Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 1
ÁÐUR VORU SÆTAR STELPUR AFGREIDDAR SEM KJÁNAR í TRÚNAÐI HÓLMFRÍÐUR KARLSDÓTTIR /12 GET EKKI UFAÐ ÁN GÍTARSINS /18 SUNNUpAGUR 20. MAÍ 1990 SUWWUPAGUR BLAÐ ' BORGIN NÝTUR ÁVAXTA SINNA V • ‘ V V,- ■ Davíd Oddsson ó ieid út í Vióey, þar sem Reykvíkingum hefur opnast nýtt land og þar sem endurreistvar Vióeyjarstofa og Viðeyjarkirkja meó hugorfari Skúla Magnússonar, sem hjó yfir þeim drifkrafti sem gerói Reykjavík éó kaupstoó og veitti Reykvíkingum sjólfstraust, eins og honn oróaói þaó. EkiðmeðDavíð Oddssyni um Reykjavíkurborg Eftir Elínu Pálmadóttur. Myndir: Sverrir Vilhelmsson. DAVÍÐ ER maður sem leysir málin. Á þeim átta árum sem hann hefur ver- ið borgarstjóri hefur Reykvíkingum fjölgað um 14.000, en aðeins um 160 tvö kjörtímabilin á undan. Og þetta geysilega aðstreymi fólks hefur einfald- lega verið leyst vandræðalaust með því aukna álagi í allri þjónustu sem fylgir, án þess að það hafi stöðvað aðra uppbyggingu. „Kosningaloforðalist- inn“ frá því síðast er nokkurn veginn tæmdur og ótal margt á döfinni til framtíðarinnar. En af því að Davíð er þekktur að því að framkvæma það sem hann telur til farsældar og mun gera það meðan hann situr við stýri, þá er ekki seinna vænna að hlusta eftir framtíðarsýn hans fyrir þessa borg. Hún er björt, það kemur í Ijós í spjalli okkar á ferð um borgina. Raunar hefur Reykjavíkurborg löngum sýnt mikla framsýni, svo sem við uppbyggingu Sundahafnar, kaup á jörðum með nægan jarðhita, Nesjavöllum og nú Olfus- vatni, þar sem Davíð sér fyrir sér þjóðgarð fyrir íbúa Reykjavíkur í fram- tíðinni. Og þar sem við vitum eftir átta árin að Davíð Oddsson hefur kjark til að gera það sem hann telur rétt í bráð og lengd og framkvæmir það strax, þá er rétt að byrja á að tilfæra í stórum dráttum hvernig hann sér framtíð Reykjavíkurborgar og koma svo að einstökum málum í þeirri mynd, þar sem hinum svokölluðu„mjúku málum“ er ætlað síst minna rými en öðru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.