Morgunblaðið - 17.05.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.05.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1990 Reuter Hörð átök í Suður-Kóreu Um 2.000 námsmenn, sem köstuðu bensínsprengjum og steinum, áttu í átökum við lögreglu í suður-kór- esku borginni Kwangju í gær. Á myndinni sjást lögreglumenn ráðast með kylfum á einn af námsmönnun- um. Hann var fluttur á sjúkrahús og er í lífshættu. Gorbatsjov kjör- inn á flokksþing Gagnrýndur í Prövdu Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov, forseti Sovétrílqanna, heftir tryggt sér sæti á flokksþingi sovéska kommúnistaflokksins, sem fram fer í júlí, en slök útkoma hans í kosningum til þingsins þykir endurspegla dvínandi vinsældir hans í Sovétríkjunum. Valerí Zúbko, fulltrúi kjörstjórn- ar í Moskvuhverfinu Frúnzenskíj þar sem Gorbatsjov bauð sig fram, sagði að forsetinn hefði fengið 61,1% atkvæða en mótframbjóð- andi hans, Valerí Baranov, sem er lítt kunnur verksmiðjustjóri, 36%. „Úrslitin endurspegla raunveru- lega stöðu Gorbatsjovs, ekki bara í flokknum heldur einnig á lands- vísu,“ sagði Zúbko. 2.900 greiddu atkvæði. Slæmur árangur Gorbatsjovs vekur athygli þar sem mikið hafði borið á honum síðustu tvær vikum- ar fyrir kjörið. Sovéska sjónvarpið sýndi hvað eftir annað af honum myndir, m.a. frá verksmiðjuheim- sóknum í Frúnzenskí-hverfinu og gönguferðum þar sem hann gaf sig á tal við vegfarendur. Á flokksþinginu í júlí verður fjallað um breytingar á lögum sov- éska kommúnistaflokksins og upp- stokkun á starfsháttum hans í framhaldi af þeirri ákvörðun flokksins að afsala sér alræðis- valdi. virka þátttöku í starfi hans, sagði að sér sýndust yfirlýsingar Gorb- atsjovs um trú hans á kommúnism- ann stangast á við yfirlýstan um- bótavilja hans. „í einfeldni trúði ég því að þú værir umfram allt frábær stjómandi, snjall hagfræð- ingur og framsýnn stjórnmálamað- ur, en þegar öllu er á botninn hvolft ertu ekkert annað en komm- únisti,“ sagði í bréfí hennar. „Þú hefur blekkt okkur í fímm ár með perestrojku. Þú vaktir fólk til um- hugsunar með því að hrista upp í stjómkerfínu sem Kommúnista- flokkurinn hafði byggt upp og ekki hafði mátt hrófla við. En nú stang- ast orð þín og athafnir á,“ sagði Olga. Umhverfísráðstefiian í Björgvin: Saka ráðherra um að hafa látið í gær birti Pravda, málgagn sovéska kommúnistaflokksins, for- ystugrein til vamar Gorbatsjov. Blaðið sagði að vinsældir forsetans meðal þjóðarinnar hefðu dvínað þar sem henni þætti umbótastefn- an ekki hafa leitt nógu hratt til betri lífskjara. Sagði blaðið að gagnrýni á Gorbatsjov væri oft ómakleg og honum væri ranglega eignað allt sem aflaga færi. Við hlið forystugreinarinnar voru birt tvö lesendabréf sem vom full af gagnrýni á leiðtogann. Sagt var að annað þeirra, frá Olgu ístsj- enkó í Krívoj Rog í Úkraínu, væri dæmigert fyrir urmul bréfa sem borist hefðu upp á síðkastið. Olga, sem sagðist hafa nýverið sagt sig úr flokknum eftir tveggja áratuga Sovétmenn fá áheym- arfiilltrúa hjá GATT Genf. Reuter. VIÐSKIPTA- ogtollabandalagið GATT samþykkti í gær að heim- ila Sovétmönnum að senda áheyrnarfúlltrúa á fúndi banda- lagsins sem haldnir eru mánað- arlega. Strax eftir ákvörðunina tók Evgeníj Makejev, sendiherra Sov- étmanna í Sviss, sæti á fundi fram- kvæmdastjórnar GATT. Háttsettur fulltrúi hjá bandalaginu sagði að ákvörðunin um að leyfa Sovét- mönnum að fylgjast með starfí þess væri fyrst og fremst pólitísk. Með henni gerðust Sovétmenn virkari þátttakendur í alþjóðasam- vinnu. Þátttaka þeirra í starfí GATT yrði þó lítil fyrst um sinn og myndu þeir t.a.m. ekki taka þátt í svonefndri Uruguay samn- ingalotu þar sem reynt er að semja um aukið frelsi í alþjóðaviðskipt- um. Búist er við að henni ljúki í desember. Bandaríkjamenn og Japanar höfðu lagst gegn því að Sovétmenn fengju áheyrnarfull- trúa hjá GATT fyrr en að loknum Uruguay-samningunum en skiptu um skoðun nú í vikurini. undan í deilunni við Bandaríkin RÁÐHERRAR umhverfísmála frá 34 iðnríkjum undirrituðu yfirlýs- ingu varðandi mengunarvarnir við lok umhverfisráðstefnunnar í Björgvin í gær. Umhverfisverndarsinnar sökuðu þá um að hafa látið undan í deilunni við Bandaríkjamenn, sem sættu gagnrýni fyrir að vilja ekki ganga nægilega langt. Samþykkt var á ráðstefn- unni að losun úrgangs í sjó skyldi ekki Ieyfð nema sannað væri að hún ylli ekki umhverfisspjöllum. Reuter-fréttastofan skýrði frá því að skiptar skoðanir væru á meðal ráðherranna um túlkun yfir- lýsingarinnar. Margir þeirra litu til að mynda svo á að í henni fælist fyrirheit um að auknu fjármagni yrði varið til mengunarvarna í þró- unarríkjum og löndum Austur-Evr- ópu. John Knaus, sem fór fyrir bandarísku sendinefndinni, sagði hins vegar að hver sendinefnd gæti lesið það sem hún vildi út úr yfírlýs- ingunni. Hún væri margræð og Bandaríkjastjóm hefði ekki látið af andstöðu sinni við tillögur um að þróunarríkin fengju sérstaka fjár- hagsaðstoð til að koma í veg fyrir eyðingu óson-lagsins. í yfírlýsing- unni eru iðnríki heims aðeins hvött til þess að veita fátækari löndum fjárhagsaðstoð, sem rynni til meng- unarvarna. Bandaríkjamenn vilja að Alþjóðabankinn annist slíka að- stoð. Evrópuríkr höfðu hvatt til þess að í yfirlýsingunni yrði kveðið á um að stefnt skyldi að því mengun af völdum koltvíildis, sem vísindamenn telja að geti haft í för með sér hita- breytingar á jörðunni, yrði ekki meiri um aldamótin en nú. Engin slík tímaáætlun kemur fram í yfir- lýsingunni, vegna andstöðu ríkja eins og Bandaríkjanna, Bretlands og Kanada. David Rehling, er stjórnaði fundi umhverfisvemdarsamtaka sem einnig var haldinn í Björgvin, sagði að yfirlýsing ráðherranna yrði til þess að letja stjórnvöld í þriðja heiminum til að taka umhverfísmái- in fastari tökum. Roger Wilson, framkvæmdastjóri umhverfísvemd- arsamtakanna Grænfriðunga, sagði í samtali við fréttaritara Reuters að ráðherrarnir hefðu gefíð alltof mikið eftir í deilunni við Bandaríkja- menn. í fréttatilkynningu frá umhverf- isráðuneytinu segir að „þrátt fyrir að á mörgum sviðum hafi ekki náðst eins langt og flestir vildu, verði að teljast, að Bergenráðstefnan marki söguleg tímamót í umhverfísmálum og umhverfisvernd í heiminum". Þar hafí meðal annars fengist sam- þykkt að losun úrgangs í sjó skuli TVÖ þúsund manns fóru í verk- fall í stórri vefnaðarverksmiðju i Albaníu í síðasta mánuði til þess að knýja fram launahækkan- ir, að því er vitni greindu frá í gær. Þrisvar sinnum áður hefúr ekki leyfð nema sannað sé að hún valdi ekki neinum umhverfísspjöll- um og sé í samræmi við Lundúna- samninginn um losun úrgangs í sjó. Tillaga um þetta hafi valdið miklum deilum, einkum rhilli bandarísku sendinefndarinnar og þeirrar íslensku. Samþykktin sé mjög mik- ilvæg vegna þess að Bandaríkja- menn hafí ekki undirritað Lund- úna-samninginn en hafi á ráðstefn- unni skuldbundið sig til að fara eftir honum. komið til mótmælaaðgerða á yfir- standandi ári í þessu síðasta vígi harðlínukommúnismans í Evr- ópu. Fyrrnefnd vitni og aðrir heim- ildamenn í Albaníu staðfestu fregn- ir af óróa í landinu, en þeim hafði verið vísað á bug af stjórnvöldum. Heimildamennirnir töldu að hinum takmörkuðu umbótum sem kynntar voru í síðustu viku væri ætlað að draga úr þeirri megnu óánægju sem gætt hefði í landinu frá því að lýð- ræðisbyltingin hófst í Austur-Evr- ópu. Starfsmaður í vefnaðarverk- smiðjunni sem er í bænum Berat í miðhluta landsins sagði að verkfall- ið hefði staðið í átta klukkustundir að nóttu til fyrir um það bil mán- uði. Það er fyrsta verkfall sem vitað er um í 45 ára sögu kommúnista- stjórnarinnar í Albaníu. Önnur vitni sögðu að allt að 600 ungir knattspyrnuunnendur hefðu efnt til mótmæla gegn kommúnísku stjórnkerfi landsins á knattspyrnu- leik sem fram fór í bænum Kavaje 25. mars síðastliðinn. Þá stóð hópur ungs fólks fyrir þögulum mótmælum á aðaltorginu í miðborg Tirana, höfuðborgar landsins, síðasta sunnudagíjanúar, að sögn sömu vitna, og mótmæltu tregðu harðlínuaflanna til breyt- inga. í báðum tilvikunum leysti lög- . reglan samkomumar upp.______I Sammy Davies Jr. látinn Los Angeles. Keuter. BANDARÍSKI skemmtikraftur- inn Sammy Davies Jr. lést í gær í Los Angeles-borg 64 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein í hálsi. Aðdáendur og vinir Sammy Davies söfnuðust saman við heim- ili hans í Beverly Hills er skýrt var frá andláti hans. Davies hafði á undanfömum mánuðum gengist undir læknismeðferð vegna krabbameins í hálsi en hann var annálaður stórreykingamaður. Davies var fæddur í Harlem- hverfi í desember 1925 en ferilinn hóf hann aðeins fjögurra ára gam- all er hann hóf að koma fram ásamt föður sínum og frænda. Kom snemma í Ijós að hann bjó yfir óvenju miklum hæfíleikum enda var hann jöfnum höndum söngvari, dansari grínisti og eftir- herma auk þess sem hann þótti liðtækur trompet-leikari og gat einnig barið bumbur. Hann komst í hóp eftirsóttustu skemmtikrafta Bandaríkjanna snemma á sjötta áratugnum en varð fyrir miklu áfalli árið 1954 er hann missti annað augað í bílslysi. „Ég er ein- eygður hörundsdökkur gyðingur — er mér einhvers vant?“ sagði Davi- es oftlega. Sammy Davies lék í fjölmörgum kvikmyndum, þeirri fyrstu er hann var aðeins sjö ára gamall en best þótti honum takast upp í myndinni „Maður nefndur Adam“ þar sem hann var í hlutverki lífsþreytts jazz-tónlistarmanns. Davies kom einnig fram í tveimur söngleikjum á Broadway er nefndust „Hr Und- ursamlegur" og „Gulldrengurinn". Gagnrýnendum þótti lítið til sýn- inga þessara koma en þær nutu mikilla vinsælda. Sammy Davies var jafnan um- talaður, hann þótti óhaminn, átti lengi við drykkjuvandamál að stríða auk þess sem glysgirni hans Sammy Davies Jr. vakti hneykslan margra. Þá þótti einkalíf hans Ijómandi fjölmiðla- efni; fyrstu konuna gekk hann að eiga í ölæði, þá kvæntist hann hvítri leikkonu, May Britt, og eign- aðist með henni þrjú börn en skildi við hana árið 1980 og kvæntist á ný skömmu síðar. Albanía: Vitni staðfesta fréttir af mótmælaaðgerðum Tirana. Reuter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.