Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1990
hlauptu." Þeir hlupu í átt að lítilli,
fúlli tjörn, þar sem Lynn-Allen féll.
Tvær kúíur sprungu þegar þær
hæfðu hann í höfuðið. Evans hefur
aldrei getað gleymt þessari liræði-
legu sjón, sem hefur fylgt honum
stðan eins og martröð á hverri nóttu
í háifa öld.
Andartaki síðar fékk Evans skot
í hálsinn og hann hneig í tjörnina.
Hann telur að það hafi verið krafta-
verk að honum tókst að komast upp
á yfirborðið. Þá sást ekkert til árás-
armannsins, en liann heyrði
skothríð og hróp. „Ég reyndi að
klifra upp á bakkann og fékk kúlu
í öxlina. Síðan skreið ég að lim-
GAMALL þýzkur hermaður hefur lýst sig fúsan til að bera vitni
gegn fyrrverandi yfirmanni sínum í öryggissveitum SS, Wilhelm
Mohnke, sem hefur verið sakaður um að hafa fyrirskipað morð á
85 óvopnuðum, brezkum stríðsfongum skammt frá Dunkirk (Dun-
kerque) í lok maí 1940 - í þann mund er Bretar hörfuðu frá
meginlandi Evrópu og Þjóðverjar sóttu inn í Frakkland.
alið er að Þjóðveijar hafi
aldrei myrt eins marga
brezka hermenn í stríðinu.
Enginn þýzkur hermaður
hefur fengizt til að bera
vitni gegn Mohnke fyrr en
nú og síðan stríðinu lauk
hefur hann aldrei verið dæmdur
fyrir morðin á föngunum og fleiri
glæpi, sem hann hefur verið sakað-
ur um, vegna „skorts á sönnun-
um.“ Því er haldið fram að alls
hafi hann fyrirskipað morð á 1.000
brezkum, bandarískum og
kanadískum stríðsföngum.
Mohnke var í hópi síðustu nazist-
anna, sem dvöldust með Hitler í
neðanjarðarbyrgi hans í Berlín í
stríðslok, og hefur verið kallaður
„síðasti hershöfðingi Hitlers". Þeg-
ar „Foringinn“ hafði svipt sig lífi
gróf Mohnke líkið. Hann var fangi
Rússa í 10 ár eftir stríðið, en þegar
hann kom aftur til Þýzkalands var
honum sleppt að loknum yfirheyrsl-
um. Hann býr nú ásamt konu sinni
í Stemwarde skammt frá Hamborg,
er orðinn 79 ára gamall og fær 2
millj. króna á ári í eftirlaun frá
vestur-þýzka hernum.
Ný leyniskjöl
Fyrir tveimur árum fundust
leyniskjöl, sem bentu til þess að
Mohnke væri sekur, og ný rannsókn
var hafin í máli hans í Vestur-
Þýzkalandi. I skjölum voru meðal
annars nöfn fleiri SS-manna, sem
höfðu verið við-
riðnir fangamorð:
in hjá Dunkirk. í
ljós kom að nokkr-
ir þeirra voru enn •
á lífi og búsettir í
Þýzkalandi. Einn
þessara manna var gamli hermað-
urinn, sem nú hefur boðizt til að
bera vitni, Heinz Schmidt.
Schmidt var óbreyttur hermaður
í SS og segir í eiðfestri yfirlýsingu
að hann hafi séð Mohnke yfirheyra
fangana og skipa þeim að afhenda
kenniplötu sínar áður en þeir hafi
verið leiddir burtu og skotnir. Síðan
fylgdist hann með því þegar menn
undir stjórn Mohnke úr sjálfri
lífvarðarsveit Foringjans, Leib-
standarte Adolf Hitler, tóku brezku
fangana af lífi.
Stríðsfangarnir voru úr tveimur
deildum brezka stórskotaliðsins og
tóku þátt í að veija undanhald Breta
til Dunkirk, þar sem fjöldi skipa
beið þeirra. Menn Mohnke ráku
fangana inn I hlöðu og köstuðu
handsprengjum á eftir þeim. Aðrir
fangar voru skotnir í bakið við
hlöðudyrnar. Nokkrir fangar voru
skildir eftir lífshættulega særðir og
fengu hægt og kvalafullt andlát.
Atburðurinn gerðist 28.maí 1940
á engi skammt frá þorpinu Worm-
houdt, um 20 km suður af Dun-
kirk, samkvæmt frásögn Tom Bow-
er, sérfræðings í stríðsglæpum, í
Daily Telegraph. Brezku hermenn-
irnir voru slæptir, svangir og ringl-
■ ERLEND mm
HRINGSfÁ
eftir Gudm.Halldórsson
aðir eftir 12 daga undanhald frá
Vaterló í Belgíu, en hlýddu umyrða-
laust þegar þeim var skipað að
grafa sig niður, hrinda árás Þjóð-
veija á þorpið og beijast „til síðasta
manns og síðustu byssukúlu“.
Klukkan fimm um morguninn
hófu Þjóðveijar kröftuga stórskota-
árás af nokkurra kílómetra færi.
Þótt vopn Bretanna væru gömul
og fátækleg og skotfæri þeirra af
skornum skammti urðu Þjóðveijar
að gera hlé á árásinni um tíuleytið
vegna „mjög harðrar" mótspyrnu.
Brezku hermennirnir urðu skot-
færalausir og rennblotnuðu þegar
þrumuveður brast á með hellirign-
ingu. Yfirmenn þeirra voru flúnir
til Dunkirk. „Við vorum einir og
yfirgefnir," sagði Bert Evans, einn
þeirra Breta, sem af komust. „Um
fjögurleytið höfðum við engin vopn
til að beijast með.“ Þá heyrði hann
Þjóðveija í svörtum einkennisbún-
ingi segja: „Stríði þínu er lokið,
brezki hermaður.“
Hálftíma síðar stóðu Evans og
80 aðrir blautir og slæptir brezkir
hermenn á engi skammt frá Worm-
houdt og fylgdust með þýzkum liðs-
foringja skamma undirmann sinn.
Þessi liðsforingi var Wilhelm
Mohnke, sem hafði tekið við stjórn
árásar Leibstandarte Adolf Hitler
einum og hálfum tíma áður. Hann
var 29 ára, höfuðsmaður að tign,
hraustur hermaður og eldheitur
nazisti og hafði verið í lífvarðar-
sveitinni frá stofn-
un hennar. Yfir-
1 maður lífvarðarins
var Sepp Dietrich,
. sem Hitler hafði
„meira álit á en
öllum öðrum her-
foringjum" að eigin sögn. Seinna í
stríðinu tók Mohnke við af Dietrich.
„Skjótið þá!“
Nokkrir brezku hermannanna í
Wormhoudt skildu þýzku og fylltust
óhug þegar þeir hlýddu á Mohnke
ávíta undirmann sinn, Heinrichs
lautinant. Einn þeirra hvíslaði: „Guð
minn góður, þeir taka enga fanga.“
Seinna bar undirforingi úr SS,
Oskar Senf, að Mohnke hefði sagt:
„Hvað á það að þýða að koma með
fanga þvert ofan í fyrirmæli?“ og
skipað Heinrichs „að skjóta þá.“
I brezkri skýrslu um málið sagði:
„Mohnke gaf skipun um að fang-
arnir skyldu skotnir. Ekki er ná-
kvæmlega vitað hvort Mohnke hafi
ákveðið hvernig staðið skyldi að
morðunum, eða hvort þijótarnir,
_sem valdir voru til að fremja verkn-
aðinn, hafi verið látnir um það, en
þó má gera ráð fyrir að hann hafi
valið staðinn." Að sögn Tom Bow-
ers bendir flest til þess að Mohnke
hafi fengið skýlaus fyrirmæli frá
æðri stöðum um að skjóta fangana.
SS gaf þá skýringu á atburðinum
að einn fanganna hefði sært vörð
með handsprengju eða skammbyssu
þegar þeir hefðu verið fluttir á nýj-
Þeir urðu eftir: brezkir fangar í
an stað, að komið hefði til átaka
og fangarnir fallið. Fangar, sem
komust lífs af, kváðu þetta „rætna
lygi“-
Þegar Mohnke hafði skammað
Heinrichs fóru Senf og 12 aðrir
SS-hermenn með fangana burtu,
ýttu þeim á undan sér með byssu-
stingjum, spörkuðu í þá og börðu
þá með byssuskeftum. A leiðinni
urðu nokkrir fangar vitni að því að
fjórir brezkir hermenn voru brennd-
ir lifandi í bifreið og Evans sá 15
brezka hermenn tekna af lífi.
Fangarnir voru reknir út á engið
og að lítilli hlöðu, þar sem nokkur
tré stóðu í þyrpingu. Evans gekk
Dunkirk.
síðastur ásamt Lynn-AUen höfuðs-
manni, eina liðsforingjanum í hópn-
um. Þegar þeir komu að hlöðudyr-
unum kvartaði Lynn-Allen yfir
þeirri meðferð, sem fangarnir
sættu. Vörðurinn svaraði á ensku:
„Huglausi Englendingur, það kom-
ast nógu margir fyrir þegar þú
verður farinn." Um leið dró hann
upp handsprengju og kastaði henni
á eftir Lynn-AIlen þegar hann gekk
inn í hlöðuna.
„Flýttu þér, hlauptu!“
Lynn-Allen togaði ósjálfrátt í
Evans, sem særðist á öðrum hand-
legg, og hrópaði: „Flýttu þér,
MORÐIN
í WORMHOUDT
Síðasti hershöfðingi Hitlers
sakaður um morð á 85 brezkum föngum