Morgunblaðið - 29.05.1990, Page 41

Morgunblaðið - 29.05.1990, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1990 41 hann ekkert eftir sér, til þess að gömlu hjónin gætu átt sem fegurst ævikvöld. Og nú er faðir okkar, Marteinn Davíðsson, einn eftir, af hinum stóra systkinahópi. En milli hans og Ölmu og fjölskyldu okkar var alltaf ein- staklega kært. Við hlökkuðum til að fá þau Ölmu og Jóhannes í heim- sókn. Það fylgdi henni einhver sér- stakur fagnaðarblær. Hún var ævin- lega kát og stutt í bjarta brosið hennar og svo kunnum við líka að meta það hve hún vandaði klæða- burð sinn og snyrtingu, svo að aldr- ei fór hár öðruvísi en sæmdi heild- inni. Ekki taldi hún heidur eftir sér sporin til okkar systranna og fjöl- skyldna okkar og þurfti ekki nein sérstök tilefni þó að þau spilltu held- ur ekki. Alma frænka hafði gaman af því þegar hópurinn kom saman og allt var vel undirbúið til móttöku gesta en síminn var líka þægilegt tæki fyrir hana til þess að láta vita af sér og fregna tíðinda af frænd- fólki. Og ekki megum við heldur gleyma hjálpsemi hennar sem kom sér sérstaklega vel, þegar við vorum að glíma við erfiða stíla á framandi tungumáli hér áður fyrr. Alma hafði lært mörg mál og nýtti sér þau bæði til skemmtunar og uppbygg- ingar. Kom það sér vel á ferðum þeirra hjóna en það einkenndi hana að láta sér aldrei nægja yfirborið eitt, heldur vildi hún kafa dýpra. Þegar við systur rifjum upp liðna tíma glaðra samskipta við frænku okkar, þá dvelur hugurinn einnig hjá Jóhannesi. Hann hefur sannar- lega misst mikið en honum fer sem okkur, að minningarnar verða sá birtugjafi sem lætur rofa til í skugg- um saknaðarins, svo og kjörsonum þeirra, Davíð og Ólafi Má, tengda- dótturinni og barnabörnunum fjór- um. Já, þetta sumar hennar Ölmu frænku varð styttra en við hefðum kosið en það er huggun að líf henn- ar var allt eins og eitt langt fagurt sumar. Og hún gekk sjálf í hlutverk sólarinnar og vermdi og jók við feg- urð, hvar sem leið hennar lá. Alma saknaði oft systra sinna og sá sjálfsagt í okkur systrum endu- róma frá þeim kæra hópi og nú þökkum við samfylgd og felum hana Guði og gleymum því ekki, sem hún hefur miðlað okkur og allt hefur fært heill á lífsleiðinni. Bróðurdætur „ ÉG ER SJÁLFBJARGA F UM SVOMARGT" j urðu fyrir á heimilinu. Soffía og Jónatan eignuðust tvö börn. Þau eru Haraldur Holti, f. 1939, nú óðalsbóndi á Holtastöðum, ogKristín Hjördís, f. 1941, hjúkrun- arfræðingur. Við vorum á sama aldri, og það mynduðust sterk og góð tengsl á milli okkar. Margar eru minningarnar frá þessum árum og eru þær mér ómetanlegar. Töluverður aldursmunur var á þeim hjónum, Jónatan og Soffíu, en Jónatan var óvenjuiega heilsu- hraustur fram á síðustu ár og ungur í anda. Hann stóð^ fyrir búi sínu til 85 ára aldurs, en þá tók Holti sonur hans við óðalsjörðinni. Hann er kvæntur Kristínu Jónsdóttur frá Skarfshóli í Miðfirði og eiga þau 4- mannvænlega syni. Hjördís giftist hins vegar Eggerti syni Lárusar í Grímstungu og eiga þau einnig 4 börn. Þau eru nú búsett á Seyðis- fírði. Síðustu ár Jónatans á Holta- stöðum voru góð við hlið Soffíu konu sinnar. Hann var sívakandi og áhugasamur, starfsamur til síðustu stundar. Hann lést heima á Holta- stöðum af hjartaáfalli 2. nóvember 1971, 92 ára gamall. Hann var merkur maður, sem tók virkan þátt í þeirri umbyltingu, sein varð á íslensku þjóðlífi á hans löngu ævi. Ekki löngu eftir lát Jónatans fór Soffía á Héraðshælíð á Blönduósi, þar sem hún átti heimili síðan. Hún hafði lokið hlutverki sínu sem hús- freyja á Holtastöðum og vildi að yngri kynslóðin fengi ótrufluð að takast á við nýja tíma. Það var ein- kenni hennar, að hún vildi ekki vera fyrir neinum og gerði litlar kröfur til handa sjálfri sér. Ég kveð Soffíu ömmu með sökn- uði og virðingu og þakka henni allt það góða sem hún var mér og gerði fyrir mig. Erla Guðríður Líndal Árangurinn af baráttu Sjálfsbjargar færir hundruöum fatlaðra einstaklinga nýja lífsvon, nýja trú á lífið. Bifreið. Subaru Legacy Sedan 1800cc, 4WD. 5 bifreiðar, Subaru Justy J-12 SL 4WD, 3ja dyra, 34 ferðavinningar að eigin vali með Sögu/Útsýn, f 2. VINNINGUR [ i m .-7. VINNINGUR: ' í 1 8.-41. VINNINGUR' 1 SJÁLFSBJÖRG LANDSSAMBAND FATLAÐRA SAMEINAÐA/SIA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.