Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ VEDSKIFn/AlVlNNUlÍF ÞRIÐJUDAGUR 29. MAI 1990 Rekstur Betri rekstrarafkoma Kaupfélags Héraðsbúa - þrátt fyrir 50 milljóna króna tap Egilsstöðum. VERULEGUR bati varð á rekstri Kaupfélags Héraðsbúa á Egils- stöðum á árinu 1989. Heildar- velta fyrirtækisins varð 1966 milljónir og hækkaði á milli ára um 496 milljónir. Rekstrarhagn- aður án fjármagnsliða varð 81,3 Greidslumiðlun Kreditkort hf. umboðsaðili fyrirJCB greiðslukort KREDITKORT hf. hefúr gerst umboðsaðili fyrir japanska greiðslukortafyrirtækið JCB á Islandi. JCB var stofnað árið 1961 af sex helstu bönkum í Jap- an. Korthafar eru um 17 milljón- ir talsins en fyrirtækið er þegar orðinn Qórði stærsti kortaútgef- andinn í heiminum. JCB kort verða ekki gefín út handa íslend- ingum fyrst um sinn heldur held- ur takmarkast þjónustan við korthafa JCB sem fyrst og fremst eru Japanir. Steftit er að því að gefa út kort í öðrum löndum inn- an þriggja ára. Á íslandi verður einungis völdum fyrirtækjum gefinn kostur á að taka við JCB greiðslukortum að því er segir í frétt frá Kreditkortum. Fyr- irtækin eru valin með það fyrir augum að korthafar geti treyst því að þeir séu að versla við traust fyrir- tæki. Úttektarmörk eru nokkuð hærri en hjá öðrum greiðslukorta- fyrirtækjum eða 80 þúsund hjá verslunum og 120 þúsund hjá hótel- um. í fréttinni er á það bent að ferðalög Japana hafi aukist mikið á undanförnum árum og von sé á enn meiri aukningu á næstu árum. Á síðastliðnu ári voru Japanir um 1% af öllum ferðamönnum sem hingað komu og hafði fjölgað um 30% frá fyrri árum. milljónir á móti 27 milljónum árið áður. Eftir niðurfærslu og afskrift viðskiptakrafna að upp- hæð 39,2 milljónum nam tap árs- ins rúmlega 49,9 milljónum króna. Eigið fé félagsins um ára- mót nam alls 216,6 milljónum skv. efnahagsreikningi. Veltu- flárhlutfall félagsins var 0,95 í árslok en 0,99 í ársbyrjun. Kaupfélag Héraðsbúa rekur fjöl- þætta starfsemi á Fljótsdalshéraði og nærliggjandi fjörðum. Af ein- stökum starfsþáttum var verslunar- rekstprinn umfangsmestur en þar nam veltan 840 milljónum. Kaupfé- lagið rekur verslanir á Egilsstöðum, Borgarfirði, Seyðisfirði og Reyðar- firði. Varð afkoma verslananna betri en árið áður. Þakka forráða- menn félagsins það einkum betri ytri aðstæðum, s.s. vaxtalækkun. Verulegur samdráttur hefur orðið í sauðfjárslátrun undanfarin ár vegna mikils niðurskurðar sökum riðuveiki í sauðfé á félagssvæðinu. Aukning varð hins vegar í naut- gripa- og svínaslátrun. Slátrað var í tveimur sláturhúsum á árinu, á Egilsstöðum og Fossvöllum en slát- urhús á Reyðarfirði var úrelt á ár- inu. Rekstrarafkoma Mjólkursam- lagsins var nokkru betri en árinu 1989 en árið á undan. Sölusvæði samlagsins stækkaði og var á síðasta ári tekið við mjólk frá 5 bændum í Breiðdal. Brauðgerð gekk hins vegar verr en árið 1988 þrátt fyrir talsverða veltuaukningu. Kaupfélag Héraðsbúa rekur frystihús á Borgarfirði og Reyðar- firði og varð mest veltuaukning í vinnslu sjávarafla hjá félaginu eða 31,4% að raungildi. Telur Jörundur Ragnarsson, kaupfélagsstjóri, að helsti vaxtarbroddur félagsins geti verið fólginn í fiskvinnslunni ef tak- ist að afla nægilegs hráefnis og auka hagkvæmni í rekstrinum. Á miðju ári 1989 lét Þorsteinn Sveinsson af starfi kaupfélagsstjóra fyrir aldurs sakir eftir margra ára farsælt starf hjá félaginu. Við starfi hans tók Jörundur Ragnarsson sem áður var kaupfélagsstjóri á Vopna- firði. — Björn Bensín kr. 49,20 Skipting útsöluverðs bensíns, gasolíu og svartolíu í jan. 1990 ^ Gasolía k Svartolía kr. 19,50 kr. 12,30 ) /% (\s f l \ 57,70/- reifingar- 'v istnaður innkaupsverð 2>1% Flutnings- og innkaupajöfnun Markaðshlutdeild olíufélaganna 1989 Bensín, 125.490 tonn Svartolía. 93.381 tonn 66.051 tonn Við birtingu forsíðukorts viðskiptablaðsins sl. fimmtudag víxlaðist texti um skiptingu útsöluverðs bensíns. Er því kortið birt aftur og þá ítarlegar en fyrr. TOLVUPISTILL Holberg Másson Upplýsingahagfræði Oft hefur vafist fyrir mönnum að meta hagkvæmi og velja á milli kosta í tölvuvæðingu. Síðustu ár hafa farið fram rannsóknir á hvernig hægt sé að meta arðsemi fjárfestingarkosta í upplýsingavæðingu og finna nothæf líkön til að nota sem verkfæri. Fyrstu niðurstöður úr þessum rnnsóknum liggja nú fyrir og smíðuð hafa verið líkön til að styðjast við. Hér á landi er stödd Marilyn M. Parker sem er virtur frumkvöðull í rannsóknum á sviði upplýsingahag- fræði. Marilyn Parker er verkefnis- stjóri hjá IBM í rannsóknarmiðstöð þeirra í Los Angeles, á sviði hagnýtr- ar upplýsingatækni og mats á fjár- festingum í tölvuvæðingu fyrirtækja. í viðtali við Morgunblaðið sagði Marilyn Parker að „mat á kostum í fjárfestingu á upplýsingasviði fyrir- tækja væri mjög svipað og mat á kostum í ríkis- og þjónustustofnun- um sem væru ekki með gjald fyrir þjónustu sína“. Þessi fyrirtæki fengju oft bein framlög, eða framlög til starfsemi sinnar sem væru ekki í beinum tengslum við afurðir eða þá þjónustu sem þau veittu. Fram að þessu hafi verið erfitt að meta hag- kvæmni rekstrarins og kosti í fjár- festingum, vegna erfiðleika við að ná taki á hversu skynsamar Jjárfest- ingar hafa verið. Þetta gerir réttlæt- ingu á nýfjárfestingum erfiða, þar sem erfitt er að sýna fram á hag- kvæmni fyrirhugaðra nýfjárfestinga. Marilyn Parker hefur unnið síðustu tvö ár í rannsóknarhóp á vegum Washington University, sem hefur komið fram með nýjar kenn- ingar um hlutverk upplýsingatækn- innar innan fyrirtækja og gert líkön sem hjálpa til að meta fl'árfestingar í upplýsingatækni. September ár hvert er haldin á vegum Washington University fl'ölmenn ráðstefna þar sem kynntar eru niðurstöður rann- sókna á þessu sviði. Marilyn Parker sagði: „Það hefur verið litið á tölvu- væðingu fyrirtækja fram að þessu sem óhjákvæmilega en dýra fjárfest- Morgunblaðið/Einar Falur Marilyn M. Parker A MARKAÐI Bjarni Sigtryggsson Varúð - auglýsing- ar eru skaðlausar Það er útbreitt viðhorf að mark- aðsmenn séu sjónhverfingamenn nútímans og auglýsingastofur séu vefstóiar sem spinni lygavef og veiði hinn saklausa neytanda í net sitt eins og kónguló. Þegar leitað er skýr- inga á óförum fórnarlamba hins hraða og kappsama nútímalífs er gjarnan fundinn einn syndaselur: auglýsingamennskan! Stundum líkjast þessar ásakanir galdraofsóknum og ekki er þá gert ráð fyrir því að neytendur séu svo upplýstir að þeir standist tangarsókn auglýsendanna. Þar er þó greindar- og þekkingarstig hins almenna neyt- anda vanmetið. Það er þó engu að síður staðreynd að æ oftar er auglýsingum beitt til þess að tengja vörur tilteknum lífsstíl eða hugarfari fremur en um sé að ræða beina vörulýsingu. En það á sér líka skýringu, sem aftur á rót sína að rekja til óska neytandans. Hvítar tennur Kaupandi Volvo-Bifreiðár Ies gjarnan auglýsingar frá Volvo og sannfærist um það að hann hafi gert rétt kaup. Hann finnur öryggis- kenndina streyma um sig og veit að fjölskylda hans er bundin í rétt belti í réttum bíl undir stjórn hins rétta bílstjóra. Þessi þægilega sjálfsefjun veldur engu tjóni, nema síður sé. Það auðveldar foreldrum að fá börnin til að drekka mjólk í stað litaðrar vatns- blöndu þegar glansandi og allt að sjálfslýsandi hvítar tennur Grétars Orvarssonar og Siggu Beinteins birt- ast á skjánum. Margt af því sem tengir vörur við lífsstíll er skaðlaust og veitir neyt- andanum notalega tilfínningu, þótt óneitanlega sé sumt æði langsótt, eíns ■ og það að gulu tyggjói fylgi sólskin. En þá er það auglýsandans að meta hvort hann skjóti langt yfir markið. Nýjar niðurstöður frá Bretlandi gefa til kynna að neytendur séu miklu betur að sér en gagnrýnendur auglýsingaþjónastunnar telja: Aug- „Sjálflýsandi tennur Grétars °g Siggu Bein- teins valda mjólkurþambi barna...“ lýsingastofan Leo Burnett í Lundún- um Iét kanna hug og þekkingu neyt- enda til auglýsinga, en þar í landi horfir meðalamaðurinn á 200 auglýs- ingar í sjonvarpi á viku hverri. 50 ijölskyldur fylgdust náið með í þijár vikur og skráðu niður hvernig þær horfðu á sjónvarp, og svöruðu síðan ítarlegum spurningaseðli. Til saman- burðar voru 30 fagmenn úr greininni líka látnir gangast undirsamapróf. Þurfa að hrífa áhorfandann Það sem vakti einna mesta furðu úr niðurstöðum könnunarinnar var hve erfiðlega gengur að ná athygli fólks með sjónvarpsauglýsingum. Að meðaltali töldu menn aðeins átta auglýsingar vera minnisstæðar. Aug- lýsingafólkið aðeins þijár. Konur veittu auglýsingum meiri athygli en karlar. Mesta athygli vöktu þær sem höfðu gamansama skírskotun til sjónavarpsþátta og aðrar sem voru sérstakar og leyndu boðskap sínum. Óvinsælastar voru þær auglýsingar þar sem reynt er með skipandi hætti að segja neytandanum fyrir verkum. Farðu og kauptu þetta! Beinn og augljós áróður hittir ekki í mark. En það kom líka í ljós að almenn- ingur gerir sér ljósa grein fyrir mark- miðum auglýsandans og skilur vel þau vinnubrögð sem viðhöfð eru. Fólk er ótrúlega vel að sér í faghug- tökum markaðsfólksins. I útskýring- um sínum notaði fólkið orð eins og „markhópar“, „ímynd" og „vitund- argráða". Það virtist líka gera sér grein fyrir því hvort boðskapnum var 'beint gegn vörumerki keppinautarins eða hvort honum var ætlað að byggja upp nýja vörutegund. Almennt var fólk betur að sér í þessum efnum en ýmsir hugðu, og það skýrir þá mæta vel hversu miklu vandaðar og hugvitsamlega gerðar auglýsingar fá áorkað í sölu. Þær hrífa neytandann og koma boðskapn- um til skila. Hinar renna inn í órjúf- anlega samfellu þess efnis sem fer inn um annað og út um hitt, án við- - komu í heilafrumunum........ ingu sem best hefði verið að sleppa við.“ Þetta viðhorf endurspeglar ókunnugleika á hvernig á að meta arðsemi ijárfestinga fyrirtækisins á þessu sviði. Hún sagði ennfremur, að grunnt- ölvuvæðingu hjá flestum fyrirtækj- um væri lokið og nú væri mikilsvert að nýta möguleika upplýsingatækn- innar til að hjálpa fyrirtækinu til að ná markmiðum sínum. Líta yrði á tölvudeildina annarsvegar sem rekstrareiningu sem reka yrði á sem hagkvæmastan hátt og hinsvegar yrði að líta á tölvudeildina sem þjón- ustudeild sem legði miklu meira til fyrirtækisins en það sem væri hægt að mæla með hefðbundnum aðferð- um. Nauðsynlegt væri að gera sér grein fyrir hlutverki og tilgangi upp- lýsingatækninnar hjá fyrirtækjum, staðsetningu tölvudeildar í skipulagi fyrirtækisins. Einnig væri mjög nauðsynlegt að gera skilgreiningu á hlutverki og tilgangi tölvudeildar í ljósi stefnu og markmiðs fyrirtækis- ins. Nauðsynlegt væri að gera grein fyrir arðsemi nýrra fjárfestinga í upplýsingatækni og hvernig slík verkefni á sviði upplýsingatækni hjálpa fyrirtækinu í að ná framtíðar- markmiðum sínum. Fyrirlestur um upplýsingahagfræði að Hótel Inn í dag Marilyn Parker mun í dag segja frá reynslu sinni af því að rannsaka fjölda fyrirtækja og þeim niðurstöð- um sem liggja fyrir. Hún mun segja frá nýjustu hugmyndum um mat á arðsemi í upplýsingatækni og arð- semislíkani því sem hún hefur tekið þátt í að hanna. Fyrirlesturinn er á Hótel Inn, Hvammi, kl. 13-17. Höfundur starfnr við tölvuráðgjöf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.