Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAI 1990 ÁÐUR VORU SÆTAR STELPUR AF GREIDDAR SEM KJÁNAR i TRÚNAÐI/ HÓLMFRÍÐUR KARLSDÓTTIR ■ eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur HÚN ER Fegurðardrottning með stóru effi. Fyrir fimm árum bar hún sigur úr býtum í Miss World- keppninni í London og hér heima vakti það hinn mesta fögnuð. Síðan fylgdumst við með því næstu mánuði þegar Hófí ferðaðist um allan heim, ýmist á vegum Miss World eða hún kynnti íslenskar útflutningsvörur og hvaðeina. Mönn- um þótti henni farast þetta allt saman Ijómandi vel úr hendi, enda var hún brosmild og Ijúf í framkomu. Það er kannski hversdagslegt að segja að hún hafi unnið hug og hjörtu fólks. En það er líklega það sem hún gerði. Eftir árið kom hún heim, fór aftur að vinna á barnaheimilinu á Vífilsstöðum, giftist kærastanum sínum sem hún hafði byrjað að vera með sautján ára og umstangið og athyglin sem hún hafði vakið og hélt áfram að vekja virtist ekki hafa komið henni úr jafnvægi. Nú er Hólmfríður í fæðingarfríi, þau hjón eiga Anton Örn, myndarlegan snáða sem fæddist í september. Hún segist ætla að vera heima þangað til strákurinn er orðinn ársgam- all. Heimilið er hlýlegt og stílhreint og afskap- lega snyrtilegt. Líklega er Hólmfríður ekki bara sæt stelpa og mikil barnagæla, kannski hún sé stórmyndarleg húsmóðir í ofanálag. Ég spyr hana um það. Nei, égget ómögulega sagt að ég hafí gaman af hús- verkum og ég er ekki alltaf að skúra og skrúbba og bóna. Ég held að mamma hafi haft áhyggjur af því ég myndi ekki vera nógu myndarleg, henni fannst tiltekt áreiðan- lega ekki mín höfuðdyggð þegar ég var krakki. Ég var með endalaust rusl alltaf í herberginu mínu og svo var freistandi að loka bara dyr- unum og gleyma því. Það vildi brenna við að mamma gafst upp og tók til eftir mig fram eftir öllum aldri. En ég vil nú hafa þetta svona í sæmilegu lagi nú orðið. Nei, ég er ekki heldur sérlega gefin fyrir matseld en þetta er náttúrlega hluti af verkum mínum nú. Manninum mínum finnst gaman að elda stundum mat úr góðu og fersku hráefni og tekst það bara ágætlega. Eg er kannski öllu meira í hefð- bundnari matseld. En mér finnst spennandi að prófa eitthvað nýtt. Á ferðalögun- um mínum eftir keppnina í London um árið, bragðaði maður alls konar mat eins og gefur að skilja og ýmsa gómsæta rétti. Ég man líka að ég varð hissa á því að kínverskur matur í Hong Kong og á Taiwan er ólíkur „kínverskum" mat á Vestur- löndum. Mér finnst Vestur- landamatseldin betri en hin er auðvitað meira ekta. Sú fyrri hefur vérið löguð að smekk Vesturlandabúa og þeir eru vanari henni. Mér þótti líka nóg um hvað réttir voru alltaf margir bornir fram, tíu eða tuttugu. Þó minnist ég varla að hafa séð feitan Kínveija, svo þetta er sjálfsagt ljómandi hollur og fitusnauður matur.“ Anton Örn er vaknaður af hádegislúrnum úti á svöl- um. Hólmfríður klæðir hann úr og svo situr hann á gólf- inu og dundar sér, horfir öðruhveiju stóreygur og at- hugull á gestkomandi. Hann er átta mánaða og Hólmfríð- ur segir: „Mér fannst svo ofsalega gaman þegar við vorum orðin þijú — orðin alvörufjölskylda. Eiginlega þykir mér það ekki vera fyrr en barn er komið.“ Hugsarðu mikið um útlit- ið? „ Tja, jú eitthvað. En ég hef minnkað afar mikið að mála mig og vera alltaf upp- stríluð. Auðvitað.reyni ég að vera ekki eins og drusla til fara. Fyrst fannst mér að ég ætti alltaf að vera voða fín en það hefur minnkað, fólk skiptir sér ekki jafn mikið af mér og áður þegar mikið var fylgst með manni og mér finnst það skiljanlegt. Eg stend mig að því að horfa ef ég sé þekkt andlit. Annars man ég að þegar var verið að snyrta mig á fegurðar- drottningarárinu var ég ekki alltaf sátt við það. Það er held ég frekar erfitt að mála mig og ég hikaði ekkert við að fara að mínum spegli eft- ir að hafa verið máluð eftir kúnstarinnar reglum og breytti því eða lagaði eins o g ég vildi hafa það. Mér fannst ég hafa rétt til þess því það var nú égsem var verið að „sýna“. Ég bar þetta ekki undir neinn og það var ekkert sett út á það.“ Þú ert kannski dálítið ákveðinn kvenmaður. „Já, að vissu leyti, en svo get ég verið mjög óákveðin með alls konar smávægilega hluti. En ef mér reglulega finnst eitthvað alveg afger- andi get ég verið ákveðin og stend á mínu.“ Ert þú alin upp í stórri fjölskyldu? „Nei, ég er einkabarn for- eldra minna og þau voru komin undir fertugt þegar ég fæddist. En föðuramma mín bjó hjá okkur frá því ég var 3ja ára og þangað til ég var tíu ára og við áttum margar góðar stundir saman við að spila Svarta pétur og sauma. Faðir minn var giftur áður og var ekkill þegar for- eldrar mínir giftust. Ég á hálfsystur sem er tólf árum eldri. Hún er búsett í Nor- egi. Jú, ég hugsa ég hafi verið dálítil dekurrófa og ég var mesta frekjudolla sem krakki. Ég held líka að ég hafi verið nokkuð eigingjörn og afbrýðissöm á foreldra mína og helstu vinkonur. Það mátti ekki mikið út af bera svo að mér sárnaði. Ég hef líklega alltaf verið dálítið við- kvæm og ég man eftir að besta vinkona mín — sem er það enn — hún átti þijár systur og stundum þegar ég hringdi og vildi við gerðum eitthvað var hún upptekin að gera eitthvað með systr- um sínum. Ég þurfti meira á henni að halda en hún á mér og stundum var erfitt að kingja því. En ég held ekki ég hafí verið langrækin, leiðindi eða gremja ganga fljótt yfir — en ég gleymi kannski ekki alveg eins og skot.“ Ég segi: Þú virkar hlé- dræg — ertu feimin? „Já, ég held ég hafi alltaf verið dálítið óframfærin þó sumir trúi því ekki og þegar ég hef þurft að halda stuttar tölur í margmenni eins og á ferðalögunum fannst mér það mjög erfitt. En ég reyndi og það gekk bærilega. Þetta voru svo sem ekkert djúpar eða merkilegar ræður en ég reyndi að koma sæmilega frá mér svona helstu upplýsing- um og svara skilmerkilega ef ég var spurð. Ég held ég sé frekar skapgóð og vil helst sneiða hjá rifrildi. Ég hef það sennilega frá pabba, hann er mikill friðsemdarmaður." Hólmfríður ber fram kaffi og konfekt og ég skoða úr- klippubók frá keppninni í London. Hún hlær við. Segir afsakandi: „Hugsaðu þér hvað ég verð óþolandi á elliheimilinu. Ég verð ábyggilega stöðugt að hampa úrklippubókunum frá góðu, gömlu dögunum.“ Er einhver algildur mæli- kvarði á fegurð? „Nei varla. Mælikvarðinn á fegurð er svo afstæður,“ segir hún. Hallar undir flatt. „Til dæmis í Afríku eða Austurlöndum er allt annar mælikvarði á útlitsfegurð en á Vesturlöndum. Við kunn- um ekki alltaf að meta þá fegurð af því við höfum aðr- ar hugmyndir um hvernig sú stúlka lítur út sem í okkar augum er falleg. í London 1985 náði stúlkan frá Zaire lengst Afríkukeppenda en það er fremur óvenjulegt. Mér fannst hún mjög sjar- merandi en hún var öðruvísi og ég held að okkur hætti almennt til að leggja mjög einfaldan mælikvarða á feg- urð og miða hann við okkar vestrænu viðhorf. En það er enginn slíkur mælikvarði til. Svo er þetta líka spurning um útgeislun. Við getum fundið útgeislun hjá fólki sem hefur ekki til að bera hefðbundna útlitsfegurð. Stundum er hún sterkari hjá fólki sem er alls ekki talið fallegt samkvæmt venjulegu skilgreiningunni. “ Svo varðstu Ungfrú Heim- ur og fórst út um allt. Við sáum myndir af þér í heim- sóknum á munaðarleysingja- hælum eða sjúkrahúsum. I skartkjól og með kórónu. Fannst þér það ekkert út úr fókus? Nei, ekki þegar ég sá viðbrögð- in sem það vakti. Það get- ur verið að fólki finnist það bera vott um sýndarmennsku eða tilgerð en mér fínnst menn þurfi að leiða hugann að þessu dálítið öðruvísi; einn dag kom prinsessa með kór- ónu í heimsókn á munaðar- leysingjahæli þar sem börnin bjuggu oft við eymd og raun- ir þó þau fengju sums staðar nóg að borða og ættu ein- hver klæði á kroppana. En dagstund hittu þau prinsess- una og fara inn í ævintýrið með henni ofurlitla stund. Ég er alveg sannfærð um að þetta gladdi þau og ég veit ekki hvort það er hægt að tala um sýndarmennsku og tilgerð ef þetta verður til að létta krökkunum eða öðr- um þeim sem maður heilsaði 20% STGR. AFSL. AF RODIER SÍÐBUXUM ÞÚ ERT ÖRUGG í RODIER KRINGLUNNI 4 SÍMI 678055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.