Morgunblaðið - 29.05.1990, Side 48

Morgunblaðið - 29.05.1990, Side 48
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1990 Magnús E. Guðjóns- son — Minning Magnús E. Guðjónsson fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga verður jarðsettur á morgun, mánudaginn 28. þ.m. Hann andaðist aðfaranótt fímmtudagsins 17. þ.m. eftir stranga sjúkdómslegu. Magnús fæddist á Hólmavík 13. september 1926, annar af tvíburum, sem fæddust þeim hjónum Guðjóni Jónssyni smið og Kolfinnu Snæ- björgu konu hans. Hinn tvíburinn er Kristinn, sem lifir bróður sinn. Foreldrar Magnúsar voru mikið dugnaðar- og atorkufólk og vel gef- ið til munns og handa. Faðir hans, Guðjón, var sonur Jóns, f. 7. ágúst 1895, bónda að Gestsstöðum og víðar Þorsteinssonar, bónda í Húsavík, f. 25. nóvember 1833, Eyjólfssonar s.st., f. 8. apríl 1805 Gíslasonar hreppstjóra í Þorpum, f. 1783, Eiríkssonar Gíslasonar. Móðir Guðjóns var Júlíana Orms- dóttir. Hún var dóttir Orms, f. 21. júní 1825, Oddssonar bónda á Skarfsstöðum, f. 1767, Guðbrands- sonar á Þingvöllum í Helgafellssveit Oddssonar. Þetta er hluti af svo- nefndri „Ormsætt". Ormur bjó á Miðdalsgröf. Móðir Júlíönu Orms- dóttur var Elín Jónsdóttir, f. 4. jan- úar 1838. Hún var seinni kona Orms. Elín var 3. ættliður frá Sigurði Þor- varðarsyni í Eyrardal við Alftaíjörð í ísafjarðardjúpi, f. um 1725, sem Eyrardalsætt er frá komin. Móðir Magnúsar, Kolfínna Snæ- björg, var Jónsdóttir Sveinbjörns, f. 3. febrúar 1851, lengst í Gautsdal í Geiradal, Jónssonar í Asparvík, f. 16. nóvember 1819, Sveinbjamar- sonar. Móðir Kolfinnu Snæbjargar var Ingibjörg Snæbjömsdóttir, hrepp- stjóra, d. 27. desember 1858 ekki fertugur að aldri, er lengi bjó að Þóreyjamúpi J Línakradal, og konu hans, Bjargar Ólafsdóttur, ættaðrar austan úr Blöndudalshólasókn. Faðir Snæbjamar hreppstjóra var Snæbjöm Snæbjömsson, fæddur að Þönglabakka í Þingeyjarsýslu 1773. Hann fluttist 1799 með foreldrum sínum að Grímstungu í Vatnsdal, þar sem faðir hans var þá prestur. Snæbjörn þessi kvæntist 10. ágúst 1810 Kolfinnu dóttur Bjarna Steind- órssonar í Þórormstungu og Gróu Jónsdóttur. Snæbjörn og Kolfinna bjuggu lengst að Gilsstöðum. Þau eignuðust 18 börn. Margt fólk er komið af þeim hjónum, einkum í Húnavatnssýslu. Faðir Snæbjarnar á Gilsstöðum var Snæbjörn Halldórsson, f. 1742. Hann gekk í Hólaskóla og vígðist prestur og gegndi prestskap m.a. að Þönglabakka og í Vatnsdal og bjó þá að Grímsstöðum. Kona séra Snæbjarnar var Sigríður dóttir séra Sigvalda Halldórssonar á Húsafelli. Mikil ætt er komin frá séra Snæ- birni og Sigríði og kölluð Snæbjam- arætt. Foreldrar séra Sveinbjarnar voru Halldór Brynjólfsson biskup á Hólum og kona hans, Þóra dóttir séra Bjöms Thorlaciusar prófasts í Görð- um á Álftanesi. Guðjón Jónsson og Kolfinna Snæ- björg Jónsdóttir gengu í hjónaband 16. desember 1911. Þau bjuggu á ýmsum stöðum fyrstu árin en á Hólmavík frá 1928. Guðjón lærði trésmíði á Isafirði. Hann varð ekki langlífur. Guðjón andaðist 16. sept- ember 1939 langt um aldur fram. Þau Guðjón og Kolfinna Snæbjörg eignuðust 8 böm, þar af komust 7 til fullorðinsaldurs. Þau eru: Harald- ur Hafsteinn, f. 11. mars 1913, Júl- íanna Ingibjörg, f. 15. janúar 1915, Ólöf Ragnheiður, f. 16. desember 1918, Sigurbjörn, f. 22. ágúst 1922, Kristinn Ágúst, f. 13. september 1926, Magnús Ellert, f. 13. septem- ber 1926, Elín, f. 18. júní 1931. Um haustið árið 1941 flytur Kol- finna Snæbjörg með yngstu bömin sín íjögur til Reykjavíkur. Þijú elstu börnin voru þá orðin sjálf sín. Hún bjó þeim heimili á Lindargötu 37 í litlu bámjámsklæddu timburhúsi. Þessir búferlaflutningar vora ráðnir til þess að hún gæti skapað börnun- um betra tækifæri til menntunar. Auk þess fékk hún sjálf betri mögu- leika á að afla sér tekna með sauma- skap í fjölmenninu. Eftir flutningana var tekið til óspilltra málanna, tveir bræðranna fóru í iðnnám, Sigurbjörn og Kristinn, en Magnús í bóknám. Elín var enn í barnaskóla. Magnús settist í 1. bekk Verslunarskóla ís- lands um haustið 1941. Hann lauk verslunarprófi þar 1945 og stúdents- prófi 1947. Lagaprófi frá Háskóla Islands lauk hann síðan 1953. Starfsævi Magnúsar eftir skóla- nám var sem hér segir. Hann var fulltrúi lögreglustjórans á Keflavík- urflugvelli 1954-58. Þá réðst hann bæjarstjóri til Akureyrar og gegndi því starfi til ársins 1967. Það ár var hann ráðinn framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, Bjargráðasjóðs og Lánasjóðs sveit- arfélaga. Þessum störfum gegndi hann til dauðadags. Auk þess gegndi hann fjölda nefndarstarfa og vann að samningu laga og reglugerða um sveitarstjómarmál. Það var á útmánuðum 1943 að undirritaður kom til Reykjavíkur frá ísafirði til að þreyta próf upp í 3. bekk Verslunarskóla íslands. Vil- hjálmur Þ. Gíslason þáverandi skóla- stjóri var svo elskulegur að leyfa mér að sitja í tímum í þýsku og bókfærslu í 2. bekk. Hann kynnti mig fyrir bekkjarfélögunum og bað þá, sem vildu veita mér aðstoð, að hafa við mig samband. Tveir bekkj- arfélaganna gáfu sig strax fram, Magnús E. Guðjónsson, sem hér er kvaddur, og Jóhann Jónsson, nú aðalbókari hjá íslenskum aðalverk- tökum. Báðir þessir menn reyndust mér frábærlega vel meðan við vorum saman í skóla. Tengslin við Magnús urðu þó fljótt nánari en við aðra skólafélaga og hefur vinátta okkar eflst með hveiju ári allt til þessa dags. Það var oft fjölmennt á Lindar- götu 37 þessi árin. Börnin fjögur í skóla komu með skólafélga sína á öllum tímum. Stöðugur straumur Strandamanna bæði búsettra í Reykjavík og í kaupstað að norðan og þurftu sumir gistingu. Síðan vora það viðskiptavinir Kolfínnu, sem hún var að sauma fyrr komnir til að máta. Já, það var oft fjölmennt í þessum þröngu húsakynnum, en allt- af virtist nóg pláss, alltaf boðið kaffi og meðlæti. Kolfinna virtist alltaf hafa nægan tíma til að sinna öllum. Mér var oft spurn, hvenær hún hefði tíma til að afkasta öllum þeim saumaskap, sem hún þurfti að anna til að sjá heimilinu farborða. Eftir að Magnús flutti fjölskyldu sína í Kópavoginn frá Ákureyri, ræktum við vinskap okkar af kost- gæfni. Fjölskyldur okkar áttu sam- eiginlegar stundir bæði í gleði og sorg. Eg mat Magnús ákaflega mik- ið. Frá fyrstu kynnum fann ég hvað mikið var í hann spunnið. Eg bar strax virðingu fyrir atgervi hans og greind. Samræður við hann urðu mér frá fyrstu byijun og æ síðan uppspretta nýs skilnings á umræðu- efninu. Sama var, hvort rætt var um vandamál líðandi stundar ellegar hin æðstu rök. Magnús var. afburða duglegur og kappsamur í störfum. Þetta kom m.a. fram í námi. Alla sína skólatíð var hann framúrskar- andi námsmaður, og alltaf í fremstu röð sinna félaga. Skyldurækni og ábyrgðartilfinning hans var einstök, fyrir öllum þeim störfum sem hann sinnti á starfsævinni. Þegar hann var ráðinn bæjarstjóri á Akureyri 1958, þá 32 ára gamall, einsetti hann sér að fjölga ekki starfsmönn- um á bæjarskrifstofunni meðan hann væri bæjarstjóri. Hann var bæjarstjóri á Akureyri í 9 ár og stóð Minning: Valgarður Jón Vilmundarson Fæddur 11. janúar 1973 Dáinn 19. maí 1990 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefiir hér hinn síðsta blund. (V.Briem) Hveiju okkar hefði dottið í hug að einn okkar félaganna yrði ekki hér til að samgleðjast við skólaslit. 19. maí síðastliðinn dró skyndi- lega ský fyrir sólu þegar við fréttum að besti vinur okkar Valgarður Jón væri dáinn. Valgarður var metnað- argjarn í námi og íþróttum og gerði allt vel sem hann tók sér fyrir hend- Minningar- greinar Það era eindregin tilmæli ritstjóra Morgunblaðsins til þeirra, sem rita minningar- og afmælisgreinar í blaðið, að reynt verði að forðast endur- tekningar eins og kostur er, þegar tvær eða fleiri greinar eru skrifaðar um sama ein- stakling. Vilji höfundur vitna í áður birt Ijóð eða sálma verða ekki tekin meira en tvö erindi. Frumort ljóð eða kveðja í bundnu máli era ekki birt. ur. Hann hóf ungur sjósókn með föður sínum og bróður af miklum eldmóði. Þeir era ófáðir bátamir sem þeir feðgamir hafa gert upp og síðan sótt fisk í sæ. Þetta er mikill missir og aldrei mun neinn koma í hans stað. Við munum ætíð minnast hans sem skemmtilegs og líflegs vinar. Villi, Jóna, Þór og Olga Kolbrún, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Okkur fannst Guð vera óréttlátur að taka til sín svo ungan dreng í blóma lífsins en hvað getum við gert í því þegar mennirnir mega sín svo lítils frammi fyrir Guði. Hulda, Pétur, Kolla, Eva, Birgir, Baldur og Gunni. í dag sendum við Valgarði okkar hinstu kveðju. Þó kveðjan sé sárs- aukafull, og óskiljanlegt að að henni sé komið, fylgja henni fyrst og fremst þakkir fyrir ótal samveru- stundir liðinna ára. Fyrir bygginga- árin, þegar við hittumst næstum daglega. Fyrir árin þar á eftir, þeg- ar ýmislegt var brallað saman, eins og ferðin í Lommann, bústaðaferð- imar, heimsóknir og fleira. Og fyr- ir unglingsárin þó leiðimar lægju sjaldnar saman en áður. Valgarður þroskaðist snemma og tók virkan þátt í störfum foreldra sinna, einkum eftir að þau byijuðu í trilluútgerðinni. Hann og Þór bróð- ir hans vöktu undran og aðdáun margra, þegar þeir reru sjálfir til fiskjar í fjörðinn, og lögðu upp afla til vinnslu. Þá söfnuðust kílóin sam- an og urðu að tonnum. Og eljan óx með árunum. Dugnaðurinn kom líka í ljós í íþróttum. Fótbolti, blak, skíði, handbolti og borðtennis. Alls staðar var Valgarður í fremsta flokki jafn- aldra sinna. Að loknum grannskóla Iá Ieiðin í framhaldsdeild Seyðisfjarðarskóla. Hæfileikar Valgarðs til náms voru miklir, hvort sem var til hugar eða handa. Það er víst að hver sú braut, sem hann hefði valið sér til frekara náms, hefði orðið greið. Elsku Villi, Jóna, Þór, Olga Kol- brún og fjölskyldur ykkar. Eftir stendur minning um góðan dreng. Megi góður Guð gefa ykkur styrk til að takast á við sorgina, og að standa saman vörð um minningu hans. Maggi, Anna Dóra, Gummi og Erla Rut. Ég vil reyna með nokkram orðum að minnast nemanda míns, Val- garðs J. Vilmundarsonar, sem kall- aður var á braut allt of fljótt til verðugri verkefna handan við móð- una miklu. Mér er það enn í fersku minni er ég sá Valla í fyrsta sinn þá um það bil 5 mánaða gamlan. Móðir hans kom þá í heimsókn til okkar með þennan stóra og fallega dreng. Síðan átti ég það eftir að fá að fylgjast með drengnum vaxa, dafna og eflast. Snemma fékk Valli mik- inn áhuga á íþróttum og kom það í minn hlut að kenna honum að meira eða minna leyti íþróttir og sund í 10 ár í skólanum. í 9. bekk var hann kjörinn besti sundmaður skólans og síðastliðið haust kom hann til mín í sundlaugina og tók á þremur dögum öll afreksstigin í sundi án þess að æfa sig einn ein- asta tíma. Slík var sundkunnátta hans. En það var ekki sundið sem var í mestu uppáhaldi hjá Valla, heldur skíðin tii að byija með, þar sem faðir hans kenndi honum listina að renna sér niður brekkurnar. Samt held ég að Valli hafi haft mestan áhuga á boltaleikjum. Fyrst var það fótboltinn, síðan handbolti, körfubolti og blak. Það var í þessum boltaleikjum, sem ég var þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að fást við þjálfun hans hjá íþróttafélaginu Hugin. Það þurfti ekki að sýna honum né segja hlutina nema einu sinni. Þá var hann strax farinn að framkvæma þá af samviskusemi og alúð. Það er haft á orði um svona pilta að þeir séu fæddir með boltann á tánum, eða að boltinn leiki í hönd- um þeirra. Enda fór það svo að Valgarður var orðinn einn albesti íþróttamaður okkar Seyðfirðinga þrátt fyrir ungan aldur. Ég vil með þessum fátæklegu orðum þakka Valgarði allar þær mörgu og ánægjulegu samveru- stundir sem við áttum saman í Ieik og starfi. Megi minningin um góðan dreng lifa um langan aldur. Ég bið góðan Guð að-styrkja við þetta heit. Það má gera ráð fyr- ir að aukið vinnuálag á stækkandi bæ hafi fallið á bæjarstjórann. Eftir að hann gerðist fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga sparaði hann ekki kraftana. Ég veit, að alla tíð lagði hann nótt við dag til að vera með hreint borð að morgni. Hann lét aldr- ei neitt standa upp á sig. Þannig var Magnús minn. í viðkynningu var Magnús ákaf- lega hlýr og aðlaðandi persóna. Allt viðmót hans bar vott um umhyggju- semi fyrir samferðamönnunum. Sama var, hvort það var á heimili eða vinnustað, alltaf var hann hlýr og nærgætinn. Ég held að hann hafi ekki meitt nokkra sál viljandi. Þess ber þó að geta að í störfum sínum var Magnús fylginn sér og enginn veifiskati. Greind hans og þekking á viðfangsefnunum -gáfu honum oft yfirburðastöðu í sam- skiptum við aðra. Hann var fastur fyrir og hélt vel á málum sínum. Magnús kvæntist eftirlifandi konu sinni, Öldu Bjarnadóttur, 3. apríl 1962. Þau eignuðust saman tvær dætur og Alda átti fyrir eina dóttur frá fyrra hjónabandi, sem Magnús gekk í föður stað. Börnin eru: Helga Hauður (bam Öldu), f. 10. júní 1958; Kolfinna Snæbjörg, f. 28. mars 1963; Alda Sigrún, f. 6. júní 1967. Auk þess ólu þau að mestu upp dótt- ur Helgu Hauðar, Eddu Maríu, sem nú er 14 ára. Kolfinna Snæbjörg er gift. Maður hennar er Tómas Jons- son verkfræðingur og eiga þau tvær dætur ungar. Þau hjónin bjuggu sér fallegt heimili á Hlíðarvegi 31, Kópavogi. í skjóli fjölskyldunnar eyddi Magnús flestum af fáum tómstundum sem gáfust. Það skyggði nokkuð á, að Alda hefur átt við erfiðan sjúkdóm að stríða um langa tíð. Magnús sýndi það best, hver maður hann var með umhyggjusemi sinni og nærgætni við konu sína í veikindum hennar. Nú er Magnús minn farinn yfir móðuna miklu. Eftir situr minningin um góðan dreng og fágætan vin. Ég, kona mín og böm berum fram þakkir fyrir samverastundirnar, vin- áttuna og drengskapinn'. Við sendum Öldu, dætram og öðram ástvinum innilegar samúðarkveðjur og biðjum ykkur guðs blessunar. Ásgeir Einarsson foreldra hans, systkini, ættingja og alla aðra vini hans í þessari miklu sorg. Pétur Böðvarsson Valgarður Jón Vilmundarson frændi er dáinn. Okkur Jonna lang- ar hér með fátæklegum orðum að minnast hans sem hvarf frá okkur á svo sviplegan hátt. Við komum hingað til Seyðis- fjarðar til ársdvalar og var það ómetanlegur stuðningur strax í byijun að eiga þau Jónu, Villa og börnin að. Að geta komið til þeirra upp í Botnahlíð og vita af henni Jónu systur, sem alltaf er boðin og búin að rétta öðrum hjálparhönd og hitta Villa og börnin sem okkur finnst við eiga orðið svo mikið í núna. Á þeirra heimili er gott að koma og þar líður manni vel, enda ekkert venjulegt heimili á okkar tíma vísu, því handbragð heimilis- fólksins alls liggur í nánast hveijum hlut og náttúrulegri fjölskyldu er vart hægt að finna. Varla leið sá dagur að ekki fær- um við með stelpurnar okkar í heim- sókn til Jónu, og alltaf var glatt á hjalla þrátt fyrir ýmsa erfiðleika við hið daglega amstur. Aldrei leið löng stund þar til bræðurnir Þór og Valli voru komnir í leik og glens með stelpunum, sem kunnu aldeilis vel að meta leiki stóra frændanna. Fljótt varð það venja við máltíðir hjá Guðnýju litlu að borða „eina fyrir Valla .. . eina fyrir Þór ... og eina fyrir Olgu Kolbrúnu". Elsku Jóna mín, Villi, Þór, Olga Kolbrún og amma Olga. Nú er Valli dáinn og kominn til hennar Kollu ömmu sem hann fékk aldrei að kynnast í þessu lífi en tekur nú á móti honum og aðstoðar á nýjum stað. Megi Guð gefá ykkur styrk til að standa saman í gegnum það erfiða tímabil sem framundan er. Guð blessi ykkur öll. Thea, Jonni, Kolla og Guðný.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.