Morgunblaðið - 17.05.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.05.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1990 27 Austur- og Vestur-Þýskaland: Vaxandi líkur á sameig- inlegum þingkosningum AUSTUR-þýskir jafnaðarmenn leggjast ekki lengur gegn því að sam- eiginlegar þingkosningar veðri haldnar í gervöllu Þýskalandi innan tíðar. Gottfried Timm, einn af frammámönnum flokksins, sagðist á fréttamannafundi í gær þó vera því mótfallinn að vestur-þýsku þing- kosningunum 2. desember næstkomandi verði breytt og þær látnar ná til Austur-Þýskalands einnig. Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, segist hlynntur sam- eiginlegum þýskum þingkosningum sem fyrst en vill ekki nefna hugsan- lega dagsetningu þeirra og segir að þingkosningar í Vestur-Þýska- landi verði haldnar 2. desember eins og ráð er fyrir gert. Fijálsir demó- kratar, samstarfsflokkur kristilegra demókrata í vestur-þýsku ríkis- stjórninni, hafa að sögn Reuters- fréttastofunnar lagt til að kosning- unum 2. desember verði breytt í sameiginlegar kosningar fyrir allt Þýskaland. Starfsmaður upplýsingaskrif- stofu vestur-þýsku ríkisstjórnarinn- ar sem Morgunblaðið ræddi við seg- ir líklegt að sameining Þýskalands verði samkvæmt 23. grein stjórnar- skrár Vestur-Þýskalands sem býður „öðrum hlutum Þýskalands“ að ganga í Sambandslýðveldið. Útilok- að sé að sameiginlegar þingkosn- ingar fari fram áður en sjálf sam- eining landanna eigi sér stað. Þegar verið er að tala um að halda sameig- inlegar þingkosningar í kringum næstu áramót þýðir það í raun að sameiningin verði um svipað leyti. Að hans sögn er æskilegt að halda þingkosningar sem fyrst eftir að sameining á sér stað því annars starfar þing og ríkisstjórn í Þýska- landi sem Austur-Þjóðveijar hafa ekki tekið þátt í að mynda. Gengju Austur-Þjóðveijar í Vestur-Þýska- land eftir þingkosningarnar 2. des- ember gætu t.d. hugsanlega liðið fjögur ár áður en þeir fengju tæki- færi til að hafa áhrif á samsetningu þingsins í Bonn og þar með á mynd- un ríkisstjórnar sameinaðs Þýska- lands. I ljósi þessa vaknar eðlilega sú spurning hjá mörgum hvort ekki sé óþarfi að halda þingkosningar í Vestur-Þýskalandi einu og sér 2. desember. Efnahagsleg sameining þýsku ríkjanna gengur nú hratt fyrir sig. Á morgun, föstudag, verður undir- ritaður í Bonn samningur um mynt- bandalag ríkjanna. Samkvæmt hon- um verður vestur-þýska markið tek- ið í notkun í Austur-Þýskalandi 1. júlí næstkomandi. Einnig var til- kynnt í gær að stofnaður hefði ver- ið sameiningarsjóður til að jafna byrðarnar milli landanna við sam- einingu. Sjóðurinn er samstarfs- verkefni sambandsríkisins og ein- stakra sambandslýðvelda. Stofnfé hans er 115 milljarðar marka. 20 milljarðar marka eru beint framlag frá hinu opinbera en afgangurinn verður tekinn að láni á fjármála- mörkuðum. Theo Waigel fjármála- ráðherra Vestur-Þýskalands sagði í gær að sameiningin myndi kosta vestur-þýska skattborgara 17 millj- arða marka í vaxtagreiðslur af láns- fénu árin 1991-1995. Auk þessa verður miklu fé varið til að aðstoða Austur-Þjóvðeija við að bæta úr gífurlegum umhverfísspjöllum sem þar hafa verið unnin. Jim Hen- son látinn New York. Reuter. JIM Henson, sem skapaði brúðurnar í Prúðuleikurunum, lést í New York í gær, 53 ára að aldri. Henson lé'st af völdum bakt- eríusýkingar. Hann var þekktur fyrir brúður sínar, svo sem fro- skinn Kermit, ungfrú Svínku og Dýra, er komu fram í sjónvarps- þáttum og kvikmyndum, sem nutu mikilla vinsælda út um allan heim. SIEMENS Lítiö inn til okkar og skoðið vönduð vestur-þýsk heimilistœki! Hjá SIEMENS eru gœði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn! SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 HUOMPLOTUUTSALA HEFST í DAG Á 7 (SJÖ) STÖÐUM VÍÐSVEGAR UM BORGINA HVAR? eiðistorgi AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEGI 24 RAUÐARÁRSTÍG 16 i GLÆSIBÆ ► MJÓDD I STRANDGÖTU, HFJl 1\s\eus^'tp9-T99 kr*1 TÆKIFÆRll Nú er tækifærió til að kaupa ódýra tónlist. Munió útsöluspakmælið FYRSTIR AD HLAUPAl FYRSTIR AD KAUPA Smmrphmiotmhi 1 KILO AF PLOTUM Á KR. 1.200,- Ef þú kaupir 5 íslenskar, plötur sem eru.þ.b. 1 kíló, færðu þær á _______kr. 1.200,-_____ ctyRWb a"ar S íslensku p'°'ur"h að hér tær00 k'-l99lpsÖr^6iuf ^^"g^rgorsioWg^- 20% AUKAAFSLÁTTUR Ef þú kaupir fyrir meira en kr. 4.000,- af útsöluvörum, færðu 20% aukaafslátt eða u.þ.b. 5. hverja plöta fría. úrval af tólftowmuw Geysileg. Orval 6„um;a»arákr.1»». »3P ÓTRÚLEGT URVAL A útsölunni eru erlendar hljómplöt- ur í tonnatali á ______QTRÚLEGU VERÐI__ MEIRA EN 75% af þeim eru á verði UNDIR KR. 300,- Það er alveg sprenghlægilegt! 15% AFSLÁTTui ■ °9 hIÍó£plö?u 'Skum'k°ssettun} CanáZ °kki eru á ° henn, síendur. MÚSÍK hljómplötuverslanir nsmmsitw 11621 - 26316 - 16676
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.