Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 24
24 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1990 MYNDLIST/A aö greiöafyrir sýningar? Um daggjöldfyrir listaverk FYRIR nokkru var kynnt sýning á myndlist í hinum nýju húsa- kynnum menntamálaráðuneytisins við Sölvhólsgötu (fyrrum skrif- stofúhúsnæði Sambandsins). Tvennt greinir þessa uppsetningu listaverka frá hefðbundnum listsýningum í sýningarsölum lands- ins, og er hvort tveggja athyglisvert. Þetta mun í fyrsta sinn sem stofnun á vegum hins opinbera (önnur en listasöfn, auðvitað) set- ur sér að kynna myndlist í húsakynnum sínum með því að skipta reglulega um þau listaverk, sem hanga á göngum, í skrifstofúm og fúndarherbergjum. Er það vel og öðrum ríkisstofnunum til eftirbreytni, og verður vonandi til þess að erindi fólks á viðkom- andi staði verða ánægjulegri en ella. Hitt markar svo tímamót í myndlistinni, að nú verður í fyrsta sinn tekið að greiða listamönn- um daggjöld fyrir sýnd verk. Daggjaldagreiðslur fela í sér, að listamanninum (eða eig- anda höfundarréttar að viðkomandi listaverki) er greitt ákveðið gjald fyrir hvern dag sem verkið er til sýnis á viðkom- andi sýningar- stað. Þetta fyrir- komulag kann að virðast einfalt og sjálfsagt, en er í raun hvorugt; það sýnir sú langa barátta sem samtök íslenskra myndlistarmanna hafa mátt heyja fyrir þessu máli, og þeirri baráttu er engan veginn lok- ið enn. Og þar sem alls ekki allir eru sammála um réttmæti þeirra greiðslna, sem daggjöld fela í sér, er rétt að kynna málið örlítið nánar. Samanburður, sem skýrir vanda- málið betur, er auðfenginn af bók- menntum. Þegar einstaklingur kaupir bók er talið að hann hafi greitt höfundi ritverksins það sem honum ber, og megi lesa bókina eins oft og hann vill án þess að greiða frekar fyrir þau afnot. Því er heldur ekki mótmælt, að viðkom- andi megi lána sínum nánustu vin- um og vandamönnum verkið til lestrar, hafi þeir áhuga á. En þeg- ar bókasafn kaupir sömu bók gegn- ir öðru máli. Bókasöfn eignast rit- verk til að lána þau öðrum til af- lestrar; því má leiða líkur að því að starfsemi bókasafna minnki bóksölu í landinu, þar sem lesendur geta fengið ritverk lánuð þar, lesið þau og skilað síðan aftur, í stað þess að kaupa þau og geyma í eig- in bókaskáp að lestri loknum. Það gekk ekki baráttulaust fyrir rithöfunda að fá einhvern skilning ráðamanna á því að þetta væri vandamál sem þyrfti að leysa með einhveijum greiðslum til höfunda, þar sem starfsemi bókasafna drægi úr bóksölu. En þetta mál var leyst fyrir alllöngu, og nú fá höfundar greiðslur fyrir afnot bókasafna af ritverkum þeirra, og eru þær greiðslur í einhveiju hlutfalli af þeim útlánum, sem eru á bókunum. Þetta kerfi er ekki hnökralaust, en ekki er mikið undan því kvartað, hvorki af hendi höfunda né safna. Ekkert slíkt kerfi hefur verið til fyrir myndlistina hér á landi. Þó hafa myndlistarmenn lengi barist fyrir því að slíku yrði komið á, en lítt hefur gengið hingað til. Þarna er heldur ekki jafn hægt um vik og með lesmálið, því að matsatriðin eru mun fleiri og spurningalistinn óendanlegur. Það er auðvelt að telja upp nokkrar hinar augljósari: Eiga söfn jafnt og sýningarsalir að greiða daggjöld af listaverkum sem þar eru sýnd? Líka af þeim sem eru á einkasýningum lista- manna? En af þeim verkum sem söfnin kaupa eða komast á annan hátt í þeirra eigu? Hvað þá um lista- verk í eigu stofnana og einkafyrir- tækja? A einungis að greiða dag- gjöld af verkum sem eru í opinber- um byggingum, t.d. bönkum og ráðuneytum? En hvað um verk í afgreiðslusölum (og skrifstofum?) einkafyrirtækja? Eða á hótelum? Þessar spurningar og fleiri koma til álita, og kann að vera lögfræði- lega flókið mál að vinna úr þeim. Slíkt er í öllu falli erfiðara hvað varðar listaverk í eigu einkaaðila en opinberra stofnana, þar sem lagt verður til grundvallar hvað er almenningi til sýnis; á að gilda það sama um hlutafélag og ráðuneyti? Og ef svo væri, hvaða áhrif hefði það mögulega á listaverkakaup einkafyrirtækja í framtíðinni? Myndlistarþing 1988 ályktaði um þetta mál, og kom þá líka inn á höfundarétt að myndlist. Nokkur hreyfing hefur verið á málinu síðan, þó ekki sé hún hröð, og það sé engan veginn í höfn enn. Ljóst er, að hér getur verið um nokkra fjár- muni að ræða. Uppi eru a.m.k. tvær hugmyndir um hvernig slíku gjaldi skuli skipt, þ.e. úr sjóði til allra myndlistarmanna, eða til ein- stakra listamanna eftir því hve mörg verk þeir hafa átt sem skil- greind verða innan daggjaldakerf- is. Ekki er heldur útséð um hvaðan Frá sýningunni í menntamálaráðuneytinu. Ráðuneytið greiðir daggjöld fyrir verk sem eru sýnd í húsnæði þess. peningarnir fyrir þessu gjaldi ættu að koma; listamenn vilja auðvitað að þetta verði hrein viðbót við þá peninga sem nú eru veittir til mynd- listarmála, en það er engan veginn auðvelt að tryggja að daggjalda- kostnaður verði ekki til að minnka það fé sem er notað til að kaupa ný listaverk. Þó að menntamálaráðuneytið hafi nú riðið á vaðið í þessu efni er málið ekki leyst, enda tekur ráðuneytið sérstaklega fram að sýningarhaldið „felur ekki sjálf- krafa í sér viðurkenningu á að daggjaldakerfi verði tekið upp af Listasafni íslands eða öðrum menningarstofnunum sem heyra undir ráðuneytið". Allur er varinn góður. En málið er komið á hreyfingu, af umræðustiginu yfir á fram- kvæmdastigið. Sannleikurinn er sá að á þessu sviði eru íslendingar því miður orðnir mörgum árum á eftir öðrum siðuðum þjóðum. Máls- hátturinn „verður er verkamaður- inn launanna" hefur ekki alltaf náð yfir vinnu í andans garði hér á landi, en það er full þörf á að ná með einhveijum hætti samkomu- lagi um hvernig myndlistarmenn geti notið verka sinna fram yfir beina sölu þeirra í eitt skipti fyrir öll. Vonandi verður þetta leyst fyrr en síðar þannig að sem flestir geti vel við unað. LEIKLIST7/iYff) er bandalag atvinnuleikhópa? Samstaða og samtarf í stað einangrunar FYRIR tæpum fímm árum komu nokkrir aðstandendur atvinnu- leikhópa saman til að vekja at- hygli á húsnæðisvanda sinum. Þeir kölluðu sig Samtök atvinnu- leikhópa. Þráðurinn var tekinn upp að nýju sl. haust, í tengslum við væntanlegt Leiklistarráðs- þing. Þá áttu atvinnuleikhóparn- ir 4 fúlitrúa á þinginu, sem hitt- ust reglulega til þess að und- irbúa þátttöku sína í því. Auk húsnæðismáianna ræddu þeSsir aðilar önnur sameiginleg hags- munamál, eins og fjármál, al- mannatengsl og hugmyndir að verkefnum. Úr varð Bandalag atvinnuleikhópa, skammstafað BAAL. Baal er nafn á einum af guðum ísraelsmanna og sagt frá hon- um í Gamla Testamentinu. Baal er líka heiti á einu af leikritum þýska leikritaskáldsins B. Brechts frá yngri árum hans. Baal-sam- tökin eru til „vegna þess að leiklist er nauð- synlegur þáttur í menningarstarfi þjóðarinnar", segir í menning- arstefnu samtak- anna. Þau Mana Ellingsen og Þór Tuliníus eru bæði leikarar, sem starfa með Baal, og hafa hvort um sig reynslu af starfsemi atvinnu- eftir Hlín Agnarsdóttur María og Þór — Miðlað úr fjársjóði hvers og eins. leikhópa, María stendur áð baki leikhópsins „Annað svið“, en Þór er meðlimur í leikhópnum „Þíbilju". í bili eru leikhópar þeirra strand, það gefur á sjóinn og veiðarfærin eru í lagi, en útgerðin fær enga peninga, eins og fram hefur komið að undanförnu. 90% af hópunum eru í sömu sporum, geysileg orka fer í að halda sér á floti fyrir ekki neitt og spurning hversu lengi slíkt ástand getur varað. En þeir allra hörðustu eru ekki á því að gefast upp. Þau María og Þór segja að Baal sé nú þegar ákveðin stærð í leikhúslífi landsins, afl fyrir fram- tíðina. Samtökin starfa óháð stjórn- málaöflum og án formlegrar stjórn- ar, en meðlimirnir vinna í nefndum og starfshópum að afmörkuðum verkefnum. í Baal eiga u.þ.b. 14 atvinnuhópar aðild, en samkvæmt skilgreiningu Baal er atvinnuhópur hver sá hópur, sem leggur stund á leik-óperu og/eða danslist þar sem félagar eru atvinnumenn í list sinni og hafa vinnu í hópnum að aðal- starfi. Bal vil fyrst og fremst vinna að listrænum hagsmunum atvinnu- leikhópa, búa þeim þroskavænleg lífsskilyrði, m.a. með því að vera í forsvari gagnvart stjórnvöldum þegar kemur að fjárframlögum og styrkjum til leiklistarstarfsemi sem ekki er á fjárlögum. Þá vill Baal einnig stuðla að því að gera hveij- um listamanni kleift að vera skap- andi á þann hátt, sem honum er nauðsynlegt á hveijum tíma. „Húsnæðismálin eru þó enn efst á baugi og við erum að leita að hentugu húsnæði í samvinnu við ráðuneytið. Þá höfum við einnig þróað hugmyndir varðandi fjárveit- ingar hins opinbera til leikhópanna og lagt áherslu á að hún verði í réttu hlutfalli við starfsemina. En við viljum líka ijúfa einangrun hóp- anna með aukinni samstöðu og innbyrðis stuðningi," segir Þór. I starfsreglum Baal segir að halda skuli þing þrisvar á ári. Eitt slíkt var haldið fyrir hálfum mán- uði. Þar ræddu Baal-félagar m.a. kynningarmál, tengsl við áhorfend- ur, hvernig þeir gætu stutt við bakið hver á öðrum við rekstur hópanna, miðlað af reynslu sinni, haldið sér í þjálfun sem listamenn og gagnrýnt sjálf sig og aðra á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. „Baal vill opna allar leiðslur milli leikhópanna. Við verðum að vita hvað virkar og hvað ekki og fá viðbrögð við því sem við erum að gera sem leikarar. Á meðan við vorum í skóla nutum við aðhalds og leiðbeiningar frá kennurum. Þetta þarf að halda áfram í starfi okkar. Það nægir okkur ekki að æfa upp verk og leika það, við verðum líka að fá tíma til að end- urnýja kunnáttu okkar og tækni og það getum við einungis með því að skapa okkur aðstöðu, þar sem við getum skipst á skoðunum og miðlað af þeim fjársjóði sem hvert og eitt okkar býr yfír,“ segir María og hún bætir við: „Starfið í Baal er soldið eins og að reka heimili, þar sem hagnýta hliðin snýst um að vinna fyrir sér og láta enda ná saman, en við þurfum líka að tala svo mikið saman, byggja hvert annað upp, hvetja og halda utan um hvert annað, um það snýst andlega hliðin.“ HÓTEL ESJU jUÐMUIMDUF HAUKUR leikur í kvöld pttrgmiE' í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁOHÚSTORGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.