórnin taki nú þegar ákvörðun um að leggja eins fljótt og auðið er niður rekstur Áburðarverksmiðju ríkis- ins i Gufunesi. Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi: „Eg mun leggja til í ríkis- stjórninni að haft verði samráð um þá niðurstöðu sem verður við borgaryfirvöld, þar sem allir þættir og valkostir í málinu verða skoðaðir en ekki að gripið verði hér og nú til skyndiákvörðunar Norrænni sendineftid meinað að sækja Litháa heim: Sovét-heimsókn aflýst FORSETI Norðurlandaráðs, Páll Pétursson, ákvað í gær, að höfðu samráði við fulltrúa í forsætisnefnd ráðsins, að hætta bæri við fyrir- hugaða ferð sjö manna sendinefndar til Sovétríkjanna. Þessi ákvörð- un var tekin eftir að boð höfðu borist frá Sovétríkjunum þess efnis að ekki gæti orðið af heimsókn sendinefndarinnar til Litháens vegna „ríkjandi ástands þar“ nú um stundir. Ólafúr G. Einarsson, sem á sæti í forsætisnefndinni, vill að kannaður verði vilji forsætisnefndarinnar fyrir því að fulltrúar ráðsins verði sendir beint til Litháens. Forsætisnefnd Norðurlandaráðs hafði ákveðið að senda sjö manna sendinefnd til Moskvu og Eystra- saltsríkjanna þriggja. Fulltrúi ís- lands í ferðinni átti að vera Páll Pétursson, forseti Norðurlandaráðs. Óiafur G. Einarsson, sem á sæti í forsætisnefndinni ásamt Páli Pét- urssyni, sagði í samtali við Morgun- blaðið að á síðasta fundi nefndar- innar hefði sú ákvörðun verið tekin að aflýsa bæri ferðinni fengju full- trúar ráðsins ekki að sækja Litháa heim. Þau boð hefðu síðan borist frá skipuleggjendum ferðarinnar í gær að ekki gæti orðið af heimsókn- inni til Litháens vegna ástandsins þar en Litháar lýstu sem kunnugt er yfir sjálfstæði þann 11. fyrra mánaðar. Ólafur G. Einarsson hefur ritað Páli Péturssyni bréf þar sem hann leggur til að kannað verði hvort vilji er fyrir því innan forsætis- nefndarinnar að fulltrúar Norður- landaráðs verði sendir beint til Lit- háens til að þeim gefist kostur á að kynna sér ástandið í landinu beint og milliliðalaust. Beri þá að sjálfsögðu að sækja um vegabréfs- áritun til stjórnvalda í Litháen. um lokun verksmiðjunnar." „Menn mega ekki gleyma því að þetta er enginn stundaræsingur. Borgarráð skoðaði þetta mál afar ítarlega fyrir tveimur árúm,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Þá var því haldið fram af öllum sérfræðingum og það sjálfsagt í góðri trú að óhætt væri að nýta gamla geyminn, enda væru engin dæmi þess að geymar af þessari tegund hefðu bilað nokkurstaðar í veröldinni. Við vorum mjög hikandi að samþykkja heimiid fyrir 500 tonnum af ammoníaki í stað 1.500 tonna áður en féllumst á það eftir að sérfræðingar höfðu fullvissað okkur um að það væri óhætt. At- burðirnir sem síðan urðu á páskadag sýndu að þær upplýsingar sem sér- fræðingarnir bjuggu Ayfir stóðust ekki og ijarri því. Við lítum þannig á að í framhaldi af þessu og í fram- haldi af mjög ítarlegúm athugunum sem áttu sér stað fyrir tveimur árum þá sé þetta rökrétt niðurstaða og ekki vottur af óðagoti í henni. Við erum einungis að meta þær aðstæð- ur sem fyrir liggja. Menn hafa feng- ið harkalega aðvörun um að taka enga áhættu. Það var lukkan ein sem varð þess valdandi að það voru 90 tonn af ammoníaki í geyminum en ekki 500 eins og stóð til að dæla í hann. Hefði það verið hefði allt get- að gerst. Það var lukkan ein eftir því sem mér skilst nú að það voru menn á bryggjunni, að ég hygg skip- verjar, sem sáu þennan eld en ekki starfsmenn Áburðarverksmiðjunnar. Þannig að hann hefði getað logað lengi og með ófyrirsjáanlegum af- ieiðingum. Miðað við þann litla ávinning sem það er fyrir þjóðina að reka þarna verksmiðju og miðað við þá áhættu ef allt fer á versta veg, sem sjálfsagt er ekki verulegar líkur á að gerist eftir að nýi geymir- inn kemur, en samt er ekki hægt að fortaka að það geti ekki gerst, þá er sá jöfnuður þannig að það er ekkert vit í að taka slíka áhættu. Ég sem borgarstjóri í Reykjavík get ekki boðið fólki upp á það, miðað við þá vitneskju og reynslu sem menn hafa nú fengið, að búa við einhverja óvissu. Mér finnst það ekki koma til álita.“ Halldór Ásgrímsson starfandi for- sætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann teldi ekki rök til lokunar verksmiðjunni og Steingrímur Sigfússon landbún- aðarráðherra sagði að fara yrði vandlega yfir breyttar forsendur og væri hann tilbúinn til viðræðna við borgaryfirvöld um það. Guðrún Helgadóttir forseti sam- einaðs þings hefur boðað flutning þingsályktunartillögu um að rekstri verksmiðjunnar í Gufunesi verði hætt þegar í stað. Sjá frásagnir og myndir á bls. 2, 22, í miðopnu og bls. 54 og 55..

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.