Morgunblaðið - 17.05.1990, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1990
Holræsi í Garðabæ:
Virðisaukaskattur eyk-
ur kostnað um 10-12%
MEÐAL fyrstu verkefna nýrrar bæjarstjórnar í Garðabæ, verður að
taka ákvörðun um hvort holræsi bæjarins verða tengd við ræsin í
Kópavogi og áfram til Reykjavíkur eða hvort lögð verður lögn út í
Skerjafjörð. Að sögn Ingimundar Sigurpálssonar bæjarstjóra er áætl-
aður kostnaður um 250 'milljónir króna, ef ræsið verður sameinað
ræsi Kópavogs og Reykjavíkur, en 130 milljónir króna ef ákveðið
verður að beina því í Skerjafjörð. Þessar upphæðir hækkuðu um 10
til 12% um síðustu áramót með tilkomu virðisaukaskatts.
„Lagning holræsanna er í vinnslu leiðin verður farin. En ef Kópavogur
hjá borgarverkfræðingi í Reykjavík,"
sagði Ingimundur. „Við eigum um
þessa tvo kosti að ræða. Kosturinn
við að sameinast ræsinu í Reykjavík
er sá að Skeijafjörður yrði algerlega
ómengaður. Ef hins vegar yrði lagt
ræsi út í Skeijafjörð verður að sjálf-
sögðu að uppfylla ströngustu kröfur
sem Hollustuvernd ríkisins setur. Það
verður því með fyrstu verkefnum
nýrrar bæjarstjómar að ákveða hvor
Afram leit-
að í Ölfttsá
Selfossi.
LEIT er haldið áfram í Ölfúsá við
Selfoss að mönnunum tveimur og
bifreiðinni sem fóru í ána 12. maí
síðastliðinn.
Björgunarsveitarmenn á Selfossi
hafa fengið aðstoð björgunarsveita á
Eyrarbakka og Stokkseyri, einnig frá
Landhelgisgæslunni og Vamarliðinu.
Notuð hafa verið málmleitartæki við
þessa vinnu og krani til að draga
krækju eftir botni árinnar, þar sem
svömn fæst með málmleitartækjun-
um. Þá var bíll settur út í ána og
bundinn við hann lóðabelgur, til að
sjá hvernig hann bærist í straumn-
um. Þessar aðgerðir hafa ekki enn
borið árangur en upp úr ánni hafa
komið gamlar bílgrindur og annað
jám. Leitinni verður haldið áfram.
Sig. Jóns.
ákveður að leggja sín eigin ræsi þá
verðum við að gera slíkt hið sama.“
Að sögn Ingimundar hafa kostn-
aðaráætlanir hækkað um 10 til 12%
frá áramótum með tilkomu virðis-
aukaskatts. „Manni fínnst það blóð-
ugt að sveitarfélög þurfi að borga
skatta þegar um jafn þarft verkefni
er að ræða,“ sagði Ingimundur.
„Kerfið sem sveitarfélög búa við hér
á landi er allt annað en þekkist í
nágrannalöndunum. Þar greiða
sveitarfélög ekki virðisaukaskatt af
framkvæmdum sem þessum í eigin
þágu, heldur eingöngu þegar um
útselda vinnu frá þeim er að ræða,
eins og til dæmis malbik frá malbik-
unarstöð. Við munum sennilega
þurfa að sækja um endurgreiðslu á
virðisaukaskattinum til ríkisins og
allir vita hvemig það gengur, seint
og illa og án verðbóta.“
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Hjólabrettapallur við Seljaskóla
Krakkarnir í Seljahverfí kunna vel að meta hjólabrettapall, sem sett-
ur var upp við Seljaskóla á dögunum. Eins og sjá má myndaðist
biðröð við pallinn og þeir sem biðu fylgdust vel með hvernig best var
að bera sig að.
Svartadauða-
snafsar seld-
ir hjá ÁTVR
BLACKDEATH snafs verður
innan skamms fáanlegur í versl-
unum Afengis- og tóbaksversl-
unar ríkisins. Valgeir Sigurðs-
son, veitingamaður í Lúxem-
borg, og ÁTVR gerðu með sér
samning á siðastliðnu ári um að
svartadauðasnafs verði fram-
leiddur hér á landi í verksmiðju
ÁTVR og átti framleiðslan að
heljasl síðastliðið haust, en
vegna tafa dróst það þar til nú.
Blackdeath snafs er svipaður
brennivíni að bragði og styrkleika.
Valgeir þróaði þessa víntegund
með hliðsjón af íslenska brennivín-
inu og hefur framleitt hana undan-
farin ár.
Blackdeath hefur verið á mark-
aði í Evrópu og unnið er að gerð
samninga um dreifingu vínsins í
Bandaríkjunum. ÁTVR mun fram-
leiða allt það vín sem selt verður
undir nafninu Blackdeath
Schnapps og verður dreifing og
sala innanlands í höndum ÁTVR,
en Valgeir Sigurðsson annast sjálf-
ur sölu erlendis. Blackdeath vodka
hefur verið seldur í verslunum
ÁTVR um nokkurt skeið.
Gert við Reykjanesbraut fyr-
ir 230 millj. á fiórum árum
20% aka enn á
nagladekkjum
UM 20% ökumanna aka enn á
nagladekkjum þrátt fyrir eindaga
1. maí síðastliðinn.
Lögreglan er hætt að sýna tröss-
unum umburðarlyndi og sektar þá,
sem enn aka um á nöglum. Að sögn
Inga Ú. Magnússonar gatnamála-
stjóra er kr. 1.250 sekt fyrir hvert
neglt dekk.
í SUMAR verður byrjað á endurnýjun slitlags á Reykjanesbraut.
Áætlað er að Ijúka verkinu 1993 og er heildarkostnaður áætlaður 230
milljónir. Samhliða þessu verða lýst upp helstu gatnamót á veginum.
Gert er og ráð fyrir að ný akbraut verði Iögð á árunum 2000-2005.
Þetta kemur fram í greinargerð frá Vegagerð ríkisins, sem lögð hef-
ur verið fram.
Umferð um Reykjanesbraut er nú
um 5.000 bílar á dag að meðaltali,
en umferðartoppar eru á vissum
tímum dagsins. Talið er að á þeim
tímum fari 80% bíla um brautina og
skapar þetta erfiðleika við fram-
úrakstur. Slysatíðni með meiðslum
er svipuð á Reykjanesbraut og að
meðaltali á þjóðvegum landsins. Á
veginum eru slys af völdum útafakst-
urs 66% af öllum slysum með meiðsl-
um og af völdum árekstra 34%. Slys-
atíðni með meiðslum er um 75%
meiri á Reykjanesbraut en á Suður-
landsvegi. 35 manns hafa látist á
Reykjanesbraut frá því að hún var
lögð.
Ástand Reykjanesbrautar er að
sögn Rögnvalds Jónssonar, umdæm-
isverkfræðings hjá Vegagerð ríkis-
ins, ekki með besta móti. Djúp hjól-
för eru komin í stærstan hluta slit-
lagsins og í þeim situr vatn. Akstur
verður þvi erfíður og varasamur í
bleytu. Vegagerðin hefur, í samráði
við Umferðarráð og lögregluna í
Áætlun um skipulagsbreytingar hjá Sláturfélaginu:
A annað hundrað störf
flyttust á Suðurland
Stefht að flutning-i kjötvinnslunnar til Hvolsvallar
SLÁTURFELAG Suðurlands hefúr gert áætlun um róttækar breyting-
ar á fyrirtækinu sem meðal annars gætu haft í för með sér flutning
um 110 starfa frá Reykjavík til staða á Suðurlandi. Meðal annars er
gert ráð fyrir að stór hluti kjötvinnslunnar verði fluttur til Hvolsvallar
en slátrun hætt þar og færð til annarra sláturhúsa félagsins og að starf-
semin 1 Reykjavík verði sameinuð á einn stað. Áætlunin var kynnt
starfsfólki SS í gær. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um að
framkvæma breytingarnar, enda eru þær háðar því að félaginu takist
að selja nýbyggingu sína í Laugarnesi, að sögn Steinþórs Skúlasonar
forstjóra.
Steinþór sagði að fyrir tveimur
árum hefði legið fyrir að fyrirtækið
ætlaði ekki að nota húsið sem er í
byggingu í Lauganesi en ekki hefði
tekist að selja það. Hann sagði að í
viðræðum við fulltrúa ríkisvaldsins
hefði það komið fram að miklu skipti
að við sölu hússins væri hægt að
flytja atvinnu út á land. Það hefði
leitt til þess að farið hefði verið yfir
málin og við það komið í Ijós að það
væri hagkvæmt að breyta starfsem-
inni.
í áætluninni er gert ráð fyrir að
sláturhús SS á Hvolsvelli, sem er
nýjasta sláturhús landsins, verði lagt
niður og slátrun í þess stað aukin í
öðrum sláturhúsum félagsins sem
eru á Selfossi, í Vík, á Kirkjubæjar-
klaustri og við Laxá í Leirársveit.
Meginhluti kjötvinnslu SS, sem nú
er rekin við Skúlagötu í Reykjavík,
flyst í staðinn á Hvolsvöll. Steinþór
sagði að gera yrði nokkrar breyting-
ar á húsnæðinu og auka við það en
sláturhúsið væri vel byggt og gott
til matvælavinnslu.
Samhliða þessu er stefnt að því
að taka starfsemi Sláturfélagsins í
Reykjavík til endurskoðunar. Starf-
semin sameinuð á einn stað þar sem
yrðu skrifstofur, dreifíngarstöð fyrir
eigin framleiðsluvörur og innfluttar
og vinnsla á kjötfarsi, hakki og öðr-
um svokölluðum dagvörum. Starf-
semin er nú á þremur stöðum, skrif-
stofur og kjötvinnsla við Skúlagötu,
vörumiðstöð við Skútuvog og fram-
leiðslueldhús í Kópavogi. „Með þessu
ætlum við að ná verulegri hag-
ræðingu í dreifíngu á höfuðborgar-
svæðinu, efla sölumennsku og hag-
ræða í skrifstofuhaldi," sagði Stein-
þór. Hann sagði að breytingin myndi
spara Sláturfélaginu 250-300 millj-
óna kr. fjárfestingu, en uppbygging
starfseminnar í Reykjavík hefði kost-
að félagið 500-600 milljónir.
Steinþór sagði að starfsmanna-
málin væru erfiðust. Starfsfólkinu
yrði hjálpað við að flytjast með starf-
seminni og reynt yrði að finna leiðir
til að þeir sem ekki vildu flytja gætu
unnið fyrir austan fjall en búið áfram
á höfuðborgarsvæðinu.
Sláturfélagið verður að rýma hús-
næði sitt við Skúlagötu af skipu-
lagsástæðum fyrir apríllok á næsta
ári. Steinþór sagði að breytingamar
þyrftu af þeim sökum helst að geta
hafíst sem fyrst og ljúka á páskum
að ári. Hann lagði hins vegar áherslu
á að áætlunin væri öll háð því að
hægt yrði að selja nýbygginguna í
Laugarnesi.
Hafnarfirði og Keflavík, gert ráðstaf-
anir til að vekja athygli vegfarenda
á þessari hættu. Hafa meðal annars
verið gerðir sjónvarpsþættir og við-
vörunarskilti sett upp við brautina.
Endumýjun slitlagsins á Reykja-
nesbraut verður í tvennu lagi. í fyrsta
lagi bráðabirgðaaðgerð sem felst í
afréttingu slitlagsins með malbiki og
í öðru lagi endanlega gerð slitlags
með 20%o halla. Leiðinni frá Hafnar-
fírði til Innri-Njarðvíkur er skipt í
fjóra hluta. í fyrsta lagi er það vegar-
hlutinn frá Hafnarfirði til
Straumsvíkur. Afrétting verður
framkvæmd á þeirri leið í sumar, en
endanlegt slitlag verður lagt á
sumarið 1992. Vegarkaflinn frá
Straumsvík til Vatnsleysustrandar
verður réttur af sumarið 1992 og
lagt á hann slitlag sumarið á eftir.
Bráðabirgðaaðgerðir verða fram-
kvæmdar á tæplega helmingi veg-
arkaflans frá Vatnsleysuströnd til
Voga og endanlegt slitlag á hinn
helminginn í sumar. Endanlega slit-
lagið verður síðan lagt sumarið 1991.
Vegarhlutinn frá Vogum til Innri-
Njarðvíkur verður réttur af í sumar
og endanlegt slitlag lagt á sumarið
1991.
Kostnaðurinn við viðgerðir þessar
er áætlaður 76 milljónir króna á
þessu ári, 68 milljónir árið 1991, 43
milljónir 1992 og 41 milljón 1993.
Eru fjármunirnir fengnir af viðgerða-
fé er Vegagerðin ráðstafar.
Þess má geta að þeim verktökum,
sem á því hafa áhuga, gefst kostur
á því að gera tilraunir með sterkt
slitlag á allt að eins km löngum veg-
arkafla.
Um framtíðarlausnir segir í grein-
argerð Vegagerðarinnar að æskilegt
sé að bráðabirgðalagfæringar verði
gerðar á næstu árum. Felist þetta í
stefnugreiningu 11 gatnamóta við
Reykjanesbraut og gerð framúrakst-
ursreina. Kostnaður við þetta er
áætlaður 300 milljónir króna. Að
mati Rögnvalds leiða bráðabirgða-
lagfæringar til þess að ekki verður
þörf á viðbótarakrein fyrr en á árun-
um 2005-2010. Vérði þær hins vegar
ekki gerðar sé þörf á nýrri akrein á
árunum 2000-2005. Áætlaður kostn-
aður við gerð nýrrar akbrautar er
um einn milljarður króna.
Saltfiskur
fyrir um hálf-
an milljarð
VERÐMÆTASTI saltfiskfarmur
sem farið hefúr héðan fór méð
Selfossi í gærkvöldi til Ítalíu og
Grikklands. Heildarverðmæti
farmsins er um hálfur milljarður
króna.
Magnús Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Sölusambands
íslenskra fiskframleiðenda, sagði
að um væri að ræða 950 tonn af
saltfiski sem færu til Ítalíu og um
660 tonn sem færu til Grikklands,
en einnig væri um að ræða nokkurt
magn af söltuðum hrognum til
Grikklands.
Farmenn og útvegs-
menn á samningafundi
Samningafúndur var í gær í
kjaradeilu Farmanna- og fiski-
mannasambandsins og útvegs-
manna í gær, og hefúr annar fund-
ur verið boðaður í dag. Kristján
Ragnarsson framkvæmdastjóri
LÍU segir að útvegsmenn séu til-
búnir til að ræða breytingar á olíu-
kostnaðarhlutdeild á þeim nótum
sem sjómenn og útvegsmenn á
Vestfjörðum hafa samið um.
Bæði Sjómannasamband íslands
og Farmanna- og fiskimannasam-
bandið eiga í kjaradeilu við útvegs-
menn, og hafa bæði samböndin hvatt
aðildarfélög sín til að samþykkja
verkfallsheimildir. Farmanna- og
fískimannasambandið bað síðan um
samningafund í kjölfar samninga á
Vestfjörðum.
Alþýðusamband Vestfjarða, fyrir
hönd 14 aðildarfélaga sjómanna, og
Útvegsmannafélag Vestfjarða náðu
um síðustu helgi samningum, þar
sem miðað var við sömu launahækk-
anir og aðrar séttir launafólks hafa
fengið. Að auki fékkst fram breyting
á útreikningi olíuverðsviðmiðun
kjarasamninga, þannig að tekið var
tillit til verðbreytinga á dollar síðan
samið var síðast í ársbyijun 1987.
Þetta getur þýtt hagstæðari skipta-
prósentu fyrir sjómenn.