Morgunblaðið - 17.05.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.05.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAI 1990 21 Athugasemd við grein Arna Johnsen, Rætt við sjómenn í Eyja- firði, frá 8. maí síðastliðnum milljarð króna og því má ætla að heildardæmið með tilliti til lands- ins alls verði ekki undir sjö mill- jörðum króna. Menntamálaráð- herra hefur engar tillögur fram að færa um það hvernig við eigum að borga þetta heldur sendir sveit- arfélögunum víxilinn óundirritað- ari og án ábyrgðarmanna. En það er fleira sem þarf að gaumgæfa en beinn byggingarkostnaður áður en ráðist er í það að einsetja alla grunnskóla landsins. Hvað með nýtingu skólahúsanna og aukinn rekstrarkostnað og hvaða áhrif hefur einsetning skólanna á störf kennara? Þessum spurningum þarf líka að svara áður en til laga- setningar eða framkvæmda kem- ur. Lokaorð Brýnustu verkefnin á sviði skólamála nú eru lenging skólatíma yngstu nemenda, sam- felldur skóladagur allra nemenda og undirbúningur einsetins skóla. Eitt af kosningaloforðum Sjálf- stæðisflokksins fyrir borgarstjórn- arkosningarnar 1986 var „að stefnt skyldi að samfelldum skóla- degi í sem flestum skólum borgar- innar. “ Þetta loforð hefur verið efnt. Skólaárið 1984/85 bjuggu einungis 36,8% grunnskólanem- enda borgarinnar við samfelldan skóladag, skólaárið 1986/þ7 var hlutfall samfellds skóladags orðið 69,5% og er nú 80,3% og enginn nemandi þarf lengur að fara fleiri en 2 aukaferðir í viku í skóiann (16,5% nemenda 1 aukaferð á viku og 3,7% 2 aukaferðir) — en aukaf- erðirnar voru áður allt að 4 á viku. Markmiðið um samfelldan skóladag allra grunnskólanem- enda borgarinnar er því ekki langt undan en auk þess verður nú þeg- ar að knýja á ríkisvaldið til að auka stórlega kennslutíma yngstu nemendanna og hefja raunhæfar kannanir á því hvernig og hvenær einsetinn skóli getur orðið raun- veruleiki í íslensku þjóðfélagi. Höfundur er skólastjóri í Reykjavík, formaöur Skólamálaráðs og Fræðsluráðs Reykjavíkur. Hann skipar 21. sætiðá framboðslista sjálfstæðismanna við kosningar 26. maínk. Þar sem mikils misskilnings gæt- ir í grein Arna Johnsen í Morgun- blaðinu 8. þessa mánaðar undir fyrirsögninni „Það er örugglega alltof miklu hent af fiski“ og haft eftir mér að skipveijar á Björgvin EA hafi viðurkennt að hafa hent helling af smáýsu fyrir borð skal eftirfarandi tekið fram: Við Árni vorum að ræða um hvað misjafnt væri að menn segðu frá hvort fiski væri hent eða ekki. Sagði ég honum þá frá gömlu atviki sem ég mundi eftir. „Fyrir ca. 12-15 árum þegar ég var annaðhvort á Björgvin gamla sem var á undan þeim sem er í dag eða Björgúlfi sem nú er, vorum við á veiðum vestur í Djúpál ásamt fleiri skipum og vorum að fá ýsu sem var það blönduð að tölu- vert af henni fór í sjóinn hjá okkur aftur. Eitthvað var verið að ræða um þetta í talstöðina og heyrði ég þá t.d. Hörð á Guðbjarti segja að ekkert færi út hjá sér enda væri ___________Brids______________ Arnór Ragnarsson Bridsfélag Breiðfirðinga Hraðsveitakeppni félagsins lauk fimmtudaginn 10. maí með öruggum sigri sveitar Óskars Þráinssonar, sem fékk 30 stigum meira en næsta sveit. Alls tóku þátt 13 sveitir í þessari keppni. Lokastaða efstu sveita varð þannig: Óskar Þráinsson 1444 Lárus Hermansson 1414 Þórir Sigursteinsson 1403 Gróa Guðnadóttir 1327 Dröfn Guðmundsdóttir 1306 HansNielsen 1305 Helgi Hermannsson 1301 Aðrar sveitir voru undir meðalskori, sem var 1296. Síðasta keppni vetrarins er eins kvölds Mitchell-tvímenningur. Spilað verður til um kl. 22.00, en síðan verða veitt verðlaun fyrir keppnir vetr- arins. Þeir sem hafa unnið til verðlauna á þessu spilaári í keppnum félagsins eru hvattir til að mæta. Ekki er nauð- synlegt að skrá sig fyrirfram í Mitch- ell-tvímenninginn fimmtudaginn 17. maí, skráð verður á staðnum og allir velkomnir. engin aðstaða til að losna við smá- fisk.“ Þetta var mín frásögn, sem varð að þessum orðum hjá blaða- manninum: Á skuttogaranum Björgvin hafa menn viðurkennt að hafa hent helling af ýsu fyrir borð, en svo dæmi séu nefnd fer ekki einn einasti fiskur útbyrðis hjá Herði á Guðbjarti að þeirra eigin sögn. Þetta var það sem misskiln- ingi olli og vildi áhöfn Björgvins eðlilega ekki sætta sig við að þessi frásögn væri þeirra. Vona ég að þetta skýri á fullnægjandi hátt að þessi gamla upprifjun snerti ekki á nokkurn hátt skipveija sem eru á Björgvin EA 311 í dag og að ég sé búinn að gera nægjanlega grein fyrir mínum orðum. Þeir ágætu skipveijar Björgvins ættu því ekki að verða fyrir meiri óþægindum af þessu en orðið er. Gunnþór Sveinbjörnsson, skipstjóri á Sænesi, Dalvík. Bridsfélag HafiiarQarðar Aðalfundur félagsins verður haldinn í Gaflinum v/Reykjanesbraut nk. föstu- dag, 18. maí kl. 19. Dágskrá fundarins verða venjuleg aðalfundarstörf og verðlaunaafhending fyrir keppni vetrarins. Þar sem fundur- inn hefst á kvöldverði er nauðsynlegt að þeir, sem ekki hafa tilkynnt mæt- ingu geri það hið fyrsta hjá Kristjáni í síma 50275. Bridsdeild Húnvetningafélagsins Vetrarstarfinu lauk með keppni milli deildarinnar og Bridsfélags kvenna. Var spilað á 8 borðum og unnu Hún- vetningar með 5 vinningum gegn 3. Barometer-tvímenningnum lauk fyr- ir nokkru. Þar sigruðu Jón Ólafsson og Ólafur Ingvarsson örugglega, hlutu 373 stig yfir meðalskor. Feðgarnir Tryggvi Gíslason og Gísli Tryggvason urðu í öðru sæti með 267 stig og Frið- jón og Snorri Guðmundssynir þriðju með 263 stig. Alls tóku 32 pör þátt í keppninni. Stjórn félagsins þakkar spilurum fyrir veturinn og vonast til að sjá sem flesta á hausti komandi. Hl ÓDÝRASTI KOSTURINN Höfum fengið aukasæti fyrir flug og bíl og getum boöiö vikulegar brottfarir LUXEMBORG.........frákr 30.320,- Miðvikudagar - föstudagar - laugardagar - 2 vikur flokkur A KAUPMANNAHÖFN 31.720,- Föstudagar — 2 vikur flokkur A FRANKFURT........... Laugardagar LONDON.............. Föstudagar PARÍS............... Föstudagar SALZBURG............. Föstudagar ÍTALÍA............. 28. maí - 18. júní og 8. júlí FRÁKR 32.600,- - 2 vikur flokkur A FRÁKR 34.300,- - 2 vikur flokkur A FRÁKR. 34.800,- - 2 vikur flokkur A FRÁKR 39.100,- - 2 vikur flokkur B FRÁ KR. 42.500,- - 3 vikur flokkur A Staðgreiðsluverð pr. gengi 1.4.90. Miðað er við 4 saman í bíl f FERÚASKRIFSTOFAN STÆRSTA 06 6ÍÆSIÍE6ASTA HJOLHYSI Á ÍSLANDI! ÉHr' V-þýsku hobby-hjólhýsin eru sann- kallaðir kostagripir. Það sérðu vel með því að skoða nýja Landhaus hjólhýsið, sem er vægast sagt stór-glæsilegt. Marg- ar stærðir og gerðir væntanlegar af ’90 árgerð. Kynntu þér málið í tíma því að ■■■■■:" þessi hjólhýsi stoppa ,j. k stutt við. jonsson & Co. Sundaborg II Sfmi 91-686644
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.