Morgunblaðið - 17.05.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.05.1990, Blaðsíða 19
1 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1990 19 Fj árhagsstaða Kópa- vogs og Hafiaarflarðar Svar til Asmundar Asmundssonar að fyrir tveimur árum og hafa bæjaryfirvöld stutt dyggilega við bakið á félaginu. — Hana-nú frístundahópurinn hefur starfað með miklum ágætum allt kjörtímabilið og hefur bæjarfé- lagið kostað starfsmann sem hefur umsjón með því merka starfi, sem kennt er við aðlögun starfsloka. Félagar eru nú hátt á fimmta hundrað. — Ný þjónustumiðstöð fyrir aldraða tók til starfa við Sunnuhlíð á sl. ári en þar er jafnframt rekin dagvist fyrir aldraða. Bæjarsjóður higði fram 50% stofnkostnaðar við þjónustukjarnann. — A sl. ári var unnin viðamikil skýrsla um öldrunarþjónustuna í Kópavogi og tekur hún til allra þátta þjónustunnar og þróunar hennar síðustu árin. Lokaorð Hér að framan hefur verið getið þess helsta sem unnið hefur verið að í málefnum aldraðra í Kópavogi á þessu kjörtímabili. Núverandi meirihluti Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags hafa lagt mikla áherslu á öldrunarþjónustuna. Sú stefna sem rekin hefur verið í Kópavogi miðar að því að tryggja bæjarbúum, á öllum aldri, sem mest öryggi. Kópavogur er tvímælalaust mesti velferðarbær fjölskyldunnar á landinu. Það er auðvitað engin til- viljun, því þar sem Alþýðuflokkur- inn fer með stjórnina er maðurinn settur í öndvegi. Það er um þessa stefnu sem kosið verður í kosning- unum 26. maí nk. Kópavogsbúar, höfum öll þann metnað að bærinn okkar verði áfram mesti velferðarbær á landinu. Það tryggjum við með því að kjósa Alþýðuflokkinn í komandi kosning- um. Höfundur er formaður Félagsmálaráðs Kópavogs. eftir Jóhönnu Sigurðardóttur í opnu bréfi til mín, sem birt var í Morgunblaðinu sl. laugardag, óskar þú eftir að ég „upplýsi fyrir alþjóð, hvort Kópavogur og Hafnar- ijörður séu á margumræddum lista yfir 28 fjárhagslega verst settu sveitarfélögin í landinu" eins og það er orðað í bréfinu. Umræður um þessi 28 sveitarfé- lög eru að sjálfsögðu sprottnar af úttekt nefndar sem á sl. ári kann- aði ijárhagsstöðu sveitarfélaganna. í niðurstöðu nefndarinnar fólst eng- inn endanlegur dómur ráðuneytis- ins um ijárhag þessara eða annarra sveitarfélaga. Nú í nokkur ár hafa verið birtar upplýsipgar um fjármál sveitarfé- laga í Arbók sveitarfélaga. I úttekt nefndarinnar um fjárhagsstöðu sveitarfélaganna var miðað við tölur úr ársreikningum sveitarfélaganna 1988. Ársreikningar 1989 hafa enn aðeins borist frá fáum sveitarfélög- um enda er skilafrestur til 31. júlí nk. Fjárhag sveitarfélaga er hægt að mæla á fleiri en einn mælikvarða og þar eru mörg atriði sem taka þarf tillit til. Sem dæmi má nefna heildarskuldir á íbúa, skuldir um- fram peningalegar eignir á íbúa, sameiginlegar tekjur á íbúa og rekstrargjöld sem hlutfall af sam- eiginlegum tekjum. „Kópavogur og Hafnar- flörður eru ekki á margumræddum lista yfir 28 Qárhagslega verst settu sveitarfélög- in í landinu. — Þvert á móti. — Samkvæmt þeim gögnum sem nefndin vann eftir er HafharQörður fjárhags- lega eitt allra best stæða sveitarfélag landsins og flárhagur Kópavogs stendur traustum fótum.“ Markmiðið með þessari úttekt á íjárhagsstöðu sveitarfélaganna var að sjálfsögðu að finna leiðir til að koma ijárhag verst stöddu sveitar- félaganna á réttan grundvöll. Nefndin vann ágætt starf og skilaði merkum tillögum, sem feng- ið hafa góðar undirtektir og þegar er farið að hrinda í framkvæmd. Nægir í því efni að nefna breytta útlánastefnu Lánasjóðs sveitarfé- laga. Á þessu ári mun sjóðurinn veija stórum hluta af ráðstöfunarfé sínu til að aðstoða sveitarfélög við skuldbreytingar óhagstæðra lána í stað þess að veita eingöngu stofnlán eins og verið hefur. Frumvarp til’ laga um breytingu á sveitarstjórn- arlögum, sem gerir þetta mögulegt, varð að lögum nú rétt fyrir þinglok- in. Það ber að sjálfsögðu að harma það að skýrsla nefndarinnar skuli vera notuð í pólitískum tilgangi til að koma af stað dylgjum og gróu- sögum um einstök sveitarfélög. Það er ekki venja að ráðuneytið gefi upplýsingar um ijárhagsstöðu einstakra sveitarfélaga. En að gefnu tilefni vegna margítrekaðra og grófra rangfærslna sem opinber- lega hafa verið settar fram varð- andi þau tvö sveitarfélög sem þú nefnir, þ.e. Hafnaríjörð og Kópa- vog, hlýt ég að verða við ósk þinni og svara þeirri spurningu sem þú beinir til mín. Kópavogur og Hafnaríjörður eru ekki á margumræddum lista yfir 28 fjárhagslega verst settu sveitar- félögin í landinu. — Þvert á móti. — Samkvæmt þeim gögnum sem nefndin vann eftir er Hafnarfjörður Jóhanna Sigurðardóttir fjárhagslega eitt allra best stæða sveitarfélag landsins og fjárhagur Kópavogs stendur traustum fótum. Eg trúi því ekki að það verði ein- stökum frambjóðendum eða flokk- um í Hafnarfirði eða Kópavogi né í nokkru öðru sveitarfélagi til fram- dráttar að sverta sín eigin sveitarfé- lög og reyna að rýra álit þeirra að tilefnislausu. Höfundur er félagsmálaráðherra. TÓNUSMRSKÓU KÓPWOGS Tónlistarskóli Kópavogs Skólanum verður slitið og skírteini afhent föstudaginn 18. maí kl. 16.00 í Kópavogskirkju. Skólastjóri. Galdurinn við góðan dag er að byrja hann með hollum og góð- um mat. Skólajógurt er kjörin fyrir þó, sem vilja nó órangri í leik og starfi, Fóðu þér skólajógurt allfaf þegar þig langar í eitthvað gott. Skólajógurt er ekki bara bragð- góð heldur líka nœrandi og sfyrkjandi. Pú getur valið um skólajógurt með súkkulaði- og jarðarberja- bragði eða ferskjum, allt eftir því hvað heimilisfólkið þitt vill. TT\T I leik og starfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.