Morgunblaðið - 29.05.1990, Síða 52

Morgunblaðið - 29.05.1990, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAI 1990 félk f fréttum SONGVAKEPPNIN Danski söngfiiglinn hrifiiast- ur af íslenska laginu Danska stúlkan Lonnie, 17 ára gömul, sem söng af krafti danska lagið í söngvakeppni sjón- varpsstöðva Evrópu, er í miklu uppáhaldi hjá þjóð sinni um þessar mundir. Hún þykir hafa staðið sig vel þótt ekki hafi lagið danska átt upp á pallborðið hjá dómnefndunum Lonnie með Siggu Beinteins á aðra hönd en Grétar Orvars- son á hina. vítt og breitt. Lonnie hafi gert sitt besta, hún sé aðeins 17 ára, sé sæt og eigi framtíðina fyrir sér segja Danir. í nýjasta hefti danska vikublaðs- ins Se og Hör, kemur fram, að Lonnie hafi haft alveg sérstakt dá- læti á íslenska laginu Eitt lag enn og vonast til þess að það næði langt. í tilefni af því er birt mynd af Lonnie ásamt Siggu Beinteins og Grétari Örvarssyni, framvörðum Stjórnarinnar sem flutti lagið svo eftirminnilega. BOLSHOJ Hláturinn lengir... Italski tenórinn Luciano Pavarotti hefur verið á tónleikaför um Sovétríkin. Pyrstu tónleikana hélt hann í Bolshoj-leikhúsinu í Moskvu fyrir skömmu og að þeim loknum fögnuðu Míkhaíl Gor- batsjov, forseti, og Raísa, kona hans, söngvaranum að tjaldabaki. Var þar slegið á létta strengi, svo sem myndin sýnir. Elísabet Englandsdrottning. Hún þykir helst til hrukkótt á mynd á nýjum fimm punda seðli. Þeim var vel til vina, Lonnie og frönsku þokkagyðjunni Joelle Ursuli sem komst með óhefð- bundið lag í þriðja sætið. Lonnie ásamt Svisslendingnum Egon Egeman sem danska dóm- nefndin gaf 12 stig. Egeman flutti undurfallegt stef á fiðlu og raulaði með. Vinningstölur laugardaginn 26. maí 1990 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 1 5.495.963 4. 4af5^P 5 110.660 3. 4af 5 117 8.157 4. 3af5 4.555 488 Heildarvinningsupphæö þessa viku: 9.226.472 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 HRUKKUR Nýir peningaseðlar valda deilum St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, Englandsbanki hefur orðið að eyða nýjum peningaseðlum vegna myndar, sem á þeim átti að vera. Á nýjum 5 sterlingspundaseðli, sem átti að taka í notkun í næsta mánuði, var mynd af einum af frumkvöðlum járnbrautanna, Ge- orge Stephenson. En svo óheppilega tókst til, að dánarár hans var sagt vera 1845, sem var þremur árum of snemma. Öllum seðlum með þessu dánarári var eytt. Það voru seðlar að upphæð 25 milljónir sterl- ingspunda eða 2500 milljónir ís- lenzkra króna. En á þessum nýja seðli er mynd af drottningunni, þar sem hún þyk- ir nokkuð hrukkótt. En nú hefur nýtt babb komið í bátinn. George Stephenson þykir ekki eins merki- legur og af hefur verið látið. Frú Victoria Howarth, sem er að rita sögu upphafs járnbrauta á Bretlandi, segir, að George Step- henson hafi verið þjófur og svindl- ari og hefur krafizt þess í bréfi til bankastjóra Englandsbanka, að öll- um fimm sterlingspunda seðlunum með mynd af George Stephenson verði eytt. Það eru seðiar upp á 800 milljónir sterlingpunda eða 80 miilj- arða íslenzkra króna. Hún segir, að George Stephenson hafi ekki hannað og byggt eina af fyrstu járnbrautunum heldur sonur hans og hann hafi síðan stolið upp- götvuninni af syni sínum. Hann , fréttaritara Morgunblaðsins. neitaði því ekki, þegar þingnefnd innti hann eftir því árið 1836. Hann sagðist hafa alið drenginn upp frá barnæsku og vildi njóta góðs af því. Sömuleiðis hafi komið í ljós, eftir að hann var allur, að hann hafi staðið í mjög vafasömum við- skiptum með hlutabréf. Frú How- arth heldur því fram, að George Stephenson hafi verið einn af snjöll- ustu svindlurum síns tíma. Englandsbanki segir, að ítarlegar sögulegar kannanir liggi að baki ákvörðun um að setja þessa mynd á peningaseðilinn, en bankinn geti ekki gert öllum til hæfis. COSPER &L‘M 11131 Ég tek ritarann með til þess að hún geti hjálpað mér að skrifa þér, elskan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.