Morgunblaðið - 29.05.1990, Page 24

Morgunblaðið - 29.05.1990, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1990 Fljótshlíðarhreppur; Fannst meðvitund- arlaus undir skafli LEIT var gerð að þrítugri ástralskri konu á sunnudag er hún skilaði sér ekki á farfuglaheimilið í Fljótsdal í Fljótslilíðarhreppi, þar sem hún hafði ætlað að gista. Leitin bar skjótan árangur, björgunarsveitir fundu konuna eftir stutta leit um hundrað metra frá bænum og var hún færð á Borgarspítalann í þyrlu Landhelgisgæslunnar. „ Morgunblaðið/Bjarni Jón Nordal, Jón Oskar, Glúmur Gylfason, Haukur Guðlaugsson, dr. Hallgrímur Helgason og Val- gerður Tryggvadóttir. Tónmenntasjóður kirkjunnar: Hallgrími Helgasyni veitt viðurkenning Tónmentasjóður kirkjunnar veitti dr. Hallgrími Helgasyni, tón- skáldi viðurkenningu í liðinni viku. Viðurkenninguna, að upphæð 150.000 krónur, hlýtur Hallgrímur fyrir störf sín í þágu kirkjutón- listar, fyrir að semja orgelverk, sálmalög, mótettur og messusöng, ennfremur fyrir raddsetningar og þýðingar á kennslugögnum. Blaðamaður hitti Hallgrím að máli og ræddi við hann um tónlist- arævi hans. Hallgrímur brosir þegar hann er spurður af því hvenær hann hafi fyrst fengið áhuga á tónlist. „Snemma,“ segir hann. „Tólf ára var ég farinn að leika á fiðlu í Hljómsveit Reykjayíkur. Seinna sigldi ég til Kaupmannahafnar og stúderaði við Konservatorium. Kaupmannarhafnardvölin varð ekki löng. Eg fór til Leipzig og tók tíma í fiðluleik, tónfræði og mús- ikvísindum sem eru eins konar þró- unarsaga tónlistarinnar. Auk þess var öllúm gert að nema píanóleik.“ Og svo kom stríðið „Og svo kom stríðið og ég varð að fara aftur heim til Islands. Við stofnuðum Félag íslenskra tónlist- armanna og tímaritið Tónlist sem ég ritstýrði til 1947. Við megum heldur ekki gleyma Samtökum tón- skálda _og eigenda flutningréttar, STEF. í upphafí voru margir ósátt- ir við skammstöfunina, sem er mín, en hún stendur enn og vísar á hlut- verk samtakanna. A þessum árum kynntist ég Steini Steinari og varð fyrstur til að semja lag við ljóð eftir hann. Það var lag við ljóðið Landsiag. Seinna samdi lög við fleiri ljóð t.d. Götuvísu og Hljóðatár. Ég kunni vel við Stein. Hann var gamansam- ur og í honum var alltaf ákveðin írónía.“ Á stríðsárunum var nóg að gera. Ég kenndi, skrifaði tónlistarkrítik í Alþýðublaðið og spilaði á leiksýn- ingum í Iðnó. Eg man eftir tugum sýninga á Gullna hliðinu og Bros- andi landi,“ segir Hallgrímur og hlær. Doktorsnám „Eftir stríðið vildi ég halda áfram námi,“ segir Hallgrímur. „Eg fór til Zúrich og lauk þaðan prófi í fiðluleik og tónsmíðum anð 1949. Fimm árum seinna lauk ég svo doktorsprófi í músikvísindum. Doktorsritgerðin „íslenskar tón- menntir“ fjallar um tónlist á Is- landi frá fomöld til okkar daga. Ég segi frá Eddukvæðunum sem voru kveðin eða hálfsungin, galdra- ljóðum, og dönsum og rímum frá 1350. Ritgerðin kom út á íslandi árið 1978 en hún hefur líka verið gefín út í Gratz í Þýskalandi. Að víkka vitundina Hallgrímur var prófessor í tón- fræði, hljómfræði, kontrapunkti og tónlistarsögu við kanadískan há- skóla í átta ár. Seinna var hann eitt ár prófessor í samanburðar- músikvísindum við háskóla í Vestur-Berlín. „Það er um að gera að víkka vitundina," segir hann. „Maður lærir margt á því að búa í útlöndum.Ég dáist t.d. alltaf af því hve Þjóðveijamir sýndu hver öðrum mikinn skilning. Ef eitthvað fór úrskeiðis var sest niður og málin vom rædd, og fundin lausn á þeim.“ Ekki má gleyma því að Hallgrím- ur kenndi við Háskóla íslands í 10 ár. Auk þess starfaði hann lengi á tónlistardeild útvarpsins. Sístarfandi Þó Hallgrímur sé kominn á áttræð- isaldur hefur hann ekki lagttónlist- ina á hilluna. „Já, almannakið seg- ir að maður eigi að hætta,“ segir Hallgrímur _,,en ég er í góðu ásig- komulagi. Eg hef verið að vinna svolítið fyrir sjálfan mig, semja hljómsveitaverk og útbúa ritgerða- safn til útgáfu. Auk þess hef ég verið að vinna að útgáfu heimilda- rits um allar útgáfur sem fjalla um tónlist eða þar sem nótur eru prent- aðar. Ritið á að ná frá árinu 1589 þegar nótur vom fyrst prentaðar í sálmabók Guðbrands biskups á Hólum. Með sálmabókinni hefst hin eiginlega siðbót okkar íslendinga." Þess má geta að eftir Hallgrím hafa komið út 70 tónverk í margv- íslegu formi, frá söng- og kórlögum uppí sinfóníur. Eftir hann hafa komið út átta bækur um tónlist. Ástralska konan kom á farfugla- heimilið á laugardag og ætlaði að gista þar um nóttina. Um klukkan 18 lagði hún af stað í göngu með léttan bakpoka en viðlegubúnaðinn skildi hún eftir. Farfuglaheimilið hafði samband við björgunarsveitina Dagrenningu á Hvolsvelli rétt eftir hádegi á sunnudag, þar sem konan var enn ekki komin til baka, og bað um að hennar yrði leitað. Að sögn Jóns Hermannssonar, formanns sveitarinnar, vom allar björgunarsveitir í Rangárvallasýslu kallaðar út og vora það um 80 menn sem hófu leit. Þá var þyrla Landhelg- isgæslunnar einnig kölluð til og spor- hundur fenginn til leitar. Leitin hófst klukkan rúmlega 14 og fannst konan örskömmu síðar um hundrað metra frá bænum Fljótsdal, þaðan sem hún lagði upp. Hún hafði hrasað og ran- nið niður 4—5 metra grasbrekku ofan í gil og niður undir snjóskafl. Þar skorðaðist hún og gat sig hvergi hreyft. Hún var meðvitundarlaus og Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Starfsmenn Landhelgisgæslunn- ar færa áströlsku konuna á Borg- arspítalann á sunnudag. mjög köld þegar hún fannst. Skömmu eftir að björgunarsveitar- menn höfðu losað um hana lenti þyrla Landhelgisgæslunnar hjá henni og flutti hana á Borgarspítalann. Konan var lítið meidd en köld og hrakin og var hún í gjörgæslu til hádegis í gær að hún var flutt á lyf- lækningadeild þar sem hún er enn. 59 listamenn hlutu starfslaun í FJÁRLÖGUM 1990 eru veittar 20.820.000 krónur til starfslauna lista- manna. Vegna breyttra forsendna fjárlaga lækkaði þessi íjárhæð og verða því 20.403.600 krónur til ráðstöfúnar á þessu ári. Alls bárust 218 umsóknir um starfslaun. Alls hlutu 59 listamenn starfslaun að þessu sinni, þar af 4 til 12 mán- aða, 5 til 9 mánaða, 15 til 6 mánaða og 35 til 3 mánaða. Eftirtaldir hlutu laun. Tólf mánaða starfslaun hlutu Hulda Hákon myndlistarmaður, Jó- hanna Krístín Ingvadóttir myndlist- armaður, Leifur Þórarinsson tónskáld og Sigrún Eðvaldsdóttir tónlistar- maður. Níu mánaða starfslaun hlutu Elías B. Halldórsson myndlistarmaður, Jón Óskar myndlistarmaður, John Speight tónskáld, Magnús Kjartans- son myndlistarmaður og Þorsteinn Gauti Sigurðsson tónlistarmaður. Sex mánaða starfslaun hlutu Björg Þorsteinsdóttir myndlistarmaður, Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra; Vilja ljúka byggmgunni á einu ári Davíð Oddson, borgarstjóri tók fyrstu skóflustunguna að ný- byggingu SEM (samtök endurhæfðra mænuskaddaðra) á horninu á Sléttuvegi og Kringlumýrabraut síðastliðinn laugardag. Stefht er að því að ljúka byggingu hússins á einu ári. Það er Húsnæðisfélag SEM sem gengst fyrir byggingu húss- ins. I því verða tuttugu íbúðir, félagsaðstaða, aðstaða til sjúk- raumhönnunar og bílageymsla. Húsið er sérstaklega hannað með þarfir hjólastólafólks í huga. Skriður komst á byggingarmál- in í fyrrahaust þegar Áhugahópur um bætta umferðarmenningu gekk til liðs við samtökin og efndi til söfnunar til styrktar húsbygg- ingunni. Söfnuninni, sem fór fram á Hótel íslandi 18. september, var sjónvarpað beint á Stöð 2. Á meðan á útsendingunni stóð til- kynnti borgarstjórinn í Reykjavík að SEM fengi lóð við Sléttuveg í grennd við Borgarspítalann. Húsnæðisfélagið bauð bygg- inguna út í alútþoði í janúar og voru tilboð opnuð 18. apríl. Veitt voru verðlaun fyrir bestu teikn- inguna að mati dómnefndar sem skipuð var til að dæma innsendar teikningar. Besta teikningin var að mati dómnefndar eftir arki- tektana Hróbjart Hróbjartsson, Sigríði, Sigþórsdóttur, Richard O. Briem og Sigurð Björgúlfsson frá Vinnustofu arkitekta h/f en þau teiknuðu fyrir Hagvirki h/f. Lægsta tilboð í verkið var einnig frá Hagvirki h/f eða 180 miljónir og 800 þúsund. í framhaldi af því hefur náðst samkomulagi við Hagvirki h/f um framkvæmdir. Húsnæðisfélag SEM hefur fengið loforð frá Húsnæðisstofn- un ríkisins um lánafyrirgreiðslu á 24 mánuðum en stefnt er að því að ljúka byggingunni á 12 mánuð- um. Vonast er til að brúa bilið með fjárhagslegri fyrirgreiðslu Búnaðarbanka íslands. « Morgunblaðið/KGA Davíð Oddsson, borgarstjóri Reykjavíkur, tekur fyrstu skófl- ustunguna að húsi SEM við Borgarspitalann. Byggingamefnd hússins skipa Már Viðar Másson, sálfræðingur, Ólafur Gíslason, verkfræðingur, Halldór Sveinsson, verkfræðing- ur, Jón Sigurðsson, líffræðingur, og Þorvaldur Ingi Jónsson, við- skiptafræðingur. Nefndin hefur ráðið verkfræðiþjónustu Magnús- ar Bjamasonar, FRV, til að hafa yfirumsjón með verkinu. Björgvin S. Haraldsson myndlistar- maður, Guðni Franzson tónlistarmað- ur, Gunnar Örn Gunnarsson mynd- listarmaður, Gunnar Reynir Sveins- son tónskáld, Eggert Pétursson myndlistarmaður, Helgi Þorgils Frið- jónsson myndlistarmaður, Jónas Ingi- mundarson tónlistarmaður, Kolbeinn Bjarnason tónlistarmaður, Magnús Tómasson myndlistarmaður, Ragn- heiður Jónsdóttir myndlistarmaður, Sigurður Rúnar Jónsson tónlistar- maður, Sigurður Örlygsson myndlist- armaður, Siguijón Jóhannsson mynd- listarmaður og Sverrir Ólafsson myndlistarmaður. Þriggja mánaða starfslaun hlutu Anna Th. Rögnvaldsdóttir kvik- myndagerðarmaður, Ásgeir Jakobs- son rithöfundur, Borghildur Óskars- dóttir myndlistarmaður, Bryndís Halla Gylfadóttir tónlistarmaður, Brynhildur Þorgeirsdóttir myndlist- armaður, Eyjólfur Einarsson mynd- listarmaður, Georg Guðni myndlistar- maður, Gunnar Dal rithöfundur, Gunnlaugur St. Gíslason myndlistar- maður, Hafliði Arngrímsson leiklist- arfræðingur, Hallgrímur Helgason tónskáld, Hlíf Svavarsdóttir listdans- höfundur, Hróðmar Ingi Sigurbjörns- son tónskáld, Ingimar Erlendur Sig- urðsson rithöfundur, Jón Hlöðver Áskelsson tónskáld, Kolbrún Björ- gólfsdóttir myndlistarmaður, Kristján Steingrímur Jónsson myndlistarmað- ur, Kristyna Blasiak Cortes tónlistar- maður, Lára Rafnsdóttir tónlistar- maður, María Ellingsen leikari, Nanna Ólafsdóttir listdanshöfundur, Óskar Ingólfsson tónlistarmaður, Pétur Jónasson tónlistarmaður, Snorri Sigfús Birgisson tónskáld, Stefán S. Stefánsson tónlistarmaður, Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur, Sveinn Björnsson myndlistarmaður, Tómas Einarsson tónlistarmaður, Tryggvi Emilsson rithöfundur, Viðar Gunnarsson óperusöngvari, Vignir Jóhannsson myndlistarmaður, Þór Vigfússon myndlistarmaður, Þórar- inn Óskar Þórarinsson ljósmyndari, Þorbjörg Höskuldsdóttir myndlistar- maður og Þórann Sigurðardóttir leik- ari og leikskáld. í úthlutunarnefnd áttu sæti Brynja Benediktsdóttir, sr. Bolli Gústavsson og Þórunn J. Hafstein.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.