Morgunblaðið - 15.06.1990, Síða 1
64 SIÐUR B/C
133. tbl. 78. árg.
FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1990
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Reuter
Námumenn handtaka ungan Rúmena í miðborg Búkarest í gærdag. Erlendir fréttaritarar í borginni
sögðu ástandið líkjast „mannaveiðum“ er sótsvartir námumenn vopnaðir kylfúm eltu uppi grunaða
stjórnarandstæðinga og misþyrindu þeim áður en þeir voru dregnir á braut.
Öryggissveitir námamanna ofsækja stjórnarandstæðinga í miðborg Búkarest:
Leiðtogafundur EFTA:
Jafiiræði skilyrði
samstarfs við EB
Gautaborg. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaösins.
I YFIRLÝSINGU leiðtoga aðildarríkja Fríverslunarbandalags Evr-
ópu (EFTA), sem birt var að Ioknum fúndi þeirra í Gautaborg í
gær, er lögð áhersla á mikilvægi fyrirhugaðra samninga við Evr-
ópubandalagið (EB) um sameiginlegt efnahagssvæði bandalaganna
tveggja. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði að fúnd-
urinn hefði heppnast mun betur en áhorfðist og samstaða hefði
náðst um mörg mikilvæg atriði.
í yfirlýsingu leiðtoganna er
fagnað þeim árangri sem EFTA-
ríkin hafa náð með samstarfí sínu
í 30 ár. Áhersla er lögð á framlag
bandalagsins til aukinnar velmeg-
unar, efnahagslegs stöðugleika og
mikils hagvaxtar i aðildarríkjunum.
Meginatriði yfirlýsingarinnar
fjalla um væntanlega samninga við
EB um evrópska efnahagssvæðið
(EES). Það skilyrði er sett fram
að bæði bandalögin hafi jafnan
rétt til frumkvæðis innan EES og
teknar verði „raunverulegar sam-
eiginlegar ákvarðanir".
í frétt breska dagblaðsins The
Daily Telegraph segir að af hálfu
EB hafi' skilyrði þessu verið hafnað
þegar í gærkvöldi. Kveðst fréttarit-
ari blaðsins hafa fyrir þessu traust-
ar heimildir og vitnar til ónefndra
embættismanna innan EB.
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra sagði að á þessum
fundi hefðu leiðtogarnir náð sam-
stöðu um ýmis ágreiningsmál sem
hefðu valdið deilum innan EFTA
undanfarið. Samkomulag væri um
að styrkja stofnanir bandalagsins
svo sem þyrfti og standa að sameig-
inlegum dómstól um ágreiningsmál
sem upp kynnu að koma innan
Öll von útiiirn að lýðræði
verði komið á í Rúmeníu
— seg’ir fyrrum forsetafi*ambjóðandi stjórnarandstöðunnar
Búkarest. Reuter, dpa, The Daily Telegraph.
ÞÚSUNDIR námumanna, sót-
svartir í framan, vopnaðir kylfúm
og með hjálma á höfði, héldu í
gær uppi öryggisgæslu í miðborg
Búkarest, höfuðborgar Rúmeniu,
og börðu á hverjum þeim sem
þeir töldu andstæða stjórn Ions
Iliescus, forseta landsins. Náma-
mennirnir brugðust við ákalli
forsetans á miðvikudagskvöld er
hann hvatti þá til að sýna stjórn-
völdum hollustu með því að
brjóta á bak aftur mótmæli
stjórnarandstæðinga í miðborg-
inni.. Óstaðfestar fréttir herma
að sjö manns hafi fallið i mótmæl-
unum á miðvikudag, liinum
mestu í landinu frá því einræðis-
herranum Nicolae Ceausescu var
steypt af stóli i desember sl.
Námamennirnir fóru í gær í hóp-
um um miðborgina og hrópuðu
slagorð til stuðnings Uiescu og
stjórn hans. Þeir leituðu andófs-
manna í húsum í miðborginni,
kröfðu vegfarendur um skilríki og
handtóku grunaða stjórnarand-
stæðinga eftir að hafa barið á mörg-
um þeirra. Hermenn höfðu tekið sér
stöðu við mikilvægustu byggingar
borgarinnar til að tryggja að sagan
frá því á miðvikudag endurtæki sig
ekki er stjórnarandstæðingar rudd-
ust inni í helstu lögreglustöð borg-
arinnar og lögðu eld að henni auk
þess sem þeir freistuðu þess að ná
höfuðstöðvum ríkissjónvarpsins á
sitt vald. Iliescu forseti sagði í
ávarpi til þjóðarinnar að hægri öflin
í landinu hefðu reynt að ræna völd-
um í þeim tilgangi að koma á
fasísku stjórnarfari.
Síðdegis í gær var innanríkisráð-
herra Rúmeníu vikið úr embætti en
áður höfðu stjórnvöld gagnrýnt
framgöngu lögreglusveita í mót-
mælunum og sakað þær um að
hafa ekki sýnt nægilega hörku.
Dagblaðið Ízvestía, málgagn
Sovétstjórnarinnar, greindi frá
þessum ummælum Lígatsjovs, sem
er 68 ára gamall og situr í stjórn-
málaráði kommúnistaflokksins.
„Flokkurinn og ríkið standa nú
frammi fyrir alvarlegri ógnun og
verið er að leysa upp ríkjasamband-
Óstaðfestar fréttir hermdu að sjö
manns hefðu fallið og einstaka skot-
hvellir heyrðust enn í gær. Ion
Ratiu, sem bauð sig fram gegn Ili-
escu forseta í kosningunum í ma-
ímánuði og hlaut lítið fylgi, sagði
ið. Höldum við áfram að fallast á
nýjar tilslakanir kunnum við að
glata öllu,“ sagði Lígatsjov. Var
hann greinilega að vísa til hug-
mynda þeirra sem Gorbatsjov hefur
kynnt um grundvallarbreytingar á
ríkjasambandinu, sem fela í sér
stóraukið sjálfstæði einstakra lýð-
í samtali við fíeuíe/’s-fréttastofuna
að menn honum hliðhollir innan
ríkisstjórnarinnar hefðu tjáð honum
að líf hans væri í hættu. Aðspurður
kvaðst hann telja að mótmælin á
miðvikudag og gæsla öryggissveita
námamanna í miðborginni þýddi að
öll von væri úti um að lýðræðislegu
stjórnarfari yrði komið á í Rúmeníu.
velda. Mun hann hafa ítrekað hug-
myndir þessar á fundi með forsetum
Eystrasaltsríkjanna þriggja fyrr í
vikunni. Aldrei áður hafa forustu-
menn kommúnistaflokksins gagn-
rýnt Gorbatsjov með þessum hætti
og þykja þessi ummæli gefa til
kynna að harðlínumenn séu teknir
að óttast um framtíð Sovétríkjanna.
Fyrr um daginn hafði Jasov varn-
armálaráðherra Sovétríkjanna boð-
að óvænta breytingu á afstöðu
stjórnvalda til sameiningar þýsku
ríkjanna. Sagði hann að skiiyrði
þess að ríkin sameinuðust væri það
að Þýskaland yrði aðili að nýju sam-
evrópsku öryggiskerfi sem leysti
Atlantshafsbandalagið (NATO) og
Varsjárbandalagið af hólmi. Fram
til þessa höfðu Sovétmenn sagt að
þeir vefengdu ekki rétt Pjóðveija
til sameiningar, heldur aðeins rétt
þeirra til að ákveða einhliða hvar
þeir skipuðu sér á bekk í öryggis-
málum Evrópu.
EES.
Forsætisráðherra sagði það hafa
komið fram í máli Jacques Delors,
forseta framkvæmdastjómar EB,
að bandalagið væri tilbúið til að
fjalla um ákvarðanir og stjórn EES
í samningaviðræðunum en um það
hefur EB ekki verið til viðræðu
fram að þessu.
Sjá fréttir á bls. 22.
Kólaskagi:
Árásarmátt-
ur heraflans
ennaukinn
Ósló. Reuter.
SOVÉSK stjórnvöld halda
áfram uppbyggingu og end-
urnýjun vopnabúnaðar á
Kólaskaga við Norður-
Ishafíð þar sem fyrir er
mesta vígtólahreiður ver-
aldar. Norðmenn hafa nú
komist að því að 40 árásar-
sprengjuflugvélum, sem áð-
ur höfðu bækistöð í Debrec-
en í Ungverjalandi, hefúr
nú verið komið fyrir á skag-
anum.
Sprengjuvélarnar geta borið
kjarnorkuvopn og eru flestar
af gerðinni MiG-27, er sérfræð-
ingar Atlantshafsbandalagsins
(NATO) nefna „Flogger J.“
„Þessi tegund er fyrst og
fremst ætluð til árása á skot-
mörk á landi og flugþolið er
nóg til þess að hún getur gert
árásir hvar sem er í Norður-
Noregi,“ segir í yfirlýsingu
norsku herstjórnarinnar. Slíkar
vélar hafa ekki áður verið á
þessum slóðum nema við æf-
ingar og telja norsk heryfirvöld
að árásarmáttur sovéska her-
aflans á Kólaskaga hafi stór-
aukist við tilkomu þeirra.
Jegor Lígatsjov, leiðtogi sovéskra harðlínukommúnista:
Stefíia Míkliaíls Gorbatsjovs
ógnun við flokkinn og ríkið
Yarnarmálaráðherra Sovétríkjanna boð-
ar stefiiubreytingu í Þýskalandsmálinu
Moskvu, Strausberg. Reuter.
JEGOR Lígatsjov, leiðtogi sovéskra harðlínu-
kommúnista, lýsti yfir því í gær að stefha sú
sem Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi fylgdi
væri ógnun bæði við kommúnistaflokkinn og
sovéska ríkjasambandið. Er þetta í fyrsta skipti
sem Lígatsjov gagnrýnir viðbrögð Gorbatsjovs
við sjálfstæðisbaráttu einstakra lýðvelda Sov-
étríkjanna. Dmítrí Jasov, varnarmálaráðherra
Sovétríkjanna, boðaði í gær óvænta breytingu
á afstöðu Sovétmanna til sameiningar Þýska-
lands.
Lígatsjov.