Morgunblaðið - 17.05.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.05.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAI 1990 . Skólamál í brennidepli eftirRagnar Júlíusson Skólamál hafa í síauknum mæli blandast þjóðfélagsumræðunni hin síðari ár. Kemur þar margt til en fyrst og fremst sú staðreynd að skólinn hefur aldrei áður skipt jafnmiklu máli fyrir daglegt líf fjölskyldunnar og einmitt nú á dögum. A síðustu 15 árum hefur þjóðfé- lagið breyst verulega sem m.a. hefur leitt það af sér að nú þurfa yfirleitt báðir foreldrar að vinna utan heimilis til að afla heimilis- tekna. Þessari samfélagsþróun hafa stjómvöld menntamála hér- lendis ekki fylgt eftir sem skyldi. Fækkun kennslustunda Á sama tíma og lenging skólatíma grunnskólanemenda hefur orðið æ brýnni hafa mennta- málaráðherrar Alþýðubandalags- ins ekki fyrr tekið við embætti en þeir hafa gefíð út tilskipun um fækkun kennslustunda — og þar með velt vandanum yfir á heimilin og sveitarfélögin. Ragnar Amalds sat eitt ár í embætti menntamálaráðherra 1978-79 en honum vannst samt tími til að skerða viðmiðunar- -stundaskrána. Og 24. apríl 1989 gaf núverandi menntamálaráð- herra, Svavar Gestsson, út tilskip- un um „að fella stundir til sund- kennslu inn í viðmiðunartöfluna undir íþróttir" og stytta þannig kennslutíma hverrar bekkjardeild- ar gmnnskólans um eina viku- stund. Að vísu ákvað ráðherra með tilskipun frá 18. f.m. að skila 7 ’ og 8 ára nemendum aftur þessari kennslustund á hausti komanda og verður vikulegur kennslutími þeirra og 6 ára bama skv. því 23 stundir. Hér er stigið fet til hins nauðsynlega og sjálfsagða — en betur má ef duga skal. Og auðvit- að hefði ráðherrann átt að sjá sóma sinn í því að skila öllum tímunum til baka. Til að bjarga fjölmörgum heim- ilum úr bráðum vanda vegna stytt- ingar ráðuneytis á kennslutíma nemenda í stað þess að lengja hann hafa sveitarfélögin gripið til þess ráðs að bjóða upp á gæslu í skólanum fyrir yngstu börnin svo að dagleg skóladvöl þeirra geti a.m.k. orðið sem svarar 5 kennslu- stundum og þannig fallið betur að vinnutíma foreldra en ella. Þessi þjónusta hófst í Foldaskóla 1985 og er nú veitt í velflestum grannskólum borgarinnar. Fyrir þessa þjónustu greiða foreldrar í Reykjavík 60 kr. á klukkustund eða að lágmarki kr. 1.200 á mán- uði. Borgarsjóður hefur síðan greitt það sem á vantar til að halda þjónustunni uppi. Þótt fram- tak þetta hafi mælst vel fyrir og leyst vanda margra foreldra verð- ur að líta á það sem bráðalausn Ragnar Júlíusson „Naumast hafði Alþingi samþykkt frumvarp til laga um breytta verka- skiptingu ríkis og sveit- arfélaga nú í vetur og þar með skyldað sveit- arfélögin til að standa ein straum af kostnaði við skólabyggingar þegar menntamálaráð- herra lagði fram firum- varp til nýrra grunn- skólalaga.“ meðan ríkisvaldið þráast við að lengja daglegan skólatíma yngstu nemenda í a.m.k. 5 kennslustundir og skapa nemendum þannig sjálf- sögð uppeldisskilyrði í skólunum. Hvers er hvað Löngum hefur verið þráttað um verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga og ekki síst á sviði skóla- mála. Það var því mörgum fagnað- arefni er Alþingi samþykkti á ný- afstöðnu löggjafarþingi lög um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga er fyrst og fremst var ætlað að skýra og einfalda verkaskiptingu þessara aðila og draga eins og frekast er unnt úr samaðild þeirra að ákveðnum málaflokkum. Með þetta í huga var m.a. lögfest að sveitarfélögin skyldu framvegis annast byggingu og rekstur grannskólanna að und- anskildum kennslulaunum en ríkið annaðist rekstur fræðsluskrifstöfa og alfarið byggingu og rekstur framhaldsskólanna. Með þessari lagasetningu var stigið sjálfsagt skref fram á við — en spyija má hvort ekki sé rétt að ganga enn lengra og fela sveit- arfélögunum að annast allan rekstrarkostnað grunnskólans, þ.m.t. kennslulaun. Verður það ekki að teljast órökrétt að sveitar- félögunum skuli falinn rekstur grannskólanna en þau hafi þó ekkert verkstjórnarvald yfir því fólki sem þar vinnur, kennurum og skólastjórnendum? í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að allt skólastarfið mótast að verulegu leyti af þeim tímafjölda sem menntamálaráðu- neytið úthlutar til kennslu hveiju sinni og þannig hefur ríkið raun- veralega rekstur grannskólanna í greip sinni þótt rekstur þeirra sé lögformlega falinn sveitarfélögun- um. Sú spurning hlýtur því að teljast eðlileg hvort ekki eigi að fela sveitarfélögunum alfarið rekstur grunnskólanna — en fag- legt eftirlit og úrskurðarmál i sum- um tilfellum verði í höndum ráðu- neytis. Þetta er því áleitnari spurn- ing sem miðstýringaráráttunni vex ásmegin í ráðuneyti menntamála nú um stundir og ekki er lengur hægt að treysta því að viðmiðunar- stundaskrá grunnskólalaga fái að vera í friði fyrir niðurskurðarhnifi menntamálaráðherra — eins og dæmin sanna. Yfírklór í frumvarpsformi Naumast hafði Alþingi sam- þykkt frumvarp til laga um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga nú í vetur og þar með skyl- dað sveitarfélögin til að standa ein straum af kostnaði við skólabygg- ingar þegar menntamálaráðherra lagði fram frumvarp til nýrra grunnskólalaga. Þar er m.a. kveð- ið á um það hvað er sveitarfélögum fyrir bestu á sviði skólamála, hvernig þau eiga að stjórna sínum málum, t.d. að skipta eigi sveitar- félagi með 10 þúsund íbúa eða fleiri í skólahverfi svo að íbúar hvers skólahverfis verði ekki fleiri en 15 þúsund að jafnaði. Þau eiga ekki að hafa fleiri nemendur en 650 í hveijum skóla og leita heim- ildar hins háa ráðuneytis þurfi þau að reisa sér skólahús. Stóri bróðir vísar veginn í þessu frumvarpi og valddreifingarhugmyndir þær sem endurspeglast í verkaskiptingar- lögunum drukkna hér algjörlega í miðstýringar- og forræðishug- myndum Svavars Gestssonar. í 3. gr. frumvarps síns býður menntamálaráðherra upp á einset- inn skóla — en að vísu á kostnað sveitarfélaganna. Hann hefur ekki einu sinni fyrir því að láta reikn- inginn fylgja með svo að sveitarfé- lögin viti hvað þau eigi að borga. Það verða að teljast harla undarleg vinnubrögð og kaldar kveðjur til sveitarfélaganna að slengja fram slíku frumvarpi í kjölfar staðfest- ingar verkaskiptingarlaganna og það án alls samráðs við samtök sveitarfélaga og án tillagna um Ij ármögnunarleiðir. Einsetning skóla er æskilegt stefnumark en~dýrt. Telja má víst að einsetning skóla í Reykjavík einni kosti á núvirði hátt á þriðja Davíð Oddsson borgarstjóri svarar spurningum lesenda SPURT OG SVARAÐ UM BORGARMÁL LESENDAÞJÓNUSTA MORGUNBL7\ÐSINS Davíð Oddsson, borgarstjóri i Reykjavík og efsti maður á framboðslista sjálfstæðisfólks i borgarstjórnarkosningum, sem fram fara 26. maí næstkom- andi, svarar spurningum i Morgunblaðinu um borgarmál i tilefni kosning- anna. Lesendur Morgunblaðsins geta hringt til ritstjórnar blaðsins í síma 691187 á milli kl. 11 og 12 árdegis, frá mánudegi til föstudags, og lagt spurningar fyriri borgarstjóra sem blaðið kemur á framfæri við hann. Svörin birtast siðan í þættinum Spurt og svarað um borgarmál. Einnig má senda spurningar í bréfi til blaðsins. Utan á bréf skal rita: Spurt og svarað um borgarmál, ritstjórn Morgunblaðsins, pósthólf 1555, 121 Reykjavík. Nauðsyn- legt er að nafn og heimilisfang spyrjanda komi fram. Bann við hundahaldi í Öskjuhlíð Jóhanna Jónsdóttir, Stóra- gerði 11, spyr: „Borgaryfirvöld lofuðu því að banna hundahald í Öskjuhlíð og að sett yrðu upp skilti sem bönnuðu hundahald. Hundaeigendur virðast vita að bannað er að vera með hunda þarna en þeir fara ekki eftir því. Mikill óþrifiiaður fylgir hundunum. Ætla borgaryfir- völd að standa við gefin loforð og fylgja eftir banni við hunda- haldi í Öskjuhlíð?“ Svar: Það er nokkuð ljóst að fjölga þarf skiltum, þar sem bannað er að fara um með hunda og verður það gert á næstu vikum. Öskjuhlíðin er eitt þessara svæða og verður eftirlit þar hert sér- staklega. Tilkynnt verði um götusópun ' Kristbjörg Gunnarsdóttir spyr: „Eg tel að hægt sé að skipu- leggja götusópun betur en gert er með því að auglýsa í skjáauglýsingum sjónvarps að kvöldi hvaða götur eigi að sópa næsta dag. Með þessu móti yrði unnt að fjarlægja bíla sem oft eru fyrir þegar sópa á götur. Það þarf að skipuleggja þetta mun betur.“ Svar: Síðari hluta sumars 1989 var fyrirhuguð götusópun í nokkram tilfellum auglýst með því að setja upp skilti í enda viðkomandi götu daginn áður en hreinsun skyldi fara fram. Hér var um tilraun að ræða sem gaf góða raun og verður fram haldið í auknum mæli nú í sumar. Þessi auglýs- ingaaðferð er bæði einföld og ódýr, og skilaði auk þess góðum árangri. Því hefur ekki verið tal- in ástæða til að auglýsa í blöðum eða sjónvarpi. Akstur á barnaleikvelli Sigurður Magnússon, Grýtubakka 18, spyr: „Opinn barnaleikvöll gegnt Eyjabakka 18-32 og Grýtu- bakka 18-32 hafa sumir bíla- eigendur valið sem stæði fyrir bíla sína, (þetta er ekki líkam- lega fatlað fólk). Allt hugsandi fólk sér hve stórhættulegt slíkt er. Fyrir mörgum árum varð barn undir bíl frá Rafmagn- sveitunni á þessum leikvelli. Jaftiframt er jarðvegur þarna mjög gljúpur svo djúp hjólfþr myndast þegar bleyta er. Ég hef haft samband við starfs- menn borgarinnar og lögreglu en þeir hafa ekki gert þær ráðstafanir sem hafa dugað. Getur borgarstjórinn ekki séð til þess að akstur þarna heyri sögunni til?“ Svar: Ég hef komið þeim fyrirmæl- um til starfsmanna í hverfis- bækistöð gatnamálastjóra við Jafnasel að þeir setji upp skilti sem banna innakstur við helstu aðkomuleiðir inn á svæðið. Dugi skiltin ekki til að hindra bifreiða- stöður verður akstursleiðum inn á það lokað. Göngustígur við Snæland Katrín Gísladóttir, Snæ- landi 7, spyr: „Hvers vegna er ekki geng- ið frá göngustígum frá Snæ- landi upp að Bústaðavegi? Hef búið hér í 11 ár og við höfum lagað stíginn við okkar hús en frá Snælandi og að Bú- staðavegi hefúr ekkert verið gert.“ Svar: Gatnamálastjóra hefur verið falið að ljúka gerð stígsins frá Seljalandi að Bústaðavegi. Viðarás-Þingás Hörður Zophaniasson, Við- arási, spyr: „Stendur til að loka Viðar- ási við Þingás? Flestar götur hér eru botnlangar en við Við- arás er hringakstur og óskap- lega mikil og óþörf umferð. Kæmi það niður á siyóruðn- ingsþjónustu við íbúa þessarar götu ef henni yrði lokað og hún gerð að botnlanga? Þá vil ég minnast á það að börn sem eiga leið héðan i Selásskóla þurfa að ganga á götunum vegna þess að engir gangstíg- ar hafa verið gerðir. Er gangs- tígagerð á framkvæmdaáætl- un? Svar: Þegar íbúðargötum, sem sam- kvæmt skipulagi leyfa gegnum- akstur, er lokað gerist slíkt oft- ast vegna óska íbúa við götuna. Tilmælum, gjarnan undirskrif- talistum, er beint til skipulags- nefndar sem tekur ákvörðun um hvort hægt sé að verða við erind- inu. Engin slik tilmæli hafa bor- ist vegna Viðaráss og er því ekki á dagskrá að loka götunni. Lokun götunnar hefði engin áhrif á tíðni snjóraðnings. í sumar verður lagður göngustígur frá Viðarási að Sel- ásskóla. Kögursel-Kleifarsel Kristín Auðunsdóttir, Kleif- arseli 31, spyr: „Er á áætlun að ljúka við frá- gang á opnu svæði sem er á milli Kögursels og Kleifarsels?“ Svar: Já, það er á framkvæmdaáætl- un garðyrkjustjóra í sumar. Leikvöllur á Rauðarárstíg Guðrún Fanney Helgadótt- ir, Rauðarárstíg 3, spyr: „Leikvöllurinn sem er á milli Laugavegs, Skúlagötu og Rauðarárstigs, sem er búið að taka að hluta til undir bíla- stæði, er í niðurníðslu og hefúr algjörlega gleymst á fram- kvæmdaáætlun hjá borginni. Á þessu svæði eru mörg börn sem ekkert hafa við að vera, öll tæki sem eru á vellinum eru ónýt. Spurningin er: Verð- ur þessi völlur endurnýjaður i sumar og er búið að veita fiármagni til þess?“ Svar: Borgarskipulag er að vinna að deiliskipulagi á öllum reitnum milli Laugavegs, Rauðarárstígs og Skúlagötu. Um leið og því er lokið er ætlunin að endurgera leiksvæðin í reitnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.