Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAI 1990 59 Flutningur Sláturfélagsins; Hreppsnefiid Hvolshrepps á fimd forsætisráðherra Morgunblaðið/Matthías Jóhannsson Siglufjörður: Húnaröst ARstrandaði Siglufírði.. HÚNARÖST Ár strandaði aust- anmegin í Siglufirði fyrir skömmu, en svartaþoka var, er það gerðist. Báturinn losnaði aft- ur fyrir eigin vélarafli. Matthías HREPPSNEFND Hvolshrepps gekk á fund Steingríms Hermannsson- ar, forsætisráðherra, i siðustu viku til að kynna honum hugmyndir Sláturfélags Suðurlands um ílutning á kjötvinnslu fyrirtækisins til Hvolsvallar. ísólfur Gylfi Pálmason, sveitar- stjóri á Hvolsvelli, sagði að nefndar- menn hefðu lýst þeirri skoðun sinni að það skipti miklu máli fyrir Hvols- völí og Suðurland í heild sinni ef af þessum flutningi yrði. „Hér er um 110-120 ársverk að ræða og þetta yrði jafnmikill fengur fyrir okkur og ef við fengjum stór- iðju því þetta samsvarar 25% af mannafla í álveri. Hann sagði að nefndin hefði einn- ig gert forsætisráðherra grein fyrir staðháttum á Hvolsvelli. Hann sagði að Sláturfélagið hefði byggt þar upp ný og glæsileg mannvirki sem ekki væru fullnýtt. Þar væri einnig 3.500 fermetrar af ónýttu eða illa nýttu iðnaðarhúsnæði. „Við bentum forsætisráðherra á að í Rangárþingi eru samgöngur mjög greiðar og héraðið ein at- vinnuheild. Hér er nýsamþykkt að- al- og deiliskipulag sem gildir til ársins 2010 og hér eru tilbúnar götur, vatnslagnir og holræsi til þess að hefja byggingu íbúðarhúsa. Til þess að greiða götu Sláturfé- lagsins er mjög brýnt að þeir geti selt húseign sína í Laugarnesi. Við lögðum áherslu á þessa samvirk- andi þætti í viðræðum okkar við forsætisráðherra. Þetta er mjög brýnt hagsmunamál, bæði fyrir Hvolsvöll og Rangárvallasýslu og einnig fyrir Sláturfélagið," sagði ísólfur Gylfi Pálmason, og bætti við að málaleitan nefndarmanna hefði hlotið góðar undirtektir hjá forsæt- isráðherra. Morgunblaðið/Þorkell Frá vinstri: Helga Þorsteinsdóttir, oddviti Hvolshrepps, Tryggvi Ingólfsson sveitarstjórnarmaður, Ísólfur Gylfi Pálmason, Hjörtur Þórarinsson, framkvæmdstjóri Samtnka sunnlenskra sveitarfélaga, Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, og Ágúst Ingi Ólafs- son, sveitarstjórnarmaður. Kennd verður f ramkoma á sviði og nýjustu VOGUE-hreyfingarnar. Þetta námskeið er fyrir starfandi tískusýningarfóik og um leið fyrir fólk, sem er að byrja eða hefur áhuga á tískusýningum. Kennt verður 2x í viku - annan daginn göngunámskeið, hinn daginn VOUGE. Þetta námskeið er jafnt fyrir konur sem karla. Aldurstakmark er 15 ára. Innritun er hafin í síma 687801. Ath. takmakaður fjöldi nemenda í tímum. t DANSSTÚDÍÓ SÓLEYJAR HELDUR 4 vikna sumarnámskeið íiúní Ástrós Gunnarsdóttir Dansstúdíó Sóleyjar Alvin Ailey American Dance Center Impulse Dance Company Ferskt og skemmtilegt jazz- og modern- námskeið verður haldið í júní, þar sem nemendur mæta 3 til 4 sinnum í viku. Þetta námskeið er bæði fyrir byrjendur og framhaldsflokka. Aldurstakmark er 13 ára. Kennarar verða þau Ástrós Gunnarsdóttir og Cornelius Carter (Konni), sem er nýkominn frá Hawaii þar sem hann var að Ijúka Mastersgráðu í dansi við Hawaii Manoa háskóla. Viðbyrjum5.júní. Afhending skírteina verður föstudaginn 1. júní frá kl. 17-19. Vertu með í sumar. Innritun hafin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.