Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1990 TZutcuzcv Hcílsuvörur nútímafólks EYKUR UTHALD OG ANDLEGT ÞREK G115 veitir fólki aukinn þrótt til að standast líkamlegt og andlegt álag. Það eflir einbeitingu og vinnur gegn streitu. ðh Póstsendum ieilsuhúsið Kringlan S 689266 Skólavörðustig S 22966 Þu sparar með = HÉÐINN = VELAVERSLUN, SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER VZterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! ÞEGAR VELJA Á EKTA PARKET jj I mŒBSgélfMo Skútuvogi 11 S 31717 J Gardsláttuvélin ááí-j1 li j* Rafeindakveikja tryggir örugga gangsetningu Hún slær út fyrir kanta og upp að vegg. Fyrirferðarlítil, létt og meðfærileg. 3.5 HP sjálfsmurð tvígengisvél. Auðveldar hæðarstillingar. Þú slærö betur með A /UhWÍíA AV' ÞÓRf SÍMI: 681500 - ÁRMÚLA 11 MEJD NYJA UNDRATÆKINU FRÁ tXOther ERU ALLAR MERKINGAR LEIKUR EINN! Láttuekki merkingar valda þér vandraeðum. Kynntu þér kosti Brother undratæklsins. Merkilegt tæki! NÝBÝLAVEGI 28, 200 KÓPAVOGUR. S. 44443 & 44666. FAX 44102. Þetta tæki er kærkomið þeim, sem hafa snyrti- legar og góðar merkingar á ðllu, sem þeir vinna með. Á nýja tækfnu getur þú valið um: timm leturgerðir síðustu prentun aftur fimm leturstærðir einfalda leiðréttingu prentun lérétt liti é prentborðum og Helgi Hálfdanarson: Enskan er lævís og lipur Þegar rætt er um erlend áhrif á íslenzkt mál, ber það helzt á góma, hve .enskan er áleitin. Þá er ekki aðeins um að ræða slett- ur, heldur einnig setningar, sem myndaðar eru að enskum hætti. Til dæmis virðist það færast í vöxt, að sögn sé höfð í fleirtölu, þó að frumlagið sé í eintölu, ef það merkir fjölda. Nýlega var sagt í fjölmiðli: „Mikill hópur lögðu þangað leið sína.“ Og í ann- an stað: „Óll nefndin voru á éinu máli.“ Þar í grennd er sú hneigð að láta fleirtöluorð hegða sér sem eintöluorð. Nýlega var talað um þijú lög frá alþingi; og þess var getið, að einhver hefði fengið tvö verðlaun. Einnig virðist ruglingurinn í notkun fornafna færa út kvíarnar um þessar mundir. Þar er söm við sig sú enskkynjaða árátta að láta fornöfnin hvor (hver) og ann- ar standa saman, hvernig sem til hagar, og í sama aukafallinu bæði; svo ekki sé minnzt á það hlálega fyrirbæri að nota persónu- fornafn annarrar persónu sem óákveðið fornafn, oftast í stað ópersónulegrar sagnar að íslenzk- um hætti. Nú heyrist æ oftar sagt sem svo: Fólkið talaði hvert við annað (eða jafnvel: við hvert annað). Þarna er fleirtölumerkingin í ein- töluorði enn að verki á enska vísu, þannig að saman ruglast. „Börnin töluðu hvert við annað“ og „Fólk- ið tp.laði hvað við annað.“ Einnig mun það vera fyrir ensk áhrif, að mjög hefur færzt í vöxt, einkum meðal barna og unglinga, að sagt sé til dæmis: „Bjarni og ég fórum þangað“ fremur en „Við Bjarni fórum þangað." Þá er ótalin dvínandi notkun viðtengingarháttar og að sama skapi vaxandi gengi skildaga- tíðar, sem stefnir að gróflegri ein- földun beygingakerfis, samfara æ meira brotthvarfi frá sterkum beygingum jafnt sagna, nafnorða og lýsingarorða. Þannig mætti lengur telja merki þess, hvernig enskan laum- ast inn í íslenzkt mál, ekki aðeins inn í orðaforðann, sem stundum getur verið réttmætt, heldur einn- ig inn í setningargerðina. Þá sést hve mikilvægt það er, að ensku- kennarar leggi sig fram um að benda nemendum sínum á gerðar- mun málanna tveggja, svo ljósara verði hvað varast ber. Þó að vitað sé, að margur enskukennari ræk- ir þessa skyldu af hinni mestu prýði, mætti ef til vill ætla, að einhver misbrestur sé þar á, þegar til þess er litið sem úrskeiðis fer í málfari vaxandi kynslóðar, sem öll er látin læra ensku í skólum, jafnvel frá barnsaldri. Hörmulegt væri til þess að vita, að málanám, sem að vissu marki er nauðsyn- legt, yrði á kostnað móðurmálsins í stað þess að verða því til efling- ar, svo sem verður þegar rétt er á haldið. Ustaskólar - afskipt börn eftirRíkharð Valtingojer Að morgni dags fyrir ekki alls löngu átti ég orðaskipti við erlend hjón, fyrir utan Myndlista- og hand- íðaskóla íslands, Skipholti 1. Þau reyndust vera frá New York og voru að koma til starfa sem gesta- kennarar við skólann. Spurðu þau mig hálf vantrúuð, hvort þetta væri Myndlista- og handíðaskóli Islands. Urðu þau greinilega hissa þegar ég játti því og ekki minnkaði undrunin þegar inn var komið. Ég skildi þau vel enda er þetta óthent- ugt hús og í því ástandi að engum dytti í hug að nota það sem lista- skóla. Þau höfðu greinilega ekki séð svona skólahúsnæði fyrr, sem ber samt þetta virðulega nafn, Mynd- lista- og handíðaskóli Islands. Viku síðar sameinuðust nemend- ur listaskólanna, þ.e. Myndlista- og handMaskóla íslands, Leiklistar- skóla íslands og Tónlistarskólans í Reykjavík í kröfugöngu að nýbygg- ingu Sláturfélagsins í Laugarnesi. Sú ganga var farin til þess að ítreka gefin loforð ráðamanna um úrbætur í húsnæðismálum skólanna. Hitti ég þar fyrrnefnd hjón aftur. Þegar við nálguðumst Sláturfélagshúsið, benti ég þeim á að þetta hús kæmi til geina fyrir starfsemi listaskól- anna. Hrifust þau af útliti hússins og arkitektúr. Eftir að við höfðum skoðað þetta draumahús fyrir lista- skóla, spurðu þau mig, til hverra nota þetta hús hefði upphaflega verið byggt. Ég sagði þeim sem var, — til kjötvinnslu. Botnuðu þau hvorki upp né niður í þessu og sögð- ust aldrei hafa séð svo glæsilegt kjötvinnsluhús. Á einni viku fengu þau tvö dæmi um íslenslen veruleika. Auðvitað skildu þessir gestakennarar frá New York ekkert og munu líklega aldrei gera. Ég lái þeim það ekki. Þau þyrftu að búa a.m.k. 30 ár í þessu fagra landi til þess að skilja svolítið samhengið í þessu misræmi. Ef foreldrar mismuna bömum sínum, elska sum og hlúa vel að þeim, en vanrækja önnur, þá getum við ekki sagt að það séu góðir for- eldrar. En hvað segjum við um þjóð sem elskar sum af sínum börnum, en skiptir sér ekki af öðrum? Þetta er einmitt sá veruleiki sem hjónin gátu ekki skilið. Vegna þess að flestar þjóðir gera sér grein fyr- ir því, að það má ekki vanrækja listir, því þær eru nauðsyn. Það eru „Við verðum að stefiia að því í sameiningu, að listaskólarnir fái eðli- legan starfsgrundvöll og verði ekki afskipt börn um ókomna tíð.“ þær sem leiða af sér menningu og gefa lífinu gildi. Flestar þjóðir hlúa að sinni listsköpun og eru meðvitað- ar um að menning verður ekki gerð eftir á, heldur er hún gerð í dag. Við fáum ekki annað tækifæri. En hvar eru stigin fyrstu skrefin í þá átt að verða þjóð sinni til sóma með listsköpun? Hvar fæst leiðsögn og listmenntun? Það eru auðvitað lista- skólar sem eru undirstaðan fyrir eitt af því dýrmætasta sem þjóðir eiga. Hér á landi eru listaskólar afskipt börn, sem fá sinn matar- skammt til þess að skrimta. Aldrei ný föt eða nýja skó. Myndlista- og handíðaskóli ís- lands er afar illa settur vegna óhentugs húsnæðis og lélegs tækja- kosts. Eg nefni grafíkdeildina sem dæmi, þar sem ég þekki best til. Stofnkostnaður við þessa deild, sem starfrækt hefur verið í rúmlega 20 ár, var enginn. Semsagt, til þess að koma þessari deild á laggirnar lagði ríkið til kr. 0 í stofnkostnað. Tækin sem notuð eru við kennslu eru að meðaltali 50-100 ára göm- ul, annað hvort fengin að láni eða deildin fékk þau gefins. En þau eru nógu góð fyrir myndlistarnema, — eða hvað? Þetta er svipað og ef kenna ætti verðandi ökumönnum á bíl, sem væri með handbremsuna utan á og tvo kertastubba í staðinn fyrir ljós. Allar tilraunir sem gerðar voru til þess að breyta þessu, voru gagns- lausar. Þær náðu ekki einusinni skilningi hjá þeim sem voru og eru í lykilaðstöðu til þess að gera úrbæt- ur. Börn sem eru ekki elskuð og fá aldrei ný föt, en af og til einn vasa- klút, eiga að vera þakklát fyrir slíka góðsemi. Hversvegna mátti Ösku- buska ekki fara á ballið, þótt síðar kæmi í ljós að hún bar af öllum? Þegar erlendir gestir skólans sækja þennan skóla heim, erum það við, kennarar og nemendur skólans, sem skömmumst okkar fyrir þessar fátæklegu aðstæður. Við komum með ýmsar afsakanir og ljúgum að þeim, áð við fáum mjög bráðlega gott húsnæði, þar sem aðstaða til kennslu og náms er fullnægjandi. Að þetta sem þeir sjá, sé aðeins til bráðabirgða. Það er að vísu ekki alveg iygi, því undanfarin 15 ár hefur okkur verið lofað hentugra húsnæði. Því Myndlista- og hand- íðaskóli íslands hefur verið í bráða- birgðahúsnæði alveg frá upphafi. Þetta er okkur öllum til skammar, þjóðinni og ráðamönnum hennar. Að undanförnu hefur íslenska þjóðin sameinast um málræktar- átak, til þess að standa vörð um íslenska tungu. Við vitum að þjóðin stendur og fellur með því að við varðveitum tungumál okkar. En hliðstætt tungumáli okkar er til annað mál, ekki síður mikil- vægt. Mál sem við getum talað til annarra þjóða. Mál sem allar þjóðir skilja. Mál sem_ segir svo miklu meira um okkur íslendinga en allar hagtölur. Þetta mál er listsköpun okkar. Það þyrfti annað málræktarátak til þess að ná betra valdi á þessu heimsmáli, sem þjóðir tala sín á milli. Ég vona að allir sem þykir vænt um þetta mál og um þá staði þar sem það er kennt og numið, láti í sér heyra. Við verðum að stefna að því í sameiningu, að listaskólarnir fái eðlilegan starfsgrundvöll og verði ekki afskipt börn um ókomna tíð. Höfundur er kennarí við MyniHisín- og handíðaskóla Islands. Handbók í skyndihjálp KOMIN er út hjá Bókaútgáfú Máls og menningar Fjölskyldu- handbók í skyndihjálp. Bókin er samin af norskum læknum en þýdd og staðfærð af Guðrúnu Svansdóttur líffræðingi og yfir- farin af íslensku hjúkrunarfólki. í Fjölskylduhandbók ■ í skyndi- hjálp er fjallað um viðbrögð við m.a. höfuðhöggum, beinbrotum, eitrunum og bruna en einnig um meðferð kals, augnáverka, hita- krampa, aðskotahluta í nefi, eyrum og maga o.s.frv. Bókin er harðspjaldabók.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.