Morgunblaðið - 17.05.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.05.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAI 1990 Sjónvarpstœki Sjónvarps- | myndavélar Hljómtœkja- samstœöur Feröaviötœki Útvarpsvekjarar Gœðatœki fyrir þig og þína! SMITH& ' NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Lifandi miðbær eftir Guðrúnu Jónsdóttur Allar borgir sem ég þekki til, ekki síst höfuðborgir, eiga sér mið- bæ. Hann getur verið misstór og mismunandi merkilegur í marg- víslegu tilliti. Það sem miðbæir eiga sammerkt er að út frá þeim hefur oftast viðkomandi borg þróast. Þeir eru fasti punkturinn, sem íbúar og gestir sækja heim til þess að fræð- ast um uppruna og eðli viðkomandi borgar. Komast að kjarnanum og fá innsýn í borgarbraginn. í miðbæ er að jafnaði miðstöð stjórnsýslu, helstu menningarstofn- anir, miðstöð ferðamála og sam- gangna, miðstöð athafnalífs, helstu verslunar- og peningastofnanir og að lokum íbúðarbyggð þeirra, sem kjósa að eiga heima í slíku um- hverfi. Lítum nánar á þessa þætti og stöðu þeirra í miðborg Reykjavíkur. Ekkert getur komið í staðinn fyrir gamla góða miðbæinn og íbúðar- hverfin í kring. Hvergi getum við fengið jafn miklar upplýsingar um t.d. byggingarsögu borgarinnar og lífshætti fólks frá fyrri tíð eins og hér.' Hvert hús á sér sína sögu, sem „Úr því sem komið er verður að reyna að laga umhverfi ráðhússins eins og hægt er. Því held ég að ráðlegast sé að reyna að ná sam- komulagi við Alþingi, en svæðið er í eigu þess, um að fá það undir al- mennilegt ráðhústorg. Torg sem risið gæti undir nafiii og hefði aðdráttarafl fyrir fólkið í borginni.“ tengist oft á tíðum frelsisbaráttu þjóðarinnar, menntunar og menn- ingarmálum að ógleymdri atvinnu- sögunni, sem á sínar rætur á svæð- inu. En umhverfið og húsin eru vanhirt og bíða þess að menn vilji kannast við þennan borgarkjarna og hlúa að honum. Útivistarsvæðin, umferðarmálin og ýmis þjónusta, sem nauðsynleg er fyrir íbúðar- byggð, ef hún á að rísa undir nafni, eru í vanhirðu hér í miðborginni. Úr þessu öllu þarf að bæta. Her í miðþænum er vissulega miðstöð stjórnsýslu, hér eru peningastofn- anirnar, en staða verslunar hefur versnað stórlega með tilkomu vin- sælla verslunarmiðstöðva sem geta boðið upp á ókeypis bílastæði við dyrnar á meðan stöðumælasektir hijá þá sem í miðborgina koma. Offramboð, sem skapast hefur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði sem yfirvöld gátu reyndar vel séð fyrir, hefur nú leitt til þess að heilu hæðirnar standa auðar hér í mið- bænum með leigu- eða söluspjöld í gluggum. Á þessum málum þarf að taka. Ef litið er á miðbæinn sem mið- stöð ferðamála og samgangna þá er staðan veik. Það þarf að gera annað en aka með ferðamenn eftir Lækjargötu á hraðferð út úr bæn- um. Hér þarf að vera 1. fl. hótel. Þangað þarf að fara rútan frá Keflavík, sem tengist fluginu svo dæmi séu nefnd og búa þarf þann- ig um hnútana að ferðamenn eigi fjölþætt erindi í miðbæinn. En lítum nánar á nokkur önnur atriði, sem komið gætu miðbænum til bjargar. Gömlu sögufrægu húsin í mið- bænum eru hans mesti styrkur, því Gpðrún Jónsdóttir þau skapa honum sérstöðu. Þess vegna m.a. þarf að vernda þessi hús og gæta þess að ný hús sem byggð eru falli vel að eldri byggð. Því miður er haldið áfram á óheilla- braut í þessum efnum og nú eru til umíjöllunar hjá borgaryfirvöld- um uppdrættir að enn einu húsi sem engan veginn tekur mið af byggð- inni sem fyrir er. Það er hús sem til stendur að byggja á lóðinni Lækjargötu 4. Þessa teikningu þarf að endurbæta stórlega. Fasteignamatið í miðbænum hef- ur á undanförnum árum þótt hátt Af hverju siðareglur fyrir borgarfulltrúa? Við framsóknarmenn viljum að settar verði siðareglur fyrir borgarfulltrúa og embættismenn borgarinnar Áslaug Brynjólfsdóttir Siðareglur eru nauðsynlegar: Þegar lóðabrask er stundað í stórum stíl í Reykjavík, og það m.a. af einum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þegar starfsmenn byggingafulltrúans í Reykjavík geta hannað og teiknað byggingar sem einstaklingar og haft síðan eftirlit með sjálfum sér sem embættismenn. Þegar borgarstjórinn getur keypt bfla á kostnað Reykvíkinga án nokkurs samráðs við aðra kjörna fulltrúa borgarinnar. Þegar ekki eru til nauðsynlegar reglur um ýmiss konar fríðindi, hlunnindi og risnu borgarstjóra. Þegar ekká éru til skýrar reglur um afnot borgarstjóra af bflum embættisins. Þegar borgarstjóri getur bannað að undirskriftalistar til að mótmæla staðsetningu ráðhúss geti legið frammi í sundstöðum borgarinnar. Þegar borgarstjórinn velur handgengna byggingaverktaka til að byggja íbúðir fyrir aldraða, sem þeir selja síðan á okurverði. FRAMSOKNARFLOKKURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.