Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1990 OG I.AGAKRÓKARMR eftir Hallgrím Thorsteinsson / mynd Björg Arnarsdóttir ÞAÐ ER líklega sama hvar í heiminum tveir íslendingar hittast — fyrr en varir eru þeir alltaf búnir að rekja sig saman á einhvern hátt. Menn eiga sameiginlega vini eða kunningja; hafa verið saman í skóla eða þá að mágkona ömmu annars er frænka besta vinar bróður hins — eða eitthvað álíka. Það eru alltaf einhver tengsl. Þetta er eitt af því sem gerir íslendinga að Islendingum. Fæðin og smæðin. Allir þekkja alla eða kannast a.m.k. við þá. Þannig var það líka þegar ég hitti ungan íslenskan Iögfræðing um daginn á miðri Manhattan í New York. Einn besti vinur hans og skólafélagi frá því í bamaskóla hafði verið með mér í menntaskóla. Sá náungi hafði líka verið blaðamaður á sínum tíma en var núna orðinn lögfræðingur. „Já, þekkirðu hann? Hann er helsti kontaktmaður minn í stéttinni heima núna,“ sagði lögfræðingurinn eftir að við höfðum sest við borð á mexíkönskum veitingastað á 50. stræti við Park Avenue. Þetta var í hádeginu. Staðurinn var fullur af ungum mönnum á uppleið, allir klæddir á hinn hefðbundna New York-hátt: í dökkum jakkafótum, hvítri skyrtu og bindi. Að líta yfir staðinn skilgreindi manntegundina „uppi“ í einni sjónhendingu. Upparn- ir (hér: Yuppies, Young Urban Professionals) í viðskiptalífinu á Manhattan klæða sig af einhveijum ástæðum á hefðbundnari hátt en uppar annarra stórborga í Banda- ríkjunum. Hér ríkir ekki bara bindisskylda heldur líka sú kvöð að menn séu ekki „smart“, ekki með neina stæla í klæðaburði. Hefðbundnu fötin segja: Ég er ekki að sýnast neitt, ég er ekta og ég ér „professional". Óneitanlega eru margir sem eru þannig að þykjast vera ekki að sýnast — en eru það samt. MAGNÚS GYLFI OG SUSAN THORSTENN vinnahlið við hlið á lög- mannsstofu sinni í stórborg- inni New York þar sem alls starfa nú um 70 þúsund lög- fræðingar. Magnús Gylfi, sem m.a. sá um uppgjör Hafskipsmálsins í Banda- ríkjunum á sínum tíma, mun vera fyrsti ísleadingurinn sem fær málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti þar í landi. En stór hluti af viðskiptum þeirra hjóna felst í lögfræði- legri aðstoð við Islendinga, fyrirtæki og einstaklinga sem stunda viðskipti á hinum lit- skrúðuga en oft torfæra Bandaríkjamarkaði. Kópavogur — Genf — Kaupmannahöfh En ekki Magnús Gylfi Þorsteinsson sem hér heitir Magnus Thorstenn. Hann flokk- ast líklega undir uppa en hann klæðist ekki í dökk jakkaföt og hvíta skyrtu og bindi til að sýnast. Hann klæðist svona af því hann er lögfræðingur. Lögfræðingar klæðast alls staðar eins. Mundir þú treysta lögfræðingi í hörbleikum Armani-fötum fyrir uppgjöri á dótturfyrirtæki Hafskips í Bandaríkjunum? Nei, ég bjóst ekki við því. Magnús Gylfi er 32 ára, giftur banda- rískri konu, Susan Thorstenn, sem er lög- fræðingur líka. Þau reka lögmannsstofuna Thorstenn og Thorstenn á 53. stræti á Manhattan í New York og búa í úthverfi norðan til í borginni. Magnús Gylfi er borinn og bamfæddur Reykvíkingur, ’57-módelið, og MR-ingur. Hann útskrifaðist úr Lagadeild Háskóla ís- lands 1983 og hafði ætlað sér að fara strax í framhaldsnám erlendis. En þá bauðst hon- um starf hjá bæjarfógetanum í Kópavogi. Vildi hann gerast dómarafulltrúi? Hann staldraði við í hálft ár. „Ég segi ekki að mér hafi leiðst starfið, en ég bara gat einhvern veginn ekki séð fyrir mér framtíðina í því að eyða lífinu í það að bjóða fólk upp á hveijum degi. Það voru ekki beint ögrandi aðstæður. Eg var ungur og forvitinn og mig langaði út til að bæta við mig. Þannig að ég fór til Evrópu. Ég fékk styrk frá austurrísku ríkisstjórninni til að kanna hin ýmsu mannréttindaákvæði sem eru í gildi út um allan heim. Meira að segja sovéska stjórnarskráin hefur að geyma ákvæði um mannréttindi. Ég var að athuga hvernig þessum ákvæðum er framfylgt — og hvernig framkvæmd þeirra væri háttað í hinum ýmsu löndum.“ Magnús var með stúdentaherbergi í Salz- burg. Hann var á þönum í eitt ár milli Genf- ar, þar sem Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur aðsetur, Vínarborgar, þar sem Mannréttindastofnunin er og Salzborg- ar, þar sem hann var innritaður í háskól- ann. Lögfræðideildin þar er í tengslum við McGeorge School of Law, nafntogaðan há- skóla á vesturströnd Bandaríkjanna, þar sem t.d. nýjasti hæstaréttardómari Banda- ríkjanna, Anthony Kennedy, kenndi. í þess- ari deild í Salzburg hefur verið smalað sam- an lögfræðingum frá öllum heimshornum til að nema alþjóðalög. Magnús vann að þessu verkefni samhliða því að skrifa rit- gerð sína um framkvæmd mannréttinda- ákvæða. Það var svo í tengslum við nám hans í alþjóðalögum sem hann fékk vinnu sem Iög- fræðingur hjá stóru lögmannsfirma í Kaup- mannahöfn í þijá mánuði hjá frændum okk- ar Dönum. „Skemmtilegt fólk,“ segir Magn- ús. Magnús gerði svo stuttan stans aftur í dómarafulltrúastarfinu sem beið hans ennþá í Kópavogi. En útþráin lét hann ekki í friði. Og í þetta skiptið var það ekki bara útþrá. Mála-æði Bandaríkjamanna „Aðalástæðan fyrir því að ég fór aftur frá Islandi var sú, að ég hafði kynnst banda- rískum lögfræðingi í Austurríki, sem er núverandi konan mín. Hún er frá New York. Hún hafði verið í þessu sama prógrammi og ég þarna úti í Austurríki og unnið hjá Sameinuðu þjóðunum. Nú, ég kom hingað í fyrsta skipti sem túristi eiginlega, haustið 1984. Ég hafði reyndar aldrei hugsað neitt út í það að fara til Bandaríkjanna. Ég hafði alltaf litið til Evrópu. Allir þeir sem ég þekkti og höfðu farið út til framhaldsnáms höfðu alltaf farið til Evrópu. Ég þekkti eng- an sem hafði farið hingað vestur.“ Magnús ákvað að taka meistaragráðu í viðskiptalögum hér og skráði sig í New York University. Hann vann með náminu en til þess að geta unnið sem lögfræðingur í Bandaríkjunum þurfa menn að gangast undir próf bandarísku lögmannasamtak- anna, The American Bar Association (sem eru ekki samtök kráareigenda. Bar í þessu samhengi er það sama og í starfsheitinu barrister). Það var Susan, eiginkona Magn- úsar, sem stakk upp á því að hann færi í prófið meðan hann var enn í námi. Þar sem bandarísku lögmannasamtökin viðurkenna lögfræðinám við Háskóla íslands, var ekk- ert því til fyrirstöðu að taka prófið. Einu skilyrðin voru þau að hann væri búsettur í New York-ríki og væri innritaður í skóla í ríkinu. Og Magnús Gylfi flaug í gegnum þetta tveggja daga próf og var skyndilega kominn í þann ört stækkandi hóp manna sem hafa lögmannsréttindi í Bandaríkjun- um. Lögfræðingum hefur fjölgað ört á allra síðustu árum hér vestra, t.d. úr um 50 þús- und í 75 þúsund í New York einni á 10 árum, aðallega þó á Wall Street. En markaðurinn virðist óþijótandi. Það er alþekkt að hér er farið í mál út af hveiju sem er. Nýlegt mál hefur t.d. vakið mikla athygli. Náungi, sem særðist í skotbardaga við lögregluna eftir misheppnaða tilraun við að ræna eldri konu í neðanjarðarlestinni, fór í mál við lestarfyrirtækið og fékk tugþús- undir dollara í skaðabætur í undirrétti. Ég spyr Magnús hvers vegna málaferli séu svona tíð hérna. „Ástæða þess að Bandaríkjamenn nota lögfræðinga meira til málaferla hér en ann- ars staðar, er að því er ég held sú að vegna stærðar landsins, fjölda fólks af ólíkum uppruna og vegna þess hvernig efnahags- kerfið er byggt upp, þá ertu svo oft að gera viðskipti við fólk sem þú þekkir ekki. Þetta leiðir óhjákvæmilega til tortryggni milli manna sem svo aftur leiðir til þess að menn krefjast þess að allt sé skrifað niður í samning áður en viðskipti eru gerð, helst 300 blaðsíður. Þú færð þér lögfræðing til að ganga frá samningnum og svo ef eitt- hvað ber út af í viðskiptunum, þá færðu þér lögfræðing til að fara í mál út af því og til að skera úr um það hvað það sé í raun- inni sem samningurinn segir til um. Þetta er beggja skauta byr fyrir okkur lögfræðing- ana. En ég held að það sé of mikið gert að því hér að búa til umgjörð sem síðan þarf að fá úrskurð um. Traust hér er ekki eins víðtækt og djúpt og meðal annarra þjóða. Þetta eru 50 ríki og það er óskaplegt flæði af peningum og fólki á milli staða. Þú veist ekki hvar maður, sem þú gerir viðskipti við í dag, er niðurkominn á morgun. Þú trygg- ir þig með góðum samningi. Flestir samn- ingar standast og flest viðskiptasambönd ganga vel en þegar vandamál koma upp þá eru þau iðulega svo flókin og í svo flókn- um samningi að það þarf lögfræðinga til að greiða úr flækjunni,- En svo er líka önnur ástæða fyrir þessu. Hún er sú að Bandaríkjamenn eru fólk sem er að Ieita að hinu áhættulausa þjóðfélagi, þar sem það tekur aldrei neina áhættu, hvorki persónulega né sem fyrirtæki { við- skiptum. Allir vita að þeir munu einhvern tíma deyja og sennilega detta illilega um koll og meiða sig svo sem eins og einu sinni á lífsleiðinni. Hér í Bandaríkjunum er þetta orðið þannig núna, að menn tryggja sig fyrir öllu. Fyrirtæki tryggja sig fyrir öllu og gegn öllu. Þetta viðhorf býr til rosalegan pott af peningum — tryggingafélög hér eiga gífurlega mikla peninga. Og einhvern veginn hefur skapast sú hugsun meðal fólks að það geti farið í mál þegar það dettur og meiðir sig og sótt þennan pening. Til þess sé hann. Hér er yfirleitt allt einhveijum öðrum að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.