Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1990 Sovéskir hermenn fella 20 þjóðernis- sinna í Armeníu Moskvu. Reuter, dpa. RÚMLEGA 20 manns hafa fallið í átökum þjóðemissinna og sovéskra hermanna í Jerevan, höfuðborg Sovétlýðveldisins Armeníu. Að sögn armensku fréttastofunnar Armcnpress, blossuðu átökin upp á sunnudag er þjóðernissinnar komu saman í borginni til að undirbúa þjóðhátíðar- dag Armena, sem halda átti hátíðlegan í gær en landsmenn nutu sjálf- stæðis á árunum 1918 til 1920. Armenska fréttastofan kvað enn barist í Jerevan og nágrenni í gær en þær fréttir fengust ekki staðfestar. Fréttaritari Armenpress sagði í mestu byggt Armenum en heyrir símaviðtali í gær að 20 þjóðemis- undir nágrannalýðveldið Azerbajd- sinnar hefðu fallið á sunnudag í skot- bardögum við sovéska hermenn nærri helstu jámbrautarstöð Jerevan og í suðurhluta borgarinnar. Tveir sovéskir hermenn voru sagðir hafa fallið. Hann bætti við að þjóðernis- sinnar hefðu komið upp götuvígi nærri höfuðstöðvum Rauða hersins í höfuðborginni og kvað spennu fara ört vaxandi. Vegatálmum hefði víða verið komið upp til að hindra frekari liðsflutninga til höfuðborgarinnar. Sovéska fréttastofan TASS sagði átökin hafa hafist snemma að morgni sunnudags. Armenskir ' þjóðemis- sinnar hefðu þá skotið á sovéska hermenn er gættu flutningalestar þegar hún var á leið inn á brautar- stöðina. Haft var eftir Júrí Sjatalín, yfirmanni hersveita innanríkisráðu- neytisins, að ástandið yrði sífellt al- varlegra; þjóðernissinnar hefðu vígbúist af kappi og réðu nú yfir umtalsverðum vopnabirgðum. Hvatti hann til þess að gripið yrði til „ákveð- inna aðgerða" í því skyni að afvopna Armenana og gagnrýndi harðlega slælega framgöngu yfirstjórnar kommúnistaflokksins í lýðveldinu. Um 100.000 manns komu síðdegis í gær saman í Jerevan og kröfðust sjálfstæðis en kröfugöngu, sem boð- að hafði verið til í tilefni þjóðhátíðar- dagsins, var aflýst. Hermenn vom víða á ferli í miðborginni en mótmæl- in fóm friðsamlega fram. Þær fréttir bámst frá Stepana- kert, höfuðstað héraðsins umdeilda Nagomo-Karabakh, að hervörður væri á götum úti. Héraðið er að zhan. Deila þjóðanna tveggja um yfirráðarétt yfir héraðinu hefur getið af sér skipulagðar ofsóknir og víga- ferli og heldur Rauði herinn uppi gæslu í Stepanakert og víðar. Sovét- stjórnin hefur neitað að viðurkenna yfirráðarétt Armena yfir héraðinu og hafa þjóðernissinnar því tekið upp vopnaða baráttu fyrir málstað sínum. Kólumbía: Stjórnaran dsta ðan sigrar í Burma Reuter Saw Maung hershöfðingi, æðsti maður herforingja- stjórnarinnar í Burma, er núverandi stjórnvöld nefna Myanmar, sést hér greiða atkvæði í kosningum þar í landi á sunnudag. Þetta voru fyrstu nokkurn veg- inn frjálsu kosningarnar í landinu í þijá áratugi en óvíst er að herforingjarnir hyggist láta völdin í hend- ur stjórnarandstæðinga. Talsmenn stjórnarinnar segja að valdaafsal komi fyrst til greina þegar búið verði að samþykkja nýja stjórnarskrá ogtraust ríkis- stjórn hafi tekið við völdum. Samkvæmt opinberum tölum fékk stjórnarandstaðan víðast hvar þorra at- kvæða en alls buðu yfir 90 flokkar fram auk stjórn- arflokksins. Nýkjörinn forseti vill í engn hvika fyrir fíkniefhasölum Bogota. Reuter, dpa. Sigurvegarinn í forsetakosningunum í Kólumbíu á sunnudag varð Cesar Gaviria, frambjóðandi Frjálslynda flokksins. Er búið var að telja um 92% atkvæða hafði Gaviria fengið 47,5% en næsti maður, hægrisinninn Alavaro Gomez, 28,8%. Athygli vakti að leiðtogi fyrrum skæruliðahreyfingarinnar M-19, sem nú hefur verið breytt í stjórn- málaflokk, var þriðji með 12,8%. Gaviria hefiir heitið því að halda áfram baráttu fyrirrennara síns og flokksbróður, Virgilios Barcos, gegn flkniefiiabarónum Medellin-hringsins en flugumenn þeirra og vinstrisinnaðra skæruliða hafa myrt fjölda manna í kosningabarát- tunni. Kosningaþátttaka var mun minni en í síðustu kosningum, aðeins 45%, enda þótt 230.000 hermenn reyndu að vernda líf og limi almennings fyrir hryðjuverkamönnum. Skæru- liðar vinstrimanna réðust á lög- reglusveit sem var að flytja kjör- gögn milli staða í sveitahéraði á sunnudag og féllu a.m.k. 13 manns, þar á meðal tvö börn. Flugumenn fíkniefnasalanna eru taldir bera ábyrgð á morðum þriggja forseta- frambjóðenda og frambjóðandi M- 19, Antonio Navarro Wolf, varð að halda sig innan dyra síðustu dagana vegna morðhótana. Gaviria er 43 ára gamall, fyrrum innanríkisráðherra. Talið er mögu- legt að hann muni bjóða andstæð- ingum sínum í kosningunum aðild að næstu stjórn. Barco fráfarandi forseti hefur vísað öllum samning- um við fíkniefnasalana á bug og vill ekki náða þá. Einnig hefur hann viljað framselja þá Kólumbíumenn sem bandarísk yfirvöld vilja draga fyrir rétt þar í landi vegna meintra fíkniefnaglæpa. Aðrir frambjóðend- ur hafa gagnrýnt þessa stefnu hans en Gaviria er sammála Barco. Sig- urvegarinn leggur þó áherslu á að Kólumbíumenn geti ekki leyst vand- ann einir. „Ríkum þjóðum ber sögu- leg skylda til að vinna að minnkun fíkniefnaneyslu, hindra vopnasmygl og klófesta illa fengið fé glæpa- manna,“ sagði Gaviria. Vaxandi óvissa og spenna í Sovétríkjunum: Borís Jeltsín vill sam- starf við harðlínumemi Moskvu. Reuter, Daily Telegraph, dpa. UMBÓTASINNINN Borís Jeltsín hlaut í gær tilnefiiingu sem fram- bjóðandi í þriðju umferð forsetakosninganna, sem fram fer á fulltrúa- þingi Sovétlýðveldisins Rússlands í vikunni. Helsti keppinautur hans í annarri umferðinni, ívan Polozkov, ákvað að draga sig í hlé, en Aleksander Vlasov, sem var í framboði í fyrstu umferðinni og naut þá stuðnings Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta, var tilnefndur að nýju. Jeltsín bauðst I gær til þess að mynda sfjórn með harðlínu- mönnum ef þeir styddu hann í kosningunum. Míkhaíl Gorbatsjov flutti sjónvarpsávarp á sunnudag til að veija áform Sovétstjórnarinn- ar um að koma á „stýrðu markaðshagkerfí“ innan fimm ára. Sovésk- ir þingmenn, leiðtogar einstakra lýðvelda og námamenn gagnrýndu efhahagsstefhu sljórnarinnar harðlega og yfirvöld í Moskvu gerðu ráðstafanir til þess að takmarka sölu matvæla eftir þriggja daga gegndarlaust hamstur í verslunum höfúðborgarinnar vegna fyrir- hugaðra verðhækkana. Talið er að aldrei hafi verið jafh mikil hætta á borgarastyijöld í landinu. Borís Jeltsín fékk 503 atkvæði í annarri umferð forsetakosning- anna á fulltrúaþingi Rússlands á laugardag en ívan Polozkov 458. Jeltsín skorti 28 atkvæði tii að ná kjöri sem forseti þessa næststærsta lýðveldis Sovétríkjanna. Hann var tilnefndur að nýju eftir harðvítugar deilur á þinginu í gær en Polozkov ákvað að draga sig í hlé. Harðlínu- maðurinn Vasílí Kazakov, forseti þingsins, hafði sagt að frambjóð- endunum bæri báðum „siðferðileg skylda" til að draga sig í hlé þar sem hefð væri fyrir því að fram- bjóðendur, sem ekki næðu kjöri, vikju fyrir öðrum. Jeltsín sagði á þinginu að hann væri reiðubúinn að ganga til sam- starfs við harðlínumenn ef það gæti orðið til þess að hann yrði kjörinn forseti lýðveldisins. Hann sagði að til greina kæmi’ að harðlínumenn fengju ráðherra í nýrri stjórn lýðveldisins en neitaði þó að fallast fyrirfram á að Ivan Polozkov yrði forsætisráðherra. Alexander Vlasov, forsætisráð- herra Rússlands, og sagnfræðing- urinn Dmítríj Volkogonov hlutu einnig tilnefningu. Þeir voru báðir í framboði í fyrstu umferð kosning- anna en drógu sig í hlé á laugar- dag. Gorbatsjov styður Vlasov í kosningunum en stuðningsmenn hans greiddu atkvæði með Polozkov í annarri umferðinni. Ekki er talið að Volkogonov njóti mikils stuðnings á þinginu. Þingmenn gátu einnig tilnefnt sjálfa sig og það gerðu tveir þing- menn til viðbótar, Sergej Perú- anskíj, háskólakennari í Kazan, og Júrí Lútsjínskíj, lögfræðingur frá Leníngrad. Gorbatsjov varar við hættu á glundroða Míkhaíl Gorbatsjov sagði í 45 mínútna sjónvarpsávarpi á sunnu- dag að eina von Sovétríkjanna fælist í markaðsbúskap og því væri mikilvægt að almenningur tæki fyrirhuguðum verðhækkunum með stillingu. Hann sagði að ekki væri hægt að taka upp áætlanabú- skap að nýju í landinu og lagði áherslu á að Sovétmenn þyrftu að temja sér ábyrgðartilfínningu, aga og framtakssemi. „Ekki láta hræðslu ráða gerðum ykkar,“ sagði Sovétforsetinn og bætti við að Sovétmenn væru að ganga í gegnum viðsjárvert tíma- bil, þar sem mikil hætta væri á glundroða í þjóðfélaginu. „Við get- um vitaskuld ekki lengur liðið úr- slitakosti og kröfur óábyrgra lýð- skrumara,“ sagði Gorbatsjov. Sovétforsetinn sagði að forsæt- isráð Sovétríkjanna hefði komist að þeirri niðurstöðu eftir mikil fundahöld að brýnt væri að koma á „stýrðu markaðshagkerfi". Efna- hagsástandið gæti versnað enn á komandi mánuðum og hættulegt gæti reynst áð fresta breytingun- um. Gorbatsjov stamaði nokkrum sinnum og þótti þetta ein versta ræða sem hann hefur haldið opin- berlega frá því hann komst til valda fyrir fimm árum. Ávarpið var rugl- ingslegt og einkenndist af áskorun- Reuter Sovéskar húsmæður standa í biðröð fyrir utan matvöruversl- un í Moskvu á sunnudag. Fyrir- hugaðar verðhækkanir hafa orðið til þess að Moskvubúar hafa hamstrað matvæli undan- farna þrjá daga. um og hótunum, en þess á milli reyndi hann að skýra fyrir lands- mönnum grundvallaratriði hag- fræðinnar. Hann viðurkenndi að efnahagsleg umbótastefna sín hefði borið lítinn árangur til þessa og óánægja almennings væri skilj- anleg. Staða Gorbatsjovs versnar enn Staða Gorbatsjov virðist aldrei hafa verið jafn slæm og vandamál- in héldu áfram að hrannast upp um helgina. Sovéskir þingmenn, leiðtogar einstakra lýðvelda, og námamenn hétu því að beita sér af alefli gegn stefnu hans í efna- hagsmálum. Talið er að hættan á borgarastyijöld hafi aldrei verið meiri og skorturinn á nauðsynja- vörum er alvarlegri en nokkru sinni fyrr. Sergej Stankevítsj, aðstoðar- borgarstjóri Moskvu, sagði á fundi fulltrúaþings Rússlands að senda hefði þurft lögreglumenn til að koma í veg fyrir óeirðir fyrir utan verslanir höfuðborgarinnar. Hann sakaði Sovétstjórnina um að hafa auðmýkt yfirvöld höfuðborgarinnar með því að vara þau ekki við fyrir- huguðum verðhækkunum. Hann sagði að nú væru tveggja mánaða matvælabirgðir í Moskvu en engan veginn væri tryggt að sjúkrahús og dagheimili fengju nægjanleg matvæli ef hamstrið í verslunum borgarinnar héldi áfram. Nokkrir fulltrúar á rússneska þinginu for- dæmdu þá ákvörðun borgaryfir- valda í Moskvu að takmarka sölu matvæla við íbúa staðarins og gengu af þingi í mótmælaskyni. Líkur á að tillögurnar verði felldar I ráði er að verð á ýmsum mat- vælum tvöfaldist og jafnvel þre- faldist. Þessi áform sættu harðri gagnrýni í Æðsta ráði Sovétríkj- anna og miklar líkur eru taldar á að tillögur stjómarinnar verði felld- ar þar. Gerist það og leggi róttæk- ir umbótasinnar fram tillögu um vantraust á stjórnina neyðist Níkolaj Ryzhkov forsætisráðherra að öllum líkindum til að segja af sér. Hann hefur raunar sagt að til greina komi að hann dragi sig í hlé ef almenningur leggst gegn efnahagstillögum stjórnarinnar. Stjórn Úkraínu, næst-fjölmenn- asta lýðveldis Sovétríkjanna, hefur þegar lýst því, yfir að hún ætli að beita sér gegn efnahagstillögum stjómarinnar í Kreml. Landsþing sovéskra námamanna verður haldið 9. júní nk. og verður þá tekin ákvörðun um hvort efnt verði til verkfalls í námum landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.