Morgunblaðið - 17.05.1990, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAI 1990
45
<
Klara M. Arnars-
dóttir - Minnlng,
Fædd 12. júní 1946
Dáin 10. maí 1990
Mig langar að minnast í fáum
orðum mágkonu minnar, Klöru
Margrétar Arnarsdóttur.
Ég man eins og gerst hafi í
gær, þegar Auðunn kom með Klöru
heim í fyrsta sinn og kynnti fyrir
okkur. Tókst fljótt með okkur góð
vinátta, sem rofnaði aldrei, þrátt
fyrir færri samverustundir hin
síðari ár.
Auðunn og Klara stofnuðu sitt
fyrsta heimili í Ljósheimum 14, árið
1966, og var stutt fyrir mig að
„skreppa yfir“, sem ég gerði mjög
oft, og var þá margt spjallað yfir
kaffibolla, átti ég margar góðar
stundir á heimili þeirra hjóna. Það
kom að því að ég stofnaði héimili,
og flutti „austur fyrir fjall“. Eins
og gengur, urðu samverustundirnar
ekki eins tíðar, þegar fram liðu
stundir, en þó var vináttunni haldið
við í gegnum síma og í gegnum
börnin okkar sem eiga mikla sam-
leið, aldurs- og vináttulega séð, en
mér hefur alltaf fundist ég eiga
„pínulítið" í þeirra börnum.
Ég þakka kærri mágkonu allar
góðu samverustundirnar, sem við
áttum saman.
Elsku Auðunn, Hjördís, Siggi,
Arnar, Eva Hrönn, tengdabörn og
barnabörn, ykkar missir er mikill,
Guð gefi ykkur styrk, og munið að
við eigum margar góðar minningar,
á meðan minningin lifir, er Klara á
meðal okkar.
Ég og fjölskylda mín vottum
ykkur okkar dýpstu samúð.
Erla
Mig langar að minnast vinkonu
minnar, Klöru Margrétar Arnars-
dóttur, sem lést 10. þ.m. og verður
jarðsungin í dag. Við Klara vorum
æskuvinkonur á ísafirði og lékum
okkur saman flesta daga. Klara
ólst upp í stórum systkinahópi á
ísafirði og oftast hafði hún eitt eða
tvö yngri systkini sín með sér þeg-
ar við vorum að leik og það þótti
alveg sjálfsagt þá, því ekki var svo
mikið um gæslu yngri barna eins
og nú er.
Við fylgdumst líka að á ungl-
ingsárum, þangað til Klara flutti
til Reykjavíkur með foreldrum
sínum, þeim Evu Júlíusdóttur og
Arnari Jónssyni, sem bæði eru látin.
Mikið fannst mér tómlegt á
ísafirði eftir að hún flutti, það var
bókstaflega ekkert hægt að gera,
því hún var alltaf til í allt sem okk-
ur datt í hug að framkvæma, en
þetta var samt allt ósköp saklaust
af okkar hálfu.
Samband okkar rofnaði skömmu
eftir að hún flutti suður, eins og
oft vill verða. Fljótlega eftir að hún
flutti til Reykjavíkur kynntist hún
Guðmundi Kristjánssyni og átti með
honum eina dóttur, Hjördísi. Þau
hófu sambúð en slitu samvistum
eftir nokkurn tíma. Þá kynntist hún
eftirlifandi eiginmanni sínum, Haf-
steini A. Hafsteinssyni, þau giftu
sig 17. des. 1966 og eignuðust sam-
an þrjú börn, þau eru Sigurður,
Arnar og Eva.
Þegar ég flutti svo sjálf til
Reykjavíkur og giftist þar þá lágu
leiðir okkar saman aftur. Menn
okkar voru báðir farmenn og því
mikið að heiman vegna starfa sinna
á sjónum og við því oft einai' þegar
þeir voru í burtu. Við vorum mikið
saman, fyrst þegar börnin voru lítil
og síðan alltaf eftir það. Klara var
mikil ákafamanneskja og ósérhlífin
til allra verka. Hún afkastaði miklu
meðan hún hafði góða heilsu. Það
var eiginlega ekkert sem hún gat
ekki ef hún vildi framkvæma það.
Við vorum saman í saumaklúbb
og þar lífgaði hún svo sannarlega
upp á því hún sagði skemmtilega
frá og gerði þá oft grín að sjálfri
sér frekár en öðrum. Aldrei heyrði
éghana tala illa um nokkurn mann.
Hun gekkst undir stóra aðgerð á
höfði fyrir um 12 árum og var þá
mjög hætt komin. Ég man að ég
fékk að koma til hennar daginn
áður en hún fór í uppskurðinn og
þá sagðist hún ekki mega vera að
þessu, því Hafsteinn Auðunn væri
að koma heim. Þetta var mjög líkt
henni, hún var aldrei að vorkenna
sjálfri sér. Hún náði furðu góðri
heilsu en var samt aldrei alveg söm
eftir það. Klara var afskaplega hlý
við vini sína en hún var skapmikil
ef því var að skipta. Ég man samt
aldrei eftir því að við höfum rifist.
Ef við vorum ekki sammála þá var
því slegið upp í grín og hlegið.
Þegar mikið stóð til hjá vinum
og vandamönnum var hún alltaf
boðin og búin að aðstoða við veislu-
matinn, enda var hún mikil lista-
manneskja á því sviði.
Við vinkonurnar úr sauma-
klúbbnum þökkum Klöru allar okk-
ar stundir saman og við biðjum
góðan guð að styrkja eiginmann
liennar, börnin og fjölskyldur
þeirra, svo og öll systkini hennar.
Hilda
Þessi orð eru sett á blað til að
minnast vinnufélaga okkar Klöru
Margi'étar Arnarsdóttur. Hún kom
til starfa í mötuneyti Rannsókna-
stofnunar fiskiðnaðarins fyrir tæp-
um tveimur árum en frá síðustu
áramótum var hún einnig starfs-
maður Hafrannsóknastofnunar er
mötuneyti stofnananna voru sam-
einuð.
t
Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,
SiGRÍÐUR ÞÓRHILDUR TÓMASDÓTTIR,
áður til heimilis í Hlíðartúni 3,
Mosfellsbæ,
verður jarðsungin frá Lágafellskirkju föstudaginn 18. maí kl. 10.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á Blindra-
félagið.
Sigurður Þórir Guðmundsson, Þóra Svanþórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Guði hefur þóknast að kalla til sín hjartkæra móður okkar, systur
og ömmu,
JUSTIIME ELIZABETH JOLSOIM,
Fairfield, Conn.,
Bandaríkjunum,
f. 26. mars 1902.
Hún andaðist á Landakotsspítala að kvöldi hins 4. þessa mánað-
ar. Jarðarförin fer fram frá Kristskirkju föstudaginn 18. maí kl.
15.00.
Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en í stað þeirra verður tekið ó
móti minningargjöfum handa Justine og Alfred Jolson Endow-
ment Scholarly Fund, Fairfield Prep School.
Alfreð biskup Jolson, John, Catherine,
Mary Kelly, Alfred, Patrick,
Alice Houlihan Carroll og Robert Kelly,
Hávallagötu 14, Reykjavík.
Það er sárt að sjá á eftir góðum
vinnufélaga falla í valinn óvænt og
ótímabært, en Klara var aðeins 43
ára þegar kallið kom.
Við vissum að Klara hafði ekki
gengið heil til skógar um nokkurt
skeið þó við höfum eflaust ekki
gert okkur grein fyrir því hve alvar-
leg veikindi hennar voru. Hún vildi
sem minnst úr þeim gera og ekki
látá þau bitna á starfinu.
Fljótléga eftir að Klara réðst til
starfa hjá okkur kom í ljós að hún
kunni vel til verka og var starfi
sínu vaxin, sinnti því af ljúf-
mennsku og dugnaði.
Síðar fengum við að kynnast því
að henni var fleira til lista lagt er
hún á góðu'm stundum tók upp
gítarinn og hreif fólk með spili og
söng.
Við svo sviplegt fráfall setui'
mann hljóðan, því í erli dagsins
hættir mönnum til að taka flesta
'hluti sem sjálfsagða — einnig sam-
ferðamennina.
Við þökkum Klöru samfylgdina
og sendum eftirlifandi eiginmanni
hennar, börnum og öðrum ættingj-
um okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Samstarfsmenn á Rannsókna-
stofnun fiskiðnaðarins og Haf-
rannsóknastofiiun.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði’
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Með þessum orðum sálmaskálds-
ins langar okkur að minnast Klöru
og þakka henni fyrir allar þær góðu
stundir, sem við áttum saman.
Elsku Auðunn, Hjördís, Siggi,
Arnar, Eva Hrönn, tengdabörn og
barnabörn. Megi góður Guð veita
ykkur styrk í sorgum ykkar og öll-
um þeim sem um sárt eiga að binda.
Blessuð sé minning Klöru Mar-
grétar Arnarsdóttur.
Hörður og Guðrún og börn
t JÓN EYVINDSSON BERGMANN símamaður frá Keflavík, verður jarðsettur frá Bústaðakirkju föstudaginn 18. maí kl. 13.30. Fyrir hönd systra hans og annarra vandamanna, Sína D. Wiium.
t Eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, TORFI MAGNÚSSON, Rauðagerði 66, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 18. maí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á heimahlynningu Krabba- meinsfélagsins. Erna Kolbeins, Ragnheiður Magnúsdóttir, Halldór Torfason, Védis Stefánsdóttir, Ragnheiður Torfadóttir, Gunnar Ingi Hjartarson, Lára Torfadóttir, Hafsteinn Pálsson, Ásthildur Gyða Torfadóttir, Kristberg Tómasson, Erna Torfadóttir, Geir Sæmundsson, Ástvaldur Magnússon, Guðbjörg Helga Þórðardóttir og barnabörn.
t Faðir okkar og stjúpfaðir, HARALDUR KRISTINSSON húsasmiður og fyrrum bóndi á Haukabergi í Dýrafirði, lést 13. maí á Droplaugarstöðum. Fjóla Haraldsdóttir, Þráinn Haraidsson, Ágústa Þórey Haraldsdóttir, Kristinn Haraldsson, Björgvin Sigurgeir Haraldsson, Valgerður Sörensen, Paul Johnson.
t Innilegt þakklæti færi ég öllum þeim, sem sýndu mér samúð og vinarhug við andlát og útför ömmu minnar, ÞÓRLAUGAR HANSDÓTTUR, Hverfisgötu 43. Sérstaklega færi ég þakkir læknum og hjúkrunarfólki í Hátúni 10b fyrir alla þá umönnun og kærleika, sem þið hafið veitt ömmu minni á liðnum árum. Helgi B. Kárason.
t Innilegar þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför sonar okk- ar og bróður, unnusta og barnabarns, MAGNÚSARARNARS GARÐARSSONAR, Tunguvegi 3, Selfossi. GarðarGarðarsson, VaiborgÁ Ingibjörg Garðarsdóttir, Guðrún Á Garðar Garðarsson, Eydís Hel Kristrún Agnarsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Guðbjörg rnadóttir, sta Garðarsdóttir, ga Garðarsdóttir, E. Guðmundsdóttir.
HÚSGÖGN FRÁ ÚTSKÁLUM
Ensk boróstofuhúsgögn frá
Balmoral úr maghony og ýr
Borð + 6 stólar frá
kr. 112.670,- stgr.
Glerskápar frá
kr. 122.075,- stgr.
Hornskápur
kr. 74.860,- stgr.
Skrifborð
kr. 69.025,- stgr.
aÁnoia/
Rauðarárstíg 14, Reykjavík, sími 622322
Cl.*. Vatnsnesvegi 14, Keflavík, sími 92-11755.
c
V