Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 34
34 C
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1990
+
ÆSKUMYNDIN...
ER AF PÁLMA GESTSSYNl LEIKARA
ÚR MYNDASAFNINU
ÓLAFUR K. MAGNÚSSON
Rólegurog
saklaus
dýravinur
PÁLMI Árni Gestsson leikari fæddist í Bolung-
arvík 2. október árið 1957, sonur hjónanna
Gests Pálmasonar byggingameistara og Sigur-
borgar Sigurgeirsdóttur húsmóður. Hann er
næstelstur fímm systkina, sem ólust upp í for-
eldrahúsum í Bolungarvík. Pálmi er fráskilinn
tveggja barna laðir, Þessa dagana undirbýr
hann ásamt félögum í Spaugstofunni sýningu
sem frumsýnd verður í Háskólabíói undir heit-
inu „Örfá sæti Iaus“. Að sögn Spaugstofumanna
er þetta hugljúfúr hvunndagsþriller, með dular-
fullu eða ekki beinlínis dulrænu ívafí, að hluta
til byggður á sönnum heimildum, en að öðru
leyti argasta lygi lrá rótum.
Ipáirni bjó í Bolungarvík allt til
tT 24 ára aldurs, er hann hóf nám
í leiklistarskólanum. í Bolungarvík
starfaði hann mest við húsasmíðar
og átti rétt ólokið sveinsprófí, þegar
leiklistargyðjan kallaði. Af Pálma í
Bolungarvík fara góðar sögur. Sig-
urborg, móðir hans, segir hann
hafa verið sérstaklega rólegt barn
framan af. „Hann fór síðan að færa
sig upp á skaftið, en var þó aldrei
ódæll," segir hún.
Það verður ekki sagt um Pálma
-að hann hafí verið haldinn mikilli
þörf fyrir að sýna sig, þótt síðar
hafi hann átt eftir að standa á sviði
í aðalhlutverkum og vera inn á
hveiju heimili í vinsælum sjónvarps-
þáttum. Hann tók þátt í félagslífi
í hófi, var með í skólaleikritunum,
en gerði sér ekkert far um að leika
stórar rullur. Móðir hans rifjar hins
vegar upp eina undantekningu frá
þessu: „Fyrir utan húsið okkar var
stór laut. Þar byggðu Pálmi og
börnin kofa og léku sér með bíla.
Þar vildi Pálmi stjórna,“ segir hún.
Búskapur. Hann sló með orfi eins
og fílhraustur karl.
Jón Guðni Guðmundsson, æskufé-
lagi hans, man jafnframt eftir því,
að Pálmi vildi gjarnan fara fyrir í
bófahasar. „Hann hefur þó alltaf
verið saklaus maður og laus við
alla rætni,“ segir Jón Guðni.
Tvö áhugamál virðast hafa staðið
upp úr hjá Pálma. Hann var tónelsk-
ur, lærði á saxófón og spilaði auk
þess á bassagítar í unglingahljóm-
sveitum. Hann var og mikill dýra-
vinur og mikið. gefinn fyrir að vera
úti í náttúrunni.
„Það var heilmikill búskapur í
honum,“ segir Jón Guðni. Einkum
fékk hann notið sín við að hjálpa
móðurafa sínum, Sigurgeiri Sig-
urðssyni úr Fæti. Hann stundaði
heyskapinn með honum af krafti
og sló með orfi eins og fílhraustur
karl. Að loknum annasömum degi
fannst honum síðan gott að lúra
með kisu og kanínurnar áttu sinn
stað í herberginu hans. Síðar þróað-
ist gæludýraáráttan út í hesta-
mennsku, sem varir enn þótt
frístundir gefist fáar hjá honum í
seinni tíð.
Fráfortíð tilframtíðar
Ekki alls fyrir löngu birtum við
myndir frá opnun Reykjavík-
ursýningarinnar í nóvember 1949
og hér eru nokkrar í
viðbót frá þessari
merku sýningu. Á sýn-
ingunni, sem haldin
var í Þjóðminjasafninu,
kenndi ýmissa grasa
og þótti hún gefa góða
mynd af mannlífi í
Reykjavík fyrr og nú
og um þróunina frá fortíð til
framtíðar. Þarna gat meðal annars
að líta nýtísku eldhúsinnréttingu
við hlið gamalla elhúshlóða, þarna
mátti sjá nýtísku nýlenduvöru-
verslun við hlið gamallar krambúð-
ar og gamla rokknum var stillt
upp við hlið splúnkunýrrar spuna-
vélar. Mörg fyrirtæki
sýndu framleiðslu sína
á sýningunni og í hát-
íðarsalnum fóru fram
kvikmyndasýningar,
fyrirlestrar, tískusýn-
ingar og kvöldvökur.
Þá voru kynntar ýmsar
starfsgreinar og ekki
síst ýmsar nýjungar í tækni og
iðnaði og þannig mætti lengi telja.
Á myndunum má sjá hvernig sumt
af þessu kom sýningargestum fyr-
ir sjónir á því herrans ári 1949.
Hér má sjá sýnishorn af leikfongum barna árið 1949, dúkkuvagn
og vörubíl úr tré og forláta reiðhest úr plasti.
SMÁVINUR VIKUNNAR
(EUPITHECIA SATYRATA)
BÓIiIN
ÁNÁTTBORDINU
PLATAN
ÁFÓNINUM
MYNDIN
ÍTÆIiINU
Mófeti
Margar tegundir fíðrilda eru
aðdáanlega stundvísar og
flugtími hverrar þeirra er oft
ekki nema 1-2 mánuðir. Mófeti
er með árrisulli tegundum en
hans hefúr íyrst orðið vart 26.
maí og er á ferli fram í miðjan
júlí.
Hann er nokkuð algengur og
hefur fundist víða um land.
Hann heldur sig í þurrlendi allskon-
ar, graslendi, mólendi og blóm-
tendi. Lirfumar vaxa upp seinni
hluta sumars og lifa á blómum
ýmissa plöntutegunda. Á haustin
púpa þær sig í jarðveginum og bíða
næsta vors.
Allmargar tegundir fetaættar
(Geometridae) er að finna á ís-
landi. Mófeti er ein af minnstu teg-
undunum með um 20 mm væng-
haf. Hann er nær einlitur, gul-
brúnn, með ögreinilegu mynstri í
vængjum. Hann á sér nauðalíkan
ættingja, en það er brekkufetinn
Eupithecia plumbeolata, sem er öllu
sjaldgæfari og hefur aðeins fundist
um landið sunnanvert. Hann flýgur
á svipuðum tíma og mófeti. Best
er að aðgreina þessar tvær tegund-
ir á lögun framvængja.
PETTA SÖGÐU
ÞAU ÞÁ...
Við höfum oft harmað það,
hvað heiðarlegt fólk hef-
ur lengi verið tregt til að yfir-
gefa Alþýðuflokkinn, löngu eftir
að því var ljóst orðið að flokkur-
inn hafði brugðizt trúnaði þess.
Fijdls þjóð. „Markmið og lciðir.“ 3. júní
1964.
Ævar Kjart-
ansson dag-
skrárgerðar-
maður
Það er „Hús andanna“ eftir Isa-
belle Allende. Ég er einn af
þessum mönnum sem les fremur
lítið, en læt mér oft nægja að heyra
umræður um bækur - þó ekki al-
veg. Ég tek tarnir í bókmenntunum.
Nýlega hef ég lesið tvær bækur
eftir íslenskar konur á besta aldri
sem ég er afskaplega hrifinn af.
Það er bók Vigdísar Grímsdóttur
„Ég heiti Isbjörg - ég er ljón“ og
bók Þórunnar Valdimarsdóttur um
hann Snorra á Húsafelli og ég féll
gjörsamlega flatur fyrir þessari
aðferð hennar.
Árni
Björnsson
þjóðhátta-
fræðingur
Það, sem er á náttborðinu hjá
mér, er nýjasta heftið af þýska
vikuritinu Der Spiegel. Það rit virk-
ar fyrir mig sem einskonar gluggi
til umheimsins og ég verð að segja
það að ég les um erlenda atburði
frekar þar en í Morgunblaðinu.
Rósa
Grammófónninn minn er nú bil-
aður eins og er, en ég hlusta
mikið á lög með Gipsy Kings, eða
Sígaunakóngunum öðru nafni,
þessa dagana. Þetta' er suður-
amerísk tónlist í öllu sínu veldi.
Tónlistin er mjög „rytmísk“ og það
finnst mér skipta öllu máli. Hér
heima finnst mér hljómsveitin
Todmobile bera af. Hún er listræn
og býður upp á sitt lítið af hveiju,
þó án þess að verða háfleyg.
Áslaug
Dóra Ey-
jólfsdóttir
dagskrárgerð-
armaður
Eg horfði á myndina „Beeches“
með Bette Midler og annarri
leik konu, sem ég man ekki hvað
heitir, en myndin fallar um vinskap
tveggja kvenna. Ég er mest fyrir
góðar myndir um mannleg málefni,
en heldur lítið gefin fyrir spennu-
myndir og enn síður hryllingsmynd-
ir.
Þorbjörn
Árnason
framkvæmda-
stjóri á Sauð-
árkróki
Þessa dagana er úrval Andrews
Loyds Webbers á fóninum hjá
mér. Hann er m.a. höfundur Cats
og Phantom of the Opera. Ég hlusta
aðallega á klassík ef ég sest á ann-
að borð niður til þess að hlusta á
tónlist.
Sigurlaug
M. Jónas-
dóttir þula
Eg er að horfa á „Moonstruck“
með Cher og Nicholas Cage f
fimmta sinn. Cher fékk „óskarinn"
fyrir leik sinn í myndinni. Myndin
gerist í Bandaríkjunum og fjallar
um ítalska fjölskyldu. Þessi mynd
er í miklu uppáhaldi hjá mér.
4