Morgunblaðið - 29.05.1990, Síða 25

Morgunblaðið - 29.05.1990, Síða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1990 Skólaslit Fjölbrauta- skólans í Garðabæ Fjölbrautaskólanum Garða- bæjar var nýlega slitið við hát- íðlega athöfh í Asgarði, hinu nýja íþróttahúsi Garðbæinga. Fjörutíu og sex stúdentar og þrír nemendur með lokapróf af tveggja ára brautum voru braut- skráðir frá skólanum. Þorsteinn Þorsteinsson, skólameistari flutti ræðu og afhenti nemendum prófskírteini. Gísli Ragnarsson aðstoðarskólameistari, Kristín Morgunblaðið/G.T.K. Dr. Jón Steffensen (t.v.) og dr. Sigmundur Guðbjarnason háskóla- rektor við afhendingu húseignarinnar við Aragötu 3. í baksýn sést hluti bókasafns dr. Jóns. Bjarnardóttir áfangastjóri, og deildarstjórar einstakra greina afhentu nemendum viðurkenn- ingar. Fjölbrautaskólinn í Garðabæjar varð fimm ára í byrjun skólaársins. Af því tilefni flutti ávarp Benedikt Sveinsson, fyrsti formaður skóla- nefndar Fjölbrautaskólans. Lilja Hallgrímsdóttir, forseti bæjar- stjórnar, færði skólanum fundar- hamar frá bæjarstjórn Garðabæjar í tilefni afmælisins. Hamarinn er veglegur gripur sem feðgarnir í Miðhúsum á Héraði smíðuðu úr íslensku birki. Hulda Birgisdóttir flutti skólanum kveðjur frá nýstúd- entum. Bestum námsárangri á stúdents- prófi náði Guðný Guðnadóttir á hagfræði-tölvulínu. Hún fékk ágæt- iseinkunn í 33 námsfögum. Flestar einingar á stúdentsprófi hafði Lydía Ósk Oskarsdóttir á málabraut. Kór skólans söng við athöfnina undir stjórn Hildigunnar Rúnars- dóttur. Nemendur skólans voru í vetur um 500. * Morgunblaðið/Einar Falur Fjörutíu og sex nýstúdentar brautskráðust frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ síðastliðinn laugardag. Háskóli Islands fær hús að gjöf Dr. Jón Steffensen, prófessor emeritus, hefur afhent Háskóla íslands, vegna Háskólabókasafiis, að gjöf húseign sína, einbýlis- hús að Aragötu 3 í Reykjavik. í húsinu er, og verður enn um sinn, varðveitt mikið og fágætt bókasafn dr. Jóns, sem fjallar að mestu leyti um sögu læknisfræði, um sjúkdóma og heilbrigðismál, en jafnframt m.a. um náttúru- fræði. Þar eru einnig merkar ferðabækur um ísland, íslensk tímarit, þ.á m. mörg hin verðmæt- ustu frá fyrri tíð, svo og íslensk fornrit og heimildarrit um sögu íslands. Fyrir allnokkrum árum arfleiddi dr. Jón Háskólabókasafn að bókasafni sínu og var það eft- ir fyrri ákvörðun hans og eigin- konu hans, frú Kristínar Björns- dóttur Steffensen, sem þá var lát- in. Er ráðgert, að safni dr. Jóns verði komið fyrir í Þjóðarbók- hlöðu, þegar þar að kemur, og myndi þar sérdeild er beri nafn hans. Mun andvirði húseignarinn- ar að Aragötu 3 síðar ganga til eflingar og viðhalds því sérsafni og til styrktar útgáfu íslenskra handrita, sem tengjast sögu heil- brigðismála. Dr. Jón Steffensen fæddist í Reykjavík árið 1905. Að loknu prófi í læknisfræði frá Háskóla Islands 1930 gegndi hann al- mennum lækningum um skeið, en stundaði síðan um árabil fram- haldsnám erlendis, eða þar til hann tók við prófessorsembætti við læknadeild Háskóla íslands árið 1937. Því embætti gegndi hann óslitið til 1970, er hann sagði starfinu lausu, en kenndi þó áfram enn um sinn. Við starfslok mun hann hafa verið lærifaðir flestra þeirra, sem þá voru starfandi læknar á íslandi. Vísindastörf dr. Jóns hafa lengst af verið bundin við rannsóknir og ritstörf á sviði mannfræði og skyldra greina og hefur hann m.a. stundað beinar- annsóknir um áratuga skeið. Var safn hinna helstu ritgerða hans gefið út árið 1973 undir heitinu Menning og meinsemdir. Dr. Jón Steffensen hafði á sínum tíma forgöngu um stofnun Félags áhugamanna um sögu læknis- fræðinnar og hefur unnið manna mest að söfnun og varðveislu muna og minja, er tengjast sögu læknisfræði og heilbrigðismála á íslandi. Hann hefur unnið ötullega að því að Nesstofa á Seltjarnar- nesi, þar sem fyrsti landlæknirinn bjó og lögð var undirstaða að læknakennslu á íslandi, verði færð í upprunalega mynd, sem nú er orðið að hluta til, en húsið er í þjóðareign. Voru þau hjón, dr. Jón og frú Kristín, mjög sam- huga um þessi hugðarefni. Afhending húseignarinnar og ánöfnpn bókásafnsins, sem Há- skóli íslands metur hvort tveggja mikils, er skýr vitnisburður um hug þeirra hjóna til vísindaiðkana í landinu og mun um langa framtíð tryggja þeim, sem leggja vilja stund á sögu íslenskra heil- brigðismála og skyld efni, hina bestu aðstöðu. (Frétt frá Háskóla íslands) Ferming í Stykkishólms- kirkju og gjöf til hennar Stykkishólmi. GÍSLI Sigurbjörnsson, forstjóri Grundar, gaf kirkjunni okkar á vígsludegi 100 sálmabækur, með áritun kirkjunnar og stærra letri en þær sálmabækur sem nú eru í notkun hjá kirkjunum. Er þetta vegleg gjöf sem sóknarprestur- inn séra Gísli þakkaði gefanda fyrir á vígsludegi. Þessar sálmabækur voru nú teknar í notkun við fermingarguðs- þjónustu í kirkjunni 20. maí sl. sem er fyrsta fermingin sem fer fram í nýju kirkjunni og var mjög ljöl- mennt, en 9 ungmenni voru þá fermd. Næsta fermingarathöfn verður sunnudaginn 3. júní nk. - Árni Framhjóladrifinn 5 manna frábærir aksturseiginleikar, spameytinn og á einstöku verði. Œtzsz7cnmau‘ l Rúmgóður fjölskyldubíll með 1289 cc 63 hö vél, 5 gíra, 5 dyra. Verðkr. 469.900 C7CÐŒHJtfLS Hér er hugsað fyrir öllu til ferðalaga og flutninga, tvískipt niðurfellanlegt aftursæti 60/40 og framsætið er einnig hægt að leggja alveg niður að aftursætum. Lúxus innrétting, þurrka á afturrúðu, þokuljós ofl. Verð kr. 510.400 m I Hafðu samband við söludeildina strax H) I i/kC| ií-> í dag. Söludeildin er opin alla virka ILgJJ vJvll Ul\ daga kl. 9-12og 13-18 oglaugardaga ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL “ 1W7 Sími"" * 42600

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.