Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAI 1990 23 íslenskur söguatlas eftir Kristján J. Gunnarsson Auðvitað er jólabókaflóðið ekkert frábrugðið öðrum hliðstæðum nátt- úruhamförum: Þar flýtur það ofaná sem léttvægast er. Stundum hvarfl- ar að manni að jólabókaútgáfan hafi einhvernveginn artast þannig að hún taki fremur mið af að spæla jólaköttinn en gleðja lesandann. Svona hefur það verið um liðin jól og verður um ókomin. Það er ekki fyrr en nokkuð tekur að sjatna í og svonefndum bersögliannálum lífsreynslunnar hefur skolað inní bókaskápa, — þar sem þeim er kjöl- réttum fyrirkomið til uppsáturs og aldrei síðan ýtt fram —, að ráðrúm gefst til að skyggnast eftir hvort innanum og samanvið í bóka- flaumnum kunni eitthvað að hafa verið þungvægara froðusnakkinu sem ofaná flaut og vel skyldi selj- ast. Og sem ég er heill og lifandi! Hefur þá ekki, þrátt fyrir allt og allt, sprottið fram úr jólaprentinu þesskonar bók að hún fyllir gamlan bókaorm næstum því hlökkun til hverra þeirra bókajóla sem guð gefur yfir. Bókin sem ég hefi í huga — Sögu Atlas, útg. af Almenna bókafélag- inu — er metnaðarfull _og vel unnin frásögn af íslandi og íslendingum, sett fram í máli, ljósmyndum, kort- um, skýringamyndum og teikning- um. Bókin spannar yfir sögu lands og lýðs frá öndverðu til loka 18. aldar og _er fyrsta bindið í ritröð þriggja. Áformað er að annað og þriðja bindið komi út á þessu ári og því næsta. Áð handleika nýja bók er einsog að heilsa ókunnum gesti. Of oft veldur kynningin vonbrigðum en Listaskólarnir: SOPUR Handkeyrðsópvél „Hako Flipper" með tank fyrir óhreinindi. Fimm sinnum fljótari en með strákústi. 15002sópgeta Hako Íbísta) Nýbýlavegi 18, sími91-641988 stundum leiðir hún til varanlegs dálætis. Fyrstu kynnin af Söguatlasinum eru þau að lesandi hefur handa milli bók sem er óvenju fállega út- gefin og svo vönduð að öllum frá- gangi að augað gleður. En þetta er einnig nokkuð óvenjuleg bók af sagnfræðiriti að vera, það kemur í ljós þegar farið er að skyggnast í myndir og texta. Hér er ekki þrædd hefðbundin slóð sögunnar frá ári til árs eða tímabili til tímabils. Leit- ast er við að tengja atburði, stefnur og stofnanir, menn og málefni, í samstæður eftir því sem við á og gera skil, oft á einni opnu bókarinn- ar, í hnitmiðuðum texta, myndum, teikningum og skýringamyndum þannig að úr verður miðlun ótrúlega mikils fróðleiks. Hér er komið til móts við kröfu aldarfarsins um samanþjappaða og skilvirka fram- setningu efnis, matreiðslu fyrir tímahraksfólk sem þarf miklu í sig að troða og rhelta á hraðfleygri stund. Auðvitað felur þetta í sér þá hættu að hér verði um þurrmeti að ræða. En hjá því tekst vandlega að sneiða með því á hverri síðu segja líflegar myndir, teikningar og myndrit jafnmikið og textinn. Stundum meira. Bókin er góð fyrir alla, unga og gamla. En hún er einsog tilsniðin fyrir afkvæmi þess nútíma sem bytjuðu á að ganga í leikskóla tölv- unnar en eru nú vaxin úr grasi og tekin að fást við flóknari forrit þar sem fróðleikurinn úr bók einsog Söguatlasinum er gullnáma sem hægt er að skáka til og tölvuvinna á óteljandi vegu að fijálsu vali hvers og eins. Það hefur lengi þótt vel við hæfi að gefa ungu fólki orðabækur að hafa í nesti út á fram- haldsskólabrautina. Hér eftir ætti ekki að láta Söguatlasinn vanta í það bókasafn. Reyndar má segja að hann mætti gjarnan koma fyrr því mörgum nemanda í efri bekkj- um grunnskólans mundi hann strax koma að góðum notum. Óneitanlega hefði verið hagræði að því að hafa skrá um atriðaorð í bók einsog þessari. Það kemur þó ekki svo að sök sem í fyrstu mætti halda vegna þess að efnisyfirlit er greinargott, og af kaflaheitum ásamt skýringagreinum með þeim má oftast fljótlega ráða hvar það er að finna sem eftir er leitað. Að bókarlokum eru góðir lyklar að efni hennar í efnaskrá, mynda- skrá, kortaskrá og myndrita- og teikningaskrá. Síðast en ekki síst skal getið um heimildaskrána sem veitir þeim sem afla vilja frekari þekkingar á íslandssögunni eða til- teknum atriðum hennar ómetanlega leiðsögn. Allir þeir sem lagt hafa hönd á plóginn við samningu' þessa verks í máli og myndum, svo og þeir sem kostað hafa og styrkt útgáfu þess, eiga heiður skilinn. Vonandi bregst söguþjóðin þannig við að fram- haldsbindin megi líta dagsins ljós. Ilöfundur er fyrrverandi fræðslustjóri í Reykjavik. Vilja hús SS undir skólahald NEMENDUR Myndliste- og handíðaskóla Islands, Tónlistar- skólans í Reykjavík og Leiklistar- skóla íslands afhentu síðastliðinn sunnudag Svavari Gestssyni, menntamálaráðherra, áskorun um að bætt verði úr sárum hús- næðisvanda þessara skóla. I áskoruninni segir: „Við undir- rituð skorun hér með á þig að leysa í eitt skipti fyrir öll húsnæðisvanda ofangreindra skóla með því að kaupa nýbyggingu Sláturfélags Suðurlands í Laugarnesi undir starfsemi skólanna." Undir áskorunina rita nemendur og kennarar, starfandi listafólk og ýmsir aðrir sem láta sig varða menningu og listir í landinu. Nýi HP Laserjet III er bylting í nákvæmni. Með kynningunni á HP Laserjet III setur HP enn á ný framtíðarstaðal fyrir prentgæði. Prentgæði sem ná niður í hinn minnsta punkt í bókstaflegri merkingu. Hvemig er hægt að auka gæðin án þess að fjölga punktunum? Ný tækni, sem HP kallar “Resolution Enhancement" eða aukin upplausn, er notuð til að breyta stærð punktanna sem mynda stafina og línumar sem verið er að prenta og er það gert á sjálfvirkan hátt. Niðurstaðan birtist í skarpari línum, mýkri sveigjum og hreinni og íallegri prentun. En þetta er ekki það sem setur HP Laserjet III skör ofar öðrum geislaprenturum. Með HP PCL 5 prentaramálinu má breyta stærð bókstafanna, snúa þeim að vild og meðhöndla á ýmsan hátt. • Einnig skilur prentarinn HP GU2 og nýtist því beint sem hraðvirk- ur sv/hv teiknari. I'exti og myndir í áður óþekkt- um gæðum og það á verði sem er jafh framúrskarandi og prentarinn sjálfúr. Geri aðrir betur. HP Laserjet III undirstrikar ástæðuna fyrir því hvers vegna geislaprentarar frá HP em þeir útbreiddustu i heimi. Leiðandi í gæðum og nýrri tækni. HEWLETT PACKARD i ÓRTOLVUTÆKNI Tölvukaup hf., Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Simi 687220. Fax 687260. .iia i a TII
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.