Morgunblaðið - 17.05.1990, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1990
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra
Viðbúið að afkastageta flotans
minnki á næstu árum um 20-30%
HALLDÓR Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra sagði í ræðu sinni á aðal-
fúndi Vinnuveitendasambands íslands á þriðjudag, að lögin um stjórn
fiskveiða, Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins og Verðjöfhunarsjóð sjávar-
útvegsins sem samþykkt voru á síðasta starfi Alþingis fyrir rúmri viku
skiptu miklu máli fyrir efhahagslífið í heild og þar með allt atvinnulíf
í landinu.
Ráðherra sagði að tilgangurinn
með lögum um stjórn fiskveiða væri
sá að skapa sjávarútveginum al-
menna umgjörð og ieikreglur. Afla-
heimildirnar myndu leita til þeirra
sem gætu náð aflanum með sem
minnstum tilkostnaði án þess að
gengið yrði á rétt annarra sem störf-
uðu við fiskveiðar. „Fyrirkomulagið
mun leiða til þess að skipum fækkar.
Það er sambærilegt við það sem víða
er að gerast í atvinnulífinu að rekstr-
areiningar eru sameinaðar til að
bæta afkomu fyrirtækjanna," sagði
Halldór.
Halldór sagði að Hagræðingarsjóð-
ur sjávarútvegsins hefði tvíþætt hlut-
verk: „að stuðla að aukinni hagkvmni
SÖLUAÐILAR GARFIELD: Reykjavík: Toppskórinn Veltusundi,
Skólinan Laugavegí, Sparta Laugavegi, Skóbær Laugavegi, Skóverslun Helga Völvufelli,
Glæsiskórinn Glæsibæ, Skóhöllin JL-húsínu. Hafnarfjöróur: Skóhöllin Reykjavíkun/egi.
Keflavík: Skóbúð Keflavíkur, Hveragerðl: Byggingavöruv. Hveragerðis. Grindavík:
Málmey. Selfoss: Kaupfélag Árnesinga. Akranes: Staðarfell. Borgarnes: Kaupfélag
9 Borgfirðinga. Akureyri: Skótískan. Húsavík: Skóbúð Húsavíkur. Egilsstaðir: Krummafótur.
I Sauðárkrókur: Kaupfélag Skagfirðinga. Patreksfjörður: Versl. Ara Jónssonar.
í útgerð með fækkun fiskiskipa og
koma til aðstoðar byggðarlögum er
standa höllum fæti vegna breytinga
á útgerðarháttum." Hann sagði að
ekki yrði komið auga á aðra betri
lausn til að koma til móts við þau
sjónarmið að tryggja visst öryggi
fyrir þau byggðarlög í landinu sem
byggðu allt sitt á sjávarútvegi.
Er Halldór ræddi Verðjöfnunarsjóð
sjávarútvegsins sagði hann m.a.:
„Eitt helsta viðfangsefni stjórnmál-
anna á næstunni er að ná tökum á
ríkisfjármálunum. Til þess þarf að
gera kerfisbreytingar er miða að því
að draga varanlega úr sjálfvirkni í
útgjöldum hins opinber og minnka
umsvif þess á ýmsum sviðum....
Tilgangurinn með stofnun hins
nýja Verðjöfnunarsjóðs sjávarútvegs-
ins er að renna fleiri stoðum undir
möguleika stjórnvalda til að takast á
við sveiflur sem eiga upptök sín í
sjávarútvegi....
Takist ekki að jafna sveiflur innan
sjávarútvegsins mun krafan um sér-
staka skattlagningu á sjávarútveginn
í góðæri verða háværari og hef ég
þar ekki síst í huga umræðuna um
auðlindaskatt."
Undir lok máls síns sagði sjávarút-
vegsráðherra: Áhrif þessara laga-
setningar verð mikil og engin leið að
gera sér grein fyrir þeim að fullu.
Það má búast við að afkastageta
fiskiskipaflotans minnki á næstu
árum um allt að 20-30%....Skattlagn-
ing er í mörgum tilvikum ófullkomin
...Þar ber hæst aðstöðugjaldið sem
verður að hverfa eigi staða íslenskra
fyrirtækja að vera sambærileg því
sem gengur og gerist. skattlangning
á veltu er frumstæðasta form skatt-
lagningar sem er skaðlegt framförum
í atvinnulífi."
Morgunglaðið/KGA
Ráðhúsið glerjað
Þessa dagana er verið að gleija skrifstofubyggingu Ráðhússins við
Tjörnina og steypa síðustu steypu í borgarstjórnarbyggingunni. Þijár
súlur eru á framhlið borgarstjórnarbyggingarinnar, er snýr að tjörn-
inni framan við húsin. Gert er ráð fyrir rennandi vatni niður mosa-
vaxna húshliðina og í Tjörnina. í sumar verðu unnið við múrverk,
pípu- og raflagnir og sagði Þórður Þ. Þorbjarnarson borgarverkfræð-
ingur og verkefnisstjóri, að húsið yrði að öllum líkindum til sýnis
fyrir almenning með haustinu.
Fmmbjóðendur Sjálfstæðisflokksins íReykjavík við
borgarstjórnarkosningarnar 26. maí eru reiðubúnir að hitta kjósendur
að máli á vinnustöðum, heimilum og víðar.
Þeir, sem óska eftir að fá frambjóðendur í heimsókn, eru vinsamlega
beðnir að hafa samband við skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll.
Síminn er 82900.
Sjálfstæöisflokkurinn
SKIPSTÁ SKOOUNUM
iíteSk - ‘ • i* X W'i * ' ^ 1 i j t, ■ ^" djBlmm J v.|l; : 7 M/ li
Morgunblaðið/Guttormur V. Þormar
Skriðuklaustursféð komið til
Freyshóla þar sem það verður í
einangrun um tíma.
Tilraimaféð
á Skriðu-
klaustri í
einangrun
Geitagerði.
ÞAR SEM til stendur niðurskurð-
ur á öllu sauðfé á milli Jökulsár á
Dal og Lagarfljóts nú í haust
vegna riðuveiki hefur hluta af
sauðijárstofninum á tilraunabúinu
á Skriðuklaustri verið komið í ein-
angrun á Freyshólum í Valla-
hreppi. Eru það 39 ær, 11 gemling-
ar og 4 hrútar.
Rekin hefur verið tilraunastöð í
landbúnaði síðan 1949 þegar Gunnar
Gunnarsson rithöfundur gaf íslenska
ríkinu jörðina með þeim tilmælum
m.a. að þar yrði rekin tilraunastarf-
semi í landbúnaði. Mörg undanfarin
ár hefur verið lögð sérstök áhersla
á ræktun ullargæða undir leiðsögn
dr. Stefáns Aðalsteinssonar og hefur
árangur af þeirri ræktun orðið mjög
góður að dómi sérfróðra manna.
Er vonast til að með framan-
greindri ráðstöfun verði bjargað þeim
eiginleikum, sem íjárstofninn býr
yfir og vill tilraunastjómin á Skriðuk-
laustri koma á framfæri þakklæti til
íbúa Vallahrepps fyrir að taka við
þessum fjárstofni um skeið. Áður
hefur verið farið fram á að einangra
hluta af fjárstofninum af öryggisá-
stæðum þar sem riðuveiki hefur ver-
ið á svæðinu á síðustu árum gn hef-
ur ekki tekist fyrr en nú að allsheij-
ar niðurskurður stendur til.
- G.V.Þ.