Morgunblaðið - 29.05.1990, Side 40

Morgunblaðið - 29.05.1990, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1990 SAMTÖK FISKVINNSL USTÖÐ VA: MÖGULEIKAR ÍSLENHHGA á ÞÁTTTÍkU í SJÁVARÚTVEGIERLENHS Fundur íA-sal Hótels Sögu fimmtudaginn 31. maíkl. 12.00 Frummælendur: Grímur Valdimarsson, RF - Alaska Dóra Stefánsdóttir, ÞSSÍ - Afríka Páll Gíslason, ICECON - Evrópa, Chile Sigurpáll Jónsson, Marel - Nýja Sjáland Stefán Þórarinsson, ráðgj. - Grænhöfðaeyjar o.fl. Ólafur Sigurðsson, fréttamaður - Hvað eru Færeyingar að gera? Fundarstjóri: Gunnar Tómasson, Grindavík Að erindum loknum sitja frummælendur fyrir svörum. Fundurinn er öllum opinn og liefst með hádegisverði í Skálanum á 2. tiæð. Þátttökugjalú er kr. 1.500,- hádegisverður innifalinn. Wélagslíf FERÐAFÉLAG © ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Spennandi ferðir um hvítasunnuna 1.-4. júní 1. Þórsmörk. Skipulagðar gönguferðir við allra hæfi. Einnig verður skoðunarferð undir Eyja- fjöll og m.a. farið í Seljavalla- laug. Góð gisting í Skagfjörðs- skála. Fararstj. Hilmar Þór Sig- urðsson. 2. Fimmvörðuháls - Þórsmörk. Gengið yfir hálsinn. Gist í Skag- fjörðsskála. Tilvalið að hafa gönguskíði. Fararstj. Kjartan Ingason. 3. Skaftafell - Ingólfshöfði. Gönguferðir um þjóðgarðinn. Skoðunarferðir um Öræfasveit m.a. að Jökulsárlóni. Áhugaverð ökuferð og fuglaskoðun I Ingólfs- höfða. í ferðinni verður m.a. góð fræðsla um fugla. Fararstj. Ólafur Sigurgeirsson. 4. Öræfajökull - Skaftafeil. Gengin Virkisjökulsleiðin á Hvannadalshnjúk. Fararstjórar leiðbeina um jöklatækni. í ferðum 3 og 4 er gist að Hofi í Öræfum, tjöld eða hús. Far- arstj. Anna Lára Friðriksdóttir og Torfi Hjaltason. 5. a Snæfellsnes - Snæfellsjök- ull. Jökullinn laðar að, en margt fleira er í boði í göngu- og skoð- unarferðum um fjöll og strönd sbr. ferð 5b. Gist að Görðum og Lýsuhóli. Fararstj. Kristján M. Baldursson o.fl. 5.b Snæfellsnes - strandskoð- un. Farið um ströndina á utan- verðu Snæfellsnesi í fylgd stað- kunnugs heimamanns, Skúla Alexanderssonar, alþingis- manns. Hugað að gömlum ver- stöðvaminjum. sögu og örnefn- um frá Rifi fyrir Öndverðarnes í Beruvík. Einstök ferð. Fararstj. Baldur Sveinsson. Frábær gist- ing að Görðum. Sameiginlegt 5a og 5b: Siiungsveisla. Kvöld- vaka. Að Lýsuhóli er aðgangur að sundlaug, heitum potti og ölkeldu. Á heimleið er boðið upp á stutta siglingu um Breiða- fjarðareyjar. Pantið tímanlega! Upplýsingablað fæst á skrifstof- unni. Uppl. og farm. á skrifstofu, Öldu- götu 3. Ferðafélag (slands. Reykjavíkurrölt Námskeið Tómstundaskólans, Reykjavíkurrölt, hefst I kvöld 29. maí kl. 20.00. Páll Líndal fræðir um sögu Reykjavíkur; húsa, gatna og horfinna íbúa á þriggja kvölda rölti um gömlu baejarhlut- ana, en fjórða kvöldið verður ekið í úthverfin og stigið út á völdum stöðum. Nánari upplýsingar í Tóm- stundaskólanum, Skólavörðu- stíg 28, sími 621488. FERÐAFÉLAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Miðvikudagur 30. júní kl. 20 Afmælisgangan Reykjavík - Hvítárnes 5. áfangi Rauðukusunes - Þingvellir Nú lætur enginn sig vanta. Þetta er falleg og greiðfær gönguleið með gjánum á Þingvelli. Verð aðeins 800 kr., frítt f. börn 15 ára og yngri í fylgd með foreldr- um sínum. Ganga við allra hæfi. Takið þátt i sem flestum áföng- um. Alls er gengið í 12 áföngum upp í Hvítárnesskála. ( hverri ferð er ferðagetraun og happ- drætti. Spurning ferðagetraunar fimmta áfar.ga: Hvert er talið eldra nafn á Þingvallavatni? Allir velkomnir. Brottför frá Umferð- armiðstöðinni, austanmegin. Gerist félagar f FÍ. Ferðafélag (slands. Magnea Aldís Davíðs- dóttír — Minning Fædd 26. mars 1920 Dáin 17. maí 1990 Alma, eins og hún alltaf var köll- uð, var dóttir föðurbróður míns, Davíðs Jónssonar frá Hlemmiskeiði, og seinni konu hans, Maríu Magnús- dóttur frá Litlalandi í Ölfusi. María hafði líka verið gift áður og átti eina dóttur fyrir, Aldísi Ólöfu Ein- arsdóttur, sem var alitaf kölluð Olla, hún lést 28 ára og var það mikil sorg, þær voru svo samrýndar þrátt fyrir 10 ára aldursmuninn. Ég var bara tveggja ára þegar foreldrar hennar sýndu foreldrum mínum þá vináttu að hýsa okkur á heimili sínu á Grettisgötu 33b með- an faðir minn stóð í húsbyggingu á Fálkagötunni, var þó allmargt í heimili hjá þeim. A Grettisgötunni fæddist bróðir minn. Við Alma urðum aivegóaðskiljan- legar. Alltaf að uppgötva eitthvað nýtt. Þá var verið að leggja rafmagn í húsið þeirra og allt var svo nýtt og spennandi. Eftir að við fluttum svo frá þeim, varð lengra á milli og langt að fara fyrir stutta fætur, en samt hittumst við alltaf þegar færi gafst. Dvöl okkar á Fálkagötunni varð heldur ekki svo mjög löng því við fluttum svo „í bæinn“ um það leyti sem skólaganga mín hófst. Eftir það var maður ekki lengi að hlaupa á milli, frá Óðinsgötunni. Sú leið var farin oft á dag. Alltaf var fundið upp á einhveiju til að stytta sér stundir. Aður en við eignuðumst hjól geng- um við í gömlu laugarnar, en eftir fermingu var mikill munur að geta hjólað. Eins fórum við á skauta á Tjörn- inni eða gengum á skíðum uppi í Öskjuhlíð á veturna, en fórum þang- að í berjamó að haustinu. Eftir ferm- ingu fórum við svo saman á stúku- fundi og síðar á böll í Gúttó en hjó- luðum svo allar helgar á sumrin. Uppáhaldsferðir okkar voru austur í Hveragerði og fórum við þangað æði oft. Þar bjó þá móðursystir Ölmu í sumarbústað, á sumrin, ásamt dætrum sínum tveim. Var gott að fá þar næturgistingu og eitthvað í svanginn eftir ferðina yfir ijallið og áður en lagt var í ann aftur. Við urðum náttúrlega að ganga upp Kamba sem ekki voru sérlega auðfærir árin kringum 1940 fyrir hjólandi ungmenni. Lengst hjó- luðum við á þessum árum austur að Hlemmiskeiði. Þar áttum við báðar föðursystur og margt frænd- fólk. Eftir þessar æskustundir kom svo alvaran. Við kynntumst eigin- mönnum okkar um líkt leyti og eign- uðumst okkar eigin heimili. Trygglyndi og sönn vinátta voru eðlislægir þættir í fari Ölmu og naut ég þessara mannkosta hennar i ríkum mæli. Í nokkur ár aðskildu bæði höf og lönd okkur frænkur en sambandið rofnaði ekki fyrir það. Meðan þau hjón, Alma og Jó- hannes Leifsson, dvöldu erlendis fengu þau gylliboð til að starfa á erlendri grund en tryggð Ölmu við háaldraða foreldra varð þess vald- andi að Reykjavík varð starfsvett- vangurinn. Er heim kom stækkuðu þau fyrst húsnæðið á Grettisgötunni en síðan byggðu þeir Jóhannes og Davíð í félagsskap stærðar hús í Alfheimum 13. Þar bjuggu þau í nokkur góð ár. Þá réðust þau í byggingu draumahússins í Ljárskógum 26, þá orðin foreldrar tveggja sona, nú eru barnabörnin orðin 4. Þar bjuggu þau sér indælt heimili, og í fögrum garði sem þau ræktuðu þar naut Alma lífsins í kyrrð og fegurð, jafnvel eftir að sjúkdómurinn fór að hijá hana. Sjúkdómslegan varð löng og erfið en að sjálfsögðu vann maðurinn með ljáinn sigur en Alma náði því þó að lifa 70. afmælisdaginn, þá fársjúk. Um leið og ég þakka forsjóninni fyrir að hafa veitt mér vináttu Ölmu í nokkra áratugi, sendum við hjónin eftirlifandi eiginmanni hennar, Jó- hannesi Leifssyni, sonunum tveim, Davíð og Óla Má, tengdadóttur og barnabörnum, okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Guðrún Vilborg Guðmundsdóttir Við festum orð á blað af því að frænka okkar elskuleg hefur lotið SofSa Pétursdóttir Líndal - Minning Fædd 9. nóvember 1901 Dáin 18. apríl 1990 Góð og mikilhæf kona er fallin frá. í áratugi var hún húsfreyja á höfuðbólinu Holtastöðum í Langa- dal, mannmörgu menningarheimili, og naut ástar og virðingar allra sem þar dvöldust eða heimilinu kynntust. Ég kallaði hana alltaf ömmu. Raunveruleg amma mín, Guðríður Sigurðardóttir Líndal frá Lækja- móti, fyrri kona Jónatans afa míns á Holtastöðum, lést löngu áður en ég kom til sögunnar. Soffía varð siðari kona hans og kom mér í ömmu stað. Á hveiju sumri frá því ég man eftir mér og langt fram á unglingsár var ég á Holtastöðum hjá ömmu og afa. Þar var mitt annað heimili, og okkur ömmu þótti alltaf mikið vænt hvorri um aðra. Mér þótt því sárt að eiga þess ekki kost að fylgja henni til grafar. Minningin um hana er mér hins vegar svo dýrmæt, að ég vil heiðra hana með þessum fá- tæklegu kveðjuorðum. Soffía Pétursdóttir var fædd 9. nóvember árið 1901 á Tjörn á Skaga. Foreldrar hennar voru Pétur Björns- son bóndi og formaður á Tjörn og kona hans Guðrún Guðmundína Guðmundsdóttir. Pétur var annálað- ur sjómaður og mikill aflamaður, en heimili þeirra Guðrúnar var þungt og mikil ómegð. Börnin urðu 12 og var Soffía 10. í röðinni. Öll voru þau vel gefin, dugmikii og glaðvær. Páll, bróðir Soffíu, var um fjörutíu ára skeið fjármaður á Holtastöðum, ákaflega samviskusamur og íjár- glöggur, mikill vinur okkar bam- anna. Ég kynntist nokkrum hinna systkinanna einnig, einkum Jóninnu, sem starfaði sem matráðskona lengi og rak mötuneyti, sjálfstæð kona og stórlynd. Nú eru öll systkinin látin nema Pétur, sem lengi var nágranni minni í Kópavoginum. Soffía kom ung á Holtastaðaheim- ilið og létu þau Jónatan og Guðríður sér mjög annt um hana og studdu hana á ýmsan hátt. Hún var í tvö ár í Kvennaskólanum á Blönduósi, 1920-22, en sigldi eftir það til Dan- merkur og dvaldist á Borgundar- hólmi í eitt ár við nám og störf. Síðar varð hún meðal þeirra fyrstu sem stunduðu nám við Hjúkrunarskóla íslands og útskrifaðist þaðan sem hjúkrunarkona árið 1933. Eftir að hjúkrunarnámi lauk starfaði hún sem hjúkrunarkona í Reykjavík í nokkur ár, fyrst við Kleppsspítalann, en síðan í bæjarhjúkrun. Alltaf var hún í nánum tengslum við Holtastaði og vorið 1938 urðu þáttaskil í lífi hennar, er hún gekk í hjónaband með Jónatan Líndal bónda og hreppstjóra þar, sem þá var orðinn ekkjumaður. Það voru margir sem töldu, að sæti Guðríðar yrði vandfyllt og höfðu efasemdir um nýju húsfreyjuna. Fljótt kom í ljós að reisn Holtastaðaheimilisins varð ekki minni en áður með Soffíu við stjórnvölinn, og Jónatan naut þess að hafa góða konu sér við hlið á þessu síðara skeiði ævi sinnar. Þau voru einstaklega samstíga í hjóna- því valdi sem enginn flýr. Reyndar komu þáttaskilin ekki á óvart. Margra mánaða veikindastríð er nú að baki og því fylgir andlátsfregn- inni þetta sambland af trega og þakklæti, sem erfiðum sjúkdómum og þungbærum er samfara. Og þó getum við systur ekki gert að því að okkur finnst eins og það hafi nokkuð dimmt yfir þessa daga, af þvi að það stafar svo björtum bjarma af minningunum um leika um kynni okkar af Magneu Aldísi Davíðsdótt- ur. Við kölluðum hana reyndar alltaf Ölmu frænku, alveg frá því okkur tókst það litlum telpum að tengja nafn brosandi viðmóti hinnar glöðu konu. Hún var í stöðugri nánd við bernskuheimili okkar og kom þar oft. Það var okkur mikils virði að þessi tryggð hennar spannaði einnig heimili okkar þegar við höfðum stofnað þau. Tengslin hafa orðið ennþá styrkari en frændsemin ein tryggir, vegna þess að hjá henni dvöldust, síðustu æviárin sín, for- eldrar hennar María Magnúsdóttir og Davíð Jónsson og því eðlilegra fyrir okkur að horfa þangað heim og koma þar við vegna þeirra. Það var líka sannkölluð dótturleg um- hyggja sem hlúði að þeim á hinu fagra heimili Ölmu og manns henn- ar, Jóhannesar Leifssonar, gull- smiðs, og má reyndar hið sama segja um framlag hans og taldi bandi sínu og áttu vel skap saman. Heimilisbragurinn einkenndist ann- ars vegar af reglufestu og hins veg- ar af glaðværð og mannlyndi. Fólki var haldið að vinnu, en það átti líka sinn fasta frítíma. Aldrei var t.d. unnið á sunnudögum nema brýna nauðsyn bæri til. Matur var alltaf mikill og góður, enda var Soffía mikil matreiðslukona og myndarleg í öllu er laut að heimilisstörfum. Þau báru hag síns fólks mjög fyrir brjósti og þetta kunnu bæði vinnufólk og aðkomubörn vel að meta. Marga hef ég hitt, sem dvöldu á Holtastöðum um lengri eða skemmri tíma, og undantekningarlaust hafa þau lýst virðingu og hlýhug til þeirra hjóna pg rómað bæði aðbúnaðinn og ekki síður þau þroskandi áhril’ sem þau

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.