Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAI 1990 GuðnýS. Oskars■ dóttir — Minning Fædd. 15. desember 1925 Dáin 20. maí 1990 La't ég það margt . er þér líkjast vill guðs í góðum heimi: brosi dagroða blástjðmur augum Liljur ljósri hendi. (Úr Saknaðarljóði Jónasar Hallgrímssonar.) Þeim sem kynntust Guðnýju Sesselju Óskarsdóttur, fannst ekk- ert eðlilegra en að hún héti Sissa eins og hún var jafnan kölluð. Það var oft ekki fyrr en löngu seinna, að kunningjar og venzlafólk komst að hinu rétta í þessu efni og hún hélt áfram að vera sú, sem hún var. Blíð og elskuleg gaf hún öllu svip og reisn með nærveru sinni, þótt hún héti bara Sissa, og iét sér annt um allra hag. Lifandi áhugi hennar á mönnum og málefnum gerði það að verkum, að það vafð- ist ekkert frekar fyrir henni að ræða um fótboita við kappsama stráka en að spjalla við fullorðið fólk um viðburði dagsins. Hún hafði eins og eiginmaður hennar, hinn þekkti útvarpsmaður Baldur Pálmason, næmt auga fyrir öllu því, sem fagurt er, og þess hafa heimilisvinir þeirra hjóna notið í ríkum mæli í gegnum árin. Sissa var tónelsk í bezta lagi, húsbóndinn skáldmæltur og saman hafði þeim tekizt að prýða hlýlegt heimili sitt af fágætum smekk, verkum ísienzkra málara í fremstu röð. Hugur okkar á oft eftir að hvarfia þangað heim á komandi árum í þökk fyrir marga mannbætandi ánægjustund í nærveru þeirra hjóna beggja. Sissa ólst upp í samhentri fjöl- skyldu í hjarta bæjarins og reyndist alla tíð ómótstæðilega hjálpsöm sínum nánustu í stóru og smáu. Eftirminnilegust er þó ef til vill lát- laus gleði hennar við söng og hljóð- færaslátt á einhveiju heimilanna innan íjölskyldunnar ásamt systkin- unum. Foreldrar þeirra, Óskar Ámason rakarameistari í Kirkju- torgi og Guðný Guðjónsdóttir kona hans, höfðu bæði haft yndi af tón- list, sem skilaði sér í erfðum og uppeldi til bamanna og afkomenda þeirra á einn eða annan hátt. Sjálf lék Sissa á píanó og sungið gat hún þótt hún hefði sig lítt í frammi á því sviði, en mest um vert var, hvemig hún gat með einlægni sinni og látlausri framkomu laðað það bezta fram í öðmm. Ekki aðeins til að taka þátt í saklausri skemmtun á góðri stundu, heldur einnig til að lifa betur yfírleitt. í þessu sem öðru voru þau hjónin samhent og allir hafa orðið betri við að kynnast þeim. Við kveðjum nú Sissu með inni- legu þakklæti fyrir ailt, sem hún hefur fyrir okkur gert, og biðjum góðan Guð að gefa henni raun lofi betri. Eggert Jónsson og flölskylda. Með þessum fátækiegu orðum langar okkur systkinin að kveðja Sissu, eins og hún var ætíð kölluð á milli okkar, og þakka henni fyrir alla hennar umhyggju og hlýhug sem hún bar til móður okkar og okkar systkinanna alla tíð. Hún Sissa var alveg sérstök manneskja, hún mátti ekki vita af neinum í neyð þá var hún tilbúin til að hjálpa. Það er mjög erfitt að lýsa hennar persónuleika, svo sér- stakur var hann, ég held að honum sé best lýst með því, að ef að við systkinin vorum að reyna að lýsa einhverri manneskju sem var sér- stök en áttum ekki lýsingarorð yfir þá persónu, þá skildist best ef við sögðum „Hún er svo Sissuleg", þá skildum við nákvæmlega hvað við var átt. Hún og móðir okkar voru bestu vinkonur frá því að þær voru litlar tátur við Kirkjutorg og alla tíð síðan, og höfum við fengið að heyra sögur af þeim, allt frá mömmuleik og þar til að þær byijuðu í sauma- klúbb. Það væri hægt að segja og þakka svo miklu meira en þar sem að mig skortir getu til að skrifa meira þá læt ég þetta nægja með von og trú að við hittumst aftur á betri stað. Þér, kæri Baldur, sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Hvíli kæra Sissa í friði. Elísabet, Guðlaug og Auðunn. Frá því ég man eftir mér fyrst tengdist Sissa lífi mínu. Sissa, eða Guðný Sesselja Óskarsdóttir eins og hún hét, var móðursystir mín. Samt var hún miklu meira en nafn gefur til kynna. Hún var systir, önnur móðir og mest af öllu einlæg vinkona. Guðný fæddist 15. desember 1925 í Kirkjutorgi 6 í Reykjavík, höfuðbóli ættarinnar, og sleit hún bamsskónum þar. Foreldrar hennar voru Guðný Guðjónsdóttir og Óskar Ámason hárskeri. Hún var yngst fjögurra systkina. Elstur var Hauk- ur hárskerameistari, látinn 1989, þá Friðþjófur, einnig hárskera- meistari, látinn 1966, og Hulda, móðir mín, ein eftirlifandi. Þegar hugurinn reikar niður í Kirkjutorg, aftur til bemskuára minna, þá minnist ég eingöngu gleðidaga, þar var sungið og spilað alla daga. Öll systkinin spiluðu á píanó og sungu og skal þá minnast Hauks móðurbróðurs, sem söng- lærður _ var frá Austurríki. Afi, Óskar Ámason, spilaði einsog eng- ill á píanó og amma söng með sinni frábæru rödd. Það em óborganlegar minningar úr Kirkjutorgi 6. Þar var samkomu- staður fjölskýldunnar, vina og vandamanna og yfirleitt var fjöl- mennt á heimilinu. Miðbærinn var ekki stór og öll þjónusta var sótt í miðbæinn. Það þurfti t.d. ekki að fara nema nokkur skref til tann- læknis, þá var ekki farið nema Sissa færi með til að halda í hendina á „litlu frænku“ og þannig hefur hún verið stuðningur við mig og mína fram á þennan dag. Sumir em þiggjendur, aðrir gef- endur, og eitt er víst að Sissa til- heyrði seinni hópnum. Hún gerði litlar kröfur handa sjálfri sér en hafði óendanlega ánægju af að gleðja og hjálpa öðrum. Það em í raun engin orð sem fá lýst þeirri yndislegu manngerð sem bjó í Guðnýju Sesselju Óskarsdótt- ur. Eftirsjá og söknuður er mikill, ekki síst hjá Baldri eiginmanni hennar, sem hlúði svo vel að henni í erfiðum veikindum. Guð geymi elsku Sissu' mína, hvar sem hún er. „ , , Elskuleg æskuvinkona mín Guðný Óskarsdóttir, eða Sissa eins og hún var alltaf kölluð, andaðist að heimili sínu sunnudaginn 20. maí, langt um aldur fram. Mig langar að minnast hennar með nokkmm orðum. Við höfðum þekkst frá barns- aldri, verið í afmælum hver hjá annarri þegar við vomm smástelpur og oft hefur verið minnst á gamla daga og hlegið dátt að ýmsu sem á daga okkar dreif á þessum árum. Hún Sissa var alltaf svo hress og skemmtileg, en samt em það gæðin og prúðmennskan sem upp úr standa, því hún var perla sem unun var að umgangast og forréttindi að eiga að vini. Sissa var sannur vinur vina sinna og tók þátt í gleði okkar og sorgum af mikilii einlægni. Við vomm sam- an í saumaklúbb og ein af ánægju- legustu stundunum í minningunni um Sissu er þar sem hún situr við píanóið og spilar ljúflingslögin okk- ar á sinn látlausa hátt. Það vom sælustundir. Eiginmaður Sissu er Baldur Pálmason, fyrrverandi fulltrúi hjá Ríkisútvarpinu. Hann annaðist hana af einstakri alúð til síðustu stundar. Ég votta honum, Huldu systur hennar og öðmm ættingjum, samúð mína. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðrún Elísabet Halldórsdóttir í dag fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík útför Sissu, föðursystur minnar, en kirkjan er næsta hús við æskuheimili hennar, Kirkjutorg 6. Þar ólst hún upp ásamt þremur systkinum sínum, þeim Hauki, Frið- þjófi (d. 1967) og Huldu, en Sissa var litla systirin í hópnum, fædd 15. desember 1925, dóttir hjónanna Guðnýjar Guðjónsdóttur og Óskars Árnasonar, hárskerameistara. Okkur, sem yngri erum, finnst oft tilvera þeirra eldri í fjölskyld- unni vera svo sjálfsögð, að þeir hafi nánast ekki rétt til að deyja. Á rúmu ári höfum við þó þurft að lúta því, að tvö úr systkinahópnum hafa kvatt þennan heim. Faðir minn, Haukur, lést á síðastliðnu ári og nú Sissa, og er það ef til vill táknrænt um hve samrýnd þau vom alla tíð og þótti vænt hvom um annað, að þau skuli kveðja með svo stuttu millibili. Ekki hefði mig órað fyrir því á fermingardegi sonar míns fyrir tveimur ámm, er pabbi og Sissa skiptust á að skemmta gestum með píanóleik, að þau ættu svo stutt eftir. Með tækni nútímans varðveitast þó þessi augnablik ljós- lifandi á myndbandi sem perlur í sjóði minninganna. Fyrir hálfu öðra ári kom í ljós að Sissa var haldin alvarlegum sjúk- dómi og tók þá við erfitt veikinda- tímabil. En Sissa stóð ekki ein í því stríði, þar sem hún hafði eiginmann sinn, Baldur Pálmaspn, sér við hlið og sýndi Baldur þá enn betur hvern gæðamann hann hefur að geyma. Hin síðari ár hefur vinnustaður minn verið í næsta nágrenni við heimili Sissu og Baldurs og hefur mér þótt notalegt að skjóast þar inn í heitt súkkulaði og jólaköku, smá spjall og síðast en ekki síst að hlusta á frænku mína leika nokkur létt lög á píanóið. Síðustu heim- sóknir mínar vom því miður með öðm móti og var sárt að sjá hvem- ig sjúkdómurinn yfírvann frænku mína smátt og smátt. Þrátt 'fyrir það bar hún sig vel og lét sem ekk- ert væri, allt fram til hinstu stund- ar, þar til hún lést á heimili sínu 20. þessa mánaðar. Nú er komið að kveðjustund og um leið og ég þakka frænku minni samfylgdina gegnum árin, flyt ég kæra kveðju frá móður minni, sem er stödd hjá systur sinni í Banda- ríkjunum og getur þar af leiðandi ekki fyigt henni í dag. Innilegar samúðarkveðjur frá okkur Rann- veigu og bömunum til Baldurs og einnig til Huldu, sem ein er eftir af systkinahópnum. Guð blessi minningu Sissu. Haukur Ragnar Þann 20. þessa mánaðar lést á heimili sínu frænka mín, frú Guðný Sesselja Óskarsdóttir. Nær tveggja ára baráttu við krabbamein er lokið. Þetta var stríð sem átti að vinna, en ekki tapa. Við mennimir reynum, en Guð ræð- ur, það vomm við frænkumar til- búnar að sættast á. Við Sissa vorum systradætur, og þar sem mjög kært var með henni og móður minni, var hún alla tíð stór huti af lífi mínu. Betri manneskju en Sissu hefi ég aldrei þekkt. Þetta era stór orð veit ég, en þau era sönn. Hún var svo heil í öllu sem hún gerði og hugsaði. Var öllum hlý og góð. Sissa frænka var gift Baldri Pálmasyni útvarpsmanni. I mínum huga vom þau eitt. Hún fyrir hann og hann fyrir hana. Við Þórir vottum Baldri innileg- ustu samúð. Lalla. Enn á ný hefur hinn illskeytti, miskunnarlausi og lítt læknandi, plágusjúkdómur, hrifsað frá okkur æskuvin og nánast uppeldissystur okkar, henni Sissu Óskars. Það er gjaman haft á orði, að oft sé oflofi hlaðið á hina látnu. Má vera að slíkt tíðkist, á stundum. En er ekki nóg af illmælgi og róg- burði um lifendur. Er það nokkur goðgá, þótt sannleikur um göfugar sálir sé viðhafður, þegar þær era kvaddar hinstu kveðju. Þeim fer óðum fækkandi, þeim sem fæddust og ólust upp við Kirkjutorgið og næsta nágrenni. Nú kveðjum við hana Sissu okk- ar, þennan ljúfling, sem allir elsk- uðu og virtu, fyrir sakir mannkosta hennar. Þetta verða aðeins örfá kveðjuorð frá minni hálfu, það er nú þannig, að böm sem slíta barnskónum sam- an í sátt og samlyndi, tengjast tryggðaböndum, sem aldrei rofna. Samúðarkveðjur sendi ég ykkur öllum. Oddur H. Þorleifsson Mín hjartkæra vinkona, hún Sissa mín, er látin. Ó, hve sárt er að verða að sætta sig við hið óhjá- kvæmilega lögmál lífs vors, er dauðinn skilur okkur að, og tóm- leiki heltekur hug vom og hjarta. Allt frá þeim tímamótum er við báðar skynjuðum lífið og tilvemna, höfum við þekkst og verið vinkonur. Báðar vómm við fæddar á sama árinu, 1925, við Kirkjutorg. Þar leið æskan okkar, sem ljúfur draumur, við alls konar æskuleiki. Torgið var okkar leikvangur. Minn- isstæðast er mér þegar við lékum okkur í „parís“ við Dómkirkjuna, þar gátum við unað okkur daglangt í heitu sumarveðri þeirra tíma. Guðbjöm Benedikts- son — Minning Fæddur 29. ágúst 1898 Dáinn 19. maí 1990 Það bíða þín bæir í dalnum og bátar við Ijörusand. Legg hönd þína heill á plóginn og hylltu þitt föðurland. Á vorin heljast menn handa, á haustin uppskera þeir, gæfu sem aldrei glatast, gleði, sem aidrei deyr. (Davíð Stefánsson) í gær var til moldar borinn elsku- legur tengdafaðir minn og vinur. Langri ævi er lokið og hvíldin kær- komin. Guðbjöm fæddist í Steinadal í Strandasýslu, sonur hjónanna Oddhildar Jónsdóttur og Benedikts Ámasonar, er þar þjuggu, næstelst- ur af 6 alsystkinum og hálfsystur sem var elst. Eftirlifandi í dag er Ágúst kenndur við Hvalsá. Ungur að ámm missti hann föður sinn og þurfti því snemma að fara í vinnu- mennsku hjá vandalausum. Hann sagði mér oft frá þessum árum æsku sinnar og fátæktinni sem víðast var mikil hjá aldamótakyn- slóðinni. Honum var ætíð hlýtt til Stranda- manna og talaði hlýlega um þá, eins og alla sem hann kynntist. Seinna varð hann sjálfur bóndi í Strandasýslu og bjó þar með konu sinni Guðrúnu Bjömsdóttur frá Óspaksstaðaseli í Hrútafirði. Þau eignuðust 4 dætur, þær em: Ingibjörg Þuríður, gift Sigvalda Kristjánssyni, þau búa í Reykjavík; Gerður, gift Sverri Lámssyni, búa að Gröf í Grundarfirði; Oddhildur Benedikta, gift Sigurði Sigurðssyni, þau búa í Hafnarfirði og Ingveldur Gunnars, gift undirrituðum, búa á Selfossi. Guðbjöm var mjög snyrti- legur bóndi, þótt jarðnæði væri ekki mikið var hver hlutur á sínum stað, en sökum heilsuleysis hans fluttu þau suður til Reykjavíkur 1947. Hann fékk þó um síðir bót á þeim sjúkleika. Þau hjónin fóru með okkur á Strandimar og var glatt á hjalla er þeir bræður Ágúst og hann hittust. Minnisstæð er mér löngum ferðin norður að Kaldbaksvík. Þeir fræddu mig um mannlífið í þá daga þegar þeir vom ungir drengir. Honum fannst gaman að heim- sækja gömlu vinina sína og ættingj- ana þarna norður frá, tryggðin við þá var mikil. Allt var gert til að greiða götu þeirra er þeir komu suður. Heimili tengdaforeldra minna var nokkurskonar greiða- staður, alltaf veitt af sömu rausn- inni sem einkennt hefur þau alla tíð. Þegar ég kynntist Guðbimi fyrst mætti ég strax hlýju viðmóti og svo var alla tíð síðan. Hann var ljúfur, barngóður og tryggur vinur. Það voru oft ekki mörg orð sem fylgdu athöfnum, verkin vom unnin af stakri prýði. Þegar hann heimsótti okkúr hingað austur vildi hann ætíð hjálpa mér við að múra og smíða þótt hann væri orðinn nokkuð fullorðinn. Ég held að betri tengda- föður væri ekki hægt að hugsa sér. Bömunum okkar var hann yndis- legur afi, enda sóttu þau til hans. Þegar við fórum suður var ávallt viðkvæðið hjá þeim að koma til afa og ömmu. Allt hans líf einkenndist af nægjusemi, hann gerði ekki kröf- ur til lífsins, reyndi frekar að upp- fylla kröfur annarra. Þegar litið er yfír farinn veg hrannast upp minn- ingar sem mér era kærar um mann- inn sem fæddist í örbirgð aldamót- anna og til dags allsnægtanna í okkar velferðarþjóðfélagi. Það kem- ur engin kynslóð til með að lifa slíkar breytingar eins og þetta fólk gerði. Hann æðraðist aldrei, tók öllum hlutum með sama jafnaðar- geðinu. Að lokum kveð ég rtiinn kæra tengdaföður og þakka innilegafyrir allt sem hann gerði fyrir okkur bömin sín. Magnús Sveinbjörnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.