Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1990
C 11
p-tó' ffislandog*
*rs£ **ium
ldvagninn'
HHGF'RÆDI/Hvad segir OECD?
Stóridómur OECD
Skýrsla Efhahags- og framfarastofhunarinnar (OECD) um
íslensk efnahagsmál hefur að vonum vakið nokkra athygli. íslensk-
ir stjórnmálamenn hafa raunar litið á þessa skýrslu sem einhvers
konar stóradóm um hagstjórn síðustu ára, og tína til það sem
helst hentar. Athuganir OECD á íslenskum efnahagsmálum eru
ekki nema að litlu leyti byggðar á sjálfstæðum athugunum, enda
kemur í ljós að spár stofhunarinnar eru samhljóða spám Þjóðhags-
stofnunar. Þessar skýrslur eru þó uin margt athyglisverðar enda
er glöggt gests augað. Hér er ætlunin að kynna þessa skýrslu
°g leggja út frá henni.
eftir Siguró
Snævarr
OECD er samtök helstu iðnr-
íkja heims. Rætur stofnunar-
innar má rekja til Marshall að-
stoðarinnar, en fyrirrennara
OECD var komið á laggirnar af
Bandaríkja-
mönnum í
tengslum við út-
hlutun aðstoðar
og til að auka
efnahagssam-
vinnu milli Evr-
ópuríkja. Á árinu
1960 var nafni
stofnunarinnar
breytt í OECD og þá urðu ýmis
ríkustu lönd heimsins aðilar.
Verksvið OECD hefur síðan eink-
um verið ráðgefandi.
OECD birtir reglulega yfirlits-
skýrslur um efnahagsmál í hvetju
aðildarlandi, en skýrslur um Is-
land eru gefnar út á 18 mánaða
fresti. Þannig kom skýrslan á
undan þessari út í nóvember 1988.
Þeirri skýrslu var ekki fagnað af
ráðamönnum hérlendum og voru
fleyg þau orð Steingríms Her-
mannssonar, forsætisráðherra, að
hann nennti ekki að lesa skýrsluna
enda væri um að ræða þýðingu á
rausi úr einhveijum fijálshyggju-
mönnum.
Megin kostur hinnar nýju
skýrslu er hversu greinandi hún
er og segja má að um ákveðinn
rauðan þráð sé að ræða í þessari
bláu bók. Greint er annars vegar
frá, hvemig hagstjórn og hag-
stjórnarskilyrðum var háttað fyrir
um miðjan þennan áratug og hins
vegar frá þeim breytingum sem
gerðar hafa verið og þeim vanda-
málum sem nú blasa við.
Sú greining á hagstjórn fyrri
tíma sem fram kemur í skýrslunni
er einkar athygiisverð. Niðurstað-
an er sú að fram til 1983 hafi
hér ekki verið nein efnahags-
stjórn. Eftirfarandi ályktun er að
finna á blaðsíðu 25:
„I reynd var peningastefnunni,
raungenginu, tekjustefnunni beitt
til endurdreifingar þjóðarauðsins,
hinum tveimur fyrstu með niður-
greiddum lánum til atvinnuveg-
anna og breytingum á viðskipta-
kjörum í krónum, hinum tveimur
síðari með beinni hætti... Skort-
ur á nægjanlegri hagstjóm með
jöfnun sveiflna að markmiði leiddi
til erlendrar lántöku, sem ætlað
var að brúa bilið milli þjóðartekna
og útgjalda ... Hins vegar var
þetta kerfi orðið óstöðugt — og
hugsanlega explosivt — með hrað-
vaxandi verðbólgu og erlendri
skuldsetningu. Við þau skilyrði
bar lífsnauðsyn til að laga inn-
lenda eftirspurn að framleiðsluge-
tunni og til þess að það mætti
takast varð að endurbæta og stilla
upp á nýtt helstu hagstjórnar-
tækjum." Hér er talað tæpitungu-
laust,
Breytingar í átt til virkari efna-
hagsstefnu má rekja til aðgerð-
anna 1983, en einnigtil breytinga
í peningamálum, einkum varðandi
ákvörðun vaxta og breytinga á
afurðalánakerfinu. Víða í skýrsl-
unni er drepið á nauðsyn frekari
aðgerða í fijálslyndisátt, s.s. að
opna fjármagnsmarkaðinn fyrir
erlendum straumum, bæði með
heimildum til fjárfestinga í verð-
bréfum og í atvinnulífi. I niðurlag-
skafla skýrslunnar segir um fjár-
festingar erlendra aðila í íslensku
atvinnulífi: „Breytingar í átt til
meira fijálsræðis í þessum efnum
fælu í sér sterkari stöðu til að
auka fjölbreytni efnahagslífsins.
Þetta er nauðsynlegt ef takast á
að nýta til fullnustu þá möguleika
sem eru til staðar í iðnaði og þjón-
ustugreinum, nú á tímum þegar
útlit er fyrir að framleiðsla sjávar-
afurða aukist lítið og vinnuaflseft-
irspurn í sjávarútvegi dragist
saman. Aukið hlutverk markaðar-
ins ætti að auðvelda þessa aðlög-
un og stuðla að því að skapa að-
stæður fyrir hagvöxt og efna-
Sú niðurstaða er í fullu gildi, að tekjustefnan sem hér hefúr tíðkast og felur í sér að bjóða skatta-
lækkanir/útgjaldahækkun fyrir lægri launahækkanir, er ekki árangursrík og leiðir til óstöðugleika
þegar til lengdar lætur. Þetta kann að vera skynsamlegri skýring á sveiflum í hagkerflnu heldur en
að þær megi að öllu rekja til óstöðugra aflabragða.
hágslegt jafnvægi."
Sérstaka athygli vekur, að eng-
inn gaumur er gefin þeirri milli-
færslupólítík sem ríkisstjórnin
fylgir, sem sannarlega er ekki í
anda þess boðskaps sem skýrslan
flytur.
Umfjöllun um vinnumarkað í
skýrslunni er athyglisverð og á
köflum nokkuð djörf. Gengið er
út frá því, að launamyndun á ís-
landi sé óvenju miðstýrð, og því
til sönnunar er bent á hversu
hátt hlutfall launþéga sé í stéttar-
félögum og hversu mikill þáttur
ríkisvaldsins hefur verið í launa-
mynduninni. Afleiðingar þessa
telja skýrsluhöfundar vera að
kaupmáttur launa lagist hraðar
að breyttu efnahagsástandi en
víða annars staðar. Hins vegar
er bent á að sveiflur í kaupmætti
launa hafi verið óþarflega miklar,
þar sem sveifiur í framleiðni valdi
enn meiri sveiflum í raunlaunum.
(Þessi tilgáta er studd tölfræði-
legri greiningu, sem um margt
er hæpin). Uppbygging verkalýðs-
hreyfingar á Islandi styður
trauðla þessa tilgátu, því Alþýðu-
samband íslands er nánast „regn-
hlífarsamtök" með lítið miðstjórn-
arvald. Á hinn bóginn er sú-niður-
staða í fullu gildi, að tekjustefnan
sem hér hefur tíðkast og felur í
sér að bjóða skattalækkanir/út-
gjaldahækkun fyrir lægri launa-
hækkanir, er ekki árangursrík og
leiðir til óstöðugleika þegar til
lengdar lætur. Þetta kann að vera
skynsamlegri skýring á sveiflum
í hagkerfinu heldur en að þær
megi að öllu rekja til óstöðugra
aflabragða.
Þegar á heildina er litið felst í
skýrslunni mikill stuðningur við
þau skref sem stigin hafa verið
hér á landi í fijálsræðisátt, einatt
í andstöðu við þá sem nú standa
við stjórnvölinn.
CAMP-UT '90 TJAIDVAGNARNIR ERU KOMNIR!
nn
Simi 18833
Oðrumsi staður
Árshátíöir eru okkarfag!
Þríréttaður árshátíðarmatur kr. 2.700,-
Dansleikur að hætti Óperukjallarans
fyrir smærri fyrirtæki og hópa.
Opnunartími: Opið frá kl. 18.00
þriðjudaga - miðvikudaga - fimmtudaga - föstudaga - laugardaga
Úrvalið og gœðin hafa alcirei verið meiri
... ■
Það er næsta fullvíst að Camp-let hefur fallið íslendingum best allra
tjaldvagna, enda er frágangur þeirra rómaður og telja eigendur
þeirra þá best fallna fyrir íslenskar aðstæður. í ár kynnum við nýja
Royal tjaldvagninn sem er örugglega glæsilegastur allra tjaldvagna!
Kynntu þér kosti keppinautanna og þá sérðu að það er
ekki um aðra kosti að ræða en Camp-let.
** Sémokk/
eld.
avéi
a*&/ör-
jónsson
eldi í Evrópn-
sá tnest s
& Co.
/rs/
* /*?3/
Sundaborg ll Sími 91 -686644