Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 26
26 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR 4 SUNNUDAGUR 20. MAI 1990 Schwarzeneggcr tekur við Ieiðsögn Verhoevens við tökur á Total Recall. Framf íðarhasar á Mars Eftir að þeir skrifuðu handritið að geimvís- indahrollvekjunni Alien byrjuðu Ron Shusett og Dan O’Bannon á nýju handriti eftir smásögu Philips K. Dicks, sem núna rúmum áratug seinna er orðið að framtíðarþrillern- um Total Recall með Arn- old Schwarzenegger undir leikstjóm Hollendingsins Paul Verhoevens. Myndin gerist á jörðinni og á Mars seint á 21. öld- inni og segir frá verka- manni sem dreymir að eitt sinn hafi hann lifað á Mars þótt hann telji sig aldrei hafa komið þangað og áður en hann veit af eru slæmu draumarnir orðnir að raun- verulegri martröð. Myndin er hrikalega dýr í framleiðslu og mestur peningurinn, fyrir utan lau- nagreiðslur stjörnunnar, fór í að skapa framtíðam'k- ið bæði hér á kringlunni og á Mars, sem orðin er byggileg námunýlenda þegar myndin gerist. Á meðal 150 fastra aukaleik- ara eru „stökkbreyttir“ marsbúar, fólk sem orðið hefur erfðafræðilega van- skapað vegna geislunar, dvergvaxnir námumenn og hórur með allrahanda lýti. „Stökkbreyttur" mars- búi. „Sjáið þetta lið.“ segir Schwarzenegger glottandi. „Bara enn ein klikkunin í Paul.“ Það er ekki að efa að Verhoeven — þekktur uppá síðkastið fyrir hina ofbeld- isfullu RoboCop — hefur skemmt sér dægilega við að skapa þennan framt- íðarheim fullan af mis- kunnarlausu ofbeldi og Ijótleika sem gæti fengið kvikmyndaeftirlitið til að banna hana óklippta. En það yrði þá ekkert nýtt. Sagt er að Schwarzen- egger fái 10 milljónir doll- ara fyrir vikið en kostnaður við myndina gæti jafnvel farið uppí 70 milljónir, eða rúma fjóra milljarða, ef eitthvað er að marka orð- rommn. ■ ROGER DONALD- SON(„No Way Out“) hefur gert nýja mynd með Robin Williams og Tim Robbins (Eiríkur víkingur) í aðal- hlutverkum en hún heitir Kadilakkmaðurinn og segir frá sölumanni (Robin) sem hefur þijár konur í takinu í einu. Þegar Robbins kemst að því að ein af þeim er eiginkona hans tekur hann til sinna ráða. Fremstir í tónlistarmyndböndum ■ NY MYND meðGene Hackman vekur alltaf at- hygli. í þetta sinn leikur hann saksóknara í Los Angeles sem fær Anne Archer (Hættuleg kynni) til að bera vitni gegn maf- íunni. Peter Hyams leik- stýrir og vonandi gengur honum betur nú en í und- anförnum myndum. ■ EINAF sumarmyndun- um í Bandaríkjunum sem líklega kemst hvergi nærri metsölufjallinu er The Freshman með Marlon Brando í hlutverki ma- fíósa. Matthew Broderick leikur á móti honum í þess- ari gamanmynd sem leik- stýrt er af Andrew Berg- man. Propaganda Films, kvikmyndafyrirtæki Sigurjóns Sighvatssonar og Steve Golins í Los Ange- les, er til umfjöllunnar í grein í nýjasta hefti eins víðlesnasta kvikmynd- atímarits Bandaríkjanna, „Premier", en þar kemur fram að fyrirtækið veltir um 50 milljónum dollara á ári eðá um þremur milljörð- um ísl. króna við auglýs- inga- og tónlistarmynd- bandagerð. Það er svipað og ársvelta íslenskra aðal- verktaka 1988. Segir í greininni að Propaganda Films sé sá framleiðandi tónlistar- myndbanda sem njóti mestrar velgengni í Banda- ríkjunum í dag en í framt- íðinni muni fyrirtækið framleiða þijár til fjórar bíómyndir á ári. Þar á meðal eni væntanlegar Fear, Anxiety and De- pression, Daddy’s Dyin’ og Colin og Sigurjón; fremstir. David Lynch-myndin Wild at Heart. Einnig hefur það nýlega fengið kvikmynda- réttinn á endurgerð An American Werewolf in London. Siguijóni, kallaður Joni vestra, er lýst sem myndar- legum 37 ára gömlum, ljós- hærðum Skandinava, sem var rokktónlistarmaður uppi á íslandi áður en hann sótti kvikmyndaskóla í Ka- liforníu árið 1978 en á síðustu fimm árum hafi honum og Colin tekist að gera Propaganda Films fremst á sínu sviði. Uns sekt er sönnuð ■ SIDNEY POITIER- leikstýrir súperpabbanum Bill Cosby í gamanmynd- ini Ghost Dad frá Univer- sal. Gosby er draugur í myndinni í leit að líkama sínum. ■ J SUMAR er áætlað að byija tökur á Good Morn- ing, Vietnam 2 með Robin Williams eftir handriti Mark Frost, sem skrifaði Twin Peaks-þættina. í myndinni segir frá frekari æfíntýrum útvarpsmanns- ins Adrian Gronauer árið 1968 í þetta sinn í Chicago. Metsölubókin Uns sekt er sönnuð eftir Scott Turow er einhver al- skemmtilegasta lesning sem fæst fyrir þá sem vilja sökkva sér oní góðar saka- málasögur. ÞesS var ekki langt að bíða að hún yrði kvikmynduð í Bandaríkjun- um en myndin, með Harri- son Ford og Greta Scacchi, í aðalhlutverkunum, verður frumsýnd í sumar. Hún segir frá saksóknar- anum Rusty Sabich sem kærður er fyrir morðið á ástkonu sinni en í sögunni eru margræðir krókar og kimar og eftirminnilegar persónur. Leikstjóri er Alan J. Pakula en myndin gæti sett hann aftur á toppinn Ford og Scacchi í mynd Pakulas, Uns sekt er sönnuð. KVIKMYNDIR /Hverjar verda metsölumyndir vestra í sumar? Dick eða „Die Hard“ KAPPHLAUPIÐ um metsölumyndirnar hefst innan tiðar í Banda- rikjunum þegar hver stórmynd sumarsins á fætur annarri er frum- sýnd og öllu Hollywood- veldinu eins og það legg- ur sig er telft fram til sigurs. Sumarið í fyrra ein- kenndist mjög af fram- haldsmyndum og ótrúleg- um vinsældum einnar myndar, Batman. Sáralítið hefur i rauninm eftir Arnold Indriðoson breyst, alls verða frum- sýndar sjö fram- halds- myndir í sumar og svo gæti farið að önnur teiknimyndahetja, Dick Tracy, nái tindi dollara- fjallsins. Flest þar á milli er spenna og hasar með Die fíard 2, Total Recall, 48HRS 2, RoboCop 2 og Presumed Innocent fremst- ar í flokki. Það þarf varla að kynna þessar með tölu- stöfunum en Total Recall er nýr og eftir því sem fréttir herma verulega ljót- ur framtíðarþriller með Arnold Schwarzenegger undir leikstjórn Hollend- ingsins Paul Verhoeven (sjá fyrir ofan) og Pres- umed Innocent er Harrison Ford þriller eftir metsölu- bók Scotts Turows, sem komið hefur út á íslensku undir heitinu, Uns sekt er sönnuð (sjá fyrir ofan). Aðrar sem þátt taka í kapphlaupinu og spáð er fremstu sætum eru Days of Thunder, kappaksturs- mynd með Tom Cruise, Bird on a Wire, John Bad- ham-mynd með Mel Gibson og Goldie Hawn, Aftur til framtíðar III, Air America, enn ein Víetnammyndin í þetta sinn með Gibson, Arachnophobia (Kónguló- arfælni), úr smiðju Disneys og Spielbergs um kóngulær sem ráðast á friðsælan smábæ, My Blue Heaven, gamanmynd með Steve Martin og Rick Moranis, Taking Care of Buisness, gamanmynd með James Belushi og Charles Grodin, Gremlins 2, Young Guns 2 og Quick Charge með Bill Murray. Og svo eru það allar hin- ar, sem ekki er spáð sérs- takri velgengni en gætu komið öllum á óvart. Þar á meðal eru myndirnar The Desperate Hours, nýjasta mynd Michael Ciminos með Mickey Rourke, Exorcist 3 eftir William Peter Blatty með George C. Scott, Gost eftir Jerry Zuker úr ZAZ- genginu, Memphis Belle, David Puttnam-mynd úr seinn’a stríðinu, Mo’ Better Blues eftir Spike Lee og síðast en ekki síst, Miller’s Crossing eftir þá Coen- bræður Joel og Ethan. Miklu fleiri myndir verða á dagskrá vestra í sumar en þessar ættu að gefa ein- hveija hugmynd um hvert stefnir. í þetta sinn virðast hörkulegar hasarmyndir vera ráðandi. Þær verða örugglega bannaðar börn- um svo Dick Tracy með Madonna og Beatty í Dick Tracy; smellur hún eða skellur? Warren Beatty og Mad- onnu virðist í fljótu bragði ein af fáum sem gæti höfð- að mest til þess aldurshóps sem skapa metsölumyndir; krakkanna (Aftur til framtíðar 3 er önnur). Myndin gæti vel orðið skellur (Madonna er engin Jack Nicholson) en ef rán- dýr auglýsingaherferðin tekst og ef fylgi teikni- myndahetjunnar í amerísku þjóðarsálinni er eitthvað í líkingu við Bat- man, er Dick Tracy örugg í efsta sæti.(Sjá spá undir- ritaðs) SPAIN 1. Dick Tracy 2. Die Hard 2 3. Total Recall 4. Aftur til framtíðar 3 5. Days of Thunder 6. RoboCop 2 7. Arachnopohobia 8. Gremlins 2 9. 48HRS 2 10. Bird on a Wire eftir mörg mögur ár og misheppnaðar myndir. Hann gæti svosem klúðrað sögunni algerlega en líklega og vonandi verður hún ein af metsölumyndunum í sumar. Harrison Ford fór úr Indiana Jones hamnum og tók hlutverk Rustys mjög alvarlega. Til að komast sem best inní hið lögfræði- lega andrúmsloft fylgdist hann með glæparéttarhöld- um og flutti inní saksókn- araskrifstofur í einhverri stórglæpaborginni. Þetta smitaði út frá sér og aðrir leikarar tóku að gera sams- konar hluti, m.a. Paul Winfield, sem leikur dómar- ann í sögunni, en hann hitti og fylgdist með dómurum í Detroit. IBIO Hvenær megum við eiga von á sumarmyndun- um að vestan? Miðað við undanfarin ár koma þær helstu hingað tveimur og upp í fjórum mánuðum eftir frumsýningu í Bandaríkjun- um sem gæti þýtt að þær fyrstu komi seinni partinn í júlí og síðan koll af kolli fram í september, október. Því hefur stundum verið haldið fram að sumarið sé enginn gósentími fyrir íslensk kvikmyndahús en ef myndir eru góðar virðast þær ganga hvenær sem er. Metaðsókn varð t.d. á Bond-myndina Licence to Kill um mitt síðasta sumar og lenti hún í þriðja sæti yfir mest sóttu myndir síðasta árs. Talsverður spenningur hefur þegar myndast í kringum sumarmyndimar og sagði Ingvi Þór Thor- oddsen staifsmaður í Bíó- höllinni að þeir fengju um 50 fyrirspumir á dag frá fólki sem vildi vita hvenær Die Hard 2 bytjaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.