Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1990 Steinunn G. Arna- dóttir - Minning Fædd 18. júní 1898 Dáin 11. maí 1990 , Langur lífdagur er að kveldi kominn. Hinir dánu eru vinir sem dauðinn getur ekki svipt oss. (A. Maurois.) Minningin lifir áfram og vináttan vermir sem fyrr. Steinunn Arnadóttir lést á Elli- heimilinu Grund þann 11. maí síðastliðinn. Hún sleit barnsskónum í stórum systkinahópi í faðmi hún- vetnskra dala og fyrstu sporin hef- ur hún tekið á öldinni sem leið. Snemma vaknaði áhugi hennar á öllu því sem tengist umönnun og var æðsta takmark hennar að fá að verða ljósmóðir. Á þeim árum var það tveggja mánaða nám en hún átti ekki kost á því. Hún þurfti snemma að fara að vinna fyrir sér en alltaf blundaði hjá henni þessi þörf og þrá að fá að hjálpa öðrum, hlúa að og umgangast lítil börn. Steinunn var í vist og við önnur störf bæði á Norður- og Suðurlandi þar til hún giftist eiginmanni sínum, Guðjóni Marteinssyni, árið 1928. Þau eignuðust þrjá syni en aðeins einn þeirra, Marteinn, komst á legg. Tengdir leiddu okkur Steinunni saman árið 1962. Þá kvæntist son- urinn systur minni, Gerði. Frá þeirri stundu hefur Steinunn verið vinur og verður hér brugðið upp nokkrum minningabrotum nú á skilnaðar- stundu. Brúðkaup þeirra Gerðar og Mar- teins fór fram í fæðingarbæ brúðar- innar, Akureyri. Þetta voru á marg- an hátt ógleymanlegir dagar, m.a. vegna þess að við unga fólkið buð- um þeim eldri með okkur í kvik- myndahús. Fyrir valinu varð bíóhús góðtemplara á staðnum í trausti þess að þar væri ekki sýnt annað en það sem saklausar og viðkvæm- ar sálir þyldu á að horfa. Á tjaldinu birtist síðan eitt frægasta verk Hitchcoeks, Psycho, og er vitað til þess að Steinunn hafi aðeins einu sinni farið í kvikmyndahús eftir þetta og lái henni hver sem vill. Hún átti það til að minna okkur góðlátlega á að þetta hefði hún aldr- ei fyrirgefið. Það var gott að koma til Stein- unnar og Guðjóns á hlýlega heimil- ið þeirra á Brávallagötunni. Þau voru fróð og víðlesin og höfðu frá mörgu að segja. Minnisstæðast af öllu eru frásagnir þeirra af stríðsár- unum. Guðjón var þá togarasjómað- ur og siglt var með aflann til Eng- lands. Lifað var í stöðugum ótta því að ekkert fréttist af skipverjum nema þegar þeir voru í höfn. Áður hafði Guðjón lent í sjávarháska t IHjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA DAGBJÖRT ÞÓRARINSDÓTTIR, Hátúni 47, Reykjavík, andaðist föstudaginn 18. maí. Andrew Þorvaldsson, Sigrún Andrewsdóttir, Grétar Áss Sigurðsson, Kristín Andrewsdóttir, Kristján Jóhannsson, Hulda Hjálmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður, faðir, sonur og bróðir, ÞÓRÐUR MÁR ÞÓRÐARSON, Rauðási 21, Reykjavík, lést af slysförum laugardaginn 12. þ.m. Arndis Sævarsdóttir, Ruth Þórðar, Unnur Haraldsdóttir, Þórður Þ. Kristjánsson, Kristján Þórðarson, Helga Þórðardóttir, Unnur Þórðardóttir, Ómar Þórðarson, Haraldur Þórður Guðmundsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og systir, ÁRDÍS J. EINARSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur frá Hringsdal, sem lést á heimili sínu þann 17. maí, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni þriðjudaginn 22. maí kl. 15.00. Einar Bjarnason, Sigrún M. Einarsdóttir, Ásgeir S. Eirfksson, Álfheiður B. Einarsdóttir, Rikhard H. Hördal, Arndís Björk Ásgeirsdóttir, Lára Björk Hördal, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, og systkini hinnar látnu. t Útför föðursystur okkar, STEINUNNAR JÓNASDÓTTUR frá Njarðvík, fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 22. maí kl. 14.00. Hulda Einarsdóttir, Sigrún Einarsdóttir, Helga Egilsdóttir, Ólafur H. Egilsson. þegar Skúli fógeti strandaði árið 1933. Steinunn gekk þá með barn þeirra og var álagið og óvissan svo mikil að hún ól það fyrir tímann. Barnið dó skömmu síðar og var þetta í annað sinn sem Steinunn varð fyrir þessari átakanlegu lífsreynslu. Steinunn varð ekkja árið 1976. Þá hafði Guðjón gengið í gegnum langa og stranga sjúkdómslegu. Hann var oft sárþjáður og hefðu ekki allir getað staðið í sporunum hennar Steinunnar þá. Þessi fíngerða kona sýndi ótrúlegan styrk, ósérhlífni ogumhyggju. Þessi lífsreynsla mótaði skaphöfn Stein- unnar og styrkti hana í þeirri trú að lífshamingjan verður stundum dýru verði keypt. Steinunn fór tvisvar sinnum til Norðurlanda og taldi það vera með stærri viðburðum í lífi sínu. Hins vegar var hún sannfærð um að við íslendingar þyrftum ekki að öfunda aðrar þjóðir af nokkrum sköpuðum hlut. Steinunn var mikill barnavinur og veittu barnabörnin þijú, Guðjón, Halla Björk og Hannes Jón, henni mikla ánægju. Hún lifði fyrir þau alla tíð og var einnig gaman að sjá hvað þau voru tillitssöm og góð við ömmu sína. Fleiri börn, bæði ná- grannar og önnur, fengu að njóta hennar og var hún tíður gestur á róluvellinum við Hringbrautina. Sum börnin í hverfinu héldu meira að segja að hún væri ein af gæslu- konunum. Flest þessi börn eru orð- in fullorðin nú og hugsa til þess með hlýju að Steinunn gerði bestu pönnukökurnar, bestu kleinumar og besta flatbrauðið. Ekki bætti Steinunn sér bíómiss- inn með því að kaupa sjónvarp. Hún hlustaði hins vegar mikið á útvarp og fylgdist vel með öllu, bæði mönn- um og málefnum. Hún hafði mikla ánægju af að lesa minningabækur en á kvöldin las hún í bók bók- anna. Á góðri stundu tók hún fram Svartar fjaðrir og las ljóð Davíðs sér til ánægju. Eg handlék eina bókina hennar um daginn og opnað- ist bókin þar sem kvæðið „Ef sérð þú gamla konu“ blasti við þar segir á þessa leið: Ef sérð þú gamla konu, þá minnstu móður þinnar, sem mildast átti hjartað og þyngstu störfín vann og fómaði þér kröftum og fegurð æsku sinnar og fræddi þig um lífíð og gerði úr þér mann. Þú veizt, að gömul kona var ung og fógur forðum, og fátækasta ekkjan gaf drottni sínum mest. 0, sýndu henni vinsemd í verki og í orðum. Sú virðing sæmir henni og móður þinni bezt. Skáldið er að lýsa hetjum hvers- dagslífsins og Steinunn var ein af þeim. Hún átti marga samferðamenn og voru þeir tíðir gestir í stofunni hennar. Hellt var upp á könnuna, fínasta postulínið tekið fram úr stofuskápnum og boðið upp á kon- fekt á eftir kaffibrauðinu. Fyrir allmörgum árum þurfti Steinunn að gangast undir augn- uppskurð. Missti hún þá mikið til sjónina og gat lítið sem ekkert les- ið. Hannyrðir þurfti hún einnig að leggja á hilluna. Á þessum árum lærbrotnaði hún tvisvar og varð hún ekki söm eftir það. Dagarnir urðu henni langir og erfiðir og hún ósk- aði þess eins að mega kveðja þenn- an heim. Hún sagðist biðja skapar- ann þessarar bónar á hveijum degi og bætti við: „ — en Guð vill mig ekki — og ég sem er alveg gagns- laus hér.“ Þarna var Steinunni rétt lýst, hún fann til vanmáttar síns og saknaði vinanna sem farnir voru á undan. Kallið kom um síðir. Hún dó inn í birtuna og vorið — en vináttan lifir. _ Blessuð sé minning Steinunnar Árnadóttur. Sigríður J. Hannesdóttir t Móðir, tengdamóðir og amma, STEINUNN GUÐBJÖRG ÁRNADÓTTIR, Brávallagötu 42, Reykjavík, verður jarðsungin frá kapellgnni í Fossvogi mánudaginn 21. maí 1990 kl. 10.30. Marteinn Guðjónsson, Gerður Hannesdóttir, Guðjón Marteinsson, Halla Björk Marteinsdóttir, Hannes Jón Marteinsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON fyrrverandi skipstjóri og útgerðarmaður, Úthlíð 12, Reykjavík, sem lést 14. maí sl., verður jarðsunginn þriðjudaginn 22. maí kl. 13.30 frá Dómkirkjunni. Marta Sveinsdóttir, Sigurður Þ. Guðmundsson Ingibjörg Aradóttir, Ævar Guðmundsson, Sigrún F. Óladóttir, Sveinn Guðmundsson, Sigurveig Sigmundsdóttir, María Guðmundsdóttir, Kjartan Jóhannesson, Jörundur Guðmundsson, Jakobfna Þórðardóttir,. börn og barnabörn. t Eiginmaður minn, PÁLL BJARNASON, Hörgsdal á Síðu, lést 8. maísl. Útförin hefurfarið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd okkar allra, Elsa Bjarnason. t Innilegar þakkir færum við öllum ■ þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför SIGRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR, Álfatúni 31, Kópavogi, Guðrún Jörundsdóttir, Haukur Örn Dýrfjörð, Þorsteinn Emilsson, Sigurður J. Sigurðsson, Kolbrún Sigurðardóttir, Gunnar Kr. Sigurðsson, Guðmundur Sigurðsson, Barbara Sigurðsson, Óskar Sígurðsson, Guðrún Magnúsdóttir, Jón Sigurðsson, Jóhanna Hannesdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, - Guðbjörn Þórðarson, Jens Sigurðsson, Auður Fr. Halldórsdóttir. Góð vinkona er látin. Sátt við guð og menn. Á morgun, 21. maí, kveðjum við Steinunni G. Árnadóttur hinstu kveðju. Steinunn fæddist á Mosfelli í Svínadal Austur-Húnavatnssýslu 1. júní 1898. Hún var dóttir Höllu Guðlaugsdóttur og síðari manns- hennar Árna Hallgrímssonar, bæði ættuð úr Vatnsdal. Hún var næst- yngst 9 systkina. Hálfsystkini hennar sammæðra voru Valdimar, Magnús, Hafliði og Anna Tómasar- böm, en alsystkini Jóhanna, Ragn- heiður, Línbjörg og Lárus. Ámi og Halla bjuggu myndarbúi að Þverá í Hallárdal og þar eist Steinunn upp ásamt systkinum sínum og tveimur uppeldissystram, þeim Árnýju Höllu Magnúsdóttur og Önnu Gísladóttur. Laust eftir tvítugt ræður Stein- unn sig í vist á Sauðárkrók og seinna til Hafnarfjarðar. Eftir að hafa verið í vist hjá Sigríði Erlends- dóttur í Hafnarfirði fer hún að Rauðalæk í Holtum og hefur störf við ijómabúið. í þessari sveit hittir hún mannsefnið sitt, Guðjón Mart- einsson, f. 7.11. 1903, frá Hallstúni í Holtum, son hjónanna Marteins Einarssonar og Guðríðar Einars- dóttur, ættuð úr Rangárvallasýslu. Steinunn og Guðjón ganga í hjóna- band 19. október 1928 og flytja til Reykjavíkur og stofna heimili að Vatnstíg 16. Vorið 1937 flytja þau á Brávalla- götu 42 með son sinn Martein, f. 27. desember 1936. Áður höfðu þau eignast tvo drengi þá Hafstein og Þorstein en báðir dáið í frum- bernsku. Marteinn er tæknifræð- ingur að mennt kvæntur Gerði Hannesdóttur og eiga þau þijú börn semæra: Guðjón, f. 7.8. 1964, flug- virki hjá Arnarflugi, Halla Björk, f. 7.5. 1966, við nám í Noregi, og Hannes Jón, f. 22.11. 1974, í for- eldrahúsum. Á Brávallagötunni bjuggu þau æ síðan og undu vel við sitt. Guðjón stundaði sjóinn á sínum yngri árum og var einn. af þeim sem björguðust af Skúla fóg- eta í apríl 1933 þegar skipið strand- aði fyrir utan Grindavík. Seinni árin vann hann við netahnýtingar og sem vaktmaður Borgarspítalans meðan hann var í byggingu. Guðjón lést 11. febrúar 1976. Kynni okkar Steinunnar hófust fyrir hartnær 40 árum þegar ég nýfædd flyt á Brávailagötuna. Reyndar gerði ég mér ekki grein fyrir tilveru hennar fyrr en nokkru síðar, en frá þeirri stundu hefur hún ■ÁU.^écstakLrúm 1 hiarta mínu. Fyrsta mynd' mín afheiminum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.