Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. AI 1990 C 5 Teikning af hjúkrunarheimilinu í Grafarvogi, sem teiknistofan í Ármúla er að leggja síðustu hönd á og á að byrja að byggja á næsta ári. Þar verður iyúkrunarrými fyrir 90 aldraða langlegusjúklinga og fyrir dagdeild. Og búið er að tryggja góða lóð fyrir annað í nánd við Borgarspítal- ann. „Nú á eftir þjónustumiðstöðvunum getum við einbeitt okkur betur að þessum þætti, sem ríkið á að sinna en vanrækir, hjúkrunarheimilum fyrir aldraða," sagði Davíð Oddsson. ræðum, þegar því æviskeiði er náð. Reykjavíkurborg er einmitt að vinna eftir þeim línum núna.“ Dagvistarstofnanirnar í borginni eru nú orðnar 70 og nýlega bætt- ust þijár við og Davíð útskýrir þetta nánar: „Með nýjum heimilum og með breytingu og stækkun á gömlum heimilum er nú hægt að bjóða sífellt fleiri foreldrum upp á æ fleiri kosti. Áður var meginá- hersla lögð á fjögurra tíma leik- skóla fyrir alla, en nú er 5 til 6 tíma vist með þjónustu í mat að verða algengari. Nú er svo komið að 80% barna þriggja ára og eldri eru í leikskólum borgarinnar og ljóst er að takast mun á því kjörtímabili sem er að hefjast að fjölga tveggja ára börnunum úr 40% af aldursflokknum upp í 80%. Nú er svo komið í fjölmennasta hverfi borgarinnar með 25 þúsund manns, Breiðholtshverfum, að meira framboð hefur verið af leik- skólaplássum en eftirspurn. Því hefur verið hægt að taka venjulegt leikskólapláss þar og opna fötluð- um börnum þannig að þau blandist öðrum og hefur gefíst vel. En borg- in veitir nú árlega rúmum milljarði króna í byggingu og rekstur dag- vista fyrir böm.“ Við víkjum talinu að skólunum, en mörgum börnum bregður við eftir dagvistarþjónustu að fara í stuttan skóladag. „Hvað skólana varðar þá hefur verið mikil upp- bygging vegna fjölgunar borg- arbúa og nýrra hverfa, en til viðbót- ar hefur náðst meiri samfelldni, svo að 80% barna þurfa nú ekki að koma nema einu sinni á dag í skólann. Þá hafa æ fleiri skólar tekið upp gæslu á börnum fyrir og eftir skólatíma til að bæta upp þann stutta tíma sem skólakerfið ætlar yngstu nemendunum. Þetta hefur mælst vel fyrir og á síðast- liðnu ári notfærðu 800 börrí sér þessa þjónustu. Borgin hleypur þannig undir bagga meðan skóla- skyldan lengist ekki. Eg hefí ekki legið á þeirri skoðun minni og vil fylgja henni eftir, að ekki eigi aðeins að leggja áherslu á uppbyggingu á vönduðum dag- vistarstofnunum, heldur eigi líka að gera foreldrum sem vilja hafa börn sín heima það eins auðvelt og kostur er. Þetta er mín skoðun, þótt ég sé á hinn bóginn sannfærð- ur um að þjónustan á dagvistar- heimilum okkar sé ákaflega vel heppnuð. Besti vitnisburðurinn um það er hversu fáar kvartanir ber- ast, en þarna er verið að ijalla um þátt sem flestir gera mestar kröfur til, velferð yngstu borgaranna.“ Ný hjúkrunarheimili á döfinni Við erum komin vestur fyrir Læk, ökum upp Vesturgötuna fram hjá nýja heimilinu og þjónustumið- stöðinni fyrir aldraða við Vestur- götu og áfram vestur á Granda, þar sem gnæfa tvö ný háhýsi með íbúðum aldraðra, önnur með þjón- ustumiðstöð borgarinnar við Afla- granda fyrir hverfið. Það kallar á spurningar um þann málaflokk, ekki síst þar sem öldruðum fjölgar í landinu meðan börnum fækkar, og séð fram á að enn muni ijölga fjörgömlum á næstu árum. Um stöðu og framtíð þess málaflokks segir Davíð: „Fyrir sjö árum ákváðu borgar- yfii-völd að stuðla að því að fleiri byggingar, ætlaðar eldri borgurum, yrðu reistar. Áttu um það gott sam- starf við stærsta stéttarfélagið og byggingaraðila. Jafnframt var ákveðið að gera átak til þess að sem flestir gætu búið sem lengst í eigin húsnæði með því að reisa þjónustumiðstöðvar í hverfunum og endurskipuleggja þá þjónustu sem borgin veitir öldruðum. Og í þriðja lagi hefur borgin keypt íbúð- ir á jarðhæðum og í lyftuhúsum í námunda við þessar þjónustumið- stöðvar og leigt eldra fólki. Eg tel ekkert ofmælt að bylting hafi orðið hvað þennan- þátt varðar. En annar þáttur, sem snýr að öldruðum er enn ekki leystur. Þótt borgin hafi stuðlað að því að hjúkr- unarheimilið Skjól væri reist, þar sem hún lagði til 30%, og þótt þijár deildir fyrir langlegusjúklinga væru opnaðar fyrir aldraða í Borg- arspítalanum, slíkar deildir séu á Droplaugarstöðum og verði í Selja- hlíð, þá er hér enn þörf verulegs átaks. Og þótt þessi þáttur eigi, samkvæmt lögum um verkefna- skiptingu ríkis og sveitarfélaga, að heyra undir ríkið, þá hefur borgin ekki viljað horfa upp á þessi mál óleyst. Þessvegna hefjast í ár fram- kvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili í Grafarvogi fyrir um 90 aldraða langlegusjúklinga og fyrir dag- deild. Auk þess hefur verið tekin frá ákjósanleg lóð fyrir slíkt heim- ili í nánd við Borgarspítalann. Þessi heimili munu auðvitað bæta mjög úr þörfinni, ásamt með áframhald- andi framkvæmdum í B-álmu Borgarspítalans. Engu áð síður er ljóst að þar sem öldruðu fólki mun fjölga og meðalaldur hækka, mun verða um viðvarandi verkefni að ræða. Og við munum halda því áfram af krafti.“ Hugurinn stendur til borgarinnar Það á vel við að ljúka þessari skemmtilegu ferð um borgina á Korpúlfsstöðum, þangað sem Reykjavík er að teygja byggð sína og þar sem borgarstjórann greini- lega klæjar í lófana eftir að geta hafíst handa við að koma upp myndarlegri lista- og menningar- miðstöð í þessum glæsilegu gömlu húsum. Raunar hefur verið sama hvar við ökum eða stöðvum bílinn, alltaf mátti merkja þennan mikla áhuga á verkefnunum, þeim sem er nýlokið og þeim sem bíða og áform eru um. En ætlar Davíð Oddsson þá sjálfur að vera við stýr- ið út kjörtímabilið og framkvæma þetta allt? „Ég minnist þess að fyrir kosn- ingarnar 1986 var því töluvert haldið á lofti að ég mundi ekki gegna mínu starfí út kjörtímabilið, sem nú er að ljúka. Ég sagði þá að enginn ráði sínum næturstað algerlega, hvorki ég né aðrir. En fó'.k geti glöggt vitað hvert hugur þess stefnir. Og það er alveg ljóst að minn hugur stendur til þess að sinna því starfí sem mér er veitt umboð til, ef það verður endurnýj- að. En hinu mega menn ekki gleyma, að mikilvægast er að velja samstilltan og samhentan hóp til að fara með stjórn jafn fjölþætts fyrirtækis sem Reykjavíkurborg vissulega er, að missa ekki þá stjórn á uppboðsmarkað hrossa- kaupa og hráskinnaleiks, sem reynst hefur óaðskiljanlegur fylgi- fiskur þess, er sundurleit öfl og stríðandi flokksbrot ætla að standa og togast á um stýrið.“ ú ert borgarstjóri, þú ert óþekkur! Þannig tók lítill snáði á dagvistarstofnun inni í Jöklaborg í Breiðholti á móti Davíð Odds syni, sem leit þar inn. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór, kannski borgar stjóri? spurði Davíð. Ekki fannst krökkunum það sérlega spennandi starf. Enda er staðan upptekin, bætti einhver fullorðinn við. Og verður áfram, sagði Anna Bára Pétursdóttir, forstöðukona. Krakkarnir flykktust að borgarstjóranum og vildu öll sitja hjá honum, eins og sést á myndinni, og sýna honum hvað þau kynnu og gætu. Jöklaborg sem stendur efst uppi í Vatnsendahæðinni, næstum uppi í sveit, var opnuð 1988 með dagheimilisdeild og tveimur leikskólum með vistun í fimm og hálfan tíma. Það er ein af 70 dagvistarstofnunum í borginni og ein- staklega skemmtileg og rúmgóð. Nú er svo komið að í þessu fjölmennasta hverfi borg- arinnar, Breiðholti, hefur orðið meira framboð af leik- skólaplássi en eftirspurn. Því hefur í Ösp, öðru heimili þarna skammt frá, verið hægt að taka venjulegt pláss og opna fötluðum börnum þannig að þau blandist öðr- um. Hefur það gefist mjög vel, sagði forstöðukonan, Jónína Konráðsdóttir, þegar litið var þar inn í sömu ferð. Börnin voru öll að leika sér saman við borð og fer vel á með þeim, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Litu varla upp þegar gesti bar að garði, Önnu K. Jóns- dóttur, formann stjórnar dagvistarmála, og borgarstjór- ann, Davíð Oddsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.