Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 19
V|S/NIXtíO
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAI 1990
C 19
Fjölbreytt
og vel sótt
M-hátíð í
Dalasýslu
Búðardal.
Menningarhátíð í Búðardal
stóð frá 4.-6. maí sl. og var vel
sótt og þótti vel heppnuð. Dag-
skráin var fjölbreytt svo sem
söngur, hljóðfæraleikur og
ræðuhöld. Menntamálaráð-
herra, Svavar Gestsson, flutti
ávarp. Þá var skáldakynning um
Stein Steinar í samantekt Þrúð-
ar Kristjánsdóttur. Einnig kom
barnakór úr Mosfellsbæ og söng
undir stjórn Ómars Óskarssonar
en Ómar er Dalamaður og
hvatamaður að tónlistarskóla i
Dalasýslu. Þá var myndlistar-
sýning Helga Þorgils Friðjóns-
sonar og Hönna Dóra Sturlu-
dóttir söng við undirleik Aðal-
heiðar Þorsteinsdóttur.
Flest atriði hátíðarinnar voru
flutt af Dalafólki nema leikrit
sem leikflokkur úr Borgarnesi kom
með, ærslaleikurinn „Við borgum
ekki, við borgum ekki“. Veitingar
voru í boði Mjólkursamlags Búðar-
dals, Vífilsfells hf. og Kaupfélags
Borgfirðinga. Ennfremur var kvik-
myndasýning fyrir börn í Dalabúð.
í tengslum við M-hátíð er hér í
grunnskóla Búðardals sýning á
gömlum og mjög merkilegum skjöl-
um úr skjalasafni Dalamanna sem
Einar Kristjánsson, fyrrverandi
skólastjóri á Laugum, hefur tekið
saman og sett upp. Elstu bækurnar
á sýningunni eru 6 bækur frá 1785.
Viðskiptamannabækur frá Kaupfé-
lagi Saurbæinga sem var stofnað
1898 og ýmis gögn frá Ólafsdal sem
tengjast sögu Kaupfélags Saurbæ-
inga en Torfi Bjarnason, skólastjóri
í Ólafsdal, var áhugamaður um
kaupfélagsmál, kaupfélagsrekstur
og önnur menningarmál. Þá eru
viðskiptabækur Kaupfélags
Hvammsfjarðar sem stofnað var
1903. Svo er stofnfundargerð frá
1895 og það er laxfiskaveiðifélag
sem stofnað var hér í Laxárdal,
nánar tiltekið í Hjarðarholti. Þar
er sagt að hafi verið klakhús norð-
an við bæinn. En þessi iðja var
stunduð í 6 ár. Á þessu er sjáan-
legt að Dalamenn hafa verið langt
á undan sinni samtíð. Ennfremur
eru veðurdagbækur úr Búðardal
sem skrifaðar voru af Boga Sig-
urðssyni frá 1900-1929, en Bogi
Sigurðsson dó 1930. Þá er í skjala-
safninu fæðingarbók Þuríðar Guð-
jónsdóttur frá Kýrunnarstöðum í
Hvammssveit. í þessar bækur voru
skráðar allar fæðingar í umdæmi
ljósmóðurinnar frá 1932. Ennfrem-
ur er margt fleira fróðlegt að sjá.
Hátíðin og sýningarnar voru
mjög vel sóttar og góð tilbreyting
í bæjarlífinu.
- Kristjana
Meísölublad á hverjum degi!
Húsbréf
Einföld og örugg
fasteignaviðskipti
Kynningarmynd um húsbréfakerfið verður sýnd í
ríkissjónvarpinu mánudaginn 21. maí kl. 22.45.
HÚSNÆÐISSTOFNUN
RÍKISINS
SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVÍK ■ SÍMI 696900
Nú stendur húsbréfakerfið öllum opið við
kaup og sölu notaðra íbúða. Með þessum
nýja valkosti á að aukast öryggi bæði
kaupenda og seljenda, jafnframt því sem
stuttur afgreiðslutími og hátt langtímalán
á einum stað mun koma báðum aðilum
til góða.
Húsbréfaviðskipti grundvallast á því að
tilvonandi kaupandi hafi í höndum umsögn
ráðgjafastöðvar um greiðslugetu sína.
Án hennar er hvorki hægt að gera
kauptilboð né fá íbúð metna.
Tilvonandi íbúðakaupendur:
Byrjið á að sækja um umsögn ráðgjafastöðvar,
áður en þið takið nokkrar skuldbindandi
ákvarðanir á fasteignamarkaðnum. Það er
mikilvægt öryggisatriði fyrir bæði kaupendur
og seljendur og algjört skilyrði fyrir íbúðar-
kaupum í húsbréfakerfinu.
ítarlegt kynningarefni um húsbréfakerfið liggur
frammi hjá fasteignasölum um lánd allt og í
afgreiðslu Húsnæðisstofnunar.
■*- Ráðgjöf búrtvæóinga um garöa- ögbi
j rækt m.a. mosa í grasflötum - notkpn
' lyfja, trjáklipping, áburðarnotkun o.fl.
SMIÐJUVEGI
m m
' e ^
tr
50ARA
1940 -1990
/MMMVMil
Gunni gúrkaogTóta-tómatiirkoma í heimsókn. • Kynning á „SPRETT“ sveppanýjung til
Sérstakur afmælisafsláttur ivftfstniTmflL^ _ örvunar trjávaxtar.
rænmetismarkaður - allt grænmeti á
oðsverði.
jóðum upp á RC-cola
éuwiudáö\Opið 10:00 - 16:00
i íhs 1