Morgunblaðið - 17.05.1990, Blaðsíða 55
55
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
FIMMTUDAGUR 17. MAI 1990
KNATTSPYRNA / UEFA KEPPNIN
Reuter
Dino Zoff, þjálfari Juventus, með UEFA-bikarinn í gærkvöldi. Liðið sigraði
í tveimur mótum undir hans stjórn í vetur, en hann lætur engu að síður af
störfum.
„SáraboL
- sagði DinoZoff, þjálfari Juventus,
eftirsigurí UEFA-keppninni, en hann
hættir nú með liðið
JUVENTUS sigraði í Evrópukeppni félagsliða, UEFA-keppninni
svokölluðu, í gærkvöldi með því að gera markalaust jafntefli við
Fiorentina í síðari úrslitaviðureign liðanna. Juventus vann þann
fyrri, 3:1. Bæði eru liðin ítölsk sem kunnugt er.
etta var heimaleikur Fiorentina
en leikið var í borginni Avellino
á suður Ítalíu, vegna þess að félag-
ið hafði verið dæmt heimaleikja-
bann í kjölfar óspekta áhangenda
liðsins er þeir fylgdust með viður-
eign þess við Mónakó fyrr í vetur.
„Þetta var stórkostlegt, dásam-
legt. Leikmenn mínir verðskulduðu
sigurinn; börðust þrátt fyrir að vera
einum færri lengi. Það er ekki
hægt að gera betur,“ sagði Dino
Zoff, þjálfari Juventus, eftir sigur-
inn. Hann hefur nú stjórnað liðinu
í tvö keppnistímabil og hreppti tvo
bikara í vetur. Hann verður þó ekki
áfram með liðið; samningur hans
er útrunninn og tvö ár eru síðan
forráðamenn félagsins sömdu við
Luigi Maisrebi, þjálfara Bologna,
um að taka við stjórninni næsta
vetur.
„Það verður sárt að yfirgefa fél-
agið nú, en árangurinn er nokkur
sárabót," sagði Zoff.
Leikurinn var mjög harður. Fimm
leikmenn voru bókaðir og einum
þeirra, Pasquale Bruno hjá Juvent-
us, var vikið af velli á 58. mín. En
félagar hans létu ekki bugast og
héldu út. Gríðarleg barátta ein-
kenndi leikinn, eins og við var búist.
Bæði lið fengu ákjósanleg færi á
að skora strax í byijun leiks. Síðan
dofnaði yfir leiknum, mestan hluta
fyrri hálfleiks var lítið um færi, en
eftir að Bruno hafði verið rekinn
út af höfðu leikmenn Fiorentina
tögl og hagldir. En þeir mættu of-
jarli sínum þar sem var Stefano
Tacconi, markvörður Juventus og
varamarkvörður ítalska landsliðs-
ins. Hann sýndi afburðamarkvörslu
eins og svo oft áður í vetur. Bras-
ilíumaðurinn Dunga, Alberto Di
Chiara og Roberto Baggio (sem
leikur hugsanlega með Juventus
næsta vetur) fengu allir góð færi á
að skora en Tacconi bjargaði af
snilld í öll skiptin. Næst komst Fior-
entina því að skora fjórum mín.
fyrir leikslok er tékkneski landsliðs-
maðurinn Lubos Kubik skaut í
stöng.
Tvívegis heimtuðu leikmenn Fi-
orentina víti í leiknum en vestur
þýskur dómari var í hvorugt skiptið
á sama máli.
Juventus vann þarna aðra keppni
sína í vetur; áður höfðu leikmenn
liðsins fagnað sigri í ítölsku bikar-
keppninni, en félagið hafði ekki
unnið mót í fimm ár. Juventus vann
UEFA bikarinn 1977 en siðast Evr-
ópukeppni meistaraliða 1985 með
1:0 sigri á Liverpool.
KNATTSPYRNA
Platini á æfíngu í Laugardalnum
fyrir leik Juventus og Vals 1986.
Platini
„njósnar“ í
Laugardal
Einn frægasti knattspyrnumað-
ur Evrópu, Michel Platinir "*
landsliðsþjálfari Frakka, verður
meðal áhorfenda á leik íslands og
Albaníu í undankeppni Evrópumóts
landsliða á Laugardalsvelli 30. maí.
Platini kemur til að „njósna" um
liðiii þar sem Frakkar eru í sama
riðli í undankeppninni.
Platini hefur einu sinni áður kom-
ið til íslands. Það var er italska lið-
ið Juventus lék við Val á Laugar-
dalsvelli í Evrópukeppninni 1986.
Hann skoraði þá tvö af fjórum
mörkum Juventus.
*
URSLIT
Knattspyrna
UEFA-keppnin:
Sfðari úrslitaleikur keppninnar:
Juventus—Fiorentína.................0:0
Juventus vann samanlagt, 3:1.
Vináttulandsleikir:
Dublin, írlandi:
írland—Finnland.....................1:1
Kevin Sheedy (85.) — Vesa Tauriainen (76.)
Áhorfendur: 31.556
Tel Aviv, ísræl.
ísrael—Sovétríkin...................3:2
Uri Malmillian (18.), Nir Levin (30.), Tal Ban-
im (67.) — Gennadí Litóvsjenkó (27.), Alexei
Mikhaílísjenkó.
Aberdeen, Skotlandi.
Skotland—Egyplaland.................1:3
Ally McCoist (73.) — Gamal Abdel-Hamid
(15.), Hossam Hasan (28.), Ismail Yusuf (83.)
Álrorfendun 23.000
Úrslitakeppnin i Englandi:
Undáhúrslit um sæti í deild, síðari leikin
Newcastle—Sunderland...............0:2
Sunderland vann samanlagt 2:0.
Swin’don—Blackbum.................2:1
Swindon vann samanlagt 4:2.
KNATTSPYRNA
Kaii á fomar slóðir
Tekur þátt í afmælisleik í Laval í Frakklandi sama dag og
ÍA mætir Fram í 2. umferð íslandsmótsins
Karl Þórðarson, knattspyrnu-
maður af Akranesi, verður
ekki með IA í 2. umferð Islands-
mótsins er liðið mætir Fram í
Reykjavík, fimmtudaginn 24.
þessa mánaðar. Honum hefur ver-
ið boðið til borgarinnar Laval í
Frakklandi til að taka þátt í leik
sem komið hefur verið á vegna
10 ára afmælis útvarpsstöðvar í
borginni.
Karl lék sem kunnugt er með
liði Laval um skeið fyrir nokkrum
árum, og hefur útvarpsstöðin hó-
að saman þeim mönnum sem skip-
uðu liðið á þeim tíma — en þá tók
félagið einmitt þátt í Evrópu-
keppni í fyrsta og eina skipti í
sögu þess. Það var tímabilið
1982-83. „Gamlingjarnir" eiga nú
að mæta liði félagsins eins og það
er skipað í dag, en það er sem
stendur í 2. deild.
„Þetta er boð sem ég gat ekki
hafnað," sagði Karl við Morgun-
blaðið um Frakklandsferðina,
þrátt fyrir að leikinn bæri upp á
sama dag og viðureign ÍA og
Fram. Karl og eiginkona hans
halda til Frakklands eftirjeik ÍA
við Val í fyrstu umferð íslands-
mótsins á sunnudag og dvelja ytra
í nokkra daga, í boði útvarps-
stöðvarinnar.
Karl Þórðarson.
A-ÞYSKALAND
Heike Drechsler:
Bannað að
eignast barn
Heike Drechsler, ein besta
fijálsíþróttakona Austur-
Þýskalands, segir í viðtali við vest-
ur-þýska tímaritið Sports að aust-
ur-þýsk íþróttayfirvöld hafi bannað
henni að eignast barn fyrr en að
loknum keppnisferli. '*
Fyrir fjórum árum sagði Drechsl-
er í blaðaviðtali að hana langaði til
að eignast barn. Hún hafði þá ný-
lega unnið tvenn gullverðlaun á
Evrópumótinu og fékk skýr fyrir-
mæli um að haida áfram keppni.
Hún fékk loks leyfi eftir leikana
í Seoul og eignaðist son. Hún seg-
ist nú vera tilbúin til að hefja keppni
að nýju og stefni á Evrópumótið
sem fram fer í Júgóslavíu í ágúst.
VINATTULANDSLEIKIR
Skotum skejlt á heimavelli
Sovétmenn töpuðu í Israel og írar náðu jöfnu heima gegn Flnnum
ÞRENN mjög óvænt úrslit urðu í gær í upphitunarleikjum fyrir
heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu. Skotar fengu skell á
heimavelli gegn Egyptum, 1:3, og Sovétmenn töpuðu í ísrael,
2:3. Þá náðu írar aðeins jafntefli gegn Finnum í Dublin.
3. deild:
Notts County—Bolton................2:0
Notts County vann samanlagt 3:1.
Tranniere—Bury................... 2:0
Tranmere vann samanlagt 2:0.
4. deild:
Stockport—Chesterfield.............0:2
Chesterfieild vann samanlagt 6:0.
Maidstone—Cambridge................0:2
(Eftir framlengingu) Cambridge vann saman-
lagt 3:1.
BSigurliðin leika til úrslita um sæti í næstu
deild á Wembley 26.-28. maí.
Golf
Hið árlega vormót Gollklúbbs Hellu fór fram
13. mai sl. Leiknar voru 18 holur með og án
forgjafar. Þáttakendur voru 164.
Án forgjafan högg
1. Jón Haukur Guðlaugsson, NK............70
2. Gunnar Halldórsson, GK................75
3. Óskai' Pálsson, GHR...................75
Með forgjöf:
1. Snæbjöm Guðmundsson, GK...............65
2. Torfí Jónsson, GHR....................65
3. Jón Haukur Guðlaugsson, NK............67
Íshokkí
NHL-deildin, úrslit:
Edmonton Oilcrs—Boston Bruins.......3:2
(Eftir þijár framlengingar).
Edmonton er yfír, 1:0 en leikið er þartil annað
“liðið'héfúr sigfad Qð'rum' sinnúm.' ...
Egyptar sem taka þátt í loka-
keppni HM í fyrsta sinn í 50
ár, unnu mikilvægan sigur á Skot-
um í Aberdeen. Egyptar eru í riðli
með Englendingum, Hollendingum
og írum og hafa hingað til ekki
verið taldir líklegir til stórræða. En
ef marka má leikinn í gær eru þeir
sýnd veiði en ekki gefin.
Abdel Hamid og Hossam Hasan
náðu tveggja marka forystu eftir
aðeins 28 mínútur. Ally McCoist
minnkaði muninn en Ismail Yusuf
gerði þriðja markið við takmarkaða
hrifningu skosku áhorfendanna.
Þeir höfðu bókað sigur, enda Egypt-
ar þekktari fyrir pírárnítá en kriátt-
spyrnu. Skotar, sem leika í riði með
Brasilíu, Svíþjóð og Kosta Ríka
verða hinsvegar að gera eitthvað
róttækt ætli ekki að stoppa stutt á
Ítalíu.
Avextir í Israel
Valerí Lobanovskí, þjálfari Sov-
étmanna, var afar óhress með sína
menn eftir tap fyrir Israelsmönnum,
2:3. Hann sagði að slæleg vörn
hefði kostað þá tap og hann ætti
ærið starf fyrir höndum ef hann
ætlaði að koma liðinu úr riðli sínum
í HM.
Leikurinn, sem var sá fyrsti milli
þjóðanna í 34 ár, tafðist um 12
míMtuý' vegna skyndilegrar
ávaxtaveislu á miðjum vellinum.
Ahorfendur, sero voru að mótmæla
því að þrír lykilmenn, þar á meðal
Ronnie Rosenthal frá Liverpool,
væru ekki með, hentu gömlum
ávöxtum inná völlinn og létu ófrið-
lega. Þeir róuðust þó er líða tók á
leikinn enda frammistaða heima-
manna með allra besta móti.
Tal Banim gerði sigurmarkið um
miðjan síðari hálfleik en þetta var
fyrstu landsleikur hans. Áður höfðu
Uri Malmillian og Nir Levin skoraði
fyrir heimamenn en Gennadí
Litóvtsjenkó og Alexeij Míkhaílítsj-
enkó rétt hlut Sovétmanna jafnóð-
um.
Þetta var síðasti leikur Sovét-
manna fyrir HM en þar eru þeir í
riðli með Argentínu, Rúmeníu og
Kamerún.
Jafnt í kveðjuleiknum
írar sluppu með jafntefli, 1:1,
gegn Finnum í gær en lengi vel
leit út fyrir að Irar myndu tapa
fyrsta leik sínum á heimavelli f fjög-
ur ár. Varamaðurinn Vesa Tauria-
inen kom Finnum yfir á 74. mínútu
með þrumuskoti af 25 metra færi
en Kevin Sheedy jafnaði ellefu
mínútum síðar, eftir að Jöhn^^,
Aldridge hafði átt skot í þverslá.
Þetta var síðasti leikur Liam Brad-
ys en hann fór af leikvelli eftir 26
mínútur. Engu að síður var hann
nálægt því að leggja upp mark en
markvörður Finna varði glæsilega
skalla frá David O’Leary, eftir send-
ingu frá Brady. Ágóðinn af leiknum
rann í vasa Bradys og þeir þurf?^.
að vera stórir því hann fékk í sinn
hlut úm 30 milljónír. ísL kr. i