Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1990
C 7
upphringingar, þar sem ég fann fyrir skjálft-
anum sem fór um fjárhagskerfið hér í
Bandaríkjunum út af þessu.
Hafskip hf., móðurfyrirtækið, hafði t.d.
ábyrgst lán sem dótturfyrirtækið hér úti
hafði tekið hjá bandarískum banka. Sá banki
vissi að Hafskip hf. hafði Útvegsbanka Is-
lands að bakhjarli. Þegar yfirmenn þessa
banka fréttu að eigið fé Útvegsbankans
hafði nánast þurrkast út í þessu máli, þá
höfðu þeir samband við mig. Sá sem ég
talaði við, háttsettur maður í þessum banka,
sagðist persónulega hafa fundið fyrir því
að bankamenn væru farnir að spyija spurn-
inga, hvað gengi eiginlega á. Maður getur
rétt ímyndað sér símtölin sem Jóhannes
Nordal hefur fengið.
Því að þrátt fyrir alla samningana sem
eru gerðir og tryggingarnar og ábyrgðirnar
sem skrifað er undir og í bak og fyrir, þá
er það traustið sem skiptir máli. Ef þetta
traust er ekki fyrir hendi; ef menn hafa
ekki trú á að þetta sé gott kerfi sem íslend-
ingar eru með í gangi, ríkisbankakerfið, þá
höfum við ekki neitt. Islenskir bankastjórar
verða að gæta sín betur og vera ábyrgðar-
fyllri, sérstaklega þegar verið að lána fyrir-
tækjum sem eru í fjölþjóðavipskiptum. Þeir
verða að átta sig á því að það er ekki verið
að lána íslensku fyrirtæki í næsta húsi,
heldur fyrirtæki sem á vissum markaði er
andlit íslands út á við. Og þegar ríkisbanki
riðar til falls, þá er ekki nema von að menn
spyiji sem svo hvort þetta sé eina dæmið.
Það þarf að efla sjálfstæði bankanna til að
þeir geti einfaldlega spurt réttra spurninga
og sagt nei, þegar þarf að segja nei. Pólitík
og peningar eiga enga samleið. Hér úti er
ekki spurt hvort Jón þekki Jón eða ekki.
Annaðhvort er bankinn traustur eða ekki.
Það, og aðeins það, skiptir máli. Þetta er
enginn leikur," segir Magnús.
„Annars er þetta víðtækara vandamál
heima. Það eru ekki bara bankarnir sem
þurfa að taka sig á. Það þarf að herða regl-
ur varðandi endurskoðun og skýrslugjafir
fyrirtækja, sérstaklega fyrirtækja sem selja
skuldabréf til almennings. Bankar þurfa að
efla sjálfstætt og óhlutdrægt eftirlit með
þeim fyrirtækjum sem lánað er til. Endur-
skoðendastéttin á ekki að láta sitt eftir
liggja til að styrkja trú manna á reikningum
fyrirtækja.“
Tölvur í hnattreisu
Öllum lausum endum hér Bandaríkjameg-
in var kastað um borð í gjaldþrotadall þrota-
búsins heima, þeim síðasta í desember 1988.
„Ég innheimti og sendi heim u.þ.b. hundrað
þúsund dollara til að bæta í þrotabúið,"
segir Magnús. „Ég varði nokkur mál til
endaloka þannig að þau juku ekki við ábyrgð
Hafskips og ákveðnar kröfur fyrirtækja hér
færðust yfir á Hafskip hf. Þetta sem ég
innheimti voru einfaldlega faiTngjöld sem
lágu óborguð hér og þar. Þeir stóðu sig
mjög illa í að rukka. Hafi einhver hjá Haf-
skip haft vit á skiparekstri, þá var sá ein-
stakiingur ekki hér í New York. Svo mikið
er víst. Vitleysan fólst líka í því að banda-
ríski armurinn hafði völd til að stofna til
skuldbindinga á meðan pyngjan var heima.
Allt hefði þurft að fara í gegnum yfirstjórn-
ina til að menn hefðu nauðsynlega heildar-
mynd af rekstrinum. Og svona fyrirtæki
þarf að hafa þessa heildarmynd af rekstrin-
um á hveijum degi.“
Ég spyr Magnús hvort fyrirtækið hafi
ekki haft samtengdan tölvubúnað til að
fylgjast með sjálfu sér, eins og maður býst
við að fyrirtæki hafi nú á dögum. Hann
brosir bara. „Ég skal segja þér sögu af tölvu-
kaupum Hafskips. Hafskip hf. á íslandi
lætur á sínum tíma dótturfyrirtæki sitt í
Danmörku kaupa tölvur af Hewlett Pack-
ard-gerð frá Bandaríkjunum. HP sendir
danska dótturfyrirtækinu tölvurnar líklega
með álagningu og öllu tilheyrandi. Og Haf-
skip í Danmörku sendi síðan tölvurnar
heim ... og til Hafskips USA. Tölvurnar á
skrifstofunni voru aldrei settar í gang. Haf-
skip var þá komið að því að sökkva. Þetta
var heldur engin smá tölva. Þetta var stór
50.000 dollara tölva. Ég vissi ekkert hvað
ég átti að gera við hana. Ég hefði fengið
lítið fyrir hana hér. Á endanum var hún
send heim og seld þar. Það kann að hafa
verið góð og gild viðskiptaástæða fyrir þess-
um tölvukaupum Hafskips, en ég hef ekki
ennþá komið auga á hana.
En þetta er ekki alvont mál. Það er byij-
að að borga út og ég verð að segja skipta-
ráðendum og Hafskipsmönnum til hróss,
að úthlutunargerðin gerir ráð fyrir 50%
borgun á hverri samþykktri kröfu, sem er
alveg óheyrt hlutfall í Bandaríkjunum; ef
þú færð 30 sent á dollarann hér, þá er það
alveg stórkostlegt. Kröfuhafar hér ætluðu
varla að trúa þessu þegar ég sagði þeim
það. Og að vissu leyti vekur þetta þessa
spurningu: Var Hafskip í rauninni gjald-
kenna. Hugarfarið er þannig að það hlýtur
einhver einhvers staðar að vera ábyrgur og
helst í peningum, fyrir því þegar maður
verður fyrir því að misstíga sig einhvern
veginn.“
Og þriðja ástæðan fyrir þessari miklu
málagleði Bandaríkjamanna segir Magnús
að sé sú, að hér leyfist lögmönnum að taka
að sér mál upp á hiut, fara í _mál upp á
þriðjunginn af því sem næst. Ástæðan er
sú að hér eiga allir að geta átt aðgang að
lögfræðingum, fátækir og ríkir. Ef málið
tapast, þá situr lögmaðurinn eftir með máls-
kostnaðinn. Magnús Gylfi segist aldrei hafa
tekið að sér persónuleg skaðabótamál,
hvorki sótt né varið en hins vegar nokkur
innheimtumál. Fyrsta stóra málið hans eftir
að hann fékk lögmannsréttindin snerist
meðal annars um innheimtu.
Lögbann um miðja nótt
„Ég var búinn að fá vinnu hjá fyrirtæki
hér í borginni sem fæst við sjórétt. Og
stuttu eftir að ég byijaði þarna fer Hafskip
á hausinn,“ segir Magnús. „Nýkominn með
réttindi hér og lendi beint í stóru gjaldþrota-
máli. Það er skemmst frá því að segja að
ég gerði nánast ekkert annað næsta hálfa
árið.“
Hafskip, eins og menn muna, var með
skrifstofu í Bandaríkjunum og talsverð
umsvif. Dótturfyrirtækið hét Hafskip USA.
Þeir sigldu beint frá Bandaríkjunum til
Evrópu. Þetta var Atlantshafsleiðin sem
margir telja að hafi verið banamein fyrir-
tækisins. Skiptaráðendur þrotabúsins, Gest-
ur Jónsson og félagar, höfðu samband við
Magnús og báðu hann að sjá um uppgjör
skrifstofunnar hér. Það var umtalsvert
magn af útistandandi kröfunrog málum sem
þurfti að veija hérna megin. Kröfurnar á
skrifstofu í Bandaríkjunum voru á vissan
hátt óhóflega stórar, því að Hafskip, móður-
fyrirtækið, hafði stofnað til geysilegra
skuldbindinga í Bandaríkjunum, sem dóttur-
fyrirtækið, skrifstofan hér, gat aldrei staðið
undir. Til dæmis má nefna að hafnargjöld
hér eru geysihá, meðal annars vegna þess
hve verkalýðsfélögin eru sterk og sá styrkur
þeirra er svo gjarnan rakinn beint til sjálfr-
ar Mafíunnar.
„Já, hafnargjöldin voru stór póstur," seg-
ir Magnús. „Þú borgar einfaldlega þetta
marga dollara á hvert tonn sem þú skipar
upp. Nú, Hafskip bara flutti inn og flutti
inn en borgaði ekki. Eða voru seinir að
borga og virtust ekkert átta sig á því hvað
þetta voru stórkostleg útgjöld." Fyrirtækið
leigði líka heil ósköp af gámum hérna meg-
in, sem voru svo notaðir í siglingum á öðrum
leiðum. En skuldbindingin átti heima í
Bandaríkjunum. Fyrstu afskipti Magnúsar
Gylfa af málinu voru þau, að hann reyndi
að bjarga skipi í þýskri eigu úr kyrrsetningu
sem lánardrottnar hér höfðu krafist (Haf-
skip var með leiguskip á þessari siglinga-
leið). Ætlunin var einfaldlega að taka þetta
skip upp í skuldir Hafskips.
„Þetta var eftir skrifstofutíma,“ segir
Magnús. „Það var unnið í skjölunurh langt
fram á nótt og svo var farið með þetta í
dómara til að reyna fá sett lögbann á kyrr-
setninguna. Hér eru dómstólar opnir allan
sólarhringinn. Þú getur fengið dómara hve-
nær sem er á nóttu eða degi. Dómarinn tók
sér sólarhrings frest til að íhuga kröfuna,
en áður en hún gat gert upp hug sinn þá
hafði skipstjóri þýska skipsins snúið skipinu
við til Þýskalands, þannig að það varð ekk-
ert úr þessu. En þetta eina atvik jók tap
Hafskips um hundrað þúsund dollara (6
millj. kr.) eða svo, því að eigendur farmsins
í þessari siglingu urðu af jólasendingunni
sinni og fóru í mál. Þetta gerðist um líkt
leyti og Hafskip fer fram á greiðslustöðvun
í desember 1985,“ segir Magnús.
Bandarískir bankamenn ókyrrast
„En líklega stærsti skellurinn í sambandi
við þetta mál allt saman,“ heldur Magnús
áfram, „var sú hlið sem sneri að Útvegs-
bankanum. Skipafélög fara á hausinn hér
á hverjum degi. Það er ekkert nýtt við það
og það gera allir ráð fyrir því að svona fyrir-
tæki eigi í erfiðleikum. En þegar ríkis-
banki, sem stendur á bak við félagið, riðar
eftir gjaldþrot eins fyrirtækis, þá fara menn
að hugsa sig tvisvar um. Ég ætla ekki að
reyna að segja þér hvað ég fékk margar