Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAI 1990 Norðurlandamótið í skólaskák: íslendingar efstir ÍSLENDINGAR urðu efstir á Norðurlandamótinu í skólaskák, sem fram fór í Esbjerg i Dan- mörku dagana 24. til 27. maí. Teflt var í fimm aldursflokkum og sigruðu íslendingar í tveimur þeirra. Þá varð liðið efst að sam- anlögðum vinningum Iandana, hlaut 38 vinninga af 60. í öðru sæti urðu Finnar með 34 ‘A vinn- ing, í þriðja sæti Svíar með 33 'h vinning, í Qórða sæti Danir með' 32 'h vinning og Norðmenn ráku lestina með 23 'h vinning. Tveir keppendur voru frá hverju Norðurlandanna auk þess sem Fær: eyingar sendu fjóra keppendur. í A-flokki, skákmenn fæddir ’69 til ’72, sigraði Hannes Hlífar Stefáns- son, hlaut 4 'h vinning af 6 mögu- legum. í öðru sæti var Þröstur Þórhallsson með 4 vinninga og 18,5 stig. í þriðja sæti var Theodor Hell- borg frá Svíþjóð einnig með 4 vinn- inga en 15 stig. í flokki 15-16 ára keppenda sigraði Peter Heine Niels- en frá Danmörku með 5 vinninga. Ragnar Fjalar Sævarsson varð í öðru sæti með 4 vinninga. Jáfn honum að vinningum en með lægri stigatölu varð Yijo Markus Jouhki frá Finnlandi. Hinn íslenski kepp- andinn, Snorri Karlsson, varð í 7. sæti með 3 vinninga. í flokki 13-14 ára varð Tabaui Sammalvuo frá Finnlandi efstur með fjóra vinninga. íslensku kepp- endumir, Magnús Örn Úlfarsson og Þórleifur Karlsson, urðu í 6.-8. sæti með 3 vinninga. Helgi Áss Grétarsson varð efstur í flokki 11-12 ára með 5 vinninga og 20 stig. I öðru sæti varð Mikael Agopow frá Finnlandi einnig með 5 vinninga en 19 stig og í þriðja sæti varð Stefán Freyr Guðmunds- son með 4 vinninga. I flokki 10 ára og yngri sigraði Thomas Prosdinger frá Svíþjóð með 5 vinninga. Mattías Kjeld varð í öðru sæti með 4 'h vinn- ing en hinn íslenski keppandinn, Jón Viktor Guðmundsson, varð í því sjötta með 3_vinninga. Að sögn Ólafs Ólafssonar, eins af fararstjórum íslenska liðsins, voru menn mjög ánægðir með árangur liðsins. Hann er einn sá ■ besti frá því fyrst var keppt á Norð- urlandamótinu í skólaskák fyrir 10 árum. U . - Flugvél Flugfélags Norðurlands á Grænlandsjökli. Flugfélag Norðurlands: Sóttu veikan mann inn á hábungu Grænlandsjökuls RAGNAR Magnússon flugsljóri hjá Flugfélagi Norðurlands og Snorri Leifsson aðstoðarflugmaður hans sóttu alvarlega veikan vísindamann upp á hábungu Grænlandsjökuls á sunnudagskvöld á Twin Otter flugvél félagsins. Flugu þeir með hann til Jakobs- havn á vesturströnd Grænlands þar sem hann var lagður inn á sjúkrahús með háíjallaveiki. Alls flugu Ragnar og Snorri flugvél sinni 1.600 km vegalengd í sjúkrafluginu. Voru þeir staddir í Södalen á austurströnd Græn- VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 29. MAI YFIRLIT í GÆR: Skammt vestur af Snæfellsnesi er 995 mb lægð á leið norðaustur, og skil yfir austanverðu landinu fara einnig norð- austur. SPÁ: Hæg vestlæg átt. Skúrir um norðan- og vestanvert landið, en annars þurrt að mestu. Hiti 7-15 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Hæg vestan- og suðvestanátt. Smá- skúrír vestanlands, en annars þurrt og víða léttskýjað. Hiti 7-15 stig. HORFUR Á FIMMTUDAG: Hæg breytileg átt, þurrt og víða léttskýj- að. Hiti 8-16 stig. y, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r / Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * ■JO Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * . V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur |~<^ Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 i gær að isl. tíma hlti weSur Akureyri 15 alskýjað Reykjavík 11 súld á sið. klst. Bergen vantar Helsinki 11 léttskýjað Kaupmannahöfn 14 skýjað Narssarssuaq 12 skýjað Nuuk +1 þoka Osló 15 léttskýjað Stokkhólmur 14 skýjað Þórshöfn 10 alskýjað Algarve 26 heiðskfrt Amsterdam 13 hálfskýjað Barcelona 22 léttskýjað Berlín 14 úrkoma í grennd Chícago 13 alskýjað Feneyjar 21 léttskýjað Frankfurt 15 skýjað Glasgow 19 skýjað Hamborg 14 hálfskýjað Las Palmas 24 skýjað London 20 léttskýjað Los Angeles 14 rigning Lúxemborg 13 léttskýjað Madrfd 22 heiðskfrt Malaga 22 léttskýjað Mallorca 24 léttskýjað Montreal 15 léttskýjað NewYork 17 skýjað Orlando 22 þoka París 19 léttskýjað Róm 23 skýjað Vin 16 skýjað Washington 15 þokumóða Winnipeg 11 léttskýjað lands í þjónustu kanadísks náma- félags þegar beiðni um sjúkraflug til bandarísku vísindastöðvarinnar PICO (Polar Ice Coring Office) barst um hádegisbilið á sunnudag. Fyrst urðu þeir að fljúga í norður- átt til Constabale Point og taka þar eldsneyti og sjúkrabúnað. Flugvél sinni lentu þeir við vísinda- stöðina um klukkan 19 í fyrra- kvöld en vegna skafrennings og lélegs skyggnis tafðist brottför hennar nokkuð en hún lenti síðan í Jakobshavn klukkan 4.40 í gær- morgun. og Snorra Leifssonar í sjúkra- fluginu á Grænlandi. Færeyskir lögþings- menn í heimsókn SENDINEFND frá Lögþinginu í Færeyjum er væntanleg hingað til lands í dag í boði Alþingis. Forseti Lögþingsins, Agnar Ni- elsen, fer fyrir sendinefndinni, sem telur 8 manns. I frétt frá skrifstofu Alþingis segir að forsetar Alþingis muni fara með þingmennina austur á Höfn í Hornafirði, þar sem bæjarstjórn tekur á móti þeim og sýnir m.a. frystihús og fiskvinnslu á staðnum. Ekið verður um Suðaustur- og Suð- urland áieiðis til Reykjavíkur, með viðkomu m.a. hjá Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti, Nesjavöllum og Þingvöllum. Þá munu gestimir hitta forseta Islands að máli, snæða hádegisverð í boði bæjarstjórans í Hafnarfirði, skoða Sjóminjasafn ís- lands og Listasafn Islands. Heim- sókninni lýkur með kvöldverði í boði Alþingis á föstudagskvöld. Auk Agnars Nielsen, forseta Lögþingsins, taka þátt í heimsókn- inni lögþingsmennirnir Poul Mich- elsen (Fólkaflokkurin), Jacob Lind- enskov (Javnaðarflokkurin), Finn- bogi ísaksson (Tjóðveldisflokkurin) og kona hans Ása Justinussen, Tórbjörn Poulsen (Sjálvstýrisflokk- urin), Nils Pauli Daníelsen (Kris- tiligi Fólkaflokkurin, Framburðs- og Fiskivinnuflokkurin) og Kristoff- ur Thomassen, skrifstofustjóri Lög- þingsins. Færeyingamir halda heimleiðis á laugardagsmorgun. Slasaði tvo og stakk af TVEIR voru fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur á Reykjavikurvegi í Hafnarfirði klukkan tæplega sex að morgni sunnudagsins. Ökumaðurinn Poiitiac-bíls, sem slysinu olli, ók af bíl sínum stórskemmdum af vettvangi. Áreksturinn várð á Reykjavíkur- vegi, skammt frá Skúlaskeiði. F’ólksbíll var á leið í suðurátt þegar Pontiac-bílnum var ekið aftan á hann á mikilli ferð. Við áreksturinn þeyttist fremri bíllinn tugi metra og tveir farþegar í aftursæti hans slösuðust. Bílnum sem slysinu olli var hins vegar snúið við á götunni og ekið í burt á mikilli ferð. Talið er að um sé að ræða ljósgrá- an Pontiac Firebird eða TransAm. Þeir sem gefið gætu upplýsingar eru beðnir að hafa samband við rannsóknarlögreglu í Hafnarfirði. 16 ára og ölvaður ók stolnum bíl á staur SEXTÁN ára piltur, sem grunað- ur er um ölvun, ók Honda- fólksbíl, sem hann hafði tekið í heimildarleysi, upp á vegrið og á undirstöður skiltabrúar á mót- um Reykjanesbrautar og Breið- holtsbrautar aðfaranótt kosn- ingadagsins. Hann og farþegi í bílnum voru fluttir á slysadeild en meiðsli þeirra voru ekki talin alvarleg. Lada-bifreið var ekið á Ijósastaur á horni Stekkjarbakka og Höfða- bakka á laugardagskvöld. Okumað- urinn var grunaður um ölvun. hann var fluttur á sjúkrahús en ekki tal- inn alvarlega meiddur. Síðdegis á sunnudag ók strætis- vagn á 11 ára dreng sem hjólaði út á Arnarbakka á gangbraut. Dreng- urinn meiddist lítið og fékk að fara heim að lokinni skoðun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.