Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 18
18 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1990
GETEKKI
UFAÐÁN
mmm
Rokkarinn Gunnar Hjálmarsson á tónleikum í New York.
eftir Árno Matthíasson/ myndir Björg
Sveinsdóttir og Árni Sæberg
í LANDSBANKANUM vinnur
ungur maður á þrítugsaldri, sem
er í öllu eins og aðrir banka-
starfsmenn að sjá. Víst hafa allir
bankastarfsmenn sín áhugamál
eins og aðrir, en sá sem hér er
um rætt, Gunnar Hjálmarsson,
leiðir framsækna rokkhljómsveit
í sínum frítíma, hljómsveitina
Bless. Á tónleikum með þeirri
sveit hverfur bankastarfsmaður-
inn í skuggann af kröftugri rokk-
tónlist og óhaminni tjáningu.
Gunnar tekur því vel þegar
ég fer þess á leit við hann
að fá að ræða þetta sér-
staka sambýli banka-
mannsins og rokksöngvar-
ans og við mælum okkur
mót í íbúð sem hann leigir með
Birgi Baldurssyni, trommuleikara
Bless.
„Fyrsta skipti sem ég man eftir
að hafa heyrt tónlist var þegar ég
var ungur að árum að leika mér úti
í garði í sólskini að grafa Match-
boxbíl í blómabeð. Þá heyrði ég
lagið Raindrops Keep Falling on
My Head og í hvert sinn sem ég
heyri það man ég eftir þessum at-
burði.
Ég ólst upp í Kópavogi og var
alla tíð stilltur. Það var ekki til
nein tónlist á mínu heimili nema
Gufan. Systir vinar míns átti Bítla-
plötur og ég fór að hanga í þeim
þegar ég var ellefu eða tólf ára.
Eldri systkini mín skildu líka eftir
mikið að 45 snúninga plötum þegar
þau fluttu að heiman, það voru
mikið rispuð gullkorn, Herman’s
Hermits, Turtles, Monkees, Bítlarn-
ir og Rolling Stones. Af þessu líkaði
mér best lagið Windy, sem ég man
ekki hver flutti. Mér fannst þó allt-
af mest koma til Bítlanna, en 1977
og 78 var ekkert annað að fá á
landinu en Bítlaplötur. Þá keypti
ég mér gítar, stal plötum frá systur
vinar míns og fór að spila Bítlalög.
1979 fór Steinar að flytja inn
nýbylgjupopp frá Stiff og fleiri
breskum fyrirtækjum og á útsölum
hjá Steinari gat ég keypt plötur
með Elvis Costello og fleirum fyrir
lítið. XTC komst þá í mikið uppá-
hald og tók við af Bítlunum.
Hélt svo fram um hríð að ég
kynntist Fræbbblunum í Kópavog-
inum og í gegnum þá bandarísku
pönksveitinni Ramones og ámóta
sveitum, sem hrifu mig mikið. Þá
var Grammið búið að opna plötubúð
og ég fór að venja komur mínar
þangað. Þar kynntist ég sveitum
eins og Joy Divison og Fall, sem
varð til þess að ég henti öllum
Ramonesplötunum eða seldi þær í
Safnarabúðina. Næsta uppáhalds-
sveit var Birthday Party, en síðan
þá hafa mínar uppáhaldssveitir ver-
ið mínar eigin, S.H. Draumur og
nú Bless.“
Dordinglar, F8, Geðfró og
neonljósarokk
Hvenær byrjaðir þú að spila í
hljómsveitum?
„Fyrsta sveitin hét Dordinglar.
Ég spilaði á gítar og söng, en með
mér í sveitinni voru Steini á gítar
og Haukur á trommur, sem síðar
stofnuðu með mér Svart/Hvítan
Draum. Bassaleikarinn hét Sævar,
en hann gekk í Krossinn og hvarf
sjónum. Við æfðum í hálft ár og
uppskeran var þrjú frumsamin lög
sem ég samdi, en við spiluðum
nokkur lög eftir aðra, þar á meðal
Sultans of Swing með Dire Straits.
Áður en Dordinglar byrjuðu var ég
búinn að semja ógrynni af lögum,
heilar stílabækur fullar, en núna
botna ég lítið í þessum Iögum, því
þau eru skrifað á einhverju dulmáli
sem ég get ekki lesið lengur. Há-
punkturinn á ferli Dordingla var
þegar við hituðum upp fyrir
Fræbbblana og Utangarðsmenn í
Kópavogsbíói, en hápunkturinn á
mínum ferli var þegar ég rétti
Bubba Morthens öskubakka í Kópa-
vogsbíói.
Um sumarið 1980 varð til hljóm-
sveitin F8 í kringum vinnuskólann
í Kópavogi, sem spilaði í útvarps-
þætti. Þessi sveit hélt saman í ár
og spilaði Ramonesrokk; við hituð-
um alltaf upp fyrir Fræbbblana.
Við tókum mikið af lögum eftir
aðra, en frumsamið í bland, megnið
eftir mig. Með tímanum urðum við
leiðir á söngvaranum og auglýstum
eftir söngvara. Það gáfu nokkrir
sig fram og þar á meðal Sigríður
Beinteinsdóttir, sem söng með okk-
ur um tíma. Ég er alltaf að vona
að hún verði heimsfræg, því ég á
upptökur með henni sem ég gæti
þá kannski selt. Um þetta leyti var
ég horfínn frá Ramones og farinn
að hlusta á tónlist með meiri pæl-
ingum, Joy Division, Fall og Þey;
neonljósarokk. Hljómsveitin sem til
varð hét Geðfró og við spiiunum
ansi víða.
Ég varð leiður á neonljósarokkin-
um með tímanum og langaði að
hvíla mig á gítarnum. Sigga og
Bjössi hættu, ég fór að spila á bassa
og við æfðum um tíma þrír. Svo
kom Sigga aftur og þá hét sveitin
Beri, Beri, en það var mjög stutt.
Þetta var 1982 og eftir það vorum
við lengi þrír að æfa. Svo ákváðum,
við að taka þátt í Músíktilraunum.
Þá fór ég að syngja og við tókum
upp nafnið S/H Draumur.
Bensínskrímslið skríður
Við vorum allir í menntaskóla á
þessum árum og tókum upp plötu,
Bensínskrímslið skríður, sem er
sjaldgæfur safngripur í dag. Við
spiluðum eins og hægt var að spila
hér á landi, en Haukur hætti stuttu
eftir að platan kom út og Biggi kom
inn í sveitina. Ég fór til Frakklands
og var þar í nokkra mánuði eftir
að ég lauk við menntaskólann 1985
og samdi þá lögin á Goð. Þá plötu
og EP-pIötu sem kom út stuttu á
undan henni, gaf mitt eigið skrif-
borðsskúffufirma, Erðanúmúsík, út
í samvinnu við breska fyrirtækið
Lakeland Records, en platan kom
út í janúar 1987. Við fórum út að
spila vorið eftir að platan kom út,
en þá var Steingrímur orðinn frá-
hverfur músíkinni og hann hætti
stuttu síðar. Síðasta platan kom frá
Draumnum haustið 1987 og hét
Bless.
Þá veltum við Biggi fyrir okkur
framtíðinni; Biggi spáði í að kaupa
sér orgel og við myndum þá troða
upp með kassagítar og orgel og
hippast, en um tíma kom ég fram
sem Dr. Gunni með rafgítar og
trommuheila. Okkur langaði þó til
að spila meira saman og við afréð-
um að fá til liðs við okkur Ara Eld-
on á bassa, en ég tók upp gítarinn
á ný og við stofnuðum sveitina
Bless. Með þeirri sveit fórum við
svo út og spiluðum í New York
fyrir Smekkleysu síðasta sumar. í
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hvernig Gunnar
Hjálmarsson breytist
úr prúðum
bankastarfsmanni á
daginn í öskrandi
rokksöngvara á
desember kom út platan Melting á
vegum Smekkleysu og nú erum við
að taka upp breiðskífu sem verður
gefin út í haust af Rough Trade/
Smekkleysu í Bandaríkjunum og
einhverjum fyriríækjum í Evrópu.“
Heimsfrægð framundan?
„Draumurinn er að selja 5.000
til 10.000 plötur og geta spila á
einhveijum krummaskuðum í út-
löndum.“
Landsbankinn
Hvernig samrýmist það rokkinu
að vinna sem gjaldkeri í Landsbank-
anum?
„Ég byrjaði í Landsbankanum
þegar ég lauk við skólann. Hannes
vinur minn í Bootlegs var þá að
vinna í bankanum og hann taldi
mig á að sækja um. Eg hef alltaf
stefnt að því að hætta, en það hef-
ur ekki tekist hingað til. Samstarfs-
fólk mitt hefur verið liðlegt í bank-
anum og gefið mér frí þegar ég hef
þurft á því að halda. Þetta er frek-
ar róleg vinna; oft er lítið að gera
og þá fær textagerðin aðhlynningu
undir borði.
Samstarfsfólkið spáir ósköp lítið
í minn tónlistarferil. Ég hef ekki
enn verið beðinn um að spila á árs-
hátíð, en spila stundum skátalög
fyrir vinnufélagana á kassagítar.
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Það er ekkert erfitt að fara úr
bankastarfsmanninum í rokk-
söngvarann; ég 'sé engan mun á
þessu tvennu. Ég er ekkert upp-
veðraður þegar ég er að spila, hangi
ekki fyrir framan spegil með augn-
skugga fjóra tíma áður.“
Nú hefur þú staðið í poppstreðinu
í meira en tíu ár; þú ert ekkert í
þá mund að gefast upp?
„Þetta ár verður reynt til þrautar
og eftir það met ég hvort ég held
áfram á sömu braut í tónlist. Ég
get ekki hætt, en ég á fullt af lög-
um sem mér finnst vera popplög,
þau verða alltaf til meðfram.
Kannski ég noti mér gömul sam-
bönd og fái Siggu til að syngja þau
fyrir mig. Þetta er þó kannski frek-
ar spurning um hvort ástæða sé til
að vera að rembast við að ná til
þessa liðs, ef maður er ánægður
sjálfur."
Hvað er helsta vandamál gítar-
leikarans?
„Að maður missir alltaf gítarnög-
lina oní gatið þegar maður er að
spila á kassagítar og að strengirnir
slitna svo títt á rafgítarnum.“
Þú hefur vakið athygli fyrir
textagerð ekki síður en lagasmíðar,
en segir þó alltaf að textarnir séu
bara bull.
„Þessir textar mínir eru þunnir.
Þeir eru hugsaðir sem meðlæti með
tónlistinni, enda sem ég lögin fyrst
og svo texta til að undirstrika það
sem ég vildi segja með tónlistinni.
Mér finnst ljóðalestur leiðinlegur
og eina ljóðskáld sem ég man eftir
að hafa haft gaman af er Einar
Már. Islenskir popptextar eru flest-
ir hörmung. Textar Sykurmolanna
eru þó yfirleitt ágætir og ég geri
ráð fyrir að Megas sé „snillingur
orðsins“, þó að ég með minn hænu-
haus hafi aldrei lagt mig fram við
kveðskap hans.“
Fyrir jólin sendir þú frá þér stutta
skáldsögu, Drullumall.
„Já, ég hef meira gaman af prósa
og hef hug á að gera meira af slíku.
Það kemur þó ekki í staðinn fyrir
tónlistina. Þegar ég fór til Frakk-
lands á sínum tíma ætlaði ég að
vera bóhem og sitja á kaffihúsum
og skrifa fullt. Þegar vika var liðin
keypti ég mér gítar og fór að
semja. Ég get ekki lifað án gítars-
ins.“