Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 60
ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1990
VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR.
t
Úrslit sveitarstjórnakosninganna:
Meirihlutaviðræð-
ur komnar á skrið
Morgunblaoio/Kunar Pór.
Horft til fram tíðarinnar
Sjá frásögn á Akureyrarsíðu bls. 36
VIÐRÆÐUR um myndun meirihluta í þeim bæjarfélögum þar sem
meirihlutinn féll í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag eru að
komast á skrið og mjög víða voru fundahöld í gærkveldi. Viðræðurn-
ar hafa hvergi skilað niðurstöðu, en gert er ráð fyrir að víða muni
það skýrast í dag, hvar sigurvegarar kosninganna bera fyrst niður
varðandi meirihlutasamstarf við aðra flokka.
Engar formlegar viðræður fóru
fram um myndun nýs meirihluta í
bæjarstjórn Akureyrar í gær. Full-
trúaráð framsóknarfélaganna hittist
í gærkvöldi, þar sem nýkjömum full-
trúum var falið umboð til að ganga
til viðræðna um myndun meirihluta
■gmBK var stofnuð nefnd í því skyni.
ulfhildur Rögnvaldsdóttir, efsti
maður á lista Framsóknar, vildi ekki
tjá sig um hvort fyrst yrði rætt við
Sjálfstæðisflokk eða Alþýðubanda-
lag, en laust fyrir miðnætti hafði
ekki verið haft samband við Sigurð
J. Sigurðsson, efsta mann á lista
Sjálfstæðisflokksins.
Framsóknarflokkurinn hefur
oddaaðstöðu í Kópavogi og getur
myndað meirihluta með Sjálfstæðis-
flokki, sem vann mann í kosningun-
um, eða Alþýðuflokki og Alþýðu-
>*—bnndalagi, sem töpuðu meirihluta
sínum. Oformlegir fundir verða með
sjálfstæðismönnum og Alþýðuflokki
og Alþýðubandalagi seinnipartinn í
dag og sagði Sigurður Geirdal, odd-
viti Framsóknarflokksins, að það
myndi ekki skýrast fyrr en eftir það
hvert framhaldið yrði. Þá hefur
Sjálfstæðisflokkurinn einnig kannað
óformlega möguleika á meirihluta-
samstarfi við Alþýðuflokk og þeim
möguleika er haldið opnum.
A ísafirði hittust efstu menn lista
KLM vill millj-
ón skammta
af smálaxi
Fiskeldisstöðin Laxalón hef-
ur átt í viðræðum við hollenska
flugfélagið KLM um sölu á
einni milljón skammta af reyk-
soðnum smálaxi. Eru allar
líkur á því að íslenskur smálax
verði kominn á borð flugfar-
þega seinnipartinn í sumar eða
haust, að sögn Ólafs Skúlason-
ar, framkvæmdastjóra Laxa-
lóns.
Um er að ræða 16-18 mánaða
lax sem er 200 til 300 g að
þyngd. Ætlunin er að vinna hann
hérlendis og flytja út frosinn. Öll
, laxaframleiðsla Laxalóns og
meira til mun fara í að uppfylla
samninginn ef af honum verður.
„Við höfum verið í sambandi
við KLM frá því í febrúar síðast-
liðnum og sendum þeim sýnishom
af laxinum. Þeir hafa lýst yfir
áhuga á að kaupa eina milljón
skammta af smálaxi, þ.e.a.s. flök.
Ef af þessum samningi verður,
þýðir það að við fáum aðgang
að fleiri flugfélögum. Það myndi
koma íslenskum framleiðendum
til góða þar sem þetta er gríðar-
lega stór markaður.
I Evrópu eru framleidd að jafn-
aði 140.000 tonn af 200-400 g
silungi til almennrar neyslu. Við
ætlum okkur inn á þennan mark-
að með laxinn og höfum fengið
jákvæðar viðtökur. Hvað varðar
möguleika íslensku seiðaeldis-
stöðvanna á þessum markaði, þá
myndi framleiðslugeta þeirra vart
■fara upp fyrir 6.000 tonn og það
er of lítið magn til að þætta sé
á verðhruni." .
Sjálfstæðisflokksins og í-lista Sjálf-
stæðs framboðs á óformlegum fundi
í gærmorgun, þar sem ræddir voru
möguleikar á meirihlutasamstarfi.
Það var síðan rætt á fundum hjá
listunum í gærdag og seint í gær-
kveldi gerði D-listinr, það að úrslita-
atriði ef til meirihlutasamstarfs
kæmi að starf bæjarstjóra yrði aug-
lýst, en því var hafnað af í-lista-
mönnum. Skömmu fyrir miðnættið
hófst síðan fundur aðila þar sem
ráða átti þessu máli til lykta.
Alþýðuflokkurinn á Akranesi
samþykkti á félagsfundi í gærkveldi
að ganga til viðræðna við Framsókn-
arflokkinn um meirihlutasamstarf
og verður fyrsti fundur aðila seinni-
partinn í dag. Alþýðuflokkurinn var
í minnihluta á síðasta kjörtímabili
og vann fulltrúa af Alþýðubandalag-
inu, en Framsóknarflokkurinn, sem
var i meirihluta með Alþýðubanda-
laginu, hélt sínu.
í Keflavík féll meirihluti alþýðu-
flokksmanna og hefur Framsóknar-
flokkurinn oddaaðstöðu í bænum og
getur myndað meirihluta með þeim
og sjálfstæðismönnum. Báðir aðilar
hafa óskað eftir viðræðum um meiri-
hlutasamstarf við Framsókn. í
Njarðvíkum féll meirihluti Alþýðu-
flokks og Framsóknarflokks og eru
hafnar viðræður á milli Sjálfstæðis-
flokks og N-lista, lista félagshyggju-
fólks, um meirihlutasamstarf.
Framsóknarflokkurinn er ótví-
ræður sigurvegari kosninganna á
Húsavík. Óformlegar viðræður hafa
farið fram milli hans og Sjálfstæðis-
flokks um meirihlutasamstarf.
Framsóknarflokkurinn er einnig
sigurvegari kosninganna á Eskifirði.
Þreifingar eru hafnar milli hans og
Alþýðubandalags, en báðir flokkarn-
ir voru í minnihluta á síðasta
kjörtímabili.
Stjórn Aflamiðlunar:
1.233 tonn flutt út án leyfís
Tel mig- ekki bundinn af útflutningsleyfunum, segir framkvæmdastjóri Gámavina
í LJÓS hefur komið að talsvert meira magn af fiski hefúr verið flutt
út en Aflamiðlun heftir heimilað. Þannig voru flutt út 925 tonn um-
fram heimildir fyrstu átta vikurnar sem Aflamiðlun starfaði. Aðallega
var um að ræða ýsu og þorsk, sem selt var i Bretlandi. Af 50 útflutn-
ingsaðilum fluttu sex út meira magn en heimilað hafði verið. Snorri
Jónsson, frarnkvæmdastjóri Gámavina í Vestmannaeyjum, sem er eitt
þeirra fyrirtækja sem flutt hafa út umfram heimildir, segist ekki telja
sig bundinn af útflutningsleyfúnum. Þessi aukni útflutningur hafi ekki
haft merkjanleg áhrif á verð sem fengist hefði fyrir fiskinn og það
sýni að Aflamiðlun hafi úthlutað of litlu magni til útflutnings.
í frétt frá Aflamiðlun segir að
leitað hafi verið eftir skýringum á
þessu hjá viðkomandi aðilum og
hafi þær helstar verið að úthlutun
hefði verið of lítil, verð hafi verið
hátt erlendis en lágt innanlands,
erfitt hafi verið að losna við fisk-
inn, aðallega ýsu, innanlands og
hann jafnvel legið undir skemmdum
og mistalning við löndun. „í fram-
haldi af þessari athugun og í ljósi
viðhorfa þeirra útflutningsaðila sem
hafa úthlutanir Aflamiðlunar a<)
engu, mun stjórn Aflamiðlunar óska
eftir viðræðum við tollayfirvöld um
leiðir til að framfylgja lögum um
útflutningsleyfi sem hafa verið
brotin með grófum hætti,“ segir
ennfremur.
Þeir sex aðilar sem um ræðir og
seldu meira en Aflamiðlun heimilaði
á tímabilinu 9. apríl til 11. maí eru,
auk Gámavina, Skipaafgreiðsla
Vestmannaeyja, Skipaþjónusta
Suðurlands, Vísir hf., Hraðfrystihús
Breiðdælinga og Kleifar/Sæhamar.
Þrír fyrstnefndu aðilarnir eru ura-
boðsfyrirtæki sem sjá um útflutning
fyrir misjafnlega mikinn fjölda báta
og togara. Hraðfrystihús Breiðdæl-
inga selur fýrir einn togara, Kleif-
ar/Sæhamar fyrir tvo báta og Vísir
hf. fyrir um tíu báta.
Á fyrrgreindu tímabili var Gáma-
vinum úthlutað 320 tonnum til út-
flutnings, en þeir seldu 774 eða 454
tonn umfram heimildir. Skipaaf-
greiðsla Vestmannaeyja fékk út-
hlutað 219 tonnum en seldi 423 eða
204 tonnum meira en heimilað var.
Skipaþjónusta Suðurlands fékk út-
hlutað 410 tonnum og seldi 729 eða
319 tonnum meira en heimilað var.
Vísir hf. fékk úthlutað 36 tonnum,
seldi 68 eða 32 tonn umfram heim-
ildir. Hraðfrystistöð Breiðdælinga
fékk úthlutað 24 tonnum og seldi
62 eða 38 tonnum umfram heimild-
ir og Kleifar/Sæhamar fengu út-
hlutað 128 tonnum, seldu 314 eða
186 umfram heimildir. Samtals eru
þetta 1,233 tonn.umfram.þau 1.137
tonn sem þessum aðilum var heimil-
að að selja.
Snorri Jónsson sagði að skýring-
in á því að Gámavinir hefðu flutt
út meiri fisk en þeir hefðu fengið
úthlutað leyfum fyrir væri að þeir
gætu ekki skemmt hann. Þeir fengu
alltof litiu magni úthlutað til út-
flutnings og losnuðu ekki við fiskinn
innanlands. Þegar hann hefði rætt
þetta við einn nefndarmann hefði
hann sagst vera fulltrúi fiskvinnsl-
unnar og kæmi ekki við hagsmunir
útflytjenda. Við slík skilyrði væri
ekki hægt að una og eftir það hefði
hann ekki talið sig bundinn af út-
flutningsleyfunum.
Aðspurður sagði Snorri að Gáma-
vinir hefðu gert talsvert af því að
selja á fiskmarkaðina á suðvestur-
horninu, þrátt fyrir ýmsa meinbugi
þar á og aukakostnað sem það hefði
í för með sér, en það hefði verið
minnkað mjög mikið eftir. að verð
á þessum mörkuðum hrundi.