Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 32
32 C MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1990 p r £-Q sé cá> þu borgarmér 2öOo krónur'" Þú skalt ekkert hugsa um þessa svakalega dökku. Þeir eru allir á förum ... Með morgunkaffinu Vildi óska ég hefði aldrei tekið upp myndina með Tryggva. Á FÖRNUM VEGI Glæfra- legt Það f innst mörg- um glæfralegt að •' K j sjá bjargweiði- mennina þar sem þeir fikra sig eftir syllunum í bjarg- 'í ‘y inu, oftátíðum óbundnir, tii þess að nálgast eggin ' 'rY'* -2>v* ] og tugum metra - \ , 3;; neðan við þá er hafið. ■ 4 Jón Þór þykkur um miðjuna. V estmannaeyjar: Eggjahljóð í Eyjamönnum Vestmannaeyjum. Drasl á KR- svæðinu Til Velvakanda. * Igangi er fegrunarátak í Vest- urbæ. Sá er þetta skrifar er nágranni KR-svæðisins þar. Þar er til mikillar skammar drasl í kringum malarvöllinn, þar á meðal miklar netaflækjur sem hafa verið notaðar undanfarin ár, ryðgaður gámur undir auglýsingaspjöld og annað drasl. Sá er þetta skrifar skorar á Knattspyrnufélag Reykjavíkur að sjá til þess að svæði KR sé ávalt þeim sjálfum og öllum Vesturbæ- ingum til sóma. Vesturbæingur Ofháttgjald Til Velvakanda. * Eg sá það í Velvakanda á dögun- um að unglingar voru að kvarta undan því að Ráðningar- skrifstofa bænda, sem sér um að ráða krakka í vinnu við sveitastörf, taki þrjú þúsund krónur fyrir að ráða og borgi ekki til baka þó eng- in vinna fáist. Eftir því sem í grein- inni segir eru krakkarnir látnir halda þessari skrifstofu uppi. Þetta fínnst mér forsmán að heyra. Þetta eru krakkar sem eru að koma út úr skólum og eiga flest þeirra engva peninga svo foreldrar þeirra verða að borga þessa upphæð. Hvert sem þessir peningar fara, sem skrifstofan tekur fyrir að punkta þau niður, álít ég nóg að teknar væru 500 krónur fyrir svona ráðningu. Svo ætti að endurgreiða þeim krökkum sem ekki fá vinnu. Ingimundur Sæmundsson Týnd læða essi læða hvarf frá Hagamel 19 fyrir skömmu. Vinsamleg- ast hringið í síma 615741 eða 11685 ef hún hefur einhvers staðar komið fram. VORDAGAR eru sæludagar bjargveiðimanna í Eyjum. Þeg- ar lokadagur vertíðar nálgast, neta- bátar taka upp veiðarfæri sín og áhafnir 'fagna góðum afla þá er vertíð bjargveiðimanna í Eyjum að hefjast. Þegar komið er fram undir miðj- an maí fer fiðringur um tær bjarg- veiðimanna. Lundinn er sestur upp fyrir þó nokkru og farið að styttast í veiðitímann en áður en að honum kemur þá er það eggjatíminn sem kallar. Bjargveiðimenn fara í ferðir til fýls- og svartfuglseggjatöku. Fyrst eru það fýlseggin en svart- fuglinn verpir nokkru seinna en fýllinn. Það finnst mörgum glæfralegt að sjá bjargveiðimennina þar sem þeir fikra sig eftir syllunum í bjarg- inu, oft á tíðum óbundnir, til þess að nálgast eggin og tugum metra neðan við þá er hafið. En þetta lítur öðruvísi út í augum bjargveiði- mannanna og þeir njóta hverrar stundar í bjarginu. Bjargveiðimenn í Álsey fóru til eggjatöku fyrir skömmu og voru ánægðir með afrakstur dagsins, 700 egg höfðu þeir meðferðis til lands. Þeir sögðu að fýllinn hefði ekki verið fullorpinn, reyndar hefði varpið rétt verið að byija. Eggin selja bjargveiðimennirnir Eyjabúum þegar til lands er komið og þykja þau mikið hnossgæti. Mörgum Eyjamanninum finnst alls Víkyerji skrifar Miklar hræringar hafa að und- anförnu verið á sviði hinna svonefndu ftjálsu útvarps- og sjón- varpsstöðva. Menn eru hættir að átta sig á hver er að skilja við hvern og hver er að sameinast hveijum — eða hvurs er hvað. Um þetta var þráttað í „heita pottinum" einn daginn og menn alls ekki sammála um hvernig kom- ið væri hjá einstökum stöðvum. Er það í raun skiljanlegt því að það sem var í gær getur verið breytt á morgun. Víkveiji fylgdist ekki grannt með umræðunni, en lagði við hlustir, þegar talið barst að dagblöðunum. Ymsir töldu, þegar sjónvarpið hóf útsendingar hér um árið, að það myndi ganga af blöðunum dauðum, en sú spá hefur ekki reynst rétt. Fréttaþyrst þjóð lætur sér ekki nægja reykinn af réttunum. Einn laugargesta sagði að athyglisverð- um fréttum væri mjög sjaldan gerð tæmandi skil í utvarpi og sjónvarpi og það kannski að vonum þar sem fréttatímanum væri það þröngur stakkur skorinn. Heildarmynd fengi hann sjaldan góða fyrr en hann hefði lesið Morgunblaðið sitt. Þá væri svo margt annað að gerast, sem ekki væri minnst á í útvarpi eða sjónvarpi, en blöðin skýrðu frá. Utvarp og sjónvarp gætu aldrei komið í þeirra stað hversu vel sem til jtækist með reksturinn. í þessu sambandi má einnig benda á að blöðin eru alltaf tiltæk og lesendur ekki bundnir við ákveð- inn tíma. Hægt er að grípa til þeirra hvenær sem er og sá lestur truflar ekki aðra á heimilinu eins og oft vill verða þegar glymur í útvarpi og sjónvarpi. Fjölmiðlarnir fengu margir hveij- ir ekki góða dóma þarna í pottinum, en menn voru samt sammála um að án þeirra væri ekki hægt að vera. XXX ær öru breytingar, sem nálgast byltingu, sem orðið hafa í heiminum og einstökum þjóðfélög- um á síðustu árum og áratugum kalla að sjálfsögðu á breytta at- vinnuhætti. Við íslendingar, sem vorum áður einangruð eyþjóð, erum nú komnir inn í miðja hringiðuna, hvort sem okkur líkar það betur eða ver. Öllum en ljóst að okkur er nauð- syn á að auka fjölbreytni í atvinnu- lífinu. Það hefur tekist á sumum sviðum, en því miður virðast stærstu átökin, loðdýraræktin og fiskeldið, vera að renna út í sandinn, frá sjónarhóli leikmanns fyrst og fremst vegna þess hve rangt var að málum staðið. Nú er talað um að móttaka er- lendra ferðamanna geti orðið væn- leg atvinnugrein. Vafalaust er það rétt. Menn verða þó að gæta þess að fara ekki offari og að of margir sláist um sama bitann. í þessu sambandi er athyglisverð sú hugmynd að hér verði komið upp sjúkrahúsi eða heilsuhæli til bækl- unaraðgerða. Dæmið snúist þannig við, að í stað þess að flytja út lækna færum við að flytja inn sjúklinga. Þessi hugmynd er vissulega þess virði að hún sé tekin til alvarlegrar íhugunar. Víkveiji hefur trú á að fyrir henni sé ekki aðeins til pappírsgrundvöllur. ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.