Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1990 C 35 Það er langur vegur frá gömlu hlóðunum til eldhúsa á vorum dögum. Gamli rokkurinn leystur af liólmi. Til vinstri má sjá spuna- vél að nýjustu gerð um miðja öldina. Nýtísku eldhús árið 1949. Þarna má meðal annars sjá uppþvotta- vél sem þótti mikið tækniundur íþátíð. SÍMTALIÐ... ER VIÐ EGIL HELGASON, BLAÐAFULLTRÚA LISTAHÁTÍÐAR ______ 200 erlendir listamenn, liúfir sem lömb 621444 Listahátíð Reykjavíkur, góðan dag! — Já, er Egill Helgason, blaðafull- trúi við? Já, halló. — Sæll og blessaður, Andrés Magn- ússon hérna á Morgunblaðinu. Hve- nær byijar þetta hjá ykkur? Listahátíð hefst laugardaginn 2. júní og stendur til sunnudagsins 16. — Og er eitthvað varið í þetta? Það held ég nú. Þetta er bæði mjög fjölbreytt og nóg af nýjung- um. — Hvað er það helst, t.d. í tónlist- inni? Það eru talsvert nýjar áherslur þar, sérstaklega hvað varðar popp- ið. Ég hef grun um að það séu æði margir, sem eru tilbúnir til þess að fá hvíld frá engilsaxneska poppinu, sem hér leikið lon og don allan árs- ins hring. Þannig höfum við til dæmis fengið fína poppara frá Frakklandi, Les Négresses Vert, og vægast sagt undarlegan snilling frá Malí, Salif nokkurn Keita. Hann er albínói og þykir öðrum betur hafa tekist að blanda saman afrískri tón- list og vestrænni. — Er satt að það sé ennþá verið að reyna að fá Bob Dylan hingað? Það hefur lengi verið í gímgi og fór eitthvað að rofa til í þeim málum fyrir nokkrum vikum, en endanleg niðurstaða er ekki fengin. Annars held ég að það hafi verið reynt að fá Dylan hingað á hverja einustu Listahátíð frá upp- hafi vega og öll bréf hátíðarinnar til hans gætu hægast fyllt veglega bók. — En hvað heldur þú að verði vinsælast? Þáð er ómögulegt að segja fyrr en miðasalan verður opnuð næsta fimmtu- dag og þá kemur í ljós hvort við þurfum að draga upp haus- pokana eða getum borið höfuðið hátt. En ég hugsa að aðsóknin verði einna mest á danssýningu Helga Tómassonar og tónleika Vínar- drengjakórsins. — Eitthvað fleira, sem er spenn- andi? Vitaskuld. Við ætlum til dæmis að reyna að bæta bæjarbraginn á ýmsa lund. Ríflega 30 nýlistamenn verða með sýningar í einkagörðum í Þingholtunum og síðan verðum við með Austurstræti 17:17, sem er sérstök listadagskrá á Lækjart- orgi, í Austurstræti og í garði Hressingarskálans. — 17:17? Já, við gerum ráð fyrir því að þetta hefjist upp úr fimm þegar fólk er búið að vinna ... — Og rétt áður en barinn er opnað- ur? Það er annað mál. — Segðu mér, er ekkert erfitt að flytja þennan fjölda listamanna inn í landið vegna prímadonnustæla o.s.frv.? Þetta eru um 200 erlendir lista^" menn, en ég hef engu undan að kvarta. Þeir hljóta bara að vera svona góðir listamenn. Mér er nefnilega sagt að því ófrægari sem þeir eru, því erfiðari séu þeir. Þess- ir alþekktustu eru hins vegar sagð- ir ljúfir sem lömb. — En hvað ætlar þú þá að sjá sjálf- ur? Ég ætla nú að reyna að sjá þetta allt. En ég er harðákveðinn í því að sjá Tadeusz Kantor í Borgarleik- húsinu og Salif Keita á Hótel íslandi. Síðah ætla ég að fara á tón- leika óperusöngkon- unnar Fiamma Izzo d’Amico, þó ekki væri nema vegna þess að hún er bara 26 ára og íðilfögur. — Það var og. Heyrðu, ég þakka bara fyrir spjallið og við sjáumst á förnum vegi. Sömuleiðis. Haukur Guðmundsson við rannsókn máls árið 1976. GEIRFINNS-og Guðmundar- málin eru ugglaust mörgum í fersku minni enn því fá saka- mál hafa hlotið jafnmikla um- fjöllun og umtal í þjóðfélaginu á þessari öld. Einn þeirra rann- sóknarlögreglumanna sem stóðu framarlega í eldlínunni í þessum málum og öðrum á síðasta áratug var Haukur Guð- mundsson. Ferill hans sem Iög- reglumanns lilaut síðan snögg- an endi því hann var rekinn úr starfí sínu árið 1976. Tildrög þess voru þau að sannað þótti að hann hefði staðið ólöglega að handtöku á leigubílstjóran- um Guðbjarti Pálssyni, auk- nefndum Batta rauða. Mál þetta varð frægt á sinni tíð því Hauk- ur þótti beita þar aðferðum sem áður þekktust einungis í banda- rískum sjónvarpsþáttum. En hvar ætli Haukur Guðmunds- son ali manninn í dag? HVAR ERU ÞAU NÚ? HAUKUR GUÐMUNDSSON FYRRUM RANNSÓKNARL ÖGRE GL U- MAÐUR Ekur vörubíl íKeflavík Haukur hefur frá því hann var rekinn úr lögreglunni ekið eigin vörubíl í Keflavík, nánar til- tekið á Vörubílastöð Keflavíkur. Hann segir að sér hafi gengið mjög vel í þessu starfi sínu og hafi ekki undan neinu að kvarta. „Þvert á móti finnst mér eftir á að hyggja það vera blessun að hafa losnað úr þessu fyrra starfi mínu þó það hafi verið með leiðum hætti,“ segir Haukur. „Ég er ánægður með lífið og tilveruna í dag og sáttur við sjálfan mig.“ Haukur hlaut á sínum tíma dóm fyrir hina ólöglegum handtöku og sat hann um þriggja og hálfs mánaðarskeið í fangelsi á Kvíja- bryggju. Aðspurður um hvort ekki hafi verið erfitt fyrir hann sem lögreglumann að sitja í fangelsi, segir hann ekki svo vera. „Ég notaði tíman til að gera upp gaml- Vörubílaakstur hefúr verið lifibrauð Hauks undanfarin 14 ár. an vörubíl og tíminn þarna leið ótrúlega hratt. Fangelsið er fyrir- myndarstofnun að mínu mati og ég nái ágætu sambandi við bæði þá sem stjórna því og þá sem sátu inni með mér,“ segir hann. Haukur segir að hann hafi fylgst mjög vel með þróun glæpa- mála hérlendis frá því hann missti lögreglustarfið. Hann segir það persónulega skoðun sína að ekki nándar nærri öll kurl séu komin til grafar í Geirfinns-og Guð- mundarmálunum og að hann hafi ætíð haft þá skoðun. í dag hefur Haukur áhyggjur af þeirri þróun sem orðin er í fíkniefnamálum en hann og Kristján Pétursson voru þeir fyrstu sem skrifuðu upplýs- ingaskýrslu um þau mál árið ‘ 1969. „Ræfildómurinn og sof- andahátturinn í þessum málum hérlendis er með eindæmum. Eitt af því fáa jákvæða að mínu mati var Sakadómur í ávana-og fíkni- efnamálum sem Ásgeir Friðjóns- son stjórnaði af miklum dugnaði. Nú á að leggja dóminn niður og það finnst mér mikil mistök,“ seg- ir Haukur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.