Morgunblaðið - 17.05.1990, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAI 1990
50
mmktm
Jiann. mcclcJiL þessex. c tjaJcL-
ferhaUxgínu OhUcar. *
þitt val.
TM Reg. ll.S. Pat Off.—all rights reserved
© 1990 Los Angeles Times Syndicate
Ég sagði aðeins við hann:
Mundu að þurrka af fótun-
um ...
HÖGNI IIREKKVISI
. HÖGNIJ . ..FAR.ÐU l' BORTUÍ - .
Nýr vettvangur;
Flas er sjaldan til fagnaðar
Til Velvakanda.
Nýr vettvangur virðist af ummæl-
um ekkert nýtt hafa að bjóða borg
og þjóðinni nema að fella sterkastæ
og stærsta stjórnmálaflokk landsins,
Sjálfstæðisflokkinn, sem ég dreg nú
í mikinn efa að þeim takist, alltjent
ekki í borgarstjórn Reykjavíkur. Það
hefur komið fram hjá Ólafi Ragnari
Grímssyni að borgarstjórinn sé á
borð við ógnarsamtök Ceausescus í
Rúmeníu. Hvaða heilvita maður á
íslandi ætti að leggja eyrun við
slíkum málflutningi? Ef þetta er und-
irstaðan í þessum samtökum sem
eiga að sögn að vera blanda úr öilum
flokkum, ráðast að stærsta fijáls-
hyggjuafli landsmanna, þá líst mér
ekki á blikuna. Þetta stjórnmálaafl
þarf að koma með eitthvað bitastætt
um hveiju þeir hyggjast koma í fram-
kvæmd, ef þeim tækist að komast í
meirihluta í borgarstjórn og hvemig
þeir ætla að bæta úr. Ekki aðeins
hér í borginni, heldur og einnig á
landsbyggðinni. Því það er staðreynd
að ef höfuðborginni hnignaði um
stóran mun myndi fyrirtækjum og
fólki um allt land vegna vera að sama
skapi. Eftir höfðinu dansa limirnir.
Ætlar Nýr vettvangur aðeins að só-
lunda þeim þrem til fjórum miljörðum
sem borgin á í sjóði og svo standa
nakinn og úrræðalaus á eftir. Ég
FLEKKOTT HJORÐ
Til Velvakanda.
Stöð 2 sýndi umræðuþátt 26. apríl
si. með oddvitum allra framboðs-
flokka til borgarstjórnarkosninganna
í Reykjavík, en þá var réttur mánuð-
ur þar til þær fara fram, þ.e. 26.
maí. Þarna voru mættir 7 ieiðtogar
7 flokka, sumir þeirra ekki stórir,
mælast varia í skoðanakönnunum.
Sex af þessum flokkum telja sig vera
á vinstri væng stjórnmálanna, gegn
risanum stóra, Sjálfstæðisfjokknum,
sem Davíð Oddsson borgarstjóri leið-
ir. Þessir flokkar virðast eiga það
eitt sameiginlegt að fella meirihluta
Sjálfstæðisflokksins í borginni, sem
nú hefur 9 borgarfulltrúa af 15.
Rökin, sem þeir færðu fyrir því, voru
aðallega þau, að borgarstjórinn,
Davíð Oddsson, væri orðinn einvald-
ur og ráðríkur og misbeitti valdi sínu
gegn almenningsheill og borgin væri
orðin ómanneskjuleg. Borgarstjór-
inn, Davíð Oddsson, hugsaði ekki um
að byggja barnaheimili eða félags-
heimili fyrir aldraða, en í þess stað
glæsibyggingar eins og Ráðhús og
veitingahús á hitaveitugeymunum,
svo eitthvað sé Refnt. Borgarstjóri
hrakti þetta allt og benti á með
tölum, að félagsleg málefni fengju
vel sinn hlut, enda mun aldrei hafa
verið jafn vel að þessum málum stað-
ið í borginni.
Það sem mér fannst einkenna
málflutning þessara minnihluta-
flokka, sem annars er æði flekkótt
hjörð, er eins og Davíð Oddsson borg-
arstjóri hafi komist í þessa stöðu
með valdaráni og berji á fólkinu að
eigin geðþótta. Veit ekki þessi mann-
skapur, að í Reykjavík, eins og ann-
ars staðar á landinu, fara fram fijáls-
ar og leynilegar kosningar. Nei, það
er fólkið sjálft, sem hefur valið Davíð
Oddsson í þetta embætti, og það
ekki bara einu sinni heldur tvisvar,
þ.e. til sl. átta ára. Og allar líkur
benda til þess, samkvæmt skoðana-
könnunum, að svo verði enn í þessum
kosningum. Davíð Oddsson er maður
athafna, fjölhæfur og framsýnn, sem
ekki lætur úrtölumenn stöðva upp-
byggingu borgarinnar til viðhalds og
framdráttar mannlegum verðmæt-
um.
Ekki get ég skilið svo við þessar
línur, að ég þakki ekki Davíð Odds-
syni borgarstjóra fyrir kaupin á Hót-
el Borg og einnig þau ummæli hans,
er hann var spurður um það, hvort
hann hefði ekki áhyggjur af að hafa
grafið undan Alþingi, sem vildi kaupa
hótelið undir skrifstofur sínar. Davíð
svaraði um hæl: „Alþingi þarf ekki
meira húsnæði, það á að fækka þing-
mönnunum." Þessi ummæli vilja
ábyggilega margir taka undir, því
að fátt mundi spara þjóðarbúinu
meira.
Guðlaugur Guðmundsson
spyr hvar ætlar þá Nýr vettvangur
að fá ljármagn? Það er enginn fjár-
málamarkaður rekinn hér á landi í
dag sem Nýr vettvangur getur sótt
íjármagn í til að framkvæma óráðs-
hugsjónir um stórbættan hag allra.
Ætli niðurstaðan yrði ekki sú að
það yrði sótt í vasa þeirra fátækustu
með enn auknum sköttum, sem ég
sé ekki betur en séu botnausnir nú
þegar. Eða með gífurlegum erlendum
lánum ef þau þá fengjust. Sem ég
stórefa elns og skuldasúpa landsins
er í dag. Og hveijir ættu að standa
reikningsskil á þeim lánum? Það yrðu
börnin okkar um ókomna framtíð.
Það væri fróðlegt að heyra hvernig
öðruvísi þeir ætluðu að koma öllu
því í framkvæmd sem þeir segja að
ekki sé framkvæmt og sé Sjálfstæð-
isflokknum áð kenna. Hvaða orku-
eða peningakú ætla þeir að stofn-
setja til að mjólka fé úr, mér er
spurn? Ég held að fólk ætti að flýta
sér hægt og hugsa um hver afdrif
kynnu að bíða höfuðborgar okkar ef
borgarstjórinn okkar, Davíð Odds-
son, yrði settur af við næstu borgar-
stjómarkosningar. Ég óttast mjög
að þá færi brátt að síga á ógæfuhlið-
ina hjá borginni ef nýtt og sundur-
laust afl ætti að taka við stjórninni.
Hver treystir sér til að ganga til liðs
við slík samtök? Við höfum hálf
ömurlegt sýnishorn af því úr núver-
andi ríkisstjóm. Hver höndin upp á
móti annarri á þeim stutta tíma sem
þeir hafa unnið saman. Ekki aðeins
milli flokka heldur líka sem alvar-
legra er, styijöld milli samflokksráð-
herra. Hvemig líst ykkur á slíkt?
Langar Reykvíkinga í slíka uppá-
komu í borgarstjórn höfuðborgarinn-
ar eftir yfirtöku flokksbrota síns úr
hverri áttinni. Flas er sjaldan tii
fagnaðar. Og ekki við miklum afrek-
um að búast af Nýjum vettvangi, ef
það er helsta og mesta afreksstefna
þessara samtaka að fella Sjálfstæðis-
flokkinn; þá er ekki að búast við að
kraftar þessara samtaka endist til
annarra afreka í borgarmálum. Mér
finnst illa komið fyrir íslenskri pólitík
ef svo er komið fyrir henni að ekki
sé hægt að reka hana undir nafni
sérhvers flokks, heldur hrært saman
í örvæntingu undir einn hatt. Ég
segi bara fyrir mig ég vil ekki vera
viðriðinn slíka útför.
Þórarinn Björnsson
__FRÁ ERNINUM."
Víkverji skrifar
Það er gott að vera bjartsýnn
- og telja sér jalla vegi færa,
en stundum reka menn sig illilega
á það, að bjartsýnin er síst það sem
við á. Það henti einn kunningja
Víkverja fyrir skömmu, þegar hann
þurfti að leita eftir þjónustu Kerfis-
ins. Rifjaðist þá upp fyrir honum
lögmál, kennt við Murphy nokkurn,
alræmdan hrakfallaspámann: Allt
sem getur farið úrskeiðis fer úr-
skeiðis. Það skyldi nefnilega enginn
ætla, að það sé eitthvað einfalt mál
að fá þjónustu Kerfisins.
Svo háttaði til, að kunninginn
hafði selt íbúð sína og þurfti að
losa af henni veð og flytja það yfir
á nýja íbúð, sem hann hafði keypt.
Þetta hélt hann að væri einföld
aðgerð, enda altítt að þurfi að gera
við íbúðaskipti. En það var nú öðru
nær. Fyrst var ieitað upplýsinga í
viðkomandi lánastofnun (sem er
opinber stofnun). Þangað þurfti að
koma með veðbókarvottorð, bruna-
bótámatsvottorð, fasteignamats-
vottorð og fylla út umsókn um
flutning veðsins. Því þurfti kunn-
inginn að fara á skrifstofu borgar-
fógeta (því að þetta var í Reykjavík)
og á skrifstofu borgarverkfræðings.
Veðbókarvottorð fékkst næsta dag,
hin vottorðin á meðan beðið var.
Með skjölin þurfti að fara í lána-
stöfnunina, loksins þegar
tekist hafði að ná þeim saman. Þar
þurfti þijá daga til að skoða þau,
áður en kunningi vor mátti sækja
þau aftur og fara með þau til þing-
lýsingar, sem tekur ekki minna en
fjóra virka daga. Eftir það þarf
hann að koma enn á ný í lánastofn-
unina og fá þar yfirlýsingu um að
veðinu sé aflýst af gömlu íbúðinni
og fara enn til borgarfógeta til að
aflýsa. Ekki vissi hann hve langan
tíma fógetinn tekur sér í það verk-
efni.
Þessu öllu til viðbótar, hafði
starfsmaður fógeta fyllt ranglega
út veðbókarvottorðið, þannig að
verkefnið tafðist um sólarhring af
þeim sökum og fara þurfti eina
aukaferð til fógetans til að fá leið-
réttingu. Víkveija telst svo til, að
til að fá slíkan flutning á veði, þurfi
að fara þijár ferðir til fógeta (fyrir
utan aukaferðina), eina ferð til
borgarverkfræðings, og þijár til
fjórar ferðir í lánastofnunina, og í
allt fara um tvær vikur í þetta
ferli, ef þokkalega gengur. Þetta
kostar tíma og peninga, er bæði
þjóðfélaginu og einstaklingnum
dýrt kerfi.
XXX
Yíkveiji er orðinn svo trúaður á
tæknina, eftir allar framfar-
afréttir síðustu ára, að hann neitar
staðfastlega að trúa því, að svo flók-
ið kerfi og tímafrekt þurfi til að
framkvæma svo einfalda aðgerð í
eðli sínu, sem veðflutningur er.
Hvers vegna í ósköpunum er ekki
búið að laga þetta kerfi að þörfum
alls almennings (og atvinnulífsins)
með tilfækri tölvutækni, þannig að
það dugi að undirrita rétta pappíra
á einum til tveimur stöðum? Hvers
vegna í ósköpunum þarf allan þenn-
an tíma og allar þessar sendiferðir
út um allan bæ? Kunninginn, sem
í þessu stóð, vildi í lok sögu sinnar
taka það fram, að starfsfólk við-
komandi stofnana sýndi honum án
.undantekninga hina mestu kurteisi
og þolinmæði, sem hann var þó
farinn að missa sjálfur.