Morgunblaðið - 17.05.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.05.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1990 Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra Viðbúið að afkastageta flotans minnki á næstu árum um 20-30% HALLDÓR Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra sagði í ræðu sinni á aðal- fúndi Vinnuveitendasambands íslands á þriðjudag, að lögin um stjórn fiskveiða, Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins og Verðjöfhunarsjóð sjávar- útvegsins sem samþykkt voru á síðasta starfi Alþingis fyrir rúmri viku skiptu miklu máli fyrir efhahagslífið í heild og þar með allt atvinnulíf í landinu. Ráðherra sagði að tilgangurinn með lögum um stjórn fiskveiða væri sá að skapa sjávarútveginum al- menna umgjörð og ieikreglur. Afla- heimildirnar myndu leita til þeirra sem gætu náð aflanum með sem minnstum tilkostnaði án þess að gengið yrði á rétt annarra sem störf- uðu við fiskveiðar. „Fyrirkomulagið mun leiða til þess að skipum fækkar. Það er sambærilegt við það sem víða er að gerast í atvinnulífinu að rekstr- areiningar eru sameinaðar til að bæta afkomu fyrirtækjanna," sagði Halldór. Halldór sagði að Hagræðingarsjóð- ur sjávarútvegsins hefði tvíþætt hlut- verk: „að stuðla að aukinni hagkvmni SÖLUAÐILAR GARFIELD: Reykjavík: Toppskórinn Veltusundi, Skólinan Laugavegí, Sparta Laugavegi, Skóbær Laugavegi, Skóverslun Helga Völvufelli, Glæsiskórinn Glæsibæ, Skóhöllin JL-húsínu. Hafnarfjöróur: Skóhöllin Reykjavíkun/egi. Keflavík: Skóbúð Keflavíkur, Hveragerðl: Byggingavöruv. Hveragerðis. Grindavík: Málmey. Selfoss: Kaupfélag Árnesinga. Akranes: Staðarfell. Borgarnes: Kaupfélag 9 Borgfirðinga. Akureyri: Skótískan. Húsavík: Skóbúð Húsavíkur. Egilsstaðir: Krummafótur. I Sauðárkrókur: Kaupfélag Skagfirðinga. Patreksfjörður: Versl. Ara Jónssonar. í útgerð með fækkun fiskiskipa og koma til aðstoðar byggðarlögum er standa höllum fæti vegna breytinga á útgerðarháttum." Hann sagði að ekki yrði komið auga á aðra betri lausn til að koma til móts við þau sjónarmið að tryggja visst öryggi fyrir þau byggðarlög í landinu sem byggðu allt sitt á sjávarútvegi. Er Halldór ræddi Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins sagði hann m.a.: „Eitt helsta viðfangsefni stjórnmál- anna á næstunni er að ná tökum á ríkisfjármálunum. Til þess þarf að gera kerfisbreytingar er miða að því að draga varanlega úr sjálfvirkni í útgjöldum hins opinber og minnka umsvif þess á ýmsum sviðum.... Tilgangurinn með stofnun hins nýja Verðjöfnunarsjóðs sjávarútvegs- ins er að renna fleiri stoðum undir möguleika stjórnvalda til að takast á við sveiflur sem eiga upptök sín í sjávarútvegi.... Takist ekki að jafna sveiflur innan sjávarútvegsins mun krafan um sér- staka skattlagningu á sjávarútveginn í góðæri verða háværari og hef ég þar ekki síst í huga umræðuna um auðlindaskatt." Undir lok máls síns sagði sjávarút- vegsráðherra: Áhrif þessara laga- setningar verð mikil og engin leið að gera sér grein fyrir þeim að fullu. Það má búast við að afkastageta fiskiskipaflotans minnki á næstu árum um allt að 20-30%....Skattlagn- ing er í mörgum tilvikum ófullkomin ...Þar ber hæst aðstöðugjaldið sem verður að hverfa eigi staða íslenskra fyrirtækja að vera sambærileg því sem gengur og gerist. skattlangning á veltu er frumstæðasta form skatt- lagningar sem er skaðlegt framförum í atvinnulífi." Morgunglaðið/KGA Ráðhúsið glerjað Þessa dagana er verið að gleija skrifstofubyggingu Ráðhússins við Tjörnina og steypa síðustu steypu í borgarstjórnarbyggingunni. Þijár súlur eru á framhlið borgarstjórnarbyggingarinnar, er snýr að tjörn- inni framan við húsin. Gert er ráð fyrir rennandi vatni niður mosa- vaxna húshliðina og í Tjörnina. í sumar verðu unnið við múrverk, pípu- og raflagnir og sagði Þórður Þ. Þorbjarnarson borgarverkfræð- ingur og verkefnisstjóri, að húsið yrði að öllum líkindum til sýnis fyrir almenning með haustinu. Fmmbjóðendur Sjálfstæðisflokksins íReykjavík við borgarstjórnarkosningarnar 26. maí eru reiðubúnir að hitta kjósendur að máli á vinnustöðum, heimilum og víðar. Þeir, sem óska eftir að fá frambjóðendur í heimsókn, eru vinsamlega beðnir að hafa samband við skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll. Síminn er 82900. Sjálfstæöisflokkurinn SKIPSTÁ SKOOUNUM iíteSk - ‘ • i* X W'i * ' ^ 1 i j t, ■ ^" djBlmm J v.|l; : 7 M/ li Morgunblaðið/Guttormur V. Þormar Skriðuklaustursféð komið til Freyshóla þar sem það verður í einangrun um tíma. Tilraimaféð á Skriðu- klaustri í einangrun Geitagerði. ÞAR SEM til stendur niðurskurð- ur á öllu sauðfé á milli Jökulsár á Dal og Lagarfljóts nú í haust vegna riðuveiki hefur hluta af sauðijárstofninum á tilraunabúinu á Skriðuklaustri verið komið í ein- angrun á Freyshólum í Valla- hreppi. Eru það 39 ær, 11 gemling- ar og 4 hrútar. Rekin hefur verið tilraunastöð í landbúnaði síðan 1949 þegar Gunnar Gunnarsson rithöfundur gaf íslenska ríkinu jörðina með þeim tilmælum m.a. að þar yrði rekin tilraunastarf- semi í landbúnaði. Mörg undanfarin ár hefur verið lögð sérstök áhersla á ræktun ullargæða undir leiðsögn dr. Stefáns Aðalsteinssonar og hefur árangur af þeirri ræktun orðið mjög góður að dómi sérfróðra manna. Er vonast til að með framan- greindri ráðstöfun verði bjargað þeim eiginleikum, sem íjárstofninn býr yfir og vill tilraunastjómin á Skriðuk- laustri koma á framfæri þakklæti til íbúa Vallahrepps fyrir að taka við þessum fjárstofni um skeið. Áður hefur verið farið fram á að einangra hluta af fjárstofninum af öryggisá- stæðum þar sem riðuveiki hefur ver- ið á svæðinu á síðustu árum gn hef- ur ekki tekist fyrr en nú að allsheij- ar niðurskurður stendur til. - G.V.Þ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.