Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAI 1990 17 Sjávarföll utan við Gilsfjörð eru einhver þau mestu, sem þekkjast við landið. Hafa verið gerðir frumreikningar á vatnafari fjarðarins með tilliti til hugsanlegrar þrengingar í mynni hans. Ef tryggja ætti óbreytt ástand að mestu þarf 450-500m langa brú. I frumáætlun um kostnað er gert ráð fyrir að heimild fáist til nokkurrar þrengingar og reiknað með 300m langri brú. Heildarkostnaður er þá áætlaður um 400 milljónir króna (vísitala 25,6). staddir, að þeir hefðu einnig áhuga á verkefninu og myndu styðja það. Gekk þetta svo eftir. Síðan hefur verið unnið að þessu eitthvað á hveiju ári og er nú svo komið, að þekking er næg á vegarstæðinu til að hefja hönnun vegarins. Á fundi með nefnd heima- manna, svokallaðri Gilsfjarðar- nefnd, þ. 9. mars sl. lýstu flestir þingmenn Vesturlands og Vest- fjarða því yfir, að hefjast ætti handa með byggingu vegar yfir Gilsfjörð árið 1992 eða 1993. Þrír þingmenn Vestfjarða' töldu að jarðgangagerð á Vestfjörðum ætti ekki að raska þessum áformum. Bent var á, að tilefni yrði til að taka formlega ákvörðun um veg- argerðina við endurskoðun vegaá- ætlunar vorið 1991. Smíði brúar yfír Dýrafjörð lýkur að lang mestu leyti 1991 og eðlilegt var talið að hefja gerð vegar yfír Gilsfjörð við þau verklok. Talið var, að eftir að ákvörðun hefur verið tekin næsta ár, gefíst nægur tími til hönnunar vegarins, þar til gerð hans verður hafín einu eða tveimur árum síðar. Hvað breytist? Eins og áður segir er vegurinn fyrir Gilsfjörð nú um 25 km lang- ur og erfiður á alla lund. I utan- verðum Gilsfirði milli Kaldrana í Saurbæ og Króksfjarðamess hátt- ar þannig til, að þar er útfiri mik- ið og einungis um 70 m áll um stórstraum en annað á þurru. Botninn er góður. Hugmyndir manna snúast því fyrst og fremst um fyllingu og stutta brú, þannig að lón myndist í fírðinum innan- verðum. Kostnaðurinn við þetta verk miðað við endurbyggingu eldri vegar yrði að mati Vegagerð- ar ríkisins þannig, að verkið gæfí jákvæðan arð. (V.r. apríl 1988). Vegurinn yrði þá frá Neðri- Brunná í Króksfjarðarnes um 8 km. Leiðin milli Vesturlands og Vestfjarða myndi þá styttast um heila 17 km og allt yrði á hægum vegi. Sér nú hver maður, hvaða bylt- ing fylgdi þessum vegabótum. Áhrif á mannlífið í Dalabyggð Byggðirnar í Dölum og Austur- Barðastrandarsýslu eiga í vök að veijast. Sveitir þessar hafa þó mikla möguleika. Land er víða grasgefíð og vel gróið og gróður í jafnvægi eða framför. Því er sjálfsagt að viðhalda búskap á þessu svæði á meðan öðrum svæð- um landsins, sem erfiðara eiga uppdráttar, er hlíft. Þá eru á Reyk- hólum margvíslegir möguleikar í atvinnurekstri og jafnvel meiri þróunar að vænta, en víða annars staðar við Breiðafjörð. Þar er gnægð af heitu vatni, höfn góð og fyrir ströndum mikið af van- nýttu sjávarfangi. í Djúpadal hef- ur nýlega verið borað eftir heitu vatni og fundizt í umtalsverðum mæli. Þar eru einnig möguleikar á köldu sírennandi neyzluvatni góðir. Á svæðinu starfa nú tvö lítil kaupfélög með fjórar verzlanir og auk þess verzlanir í Búðardal. Brúin yrði allri verzlun á svæðinu til mikils framdráttár, raunhæfar hugmyndir um samvinnu eða samruna kæmust í framkvæmd og stuðlaði það án efa að meira vöruframboði og drýgri afkomu. Læknisþjónusta allrar Dala- byggðar og allt að Klettshálsi í Múlasveit kemur úr Búðardal. Þetta er eitt stærsta heilsugæslu- svæði landsins, þegar litið er til vegalengda. Það er ljóst, að Gils- fjörður hefur á liðnum árum verið þessari þjónustu erfiður ljár í þúfu og valdið íbúum margvíslegu angri í þessu tilliti. Margir landsmenn þekkja slíkar aðstæður af eigin raun og þarf vart að tíunda þær. Með brúnni yrði hér veruleg breyt- ing á til batnaðar og frekara ör- yggis. Þá eru dýralækningar stundaðar frá Búðardal á sama svæði og á því hið sama við um þá starfsemi. Öll félagsleg samskipti myndu taka stakkaskiptum og í raun yrði svæðið ein félagsleg heild. I orði og á borði yrði einangrun minni. Möguleikar myndu opnast á að styrkja betur skólahald í sýslunum tveim með meiri samvinnu á milli skóla. Mjólkurbúið i Búðardal sér um vinnslu mjólkur frá framleiðendum vestan Gilsfjarðar og einnig á sumrum allt vestan frá Barða- strönd og Rauðasandshreppi. Þá fer fullunnin vara sömu leið til baka. Þessi starfsemi styrktist áreiðanlega mikið við tilkomu brú- arinnar og mjólkurfiutningar yrðu ódýrari. Leiðin á sunnanverða Vestfírði styttist um 17 km og það munar um minna. Þannig gildir um þessa framkvæmd, eins og svo margar aðrar, að hún skiptir ekki einung- is máli fyrir þá, sem næstir búa, heldur alla þá, sem veginn þurfa að nota af einum eða öðrum ástæðum. íbúar þessara tveggja sýslna gera sér glögga grein fyrir, að hagsmunir þeirra fara saman. Það skiptir miklu máli fyrir byggð í Dölum, að byggðir Austur-Barða- strandarsýslu styrkist í sessi, þar sem um raunverulega jaðarbyggð er að ræða. Þannig mun fall ann- arrar hvorrar byggðarinnar naga stoðir þær, sem hin stendur á. Eru það gömul sannindi og ný. Niðurlag Það hefur föngum verið við- kvæðið, þegar knúið er á um fram- kvæmdir sem þessa, að nú séu erfiðir tímar í þjóðfélaginu og því ekki timabært að huga að þeim að sinni. Við lifum nú slíka „erfiða tíma“. Það er landlægur ósiður að visa eðlilegum óskum landsbyggð- arinnar um umbætur á bug með þessum rökum. Lítið hefði gerst hér á landi á síðustu áratugum, ef raddir framkvæmda og fram- fara hefðu látið kveða sig í kútinn með þessum hætti. Það á að hlúa að öllum vilja til sjálfsbjargar og öllu óþoli eftir breytingum, sem til framfara horfa. Slíks óþols gætir i Dalabyggð. Því er rétti tíminn nú til að hefja framkvæmd- ir við brú yfír Gilsfjörð. llöfundur er læknir. KOKKAHUFUR Kynnum nýja tegund af kokkahúfum: LA GRAMDE TOQUE. Einnig fyrirliggjandi Bréfbátar Nælon-hárhlífar Ermahlífar Gestasloppar Vinil-hanskar Fleiri einnota vörur fyrirliggjandi. TANDURSF, Dugguvogi 1, Reykjavík, sími 688855. V UM ÚRVAL AF DÝNUM? 5.998,- 7.686,- 4.200,- 7.997,- 10.248,- 5.040,- 10.282,- 13.176,- 6.160,- 13.709,- 17.568,- 160 8.960,- 18.278,- 23.424,- vali og með frágangi eftir þínu höfði. Hér eru nokkur dæmium verð á óklæddum svampdýnum: „Eggjabakkadýna" Heilsuyfirdýna, loftræstir og einangrar. Einstökfjöðrun VERÐ SNÆIAND útbúum aó sjálfsögðu dýnuver og klæðum með áklæði af lager eóa tillögðu efni. Bjóðum einnig uppá hundruð mismunandi áklæða með pöntunarþjónustu okkar. LÍTTU INN OG KYNNTU ÞÉR ÚRVALIÐ SKEIFAN 8-108 REYKJAVIK SIMI 685588
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.